Vísir - 06.06.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 06.06.1914, Blaðsíða 2
V I S I R V 1 s I R. Stœrsta b/að á íslenska tungu. Argangurinn (400—500 blöð) kostar erlendis- kr. 9,00 eða 2‘/2 dollars, innan- lands kr.7,00. Ársfj.kr. 1,75, mán kr. 0,60. Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur- stræti 14 opin kl, 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstióri Einar Gunnarsson venjulega til viötals kl. 5—7. [Sendisveinastöðin (Sími 444) annast út- ourð um austurbæinn nema Laugaveg. Aiareiðsla UI utanbæjarkaupenda er á Skólavörðustig 16 (Simi 144, Póst- hólf A. 35)J. Ferðapistlar frá Sigurbirni A. Qíslasyni. ----- Frh. Þegar Ceres kom fyrir Reykjanes kom snarpur austanstormur, urðu þá margir sjóveikir, þótti nóttin >11 og stundu þungan; en nokkrir voru svo lánsamir að sofa vscrt allt þar til komið var austur undir Vest- mannaeyjar. Var þá stormur, rign- ing og öldugangur mikill, og full- erfitt fyrir sjóhrausta menn að geta rakað sig um morguninn. Ceres átti að taka töluvert af fiski og skila mörgu fólki til Eyjanna, en vegna veðurs var ekki hægt að leggjast á höfninni, og fór því skipið «bakdyramegin« hinu megin við Heimaklett og lagðist við eiðið bak við kaupstaðinn. Lá Ceres þar frá því um dagmál og fram um miðaftan í gær og tók vörur, en af því að veðrið var svo vont, fóru engir í land nema þeir sem áttu brýnt erindi. Enda varð einum far- þeganum full-hált á landferðinni. Það var hálf-íslenskur Þjóðverji, sem kom frá Reykjavík og ætlaði til Leith, eða lengra; skrapp hann snöggvast í land »til að finna kær- ustuna* sögðu skipverjar, en hefur ekki sjest síðan hjer á skipinu, hvað sem kann að hafa tafið hann í landi. Ferðakistu og kápu skildi hann eftir í svefnherbergi mínu, svo að auðsjeð var aö ferðinni var lengra heitið en til Vestmannaeyja. Fáir komu Vestmannaeyingar um borð aðrir en flutningsmennirnir. Einn hitti jeg þó, sem var að kvarta um það við mig hvað vínsölumenn í eyjunum ættu erfitt aðstöðu. Bæði kæmi það fyrir að tempiarar og sýslumaður væru að rekast í þess háttar og jafnvel sekta mannagrey- in. Lögleg vínsaia hefði ekki verið þar nein allmörg ár eins og kunn- ugt er. — Og svo þætti viðskifta- mönnunum þeir of dýrseldir. En vegna áhættu og erfiðleika við vín- söluna væri brennivínsflaskan 4 kr, og whiskyflaskan 6 kr. hjá þessum vínsölum. Sagt væri að áfengið væri óvenjulega óhollt en margan laug- ardag seldust þó um 30 flöskur eða meira. Rjett áður en vjer fórum frá Vestmannaeyjum gerði logn og besta veður og snemma í morgun var sólskin og blíðviðri, sfðan kl. 9 hefur verið rigning og hálfkalt, en alveg sljettur sjór. Eru samferðamennirnir hljóðir hver í sínu horni með bækur, blöð eða skriffæri. Jeg held enginn sje neitt verulega sjóveikurnúna, minnsta kosti höfum við piltainir allir dá- góða matarlyst, ungu stúikurnar hafa raunar naumast sjest í dag, en jeg Saltkjötið óviðjafnanlega frá Grund í Eyja- fírði, fæst ennþá í versl. „Y on Laugaveg 55. Rúðugler langódýrast í versl. „Yon” Laugaveg 55. Málarayörur allskonar í versl. . Von Laugaveg 55. Saltfiskur ágætur og ódýr í versl. Von’ Laugaveg 55. Matvara, kaffi og sykur, ódýrast að vanda í versl. •Von‘ Laugaveg 55. Han^ið kjöt og kæía í versl. •Yon' Laugaveg 55. sem spara vilja peninga kaupa í versl. ■Yon Laugaveg 55. býst við að það sje rigningin úti og tóbaksreykurinn hjer efra, sem veldur því. Skipstjóri, stýrimaður og vjelameistari eru hinir kátustu og skrafhreifnir vel. Hraða þeir ferðinni sem mest má til að kom- ast frá Leith fyrir hvítasunnuna; en jeg fyrir mitt leyti kysi heldur að vera í Skotlandi um hátíðina en að sigla um hið ólgandi haf. ^atiwsó&tvw dularfullra fyrirbrigða. Bók Schrenck-Notzings. ---- Frh. Jeg tyrja á einu fyrirbrigði sem frú Bisson segir frá, vegna þess að þaö gefur góða hugmynd um hvernig þetta var rant að haga sjer. Höf. var reyndar sjálfur ekki viðstaddur í það skifti, held- ur annar læknir Dr. B.: Dr. B. situr fyrir framan Evu og heldur í vinstri hönd hennar en jeg held í hægri með báðum höndum. Allt í einu finn jeg að við hendur mínar kemur eitt- hvert kalt og rakt efni. Jeg gríp það án þess að sleppa hönd Evu og færi það út fyrir tjöldin. þetta efni teygist út í hendi mjer og lafir niður, og jeg get athugað það í 1—2 mínútur. En á með- an jeg er að þreifa á því og teygja það til og frá þá hverfur það á milli handanna á mjer. það er erfitt að lýsa þessu efni, mjer fanst það vera þvalt og kalt lifandi efni samsett af ræmum og þráðum. Lyktarlaust var það og ljósgrátt að lit. þetta endurtók sig hjerumbil 8 sinnum og gat jeg 4 sinnum fest tök á efninu og sýnt Dr. B. það.“ — Við næstu tilraun segir hún aftur frá. „Tjöldin eru opin. Dr. B. heldur í aðra hönd miðilsins. Nokkurskonar slæða eða blæja kemur út frá hálsi Evu og fellur niður yfír vinstri handlegg henn- ar og niður á gólf. Hún færir hönd mína, sem heldur um vinstri hönd hennar með gætniaðslæð- unni og gríp jeg í hana. Hún æpir: „Mjer erþetta viðkvæmt, en jeg vil það samt.“ . . . Jeg færi slæðuna út fyrir tjaldið, rek hana í sundur og hylur hún þá alla vinstri hlið Evu. Eva líður , miklar kvalir. Allur þessi vefur og þræðir hjaðnar niður og hverf- ur aftur.“ í annað skifti fjekk höfundur sjálfur að snerta á þessu efni og gekk það þó ekki af hræöslu- laust fyrir miðlinum því hann er mjög smeikur við að láta aðra koma við þetta efni, nema helst frú Bisson. Lýsir höfundur því eins og frúin hafði gjört. Segir hann ennfremur að það sje frem- ur þungt og hreyfi sig sjálft, engu líkara en að það væri lifandi slanga. þó er það misjafnlega þjett í sjer, stundum eins og gagnsæ blæja og þá viðkomu eins og kongulóarvefur. Einu sinni slæst það snöggt niður í lófa höf. og grípur hann í það, en það smýgur úr greipum hans og miðillinn æpir hátt. Eins 03 tauin eru Iðunnar-dúkarnir. Þeir sem vilja fá slitgóð föt kaupið þau þar. Verkamenn,sjómenn munið þetta. Qma pálmasmjör er ljúffengt og ódýrt,' fæst í Nýhöfn. Mikið úrval af Klossum nýkomið til Jes Zimsen, SYKUR er ódýrastur í Kaupangi. Góö útsæðisjarðeplí fást hjá Petersen frá Viðey. Hafnarstræti 22. Hveiti er ódýrast og best í Kaupangi, kostar 12—14 aur. pd. Stumpar pd. kr. 1,40, fást í Kaupanö:i. SðT'Sendið auglýsingar $9H9 tímanlega. '"#Mi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.