Vísir - 17.06.1914, Page 2
V f S I P
V I S I R.
Stœrsía blað á isltn ka tungu.
Árgangurinn (400—5( 0 blöð) kostar
erlendis 1;. 9,00 eða 272 dollars, innan-
landslr.7 00. Ársfj.kr. 1,75, mán kr. 0,60.
Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur-
*træti 14 opin kl. 8 átd. til kl. 9 síðd.
Sítni 400. Pósthólf A, 76.
Ritstióri Einar Gunnarsson
venjulega til viötals kl. 5-7.
(Sendisvelnastöðin (Sími 444) annast út-
curð um austurbæinn nema Laugaveg.
ATgreiðsla UI utanbæjarkaupenda er_ á
>kóiavörðustíg 16 (Simi 144, Póst-
hólf A. 35)J.
GrERLA-
EAraSOOTABr
STOFA
Gísla Guðmundssonar,
Lækjargötu 14B (uppi á lofti), er
venjulega opin 11-3 virka daga.
Isrek í Atlantshafi
er nt3 með meira móti. Um síðustu
mánaðamót varð eitt af slórskipum
Cunard-línunnar að bíða á annað
dægur fyrir sunnan Nýfundnaland,
sakir þess, að fyrir því varð ís svo
þjettur, að ekki var hægt að kom-
ast leiðar sinnar milli jakanna.
Indverjum bægt frá inn-
flutningl til British
Columbia.
Á vesturströnd Norður-Ameríku
er megn mótspyrna gegn innflutn-
ingi Asíuþjóða, Indverja, Japana
og Kínverja. Hefur orðið hinn
megnasti fjandskapur út af því með-
al Kalíforníuríkisins í Bandaríkjun-
um og Japan.
Eins hefur stjórnin í British Co-
lumbia í Kanada reist sem ramm-
astar skorður við innflutningi Asíu-
manna og urðu mjög miklar deil-
ur út af því fyrir síðustu mánaða-
mót. Þá kom mannflutningaskip
þangað með 600 Indverja frá Kal-
kútta, en stjórnin bannaði þeim
iandgöngu samkvæmt samþykkt, er
í lög hafði verið tekin síöastliðinn
aprílmánuð.
Indverjarnir báru það fyrir sig,
að breskir þcgnar ætti að hafa rjett
til þess að setjast að hvar sem þeir
vildi í breskum löndum, en hafa
þó ekki fengið sitt fram.
Ráöuneytisforsetinn í British Co-
lumbia, Richard Mc.Bride, hefur
sagt á þessa leið:
»Bann það, sem lagt hefur verið
fyrir þessa 600 innflytjendur frá
Kalkútta, er bráðnauðsynlegt. Verð-
ur eitt yfir alla að ganga. Vjerer-
um nauðbeygðir að hamla af fremsta
megni aðstreymi Asíuþjóða, því að
eila er hvítum mönnum gersamlega
útrýmt úr landinu.*
Eimskip rekast á f
Temsánni.
Annað sekkur. Menn bjargast.
Laugardaginn 6. júní rákust á
tvö eimskip í ánni Téms: Corinthian,
eign Allanlínunnar, og Oriole, stál-
skip, 1510 smálestir að stærð.
Oriole brotnaði þegar og sökk á
skammri stundu. . Farþegar voru
þrír eða fjórir, og urðu þeir 'að
hlaupa fyrir borö, en varð bjargað
af bálum og eins skipshöfninni.
Nýr stjörnuturn.
Nýjan stjörnutmn er frakkneska
vísindafjelagið að láta reisa á Mont
VASABTBÍ.TAft
er nú komin og tæst hjá bóksölunum í Reykjavík.
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonat.
■ ■
Olgerðarhús
Reykjavíkur
brýtur alla samkeppni á bak aftur. Hvers vegna? Vegna
þess, að ölið þaðan er ljúffengara, næringarmeira, hreinna,
1 aldbetra en annað öl. Eftirspurnin er afskapleg. Vjer
höfum varla við að brugga handa neytendum vorum út um
land og erlendum og innlendum skipum, auk fádæma þeirra,
er seljast í bænum.
íslendingábjórinn óviðjafnanlegi er þambaður
jafnt á háborðúm höfðingjanna sem í hreysum kotunganna.
Hvítölinu hvolfa menn í sig eins og spenvolgri nýmjólk.
Maltölið hleypir hverjum manni í spik.
Nýtfsku ölgerð. Erlend s]erþekking. Osvik-
in efni. Greið og góð afgreiðsla.
Allt þetta einkennir í ríkum mæli
Ölgerðarhús Reykjavíkur.
Talsimi 354.
Norðurstíg 4.
Blanc. Turninn slendur í 3450
metra hæð, og hefur þessi staður
verið valinn sakir hins hreina og
tæra lofts, sem er þar efra.
Friðardómstól
liafa Bandaríkin og Ítalía samið með
sjer að setja um deilumál þau, er rísa
kunna milli þeirra. Er þar ákveðið
að þau deilumál, er stjórnendur
ríkjanna geta ekki jafnað nieð sjer,
skuli lögð fyrir alþjó'adómstól, er
í sitja fimm menn.
LögreglustjórniníChicago
gaf út skýrslu um fjóra fyrstu mán-
uði þessa árs og [sýnir hún, að
aldrei hafa verið framdir jafnmargir
glæpir þar í borginni á jafnlöngu
tímabili.
Bretar taka ekki þátt f
Panamasýnhígunni í
San Francísco.
Enska stjórnin hefur nýlega lýst
yfir því, að hún taki ekki opir-
beran þátt f sýning þeirri inni miklu,
er fram á að fara í San Fraticisco
að ári, til minningar um þaö, aö
Panamaskurðurinn er fullger. Aftur
þiggur hún boð Bandaríkjanna, aö
hafa flotadeild viðstadda þegar skurð-
urinn verður opnaður til umferðar.
— Stjórn Austurríkis hefur samþykkt,
að taka þátt í sýningunni.
ÞAKJÁRN,
allar stærðir og lengdir, miklar birgðir nýkomnar.
Hvergi eins ódýrt.
Einnig miklar birgðir af
þakpappa.
Laugaveg 31.
JÓNATAN ÞORSTEINSSON.
fást ódýrastar hjá
Isebarn
Aðalstræti 5,
Góður
plægingamaður
með góðum hestum og verkfærum fæst leigður í nokkra daga í vor.
Sími 422.
Stórt erfðafestuland
hjer í bænum er til sölu. Liggur mjög vel til fískverkunar og físk-
reita. þetta ættu útgerðarfjelög bæjarins að athuga.
Upplýsingar gefur
Sig. Björnsson
Grettisgötu 38.
Yatnsleysið í bænum.
Hvernig stendur á vatnsleysinu í
bænum ?
Það hefur komið fyrir síðari
hluta vetrarins og í vor, að vatnið
hefur þrotið með öllu í húsum á
hærri stöðum hjer í bænum um
lengri eða skemnrri tíma í senn,
og stundum í fleiri klukkustundir
í einu.
Er það af því að »Ovendarbrunn-
ar« sje að þrjóta, eða af því vatn-
ið sje látið renna út einhverstaðar
að óþörfu? En af hverju sem það
er, þá þarf að taka það til greina,
og ráða bót á því tafarlaust, því
að fólk unir því illá, sem vonlegt
er, að eiga það á hætlu að missa
vatnið fyrirvaraláust hvenær sem
vera skal og hvernig sem á stend-
ur, og borga þó fullt verð fyrir það
(sem aðrir) að hafa það allt af
nægilegt við hendina, — auk þess
sem þaö geta orðið nokkuð alvar-
legar afleiðingar af því að svifta
fólk svona öllu neysluvatni á stóru
svæði bæjarins þegar minnst varir,
um óákveðinn tíma.
Vatnsleiðsla bæjarins er líklega
eitt af því nauðsynlegasta, er gert
hefur verið hjer, — þó dýr væri, —
eftir þeirri reynslu sem komin er
allt að þessu af því verki. — Enda
munu flestir ánægðir með það. —
En þetta óvænta vatiisþrot, seru
virðist vera að ágerast. setur óhug
í íólk, og Vekur ýnisar spurningar,
sem vonlegt er.
Væri annars ekki gerandi að
stofna eitt eða fleiri embætti upp a
nokkrar þúsundir króna um árið,
til þess að »rannsaka« þetla vatns-
hvarf eéa orsakir þess, og annað
er sne.tir framtíðar-öryggi vatns-