Vísir - 07.07.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 07.07.1914, Blaðsíða 2
V í S I R V 1 S I R. Stœrsta blað á íslenska tungu. Argangurinn (400—500 blöð) kostar erlenöis kr. Q.00 eða 21/; dollars, innan- lands kr.7 00. Ársfj.kr. 1,75, nián kr. 0,60. Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur- s'ræti 14 opin kl. 8 árd. tíl kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. • Ritstjóri Einar Gunnarsson veniuiega tit viötals kl. 5—7. Danskur æfiniýrairtaður. .1 í bænum O m a h a í N e- ? b r a s k a í Vesturheimi var danskur ' leynilögreglumaður og æfintýrasegg- ur nærri búinn að koma bænum í , uppnám fyrir skömmu. Svo stóð á, að bæjarstjórnin þar , hafði sent útboð til ýmissa verslunar- , húsa um að leggja hitaleiðslu í ráð- \ hús bæjarins. Einn góðan veðurdag kemur þar fram á sjónarsviðið um- j boðsmaður fjelags nokkurs í C h i- l cago, danskur maður, T. G- | H a n s e n að nafni. Hann ljet all- mikið yfir sjer og gerðist brátt vin mikill allra þeirra er nokkurs máttu sín í bænum og bæjarstjórn, allar gö'.ur ofan frá borgarstjóra og [til hinna lægstu embættismanna, Hann sat með bæjarstjórninni og helstu embættismönnum á kaffihús- unum og veitti óspart á báða bóga. Þeir voru stórhrifmr af þessu glæsi- menni, sem sló á vasana og Ijet dalina velta eins og lambaspörð. Einkum hafði hann tekið ástfóstri, við W a I f e nokkurn, umsjónar- mann opinberrar starfsemi í bænum, er átti að ráða framkvæmdum í hita- leiðslumálinu til lykta. Loks bauð Hansen honum 5000 dali, ef hann vildi veita sjer verkið. Walfe var fús til þess og allt var útkljáð á milli þeirra, en þá hvarf Hansen skyndi- lega. En Dahlmann borgarstjóri hafði haft augun hjá sjer. Daginn eftir lýsir hann yfir því á bæjar- stjórnarfundi, að Hansen þessi sje þjónn samsærisfjelags, er hafi tekið sjer fyrir hendur að ginna alla em- bættismenn bæjarins og koma þeim í tukthúsið. Hann sýndi fram á, að Hansen væri ieynilögreglumaður, leigusnati blaðsins Omaha Daily N e w s, er vildi koma bæjarstjórn- inni fyrir kattarnef. — Nú hafði Dahlmann haft njósnara sína á hæl- um honum, hvar sem hann fór. Hann hafði leigt sjer skrifstofu með »diktafóni« — vjei,sem gat tekið upp og haft eftir sjerhvert samtal og gefið munnlega sönnun fyrir því, að embættismennirnir hefðu fallistá ráð hans og þegið mútur. Nú hefur Hansen verið hand- samaður í Chicago fyrir mútutil- raunir og svik, en Walfe og fleiri embættismenn og starfsmenn bæjar- ins verða seítir af. Svo fór um sjó- ferð þá! QxJovd-CamWv&^e- &&pp^e\k\xntwv1 (Söguleg skýring um hiun fraega kapp- róftur síðan 1829. Eftir »Jdrætten.«) ---- Frh. Við róum nú áfram í hægð- um okkar og erum ekki stöðv- aðir fyr en við erum komnir að *) Mynd í sýningarkassa Vísis. Stórt og gott tun, (200 — 250 hesta) ásamt góðri heyhlöðu, er tekur 3—400 hesta, er til leigu á mjög góðum stað hjer í bænum. Afgr. v. á. KVENFATNAÐUR Kápur, Frakkar, Draglir 40^ KVENHATTAR Blóm, Fjaðrir o. fl. KJOLATAU, Musselin, Flauel LEGGINGAR SK/ERVLER Nýkomin Baðmullartau og Flónel verða seld mjög ódýrt. ( J.P.T.BRYDES V E R S L U N. 50° 25° 50? 331/s I LAXASTENGUJR OG LAXVEIÐA-AHÖLD eru seld með 25°/0 afslættti. J P T. BRYDES VERSLUN. NYKOMIÐ til Jóns Björnssonar& Co. Caehemiresjöl, Svuntutau, Divanteppi og Borðdúkar o m. fl. Ljereft, Klæði, Dömuklæði, Tvisttau Ovenju ódýr eftir gæðum. Jón Björnsson & Co. staðnum þar sem kappróðurinn á að byrja. Nú er eins og verið sje að leiða okkur til gálgans! „Bátana á sinn stað!“ hrópar dómarinn. „Jeg kalla fyrst einu sinni: Eru allir tilbúnir? og end- urtek það í annað sinn, svo svo hleypi jeg af skoti, og þá farið þið af stað“. Stýrimennirnir hlýða dómaran- um og skipa fyrir að róa lítið eitt fram eða aftur, þangað til bátarnir eru alveg jafnir. þá hrópar dómarinn aftur. „Eru allir tilbúnir?" Enginn svarar-. Hann kallar aftur og lyftir hand- leggnum með skammbysstinni. Eina mínútu er óþolandi þögn. Tíminn virðist líða fram hjá eins og æðandi árstraumur. það er eins og hjartað í okkurstandi kyrt og á öndinni stöndum rið alveg. — Öðru kalli dómarans höfum við svarað með því að leggjast á árarnar. Að vjsu langaði þá marga til að kalla í dómarannn og fá frest. Skotið ríðum af. í sama bili gjalla við þrum- andi óp frá árbökkunum, brún- um og skipunum, er bergmála frá kirkjum og húsum í nágrenninu. Við eru lagðir af stað. Tvö stutt áratog og eitt langt. Hver taug er nú spennt. Efi og óstyrkur er horfinn á svip- stundu. Við reynum að halda bátnum í sem bestu jafnvægi. Við neytum allrar róðrarkunnáttu okk- ar til þess að ná sem mestum hraða og áfram þýtur báturinn í gegn um árstrauminn. Jafnvel kennari okkar hefði ekki getað ákosið betri róður. En Cambrtdge ? Hvernig ætli þeim hafi gengið að komast af stað. Við verðum að skotra aug- unum lítið eitt til hliðar, til þess' að gá að þeim. „þið þrír þarna, — augun í bátnum !“ kallar stýrimaðurinn. „Og bara að hann væri orðinn bæði'blindur og heyrnarlaus! Hvað ætli hann vilji vera að fetta fing- ur út í það þó við rennum til augunum." En samt gátum við nú sjeð dá- lítið til keppinautanna. Og svo mikið sást,að hafi fyrsti spretturinn heppnast vel hjá okkurþá hefur hann að minnsta kosti ekki heppn- ast síður hjá hinum — líklega heldur betur, því árar þeirra virð- ast vera lítið eitt á ská fram und- an. En svo mikið er það ekki að við þurfum að vera mjög smeik- ir. Við tökum 40 áratog fyrstu mínútuna, Cambr. einu togi minna. Jæja, stjórnandinn skipar fyrir og hann getur tekið alla krafta okkar i einu þótt hann vildi. Lík- lega hefur hann þó ekki hugsað sjer að við gætum róið í 20 mín- útur með allt að því elnu togi ^ sekúndu! Ekki linar hann á hrað" anum heldur eykur hann’efn0^- uð er. Og við hlýðum þótt okk- ur verki í limi og við sjeum að verða alveg afllausir. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.