Vísir - 16.07.1914, Síða 2

Vísir - 16.07.1914, Síða 2
V I S I R :.;eruingur aö annast framkvæmd laganna. Jeg skal nefna til dæmis, aö gert er ráö fyrir aö sjerstakur tollur er á smjörsalti; en smörsalt er aldrei greint frá ööru salti. Sama er um skepnufóöur. Enn má benda á segldúka, sem lögin 1912 líklega til ívilnunar fyrir "’ómenn hafa dregiö 'undan vefn- aðarvöru. En ógerlegt er aö greina segldúk frá annari vefnaöarvöru. Sama gildir um seglgarn og striga, strigi nær yfir svo margt, er hafö- ur til úmbúöa, i millifóður, vestis- boðanga o. s. frv. og eðlilegast aö hafa hann í vefnaðarvöru. M a g n ú s Kris-tjárisson: Jeg get ekki kannast viö ])að, aö knýjandi ástæöur sjeu fyrir þessu frv. Þótt hv. flutningsmaður (B. Kr.) sje höfundur vörutollslag- anna, má hann ekki vera svo viö- kvæmur, aö þola ekki tillögur nokkurra annarra manna en sjálfs sín um þetta mál. Hann sagði, aö ])ingiö síðast heföi ónýtt vörutolls- lögin. Mjer er kunnugt um þaö, aö nefndin þá vann af mikilli alúö og haföi ýmsa menn í ráöum meö sjer, þá er best vit hafa á þessum málum. Hv. þm. Gbr. og Kj. (B. Kr.) er oft aö tala um ])að, að grund- völlur vörutollslagánna hafi verið brotinn, og færir þá ástæðu til ]æss, að innheimta tollsins sje ó- gerleg. Þetta er alveg rangt. Farm- brjef og vöruskrár eru gerðar eft- ir því, sem lög mæla fyrir. Úr því aö lögin tiltaka sjerstakan toll á ýfnsum vörum, þá er þaö skylda að tilfæra þær vörúr á farmskrárn- ar. Frv. vísað til'2. umr. meö 12 atkv. samhlj. Samþ. að kjósa 5 manna nefnd. Magnús Kristjánsson. Matthías Ólafsson. Björn Kristjánsson. Benedikt Sveinsson. Þórarinn Benediktsson. 9. m á 1. Tillaga til þingsályktunar um ráðstafanir geg-n útlendingum út af notum þeirra á íslenskri land- helgi og höfnum hjer á landi við ýms verkunarstörf á fiskifangi (síld, 68); hvernig ræöa skuli. Tillaga forseta um eina umr. samþ. í e. hlj. 10. m á 1. Tillaga. til þingsályktunar um skipun nefndar til að athuga strandferðafyrirkomulagið (96) ; hvernig ræöa skuli. Tillaga forseta um eina umr. samþ. i e. hl. Dagskrá neðri deildar föstudag- inn 17. júlí, kl. 12. 1. Bæjarstjórnarlög Reykjavíkur (fjárhagsáætlun) •; 3. umr. 2. Mæling og skrásetning lóða og landa í Reykjavík ; 3. umr. 3. Mat lóöa og landa í Reykja- vík; 3. umr. 4. Vjelgæsla; 2. umr. 5. Afnám fátækratíundar; 2. um- ræða. 6. Dómtúlkar og skjalþýöendur; 2. umr. 7. Löggiltir endurskoðendur; 2. umr. 8. Talsímalög, breyting; 2. umr. 9. Eignarnámsheim. fvrir Hóls- hrepp í Bolungarvik; 1. umr. 10. Árekstur og björgun; 1. umr. 11. Strandferðir, þingsályktun; 1 umr. 12. Fækkun sýslumannsembætta; ein umr. Efri deild. Fundur í dag. 1. m á 1. Fjáraukalaganefnd. Kosningu hlutu: ! í . OM A plöníusmjöréð fræga er afíur komiö í NÝHÖFN. Skinke og síðufles] nýkomið í N ý h ö f n. fc i Hákon Kris.'ófe sson. Ka-I Einarcson. Bjöin Þorláksson. S.cingiímur Jónsson, Eiiíkur Briem. 2. m á 1. Varnarþing í skuldamálum. Samþ. mcð 8 : 4 íil 3. umr. 3. mál. StrandferÖanefnd. Samþ. ein uirr. Frumvarp til laga um breyting 'á Iögum um rií-íma og talsímakeríí Islands nr. 25, 22. okt. 1912. Flutningsmaður: Þorleifnr Jóns- son, í 4. gr. laga um ritsíma og tal- símakeri'i íslands 22. okt. 1912, skal talin talsímalína frá Hornafirði um Hólm og Kálfafellsstað til Svínafells í Öra'um. Tillaga til þingsályktunar um ráðstafanir gegn útlendingum út af notum þeirra á íslenskri landhelgi og höfnum hjer á landi við ýms verk- unarstörf á fiskifangi (síld). Flutningsmaöur: Stef. Stef. Eyf. Neðri deild Alþingis ályktar aö skora á landstjórnina, að rann- saka, meö hverju móti veröi girt fyrir það, að útlendingar vinni aö ýmsum verkunarstörfum á fiski- fangi (síld) á útlendum skipum á íslenskum höfnum og í íslenskri landhelgi, án leyfis og án þess, aö þeir greiöi önnur opinber gjöld, af atvinnu sinni en útflutnings- gjald af því, er þeir taka á höfn- um úr öðrum skipum. Heimili gildandi lög að kippa þessu í lag, skorar deildin á stjórn- ina að hlutast til um, aö þaö veröi gjört. En þurfi nýja lagaheimild til þess er skorað á stjórnina, að undirbúa hana og leggja fyrir næsta Alþingi lagafrumvarp í þá átt. Um sund. Eftir Erling Pálsson. í vetur skrifaöi jeg í Vísi nokkrar línur um ferð mína til Englands og ætlaði þá að segja eitthvað um ensku sundmennina sem jeg kyntist þá og sundæf- ingar Englendinga yfir höfuð, sem mjer þótti einlægt meira um vert- eftir því sem jeg kyntist ])eim betur. En jeg hætti við jietta þá, af þvi aö jeg áleit aö jeg yrði færari um það eftir því sem jeg væri þar lengur. Eins og allir vita, eru Eng- lendingar afburöa íþróttamenn í öllum greinum. Sú íþrótt, sem þar hefir náð almennustum á- huga og þátttöku og álitin er mest viröi, er sundlistin, og veld- ur þaö þessum áhuga þeirra og framförum, að þeir kunna aö meta þessa íþrótt að verðleikum. Þar er börnum kent sund úr því þau eru 10 ára, einkum drengjum, en þó byrja margir fyr. Það var t. d. ekki ósjaldan, er jeg spurði menn að því, hve- nær þeir hefðu lært aö synda, að þeir svöruðu: „Um leið og jeg lærði að ganga.“ — 1 sundinu eru fólgnar allar þær hollustu og bestu líkamsæfingar, sem hægt er aö veita sjer til þess að styrkja og þroska líkamann. Þeir sem læra sund á unga aldri og æfa það munu fljótt sanna á- gæti þess með fegurri líkama og betri heilsu en þeir sem hafa lát- ið það óæft. Til dæmis má geta þess, að sá sem vann langmest á íþróttamótinu núna, Guðm. Kr. Guðmundsson, lærði sund á unga aldri og hefur æft það mjög síð- an og telur sjer þaö mikið gagn. Sundið æfir allan líkamann dá- samlega og skilur engan hluta hans eftir óæfðan. Það styrkir brjóstið og húðina allra iþrótta best og svo eykur það matarlyst, að sjaldan þarf annað við lystar- leysi, en að æfa sund, auðvitað af því að það styrkir meltinguna. Læknar ráðleggja oft sjúklingum að iðka sund við ýmiskonar kvill- um og sjúkleika. Eftirtektavert þótti mjer, hvað ensku sundmenn- irnir höfðu sljett og hraustlegt liörund og víðara brjósthol en aðrir íþróttamenn er jeg sá þar. — Þá hefir sundið það sjer til á- gætis, að það verndar menn gegn drukknun í landsteinum eða ef menn detta útbyrðis af bát eða skipi, sem annars er hörmulega al- gengt að komi fyrir hjer á landi; má heita að menn drukni oft svo að kalla í bæjarlæknum. — Enn fremur mun vart hægt að hugsa sjer fegurri og skemtilegri kapp- raun, en að sjá knáa og vel æfða sundmenn steypa sjer í sjó eða vatn og þreyta sund. Svo er það og skoðun margra heilsufræðinga og mentamanna að sundiö upp- byggi og þroski þjóðirnar líkam- lega mest allra íþrótta. Jeg gjöri mjer nú von um, að menn sjeu mjer sammála um það, sem jeg hefi taliö sundinu til gild- is, en það þarf að gjöra meira, menn þurfa að vera samtaka i því, að læra það og iðka. Hvað Englendingar gjöra fyrir sundlistina ætla jeg nú að reyna að skýra frá _ í sem fæstum orð- um. Frh. S t ú 1 k a óskast á gott sveita- heimili. Uppl. á Laugavej 42 (í búðinni). TAPAЗFUNDIÐ B r j ó s t n á 1, með slaufulagi, týndist í gærkveldi á Laugavegi. Skilist á Laugaveg 37. Eftir H. Rjider Haggard. ---- Frh. Er Hugi heyrði þetta bráhann sveroi sínu og hljóp að Basil. En hann skaust æpandi ínn í mannþröngina og hvarf. „Snúum bökum saman og tök- um á móii þeim“, hrópaði Hugi til manna sinna. Gerðu þeir það þegar. Voru þeir hvergi árenni- legir, á eina hliö var öxi Rikka, á aðra sverð Huga og þriðju sax Davíðs. Hljóp Rikki fram og klauf þann er fremstur stóð í fylkinguni í herðar niður og var um leið kominn á sinn stað af.- ur. Kom hik á menn við vígið, og linaðist atlagan. „Er það venja hjer að myrða þannig saklausa menn hjer í Avfgnon", hrópaði Hugi „eru hjer engir er vilja hjálpa útlendingum sem ekkert hafa til saka unnið!“ „Jú“, vai svarað utan úr myrkrinu. „Hjálpið þeini sem björguðu Gyðingunum". Ogum leið rjeðisthópurmannaá skrílinn. Varð snörp orusta en skömm umhverfis þá fjelaga og lauk svo þeir er ætluðu að hjálpa þeim fiúðu. En þá var Davíð Dagur horfinn frá þeim, og hugðu þeir fjelagar að hann heFoi fallið í viðureigninni. „Nú erum við orðnir tveir ein- ir, húsbóndi", mælti Rikki. Mun- um við snúa bökum saman og deyja eftirminnilegum dauöa fyr- ir þessa Avignon-þorpara.“ „Já,“ svaraði Hugi „en lengj- um lífið sem unnt er, og förum varlega, það hefur löngum verið bogámannasiður að hlaupa á sig“. Var þeim þá veitt atlaga, er þeir ráku af höndum sjer eftir allmikla hríð. Lágu nokkrir dauð- ir eftir fyrir framan þá. í annað sinn rjeðist skríllinn á þá, en það fór á sömu leio. „Sækiö boga“, heyrðu þeir hrópað. „SækiÖ boga og skjótið þá“. „Já“, svaraði Rikki, „fyrst þið gefið mjer rúm til að koma við boganum, þá mun rjett að senda ykkur icveðju!“ þreif hann þá til boga síns og var ekki laust viö aö berserks- gangur væri honuni. Sendi hann þrjár örvar af streng, hverja eft- ir aöra, stóðst eklcert fyrir þeim. þurfti ekki fleiri því menn viku með flýti, og hurfu inn í myrkr- iö. „Við veröum aö ráðast á þá þegar í stao“, sagði Hugi, „það er eina vonin ;til undankomu". En Rikki ljest ekki heyra til hans hann hjelt áfram að skjóta þang- að sem hann sá nokkuð hreyfa sig í myrkrinu. Tólcu nú örvar aö drífa að þeim. Flaug ein í gegn um húfu Huga og önnur brotnaði á brynju hans. Hann gnísti tönnum af reiði. „Ver;«u sæll, Rikki vinur“, hrópaði' hann. „Jeg ræðst á þá og fell heldur í þrönginni", hróp- aði hann þá heróp sitt, sveiflaði sverðinu og hljóp fram til atlögu- Frh. Prcntsmií5ja D. Östlunds.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.