Vísir - 22.07.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 22.07.1914, Blaðsíða 2
V í S I R V S S 1 R. j Stœrsía blað á íslenska tungu. Argangurinn (400—500 blöð) kostar erlendis kr. 9,00 eða 21/7 dollars, innan- iands }.r.7 00. Ársfj.kr. 1,75, mán kr. 0,60. Skrifstofa og afgreiðslustofa i Austur- s'ræti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstjóri Einar Gunnarsson veniulega til viðtals kl. 5—7; (jERLA- RALmÖMA- STOFA Gísla Guðmundssonar Lækjargölu 14B (uppi) lofti, er venjulega opin 11-3 vjrka daga. ------ Frh. Sá, sem klæðir sig skynsamlega og býr í ioftgóðum herbergjum hefur gjört mikið fyrir heilsu sína. Eh hann fer vilíur vegar ef hann hyggur að þar með sje alt gjört. Þar við bætast líkamsiðkanir, sem nauðsynlegar eru hverjum manni frá vöggunni lil grafarinnar. Líkams- iðkanir eru í einu orði allt sem lýtur að því að herða iíkamann, gjöra hann hraustari og um leið fegurri úliits. Það er ílit að víta til þess, að til skuli vera fjöldi fólks, sem aidrei hefur gjört annað í þarfir heiibrigð- innar, en etið og drukkið, »Og við iifum þrátt fyrir það iíkt og hinir sem alltaf eru að þessu,« segir það. En þetta veslings fólk, það veit ekki hvað það fer á mis við og hver munur er á þeirra lífi og hinna- Þeir eru niðurdregnir, oft í vondu skapi og taka aldrei á heilum sjer Hinir eru síhraustir og glaðlyndir. — Það er jafnmikill munur á þessu tvennu og hiinnaríki og heivíti. — Besta heilbrigðismeðalið og um leið hið ódýrasta er baðið. Menn verða að baða sig að minnsta kosti svo oft, að húðin haldist alveg hrein. Vatn eingöngu getur ekki ætíð hreinsað hana aiveg, verður þess vegna að nota sápu, sem sjerstaklega er gjörð fyrir liúðina og getur hreinsað hana algjörlega. Pearssáp- an mun vera best til þess. Fyrir heilbrigða er kalt vatn mest hressandi og styrkjandi, Til hreins- unar er best að hafa vatn, sem er jafn heitt líkainanum. Þegar menn baða sig inni verður herbergið að vera loftgott. Þegar baðað er uti, á að þurka fljótt og vel. Ef fólk þurkar sig ekki strax, einkum í stormi, missir húðin mikinn hita við burtgufun vatnsins. Getur það oft haft illar afleiðingar, auk þess springur húð- in af því og verður skorpin. Besta baðið sem hægt er að fá er í sjónum, en þeir eru of margir sem ekki nota þennan h^ilbrigðislög þótt þeir hafi hann við fætur sjer alla æfina. Það er ýmist af leti eða framtaks- Ieysi, eða vegna þess að menn eru ósyndir. En það á hver maður að kunna sund. Sundið reynir á alla vöðva og jafnvel leikfimi stendur því ekki jafnfætis með að þroska lungun og brjóstvöðvana. Þegar svo við bætist VA8A3TBLT ATÍ . er nú komin og fæst hjá bóksölunum í Reykjavík. Bckaverslure Sigfúsar Eymundssonai. Nýreykfaii lax, islenskf snnjör Stilíii Kæfu og Skornar pylsur Er besi að kaupa í Matardeiid Sláturfjelags Suðurlands í Hafnarstræti. Sparið fje ogkaupiðkjá Jóh. Norðfjörð. Bankastræti 12. gagn það, sem allir hafa af baðinu ; sjálfu, er sundið að öllu samanlögðu sú íþrótt, sem hver maður ætti að i kunna og iðka. Börnunum á að kenna sund úr I því þau eru átta ára, ef þau eru heilbrigð og vel þroskuð eftir aldri Eoreldrarnir ætti að gjöra sjer far um að glæða hjá barninu áhuga fyrir því. Með því leggja þau hyrn- ingarsíeininn undir heilbrigði þess. Að vísu er eins mikið undir kenn- aranum komið. Hann verður að gjöra sitt til að vekja áhuga barn- anna og vera nákvæmur við þau. »Vatnið er best« sagði grískt skáld fyrir 2000 árum. Eftir allan sinn langa tilverutíma, hefur mönnunum ekki skilist til hiítar, að vatnið er besta meðalið. Það mundi minna um sjúkdóma j en nú er, ef notað væri almennara ■ þetta rneðaJ, er hver getur veitt sjer, sem vill rjetta til þess hendinni. Þau mein sem koma af böðum eftir hyggju fjöldans, eru að mestu aðeins hugarburður. Efþauíraun- inni koma fyrir, þá er óskynsamlegri aðferð um að kenna. Það er jafn lítiivæg ástæða að bölva böðunum þess vegna og með- ulunum, sem vegna rangrar notkun- ar, hafa gjört menn sjúka. Frh. Fallegusi og best Karlmanns- föt fást á Laugaveg 1. Jón Hallgrímsson. SKRIFSTOFA Umsjónarmanns áfengiskaupa Grundarstíg 7, opin kl. 11 — 1. Sími 287. Stumpasirs nýkomið í versl. :V0N- Laugaveg 55. UR ST WGKLEFJALL-. Eftir Albert Engström. Frh: Til Reykjavíkur aftur. Ó, þú dýrðlega sól! Grasið á túnunum glitrar aftur í morgun- skininu og inn um opinn gluggann kemur svalur andvari og leikur um mig. Jeg teygi úr mjer svo að rúmgafiarnir svigna og jeg sje hvar fæturiiir á Wulff og Lawson leita út undan stuttu sængunum. Klukk- an er sex og að klukkustund lið- inni eiga heslarnir að vera söðl- aðir. Við flýtum okkur fram úr og að þvottaskálinni. Fyrir utan sjáum við hinn gervilega skugga Jóhann- esar. Við fáum þær frjettir að kandi- datinn sje kominn á fætur og sje farinn að leita að nokkrum af hest- unum, sern hafi skilið sig frá hin- um um nóttina. Hvað við eigum aö hafa til dög- urðar? Alt sem fyrir hendi er, því innýfli okkar eru nú að tryllast af Iiungri. Við tökum upp hið Ijúf- fengasta af nestinu, sælgætisfýsnin vaknar einnig hjá Lawson og bráð- lega er matarskráin fullger. Jóhann- ódýrast í versl. VON Laugaveg 55. es hverfur iiin í kviðinn á kotiiiu, hlaðinn dósum, og við komuni okkur í lag. Við höfum langa dagleið fyrir höndum, 60 kíidmeíra að minsta kosti. En það kvað ekki vera nenia fáar mílur að góðum vegi, og þegar við komum á hann, get- um við riðið greitt til þess að ná gististað áður en myikt er orðið. Nú er borðið orðið alsett diskum og matvæladósum. Nýmjólk er bor- in inn, mjer til skelfingar, en kaffi kemur strax á eftir, kandídatinn ríður í lilaðið með hestana sem hann var að leita að og svo setj- umst við allir fimm að snæðingi, til þess að jeta í okkur þrótt fyrir ferðaraunir dagsins sem í hönd fer. Ingjaldur karlinn hefur ekki lát- ið sjá sig. Líklega hefur hann farið með sláttumönnunum á einhvern þann stað, er hann þættist óhultur, mun hafa óttast grimmilega hefnd. En við verðum að gera upp reikn- ingana við heimafólkið. Nú er alt rammlega bundið og það sem bilað var lagað í bráðina. Fyrst er að horfa enn þá stundar- korn á Heklu, hina tignarlegu, horfa á hana í síðasta sinn — og svo á bak! Það hrífur mig angurblíða, til- finning, sem kvað ekki vera að finna hjá nútíðarmönnum, hún legst að hjarta mínu, vefst um það, herðir að því. Heil röð af nýjung- um hefur borið fyrir mig, áhrifa- sterkar, hreinar og miklar, og heil bindi af frumlum hafa myndast í heila mínum, er smátt og smátt munu hjaöna niður og visna með eliinni, setn er að nálgast. En eitt er þó víst — börn inín skal jeg senda út hingað einhverntíma. Með þeim hætti fær ef til vill eitthvað af því, sem jeg hef fundið, geymst í ókomnum tíma. Við erum komnir af stað, Hest- arnir eru sjálfkrafa sporagreiðir, eins og þeir sjeu þess meðvitandi að nú sje verið að halda heim á ieið. Takið um hjartað, sem jeg fann til áðan, linast og dálítið af gleði villimanna Uemur í staðinn. Morg- uninn er hressandi og gagntekur sál mína, jeg vil syngja við hófa- glamið á daggvotu hrauninu gamla erindið: Quadrupedante putrem sonitu quatit ungula campurn. Frh. Líkkistur og líkklæði. Eyvindiir Arnason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.