Vísir - 02.08.1914, Qupperneq 1
Vktt
Besta
verslunin í bænum hefur síma
X
Ferðalöo:
og sumardvalir
í sveit takast best ef menn
nesta sig í
Nýhöfn
Surínnd. 2. ág. 1914.
40 ára afmæli
Stjórnarskrárinnar.
Háfl. kl. 2,21’ árd. og 2,53’ síðd.
Á MOROUN
Afmœlr.
Frú Guðrún Nielsen.
Björn Þórhallsson bóndi.
Guðmundur Þorsteinsson prentari.
Hróbjartur Pjetursson skósmiður.
Jafet Sigurðsson skipstj. 40 ára.
Jón Pálsson organisti.
Sigurgeir Sigurðsson stud. theol.
Reykjavíku
BIOGRAPH
bcS THEATER. iwaiiii
Simi 475.
«r
n le&HO
Sá xyMCý
Aðalhlutverkin leika:
Oda Rostrup. Edith Psilander.
,Den Danske Wlarine'.
Seinasta æfing flotans í Kattegat.
Altan aj tatvdv!
Siglufirði í gær.
Síldarveiði er hjer mjög tnikil,
en fólk að kalla vitlaust út af stríðs-
frjettuMum er hingað berast og fæst
ekki til að vinna.
Ú R BÆNUNl
Símfrjettir.
Kaupmannahöfn í gær.
Allur Rússaherog Austurríkismanna hervæðist.
Þjóðverjar tilbúnir að grípa tii vopna. Holland, Belg-
ía og Danmörk auka mjög hervarnir. sínar.
Kaupmannahöfn í gær.
Danir hafa kaliað saman allan her sinn, en lýsa
jafnframt yfir hlutleysi sínu í ófriði.
Jean Jaurés friðarvinurinn var myrtur í gær í
París. (Sjá 2. síðu.
Ríkisráðsfundur var haldinn í Danmörk í dag. Samþykt
að bæta 1300 manns af stórskotaliði á hervirkin og 1400 manns á
flotann.
Lundúnum í gær.
Englandsbanki hefur í dag hækkað forvexti sína úr 8% upp í
10%. (Aðrir bankar þar hafa hærri vexti.)
t
Kaupmannahöfn í morgun.
Þýskaland segir Rússlandi stríð á hendur. Akaf-
ur herbúnaður.
Kaupmannahöfn í dag.
Sorðurlönd lýsa sig hlutlaus í éfriðunum.
anakonungur ávarpaði lýðinn í morgun. Seðlar
gerðir óinnieysanlegir.
Bremen í morgun.
Skipið mikla Prins Friedrich Wilhelm, sem var í
Reykjavík um daginn, hefur ekki komið fram.
■JammssLxói >v. .
^e\jk(av\!iwc
Fyrst um sinn verða að öllu
forfallalausu farnar fastar ferð-
ir frá R.vík austur yfir fjall
Mánudaga, Miðvikudaga og
Föstudaga. Lagt af stað frá
Reykjavík kl. 9. f. m.
Pöntunum austan fjalls verð-
ur veitt móttaka við Ölfus-
árbrú hjá stöðvarstjóranum
þar, en í Reykjavík á skrif-
stofunni-
Ýmsar freg*nir
í sambandi við stríðiö.
[Frjettir þær, sem í þessum dálki
standa, tekur Vísir enga ábyrgff á a'ð
riettar sjeu. Hann hefur mjög áfeiðan-
lega frjettaritara sjálfur og eru þær
frjettir undir aðalfyrirsögninni. Fjöldi
manna hjer í bæ fær símfrjettir mis-
je.fnlega áreiðanlegar, og vill fóUf
gjarnan fá að sjá þær.]
„Satt og logið sitt cr hvað,
sönnu er best að trúa,
en hvernig á að þekkja það,
þegar flestir ljúga.“
Ceres fór f gærkveldi til Vest-
mannaeyja. Bíður þar frekari skip-
unar. Meðal farþega: frú Kirstín
Pjetursd., Bjarni Sighvatsson og
Brynj. Magnússon.
Sýslumenn hafa fengið skipun
um að semja skýrslu um vörubirgðir
kaupmanna út um Iandið.
Björn Þórðarson er settur sýslu-
maður í Borgarfjarðarsýslu.
Forvexti hafa bankarnir hjer
hækkað í gær upp í 7% (auk fram-
lengingargjalds).
Englendingar hafa gert orð
botnvörpungaflota sínum, sem veiðir
hjer við land, um að fara ekki til
Englands nema þeir fái sjerstaka
skipun til þess.
Geir björgunarskipið fór í gær
út á flóann að tilkynna þetta skip-
þeim, sem hjer veiða í grend.
Borgunarverð póstávísana var
sett í gær:
Mark 89,40 au.
Franki 73,50 —
Pd. sterl. 18,40 kr.
Ljósmyndastofurnar eru opnar
í dag.
Flora kom í morgun. Meðal
farþega: Smith símastjóri, Ólsen
trúboði, Jenny Björnsdóttir símamær,
Gunnar Thorsteinsson, Torfi Tómas-
son, A. J. Johnson bankaritari, Stefán
Hermannsson úrsm. Isaf., St. Stein-
bach frá Stykkishófmi, Frk. Sigríður
Torfadóttir Flateyri o. fl. ö. fl.
HLJÓMLEIKUR
herra Gunter H o m a n n s í
Gamla Bíó i fyrra kyöld var af-
bragðsvel sóttúr. Öll sæti skipuö.
A skránni voru margir fagrir lið-
ir, sem hr. Homann ljek af mikilli
smekkvísi. Best virtist mðnnum
geðjast aS Valses nobles eft-
ir Schubert, Ecossaises eftir
Beethoven-d’Albert og E t u d e
i eftir Lizt-Paganini. Er einkum
þetta síðasta afar-ervitt, en hr.
ITomann leysti það af hendi mjög
heiðarlega Heföi hann auðvitað
notið sín betur, ef hann hefði haft
„konsert-flygel“ að leika a, en
píanóið var samt ágætt og hljóm-
fagurt (frá Weissbrod).
ITr. Homann er enn kornungur
maður og á sjálfsagt fyrir.sjer að
þroskast enn mikið og dafna í list
. sinni, því að gáfan virðist mjög
næm. — Eflaust hefðu menn á-
nægju af að heyra hann aftur við
tækifæri.
Strídsóttinn.
Nú tala engir lengur um stríðið
á.milli Austurríkismanna og Serba,
því aö slíkt j>ykir nú orðið að
eins smáviðburður. — Aðalumtals-
efnið er hið yfirvofandi Evrópu-
s t r í ð.
ITelstu fregnirnar, sem komið
hafa, benda á að litlar horfur sjeu
á þvi, að hjá stríöinu verði kom-
ist, og er þó að sjálfsögðu unnið
,af kappi að þvi frá mörgum hlið-
um, að afstýra slíkum ófögnuði
og heimsplágu, sem önnur eins
styrjöld mundi hafa í för með sjer.
Þótt sjálft stríöið sje ekki enn far-
iö að geisa þegar þetta er ritað,
þá hefur stríðshættan nú þegar
sett alt á ringulreið og hleypt svo
miklum æsingi í hugi manna, að
af því einu getur orðið stórtjón,
sjerstaklega i öllum viðskiftum
manna á meðal.
Fregnir, sem oft eru mjög ýkt-
ar, berast af því, að vöruflutning-
ar sjeu ýmist heftir eða bannaðir
hjá stórþjóðunum, og svo mikiö er
víst, að öll flutningaskip fara mjög
varlega og þora ekki að hætta
sjer of mjög i hvað sem kann að
slást. ,Af þessu öllu kemur hræðsla
í fólkið. Menn rjúka til að byrgja
sig upp með matvæli og aðrar
nauðsynjar. Meira að segja hjer
á lándi kveður ramt að þessu æði
í fólkinu og er þó hættan hjer
minni en víðast annarstaðar í álf-
unni.
Oss stendur opin leið til Ame-
ríku hvenær sem er, að ná í næg-
ar vörubirgðir til vetrarins og
mun landstjórnin vinda bráðan
bug að öllum slíkum útvegunum,
ef í önnur skjól skyldi fjúka, sem
er engan veginn víst.
Hitt getur verið óþægilegt, að
einstakir menn fái að rífa út all-
ar vörur hjá kaupmönnum lijer í
einni svipan og svo hefur almenn-
ingur ekki neitt, þar til nýjar
birgðir koma, ef slíkt skyldi
kunna að dragast svo sem mán-
aðartíma í versta tilfelli. Lengur
þarf varla að óttast algjörða tepp-
ingu aöflutninga.
H.
Skeyti frá í gær.
Þýsk skip, sem liggja i Hafn-
arfiröi, hafa fengið símskeyti þess
efnis að þau skuli ekki hreyfa sig
út af höfninni fyr en ný skipun
kemur. (Ræðismaður Þjóðverja
mótmælir þessu skeyti.)
Þýskaland hefur aftekið öll
simasambönd við önnur lönd.
Bretar banna útflutning á kol-
um og matvöru.
(Þessu slceyti mótmæla ýmsir
verslunarumboðsmenn hjer, sem
einmitt hafa fengið þaðan tilboð
á þessum vörum.)
Skip Hamborgar-Ameríkulín-
unnar fá ekki að fara ákveðnar
ferðir sínar vestur um haf meðan
ekki er friður saminn.
ÞjóÖverjar hafa tekið fasta
danska blaðamenn og marga aðra
merka Dani á Suður-Jótlandi og
fært þá suður á bóginn (fjær
landamærunum).
Mörg skeyti bárust hingað i
gær þess efnis, að stríðið væri aug-
Ijóslega í aðsigi.
Danir hafa gert Englendingum
viðvart um að þýsk herskip liggi
við landið.
Politiken, Kbh.
Ástandið mjög ógnandi. Líkur
fyrir ófrið milli Norðurálfu-þjóð-
anna. Rússar vígbúast í dag.
Þýskaland lýst undir herstjórn.
Daglegar orustur milli Austur-
ríkismanna og Serba.
Þýskar flotadeildir liggja við
Danmörku.