Vísir - 02.08.1914, Page 2
V I S 1 R
V I S I R.
Stœrsta blað á íslenska tungu.
Argangurinn (400—500 blöð) kostar
erlendis kr. 9,00 eða 21/, dollars, innan-
lands kr.7 00. Ársfj.kr. 1,75, mán.kr-0,60.
Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur-
stræti 14 opin kl, 8 árd. til kl. 9 síðd.
Sími 400. Pósthólf A. 26.
Ritstjóri Einar Gunnarsson
wenjuiega til viðtals kl. 5—7.
Herafli
Norðurálfuþjóðanna
eins og hann var í byrjun þessa
ars.
ÁSur (í 1103 tbl.) var talinn
landher Austurríkismanna og
Serba.
Floti Austurríkismanna eru 4
línuskip yfir 17 þús. smálestir, 6
linuskip aö stærö 10—17 þús. smá-
lestir, 2 bryndrekar, 7 njósnarskip
meö verjum og 2 verjulaus, 106
torpedóbátar og 14 neöansjávar-
bátar.
Landher Rússa er: 1038 her-
deildir af fótgönguliöi, sem er
sumpart vopnaöm eö maskínubyss-
um, eru þaö 756,750 manns, 630
deildir riddaraliös, 126,000 manns,
ríöandi stórskotaliö 99,000 manns
í 516 deildum, gangandi stórskota-
lið 39,000 manns í 186 deildum,
verkfræöingadeildir og flutnings-
manna alls 52,500 manns og hjúkr-
unarlið 31,000 manns.
Floti Rússa er: 9 lxnuskip yfir
17 þús smálestir, 5 línuskip 10—17
þús. smál., 4 bryndrekar yfir 17
þús. smál. og 6 undir, 16 njósnar-
skip með verjum og 4 verjulaus,
165 torpedóbátar og 55 neðansjáv-
arbátar.
Landher Þjóðverja er: 669
deildir fótgönguliös sumpart meö
maskínubyssum, ,516,978 manns,
548 riddaraliösdeildir, 86,134 m..
633 deildir ríöandi stórskotaUös,
91,368 m., fótgangandi stórskota-
lið 207 deildir, 34,896 m. og verk-
fræðingar og flutningsfólk 54,556
manns.
Floti Þjóðverja er: 17 línuskip
yfir 17 þús. smálestir, 19 línuskip
rnilli 10 og 17 þús. smál., strand-
varna bryndrekar 2, 6 bryndrekar
yfir 17 þús. smál. og 9 minrii, 43
njósnarskip meö verjum og 9
verjulaus og 224 torpedóbátar;
um neöansjávarbáta er skýrslunni
leynt. Frh.
Jean Jaurés
hinn franski jafnaðarmannafor-
ingi, hefur verið myrtur.
Jaures var einn af hinum nafn-
kunnustu mönnum Frakka, mikill í
mælskumaöur og rithöfundur. f
Hann var ritstjóri blaðsins H u- (
,m a n i t é (þ. e. Mannúðin). í.
Þetta morð mun svo að skilja, ;
að J a u r e s hafi reynt að stilla
til friöar, en stríðshugurinn á hinn
bóginn svo magnaður, að honum
hafi ekki verið þoluö nein slík
málamiðlun. ;
1
Sumir setja þetta morð í sam-
fcand viö sýknun frú C a i 11 a u x,
því aö Jaurés haföi átt sæti í kviö-
dómnum.
Voldugasti maður
Rússa.
VASABIBLIAN
er nú komin og fæst hjá bóksölunum í Reykjavík.
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonai.
Minni Vestur-Xslendmga.
. Sungið á þjóðhátíð íslendinga í Winnipeg í dag.
Jeg man, í æsku’ aö heiman vest’rum haf
minn hugur forðum stóð til Vínlands góöa.
Jeg hjelt þar drypi hverju strái af
ið höíga gulliö, lyftimagnið þjóöa.
Nú þyngir spor og beinin mín jeg ber
viö brjóstin hennar mömmu gömlu heima.
En vestur kært er kveðju’ að flytja mjer,
er kvöldin tjalda ljóma röðulgeima.
Og guöi’ sje lof aö endurborinn á
þar óöal móöir vor í góöum sonum,
þar frjáls og djörf í drengskap hjörtun slá,
sem drýja orku’, en treysta’ ei hvikum vonum.
1 nafni hennar þakka’ eg rækt og rögg
og rjetta sonarhönd í verki og orði, —
jeg veit þjer bæruö fyrst af henni högg,
ef haröbýl áþján leik hjer sæi’ á borði.
Þaö gleður mig að bera bróöurmál
í brima hreims og ljóða’ á slóöir yöar, —
jeg veit aö yöur sjerhver íslensk sál
í samúö árnar gæfu, ljóss og friðar.
Þaö gleður mig aö syngja systurmál
í sumarblæ frá dætrum íslands heima,
við frænkur þær, er fjallaroðans bál
og forna trygð við móður sína geyma.
Þjer frjálsu menn hins mrkla sljettulands,
er menning ný til ÍWfeg'öftf' brautin ryöur,
úr íslands-blórnum knýti’ eg yður krans
og koss frá mömmu’ í ljóðblæ sendi’ eg yöur.
Guöm. Guðmundsson.
Æfintýramenn meö óbilandi
kjarki og vilja komast oft hátt í
heiminum, að minsta kosti í svip-
inn. Svo hefur verið um aliar ald- :
ir með öllum eða flestum þjóöum. :
Og í Rússlandi á þetta sjer ekki |
síst stað, þótt varla muni þar dærni |
til aö nokkur maöur hafi beitt
slíku áhrifavaldi, sem maöur sá,
er nú er talinn standa aö hásætis-
baki Rússakeisara og ráða þar
mestu. Þessi maöur er G r e g o r i
R a s p u t i n.
Rasputin er nýkominn heim aft-
ur til Pjetursborgar úr nokkurs-
konar útlegð, er margir hugöu að
yröi endirinn á valdi hans. En ald-
rei er hann voldugri en nú. Ráö-
herrar og stórmenni, alt ráöfærir
sig viö hann, — allir reyna að ná
fundi hans og hann er talinn mega
sin allra manna mest við rússnesku
hirðina.
Hvaða maður er þessi Gregori
Rasputin ?
Hann er blátt áfram bóndason
frá Síberíu, — son stóreignabónda
í Tobolsk. Nú er hasn á fimtugs-
aldri. f æsku fjekk hann litla eða
enga mentun og æfi hans var fá-
breytt til þess er hann var um
þrítugt. Þá tók aö- berá á trúar-
bragða-áhuga hjá honum og hann
fór pílagrimsferðir frá eiriu
klaustrinu til annars.
Hann dvaldi í klaustrunum og
fjekk þar mentun nokkra og álit
allmikið fyrir guörækni. Má
hann því með sanni álítast
einna kunnastur óvígðra munka.
Árið 1900 fjekk hann ágætis meö-
mæli frá háttsettum kirkjumanni
í K a s a n til hins nafnkunna dul-
trúarmanns, Theofans biskups
í Pjetursborg. Þeir biskup uröu
brátt virktavinir, og ekki leið á
löngu þar til þessi laglegi og tigu-
legi bóndason var kunnugur hin-
um voldugustu mönnum höfuö-
borgarinnar.
Hann fjekk loks aösetur í trú-
fræðisskólanum í Pjetursborg og
gerðist nokkurskonar andlegur
leiðtogi og ráðunautur heldra
fólksins í sáluhjálparefnum. Virð-
ist hann vera gæddur óvenjulegum
dáleiðingarkrafti, og þótt hann sje
alls ekki vel að sjer, er hann svo
náttúrugreindur, kann svo prýði-
lega að koma orði fyrir sig og tala
um alt milli himins og jarðar, auk
þess sem hann er allra manna
vænstur og kurteisastur, að alt aö-
alborið fólk hefur mestu mætur á
honum og hann er velsjeður gest-
ur hjá því fólki, er fáir umgangast
fyrir tignarsakir.
Fyrst lifði hann mjög spart aö
munka sið. En nú er hann hættur
því. Hann býr ístórhýsi í fegurstu
aðalgötu Pjetursborgar við skraut
mikiö. Eru biðsalir hans þar jafn-
an fullir af öllum lýð, alt neðan
frá beiningamönnum til biskupa
og preláta, frá bændum til hers-
höfðingja og ráðherra.
Theofan biskupi þótti brátt nóg
lam upphefð vinar síns; lagöi hann
fæð á hann og varð loks af fullur
fjandskapur. En Rasputin ljet
hann skjótt kenna aflsmunar.
Theofan útvegaöi hjá stjórninni
útlegðarskipun handa Rasputin og
skyldi hann fara til Síberíu. En
skipun sú var jafnskjótt tekin aft-
ur, er Rasputin snjeri sjer til keis-
arans. Jafnframt fjekk Theofan
skipun um aö fara á brott úr borg-
iu.ni og setjast aö í P o 11 a v a og
var svo ríkt rekið á eftir, að bisk-
up fjekk ekki tóm til aö kveðja
föður sinn deyjandi áður hann
færi.
j^wSvipaða för fór annar voldugur
biskup, Hermoen að nafni, er
gert hafði á hluta Rasputin. Úr
þessu óx vald hans og vegur svo
rnjög, að ekki varð við spornað, en
satt að segja þykir hegöun hans
og drottinsvaldsbeiting ganga
hneyksli næst. Gerðist hann einka-
vin hirðmanna hinna helstu, trún-
aöarvinur keisarafrúarinnar og
mjög handgenginn keisaranum
sjálfum. Ráðherrar fóru aö vilja
hans og mótmæli rússneska þings-
ins gegn því er hann vildi fram
koma máttu sín einkis. Er hjer
eitt dæmi þess:
Maður nafnkunnrar greifafrúar
andaðist og ljet hana eftir blá-
snauða. Greifafrúin snjeri sjer til
stjórnarinnar um lífeyri, en var
synjað um hann bæöi af stjórn og
þingi vegna pólitískra skoðana
mannsins hennar sál. Greifafrúin
snjeri sjer þá til Raputins ; hann
ritaði eitthvað á nafnseðil sinn og
baö hana aö fá forsætisráðherran-
um. Hún geröi svo og fjekk lífeyri
þann er hún bað um útborgaðan
innan viku.
Þegar loks áhrifavald Rasputins
þótti keyra úr hófi ekki als fyrir
lóngu, ljet keisarinn hann fara
burt úr Pjetursborg. Áður en hann
fór, sagði hann keisarafrúnni, aö
henni myndi brátt mótlæti bera að
höndum og yrði þessi útlegð sin
ekki þeim hjónum gæfuefni. Og
er rikiserfinginn varð alvarlega
sjúkur rjett á eftir, ljet keisarafrú-
in kveðja Rasputin heim aftur, —
þennan nútíðar Richelieu.
Vald hans óx nú og vex enn. Er
það ekki ofmælt, að hann sje vold-
ugasti maðurinn á Rússlandi, —
— liklega aö keisaranum undan-
skildum. — Ekkert mikilsvarð-
andi mál er ráðið, hvorki af keis-
ara nje ráðherrum hans, nema
fyrst sje leitað álits Rasputins.
Haft er eftir þáverandi ráöherra
nokkrum, að það hafi verið Ras-
putin einn, er kom í veg fyrir ófrið
milli Rússa og Austurríkismanna
í fyrra. Hann kom til leiðar ráðu-
neytisskiftum i mars síðastl. og
það tíu stundum eftir að keisari
hafði lýst yfir því að hann æskti
ekki neinna breytinga í ráðuneyt-
inu.
Rasputin á skrauthýsí í Y a 11 a
á Krí m, þar sem er annað að-
setur keisarafólksins. Er hús hans
ríkulegt og mikið. Aðra dóttur sína
hefur hann látið koma til Pjeturs-
borgar — hann var kvæntur fyrr
á árum, en kona hans hefur aldrei
farið úr þorpinu sinu í Síbiríu —,
er stúlkan að læra á háskóla þeim,
er að eins .veitir aðalbornu fólki
aðgang. Er hún einkavina keisara-
dótturinnar og alt af með henni.
Rasputin er „dús“ við keisarann,
en sú sæmd veitist jafnvel ekki
stórfurstunum.
Enginn veit, hve lengi þessi dýrð