Vísir - 11.08.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 11.08.1914, Blaðsíða 1
1121 r is Besta versluntn í bænum hefur síma vISIR A. V. Tulinius Miðstr. 6. Tals. 254. Brunabótafjel. norræna. Sæábyrgðarfjel. Kgl. oktr. Skrifstofutími til þess 20. ág.: að eins lOjll f. h. Þriðjud. II. ágúst 1914. Háflóð 8,21‘árd. og kl. 8,38‘ síðd. Dáinn Jón Steingrímsson, prófastur, 1791. Á MORGUN: A f m æ I i: Elín Magnúsdóttir, verslunarmær. Runólfur Pjetursson, lögregluþjónn. Póstáætlun: Ingólfur kemur frá Borgarnesi. Hjer með tilkynnist að sonur okkar elskuIegur.Svein- björn Sigurðsson, andaðist 2. ágúst, jaröarförin fer fram 12. þ. m. kl. 2. og hefst frá Þingholtsstræti 8. Guðjónía Sæmundsdóttir. Sigurður Kristjánsson. M ÚTLÖNDPMjl 3Cox?ttvát5\xslitlS\3.]‘ Örðugt er að átta sig til hlítar á rjettu og röngu í frásögnum erlendra blaöa af stríðinu, þar sem tíðindi ná aðeins til 6. þ. m. og hver fregnin upp á móti annari um mörg atriði. Hjer skal hið helsta birt af því er frá er skýrt í blöðum frá 6. þ. m. Orustu í Norðursjónum verður ekkert staðhæft um. Orð- rómur hefur sagt hana hafa orðið, en flotamálastjórn Breta engin skeyti um hana fengið. Frá D o v e r er mælt að heyrst hafi skothríð mikil. Síldveiðiskip, er komu til Shields 5. þ. m., segja að þau hafi heyrt skotdunuhríð að morgni þess 5. árla, en ekki hafi hún verið löng. (Farþegar á Botníu segjast hafa heyrt skothríð er skipið var í Leith). Flotastjórn Breta tilkynnir að her- skipið A m p h i o n og tundurskipa flotadeild bresk hafi sökkt 5. þ. m. þýsku skipi Königin Louise, er var að leggja tundurvjelar í sjó (út af Hollands-ströndum segir ein sagan), þaö er farþegaskip eign Hamborg—Ameríkulínunnar, 2163 smál. að stærð. — Þýsk skip í breskum höfnum hafa verið tekin föst og fólkinu haldið eftir. Meðal þeirra Hamb-Ameríkuskipið »BeI- g i a«, er tekið var í Bristol. Ara- grúi þýskra skipa, botnvörpunga og kaupfara hefur verið tekinn að her- fangi víðsvegar. Sir John Jellicoe hefur yfirstjórn heimaflotans breska. Breska þingið veitti þegar í byrjun 18 0 0 miljónir króna til herkostn- aðar og láta Breta vel yfir. Erlent tundurskip, óvíst hvaöa Símfrjettir. Kaupmannahöfn í gærkveldi (Frjettaritari Vísis). Serbar og SvartfeMingar fara með her - inn f Austurríki. Englendingar leggja undr sig nýlendur Þjóðverja vlð Gulnea-flóa. Frakkar taka herskildi Altkirch, Mulhausen og Colmar. __________________ (Frá frjettaritari Vísis á Pollux.) Seyðisfirði í gærkveldi. Óttinn var mestur og viðskifti erfiðust fyrri hluta síðustu viku. Síðan hefur farið batnandi nema hjá þjóðverjum. Allar nauðsynja- vörur fáanlegar útfiuttar á Skotlandi á föstudaginn var. Englands- banki hefur minkað vexti í 5 eða 6%. Ensk föstud.blöð segja: „í sjóorustunni í gær sukku 19 þýsk, 5 ensk og 5 frönsk herskip, 6 þýsk hernumin. þýski flotinn hörfaði að ströndum Hollands." Lundúnum í nótt. (Central News). Frá Brussel er sfmað eftir frakkneskum liðsfor- ingja í Lille að Frakkar hafi tekið herskildi Colmar f Elsass og tekið þar til fanga marga her&höfðingja og þýskt stórskotalið. Lundúnum í morgun (Central News). Franskf sendiherrann tilkynnir, að slitið sje „di- plomatisku“ sambandi milli Frakka og Austurrfkis- manna. REYKJAVIKUR spss, BIOORAPH THEATER Sími 475. BIG Kvenrjettinda-konan. Stór nútíðar-sjónleiKur í 5 þáttum. — AÖalhlutverkið leikur FRÚ ÁSTA NIELSEN GAD. — Mikilfengleg og átakanleg mynd úr kvenrjettindabaráttunni. — Allar konur og karlmenn ættu að sjá þessa mynd. Sýningin stendur yfir talsvert á 2.klukkustund og aðgöngumiðar kosta: Betri sæti (tölusett) 50 au. Almenn sæti 30 au, Tryggið yður aðgöngumlða f tfma. þjóðar, hefur sokkið nálægt Dan- merkurströndum, eflaust rekist á tundurvjel. 30 manns drukknuðu. — Frakkafloti í Miðjarðarhafi tók þýskt herskip. Halda menn að það sje herskipið B r e s 1 a u, er 5. þ. m. gerði skothríð á bæinn B o n a í A 1 z í r, en þar hafa þýsk herskip skotið á ýmsar hafnarborgir til þess að hindra þar útskipun hermannaá flota Frakka. Manntjón varð lítið við árásir þessar, því floti Frakka kom þegar til skjalanna og Ijet skot- in dynja á Þjóðverjum. Svo sem áður er sagt í símskeyt- um til »Vísis« hafa Þjóðverjar farið ófarir í B e 1 g í u. Höfðu þeir alls ekki búist þar við mótstöðu svo sem raun varð á. Tala fallinna manna er ekki skráð í blöðum, en 5. þ. m. er sagt að Þjóðverjar hafi kveikt í borgunurn V i s e og Argenteau í Belgíu, — sum- ir segja að þeir hafi virt að vettugi hlutleysi Hollands með því að vaða með ófriöi inn í landið við T i 11 b u r g. í tilefni af því hefur V i 1 h e 1 m i n a Hollandsdrottning skipað fyrir að nokkur hluti Hol- lands sje settur undir herlög og allur her Hollendinga er kvaddur undir vopn. JirþeÆajjetag Fyrst um sinn verða að öllu forfallalausu farnar fastar ferð- ir frá R.vík austur yfir fjall Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga. Lagt af stað frá Reykjavík kl. 9. f. m. Pöntunum austan fjalls yerð- ur veitt móttaka við Ölfus- árbrú hjá stöðvarstjóranum þar, en í Reykjavík á skrif- stofunni. í&vtyivjótSssoxv Konungl. hirðljósmyndari. Talsími 76. Myndastofan opin kl. 9—6, (sunnudaga 11—3V2)- Stærst og margreynd hin besta á landinu. — Litur myndanna eftir ósk. Frakkneskur her var 5. þ. m. á hraðgöngu til hjálpar Belgjum kom- inn til C h a r 1 e r o i um 50 rastir suðvestur af L ú 11 i c h. Her Þjóð- verja stefndi þá til B e 1 f o r t og foru þeir á brynvögnum meö stór- skotaliöi. Sama dag er og ritað, að Þjóðverjar hafi virt að vettugi hlut- leysi S v i s s a. Sjötíu menn er reyndu að komast inn í Frakkland frá E 1 s a s s- Lothringen skutu Þjóðverjar til bana 4. þ. m., og í Belgíu hafa þeir hótað að þyrma engu þar sem þeir fara yfir. Þýskur flugmaður var drepinn í Belgíu og 2 rúss- neskir flugmenn voru drepnir við landamæri Austurríkis og Rússlands. Margar þúsundir manna í P j e t- u r s b o r g rjeðust á höll þýska sendiherrans þar, stórskemmdu hana og kveiktu bál úr húsgögnum og myndum. Tyrkir hafa lokað Dardanella- sundi og Bospórus, en leyfa þó kaupförum að fara um sundið með herleiösögn. Friðarvinurinn John Morley lávarður, mikill breskur stjórnmála- maður, formaður ríkisráðs Breta- konungs, hefur sagt af sjer, sömu- leiðis ráðherrarnir Burno og Treve- lyan, Lord Beauchamp tók við af Mortey. Asqvith hefur ekki sjeð sjer fært að hafa leugur á hendi hermála- ráðherrastöðu í öllu þessu annríki og er í hans stað Kitchener 1 á v a r ð u r orðinn hermálaráðherra Breta, — hann kannast flestir við, sigurvegarann frá Omdurman og þann er rrjeö Búastríðinu til lykta. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.