Vísir - 13.08.1914, Qupperneq 2
V I s I R
VASABIBLIAN
er nú komin og fæst hjá bóksölunum í Reykjavík.
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
HEYBINDINGAVJEL
af bestu gerð er til sölu
hjá
G. Gíslason & Hay
f Stórt úrval af allskonar niðursoðnum
3^Möx\vxm,
svo sem: Jarðarber, Kirseber, Plómur (grænar og rauðar),
Fruit Salat o. m. m. fl.
í stórum og smáum dósum
nýkornið í verslun
^\nats JUwasonav.
Sími 49.
;i——
Agætt íirval af
LÖMPUM
BORÐ-
VEGG-
NÁTT-
er nu r
LIVERPOOL.
þar fæst: Kúplar, glös, kveikir, og allskonar giös og net á
gaslampa.
VÍSI R
Stœrsta bíað á íslenska tungu.
.nrgangurm ) (400—500 blöð) kostar
erlendis kr. 9,00 eða 2l/, dollars, innan-
lands kr.7 00. Ársfj.kr. 1,75, mán.kr. 0,60.
Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur-
s'raeti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9 síðd.
Sími 400. Pósthólf A. 26.
Ritstjóri Einar Gunnarsson
veniulega tii viðtals kl. 5—7.
GEKLA-
K4MSÓMA-
STOFA
Gísla Guðmundssonar
Lækjargötu 14B (uppi á lofti) er
venjulega opin 11-3 virka daga.
Frá sjerstökum fregnritara.
----- Frh.
En Serbar hafa þó í öllu falli
haft hag af því það er víst. Rúss-
land þurfti að halda vinfengi við
Serba, það hefur löngum litið
girndaraugum á Balkanskagann
og allir vita hvaða þýðingu „rödd
Rússlands" hafði fyrir Serbíu í því
stríði. Reyndar verður maður að
bæta því við: Serbía græddi á vin-t
fengi Rússa,en það er vafasamt hvort
Rússland hefur grætt jafnmikið á
aðstoðinni. 'Árangurinn virtistlje-
legur. Rússland aflaði sjer óvin-
áttu Búlgara sem eftir Balkan-
stríðið hefur hallað sjer að Mið-
evrópusambandinu. Reyndar leiddi
af því stríði að Rúmenía sem fyr
hafði verið hlynnt Austurríki og
þýskalandi, eftir stríðið gekk meir
en fyr á band þrísambandsins,
(Frakkl., Rússl. og Engl.). Án
þess þó að telja sig til þess. En
í heild sinni var árangur Rússa
minni en vænta mátti og og til þess
leiddi tvent: England og Frakkland
ljetu sjer aðallega annt um Griick-
land, og ^.usturríki vann af al-
efli gegn áhrifum Rússa á Balkan.
Rússar hafa auðvitað ekki gleymt
því frekar en Serbar að það var
Austurríki sem híndraði Serbíu
og þar með Rússland óbeinlínis
að ná Adríuhafi og leggja Albaníu
undir síg. það var auðvitað
lífsspursmál sem Austurríki barð-
ist fyrir og Austurríki hafði þar
stuðning Ítalíu. Ítalíu var jafn-
illa við að fá Serba og Grikki að
Adríuhafi. Að ítalir ekki heldur
heíðu unnað Austurríki að fá
Albaníu það vita allir sem hafa
kynnt sjer mál þessarar nýustu
þjóðar Evrópu *). Árangurinn
var að stofnað var furstadæmið
*) Yfir höfuð er saniband þaðer
knýtir Austurríki og Ítalíu saman
einkennilegt. Það er eins og Frakki
einn skrifar í »Le Temps«hreint og
beint þvingunarsamband. Ítalía er
þvinguð til að halla sjer að Aust-
urríki (og þannig að Miðevrópu-
sambandinu), hún getur ekki án
þess verið: annað hvort vinátta eða
óvinátta og Ítaiía má ekki við óvin-
áttu svo voldugrar nágranna-þjóðar.
Þetta er glöggt dæmi upp á fví-
skipting þá sem ræður í evrópæískri
pólitík nú á dögum. Að ítalir
ekki taka svo hjartaniega þátt í
pólitík Austurríkis sýnir best
afstaða þirra gagnvart Austurríki
nú. Öll eða svo að segja óil ítölsk
blöð eru sammála um að lýta poli-
Albanía, ríki sem, það sem af er,
ekki á sjerlega glæsilega fortíð
á að líta, en sem þó sennilega
hjarir — af nauðsyn. Rússar
þykjast því tæplega hafa hlotið
þann árangur af Balkanstríðunum
sem þeir höfðu vænst og þeim
er það vel ljóst að bak við stríð
það sem nú stendur yfir liggur
síðasta ákvörðunin um hvort
Rússland framvegis megi vænta
að geta haft áhrif á politík Balk-
tík Austurríkis og þykir þeim skil-
yrði Austurríkis við Serba alltof
hörð. En þó heita þau Austur-
ríki stoð Ítalíu — af nauðsyn.
anþjóðanna þ. e. a. s. áhrif sem
sjeu Rússlandí b e i n 1 í n i s í
hag eða ekki. þetta er þegar
orðið ljóst. Allir vita nú að það
er mergurinn málsins í þessu
stríði: hefur Rússland
nokkur sjerrjettindi
til að blanda sjer í póli-
tík á Balkan>ða hefur
það ekki þennan sjer-
r j e 11. Utanríkismálaráðgj. Aust-
urríkis hefur látið skoðun Aust-
urríkis á þessu máli skýrt í ljósi
og sagt; Austurríki við-
urkennir ekki að Rúss-
landhafinokkurn sjer-
rjettsemgefi því rjett
framaröðrumþjöðumað
skifta sjeraf Balkan-
m á 1 u m. Á þessum grundvelli
byggja Austurríkismenn sina
pólitík ogþað erþetta grundvallar-
atriðisem ræður úrslitunum: hvort
Rússar veita Serbum opinberlega
liðveislu eða ekki. það er þetta
grundvallaratriði sem Austurrík-
ismenn nú vilja gjöra ótvírætt og
gangi Rússar góðfúslega inn á
það þá geta stórþjóðirnar tak-
markað stríðið, þá hefur för
Austurríkismanna til Serbíu að-
eins það takmark að hefna níð-
ingsverksins í Serajewo og skrifa
Serbum friðarkostina, en gangi
Rússar ekki inn á þetta þá er
„stórbruninn" „Evrópubruninn"
eftir öllu útliti að dæma óhjá-
kvæmilegur. Frh.
PEEtLA.
Eftir
Guy de Maupassant.
---- Frh.
Við vorum svo hissa að við
gátum ekki komið upp nokkru
orði. Pabbi áttaði sig fyrst, og
þareð hann var duglegur maður
og þar að auki í vissu tilliti
draumlyndur, rjetti hann hend-
urnar hátíðlega yfir vagninn og
sagðí: Vesalings yfirgefna barn,
þú skalt verða tekið í fjölskyldu
vora“. því næst skipaðl hann
eldri bróður mínum að aka vagn-
inum heim. þetta barn er líklega
tilorðið í einhverjum ástamálum",
bætti hann við; „og vesalings
móðir þess hefur hringt við dyrn-
ar hjá okkur í kvöld, til þess að
minna okkur á Betlehems-barnið.
Hann stóð í sömu sporunum
og kallaði fjórum sinnum út í
myrkrið sitt í hvora áttina: „Við
skulum taka barnið að okkur“.
því næst lagði hann höndina á
herðar Franz frænda og hvíslaði:
„Ef þú hefðir nú skotið hundinn
Franz“.
Franz svaraði ekki, en signdi
sig, því þrátt fyrir þetta hrana-
lega fas sitt var hann mikill trú-
maður.
þeir höfðu leyst hundinn og
hann kom á eftir okkur.
þú getur nærri að við vorum
ánægðir á heimleiðinni. Vissulega
áttum við ílt með að koma vagn-
inum upp snarbrattaar tröppurnar
í múrnum, en það gekk nú alt
bærilega, og svo ókum við hon-
um alveg inn í anddyrið.
En hvað mamma varð ánægð
en þó hrædd þegar við komum
með þennan óvænta gest. Fjórar
Htlu frænkur mínar (sú yngsta
sex ára)voru eins og fjögur hænsni
sem þyrptust utan um hreiður.
þær tóku svo barnið, sem altaf
svaf upp úr vagninum. það var
sex vikna gamalt stúlkubarn. í
reifum hennar voru tíu þúsund
frankar í gulli, sem pabbi ljet
seinna í sparisjóðinn til þess að
hún gæti haft það í heimanmund
þegar að því kæmi. þetta varþá
ekki dóttir neins fátæklings . . .