Vísir - 20.08.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 20.08.1914, Blaðsíða 2
VlSIR V I S I R Stœrsta bíað á íslenska tungu, Árgangurinn (400—500 blöð) kostar erlenöis kr. 9,00 eða 2* 1/, dollars, innan- lands I.r.7 00. Ársfj.kr.l,75,mán.kr. 0,60. Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur- s»ræti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. 26. Ritstjóri Einar Gunnarsson veniulega til viðtals kl. 5—7. Sjöunda dags aðventistar hafa undanfarna daga haldið árs- fund fyrsta sinni á íslandi. »Vísir« hefur komið að ma'Ii við forstöðumann safnaðarins hjer á Iandi, herra O. J. O 1 s e n, er dval- ið hefur hjer á landi í þrjú ár, lagt sig eftir íslensku og talar hana mjög sæmilega. Hann er lipur, stilltur vel og hefur kynnt sig mjög vel hjer í bar. Herra Olsen Ijet blaðinu góð- fúslega í tje ýmsar upplýsingar um síarfsemi aðventista bæði hjer og erlendis og skal hjer birt hið helsta, er hann skýrði frá. S. d. Aðventistafjelagið er a 1- þjóða trúboðsfjelag, — rækir það trúboðsstarfsemi í öll- um álfum heims, ekki síst þar sem myrkur heiðninnar grúfir yfir þjóðflokkunum. Aðventistar senda árlega fjöida trúboða til Afríku, Kína, Japans, Indlands, o. m. fl. landa. þeir hafa safnaða starf- semi um heim allan og eru hver- vetna afkastamiklir í starfinu. Trúboðið rækja þeir bæði með því að prjedika orðið og gefa út mikinn fjölda rita,— sem stendur gefa þeir út rit sín og bækur á 75 tungumálum. Skóla eiga þeir marga, þar sem þeir búa unga menn og konur undir trúboðsstarfsemi bæði innan safn- aða sinna og utan þeirra. Aðventistar láta sjer mjög annt um heilbrigðisástandið hvervetna þar sem þeir setjast að, og reka stórfeldar stofnanir til heilsubóta fyrir þjóðfjelögin. Sjálfir eru þeir allir b i n d- i n d i s m e n n bæði á áfengi og tóbak allskonar. H e i 1 s u h æ 1 i hafa þejr stofn- að mörg og víða, sem fræg eru orðin, — er þar lögð hin mesta áhersla á að nota bæði hollar hreyfingar-aðferðir og skynsam- legt matarhæfi í baráttunni gegn flestum langvarandi sjúkdómum, er nú þekkjast, og ber það starf ótrúlega mikinn og góðan ár- angur. Sem dæmi má nefna á Norð- urlöndum Skodsborgar- baðheilsuhælið í Skods- i borg í Danmörku. þ>að er frægt ’ orðið og aðsókn að því mjög ! mikil. Nú fyrir skemmstu var j það stækkað, og síðan hefur að- sóknin vaxið svo að fádæmum sætir. í vor sem leið var bætt við nýju húsi með tveim afbragðs- góðum nýtísku baðklefadeildum. Herbergjabúnaðurinn einn í þess- ar tvær deildir, ásamt tilheyrandi baðáhöldum, kostaði um 5 0 0 0 0 k r ó n u r. Fá heilsuhæli hafa betri tök á að nota s ó 1 a r 1 j ó s- i ð, 1 o f t i ð, v a t n i ð og r a f- m a g n i ð til lækninga en ein- mitt þetta heilsuhæli, enda erár- angúrinn frábær. VASABIBLIAN er nú komin og fæst hjá bóksölunum í Reykjavík. Bókaverslun Slgfúsar Eymundssonar. BRITISH DOMÍNIONS GENERAL INSURANCE CO., LTD. vátryggir hús og húsmuni gegn eldi með góðum kjörum. Umboðsmaður fjelagsins á íslandi GARÐAR GÍSLASON. Ulsterefni, fataefni nýkomin. Guðm. Bjarnason Aðalstræti 8. m Skrifstofa Elmskipafjelags fslands, j i Landsbankanum, upp , Opin kl. 5—7. Talsími 409. jg !l(|{lstur fást venjulega tilbúnar á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og gæði undir dómi almennings. — Sími 93. — Heigi Helgason. 'y.tutaJjelaauS 5- 3- ^^orstexnsson & Co. í likv. hefur falið herra konsúl Kristjáni Þorgrímssyni í Reykjavík inn- heimtu á öllum útistandandi skuldum við verslun þá, er hlutafjelagið rat viö verslun fjelagsins í Gerðum í Gullbringusýslu. Eru því allir, sem skulda nefndri verslun, aðvaraðir um að snúa sjer beint til Kristjáns Þorgrímssonar með greiðslu skuldanna og samninga á þeim, ef á þari að halda. » Reykjavík, 13. ágúst 1914. Pr. H./f. P. J. Thorsteinsson ðt Co. i Hkv. JES ZiMSEN. Samkvæmt ofanrituðu, skora jeg hjer með á alla er skulda verslun- inni í Gerðum, tilheyrandi hlutafjelaginu P. J. Thorsteinsson & Co. aö borga skuldir sínar til mín tafarlaust, eða seraja við mig um greiöslu á þeim. Þeir, sem ekki sinna þessari áskoran, mega búast við málssókn. D. u. s. KRISTJÁN ÞORGRÍMSSON. Sauðakjöt nýsiátrað fæst í dag og næstu daga í versl. Svanur Laugaveg 37. Sími 104. jsrtíidií ..í-js Prjónavjel með 144 nálum ný og sjerlega vönduð, haefilega gróf, er til sölu. Arni Jónsson Laugaveg 37. Sími 104. Píanó til leigu. Upplýsingar á Laugaveg 31. IÐU N NAR-TAU fást á Laugaveg 1. JÓN HALLGRÍMSSON. í pökkum og öskjum, sama verð og áður, I Matarverslun ^ottssotvaY það var í Skodsborgarhæli, sem frú S t e i n u n n G^u ð m u n d s- d ó 11 i r, er fyrir hjer um bil ári setti á stofn baðlækningastofu hjeríbæá Hverfisgötu 4B, var þrjú ár við heilsufræðisnám. Er því síst að turða þótt mikil aðsókn sje sjúklinga til hennar. Viðvíkjandi starfsemi S. d. Að- ventista hjer á landi, skýrði hr. Olsen frá því, að í árs byrjun 1912 var söfnuður S. d. Aðvent- ista hjer í bæ 2 3 m e ð I i m i r en n ú eru í honum 5 0 m e ð - 1 i m i r auk barna. Aðventistar telja ekki börn sem starfandi meðlimi fyrri en þau eru orðin svo gömul, að þau beiðast sjálf upptöku í söfnuðinn, en til þess eru þau á samkomum með for- eldrum sínum. Meðanþeirhr. Raft og Jens 01 s e n hafa dvalið hjer í bæn- um, hefur Aðventistafjelagíð fært talsvert út kvíamar, m. a. með því, að þcir hafa sett á stofn skrifstofu á Hverfis- g ö t u 4 B, sem verður opnuðl. september n.k., þar sem fjelagið annast um út- og innborganir og önnur skrif- stofustörf sín. Aðventistar halda samkomur sínar fyrir almenning í Betel á hverjum sunnudegi að vetri til og oftar. Bendir framför fjelagsins og dugnaður síðustu 2 árin á það að þeirhafa tekið sjer fast aðset- ur hjer á landi. Umboðsmaður S. d. Aðventista hjer á landi, herra O. J. Olsen, var endurkosinn forstöðmaður deildarinnar á íslandi á ársfundi fjelagsins, er nú var haldinn. Hr. Raft og þeir fjelagar hjeldu samkomu síðastliðinn sunnudag fyrir fullu húsi. Fara þeir Raft og Jens Olsen utan aftur á Botníu í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.