Vísir - 16.09.1914, Side 3
VISIR
NÝJA VERSLUNIN
— Hverfisgötu 34, áður 4 D —
Flestalt (utast og inst) til kven-
fatnaðar og barna og margt fleira.
GÓÐAR VÖRUR.
ÓDÝRAR VÖRUR.
Kjólasaumastofa.
í LlllíRPOOL.
Sími 43. Póstar 5. hverju mínútu.
Tennur
eru tilbúnar og settar inn, bæði
heilir tanngaröar og einstakar
tennur,
á Laugaveg 31, uppi.
Tennur dregnar út af lækni dag-
lega kl. 11—12 með eöa án deyf-
ingar.
Viötalstími 10—5.
SOPHY BJARNASON.
Fasteionaskrifstofan
á Njálsg. 22 hefur HÁLFT HÚS
til sölu í Vesturbænum meö afar-
lágu verði og vægum afborgun-
um. — Engin veðdeildarlán og að
eins 200 kr. borgun vi'ö samning.
— Laust til íbúðar 1. okt. ef samið
í þéssari viku. — Auk þess hefur
hún hús víðsvegar um bæinn til
"sölu með góðum kjörum.
Eftir
Guy Boothby.
Frh.
Dað stóð heima: Þegar við kom-
um ofan i dalbotninn, sáum við
reyk leggja upp í loft, upp fyrir
pálmaviðina fyrir framan okkur,
og fáum augnablikum síðar kom-
um við á áningarstaðinn, — logaði
þar bál og stóð við það hvítur
maður hálfboginn og hjelt á steik-
arpönnu. Þegar jeg leit á umbún-
aðinn, gat jeg ekki að því gert, að
renna huganum til ýmissa víða-
vangsskemtana, sem jeg var við
riðinn heima á mínu kæra gamla
Englandi og auðvitað bera þær
saman við þessa, þar sem jeg var
gestur þessarar undursamlegu
konu og þar sem alt var svo ný-
stárlegt og kynlegt, að furðu
gegndi.
Ef mjer hefði verið spáð því
fyrir misseri, að jeg ætti aðvera
að skemta mjer úti á ey i norður-
hluta Kyrrahafs, ey, sem jeg þekti
hvorki hnattstöðu nje nafn á, —
RÚÐUGLER,
KÍTTI,
FERNISOLÍA. og
allar IHÁLARAVORUR
nýkomið í
Hverfisgötu 34
v (áður 4D.).
RU8TURSTR016.
Nýkomnar vörur með es. Botníu og síðustu skipum:
nýkomnar í versl.
,VON‘ Lgv. 55.
Ág-ætnr
icnktir ln
fæst hjá
Jes Zimssm.
BO&I BRYHjðLFSSOII
yfirrjettarmálaflutningsmaður,
Hótel ísland.
I fjarveru minni er skrifstofan
að eins opin kl. 5—6 siðd.
Talsími 250.
Criug-gatj öidin albektu, lllllt
Borðteppi, mislil.
Borðdúkar,
Borðvaxdúkar.
G-lanskápurnar og- Regnhattarnir eftirspurðu.
(Með skipunum í þessari og næstu viku er von á Waterproofs-
regnkápum fyrir konur og karla og líka fyrir unglinga og börn.)
Búmteppi, ||||[t.
Vegg-teppi,
Sessuborð, fi
ou hiO nainlræsa Peysufataefni (DömuklæfliD).
og í för með konu er slíkt orð
fór af, sem til allrar ógæfu fór
af Alie, — þá hefði jeg svei mjer
ekki trúað því. En svona var það
nú og meira þó, — jeg var ekki að
eins í skemtiför með slíkri konu,
heldur þar á ofan „bráðskotinn" í
henni, og — það sém allra kyn-
legast var þó ef til vill, — jeg
miklaðist af þvi að elska hana.
Jafnskjótt sem árbítur var
snæddur, stigum við á bak og
hjeldum áfram á sama hátt og áð-
ur um sams konar landslag til
kvölds, — áðum að eins snöggvast
til hádegisverðar.
Um miðaftan tók útsýni að
breytast. Tindafjöll og ósljettar
heiðar voru á.hægfi hönd en sami
yndisfagri skógurinn var enn á
vinstri hönd. Mjer þótti það skrít-
ið mjög, að við skyldum hvergi sjá
mannabýli nje mæta nokkursstað-
ar innbornum eyjarskeggjum. Gat
eyjan — ef það var eyland, sem jeg
var nú reyndar farinn að efast um,
— verið bygð eingöngu af ný-
lendumönnum okkar? Ólíklegt var
það, en ef svo var ekki, hvar voru
þá frumbyggjar eyjarinnar?
Litlu fyrir sólarlagið sagði Alie
mjer, að nú værum við ekki langt
þaðan er ferðinni var heitið. Og
rjett var nú það, einmitt er síðasti
bjarmí dagsbrúnar hvarf að viði,
sáum við á dálítilli flöt fjóra eða
fimm stóra og mjög vel gerða
kofa, er undanreiðarmenn okkar
um morguninn höfðu reist okkur
til þæginda. Kofarnir sneru allir
frá vestri til austurs og frábæri-
lega var fagurt þaðan er þeir
stóðu á flötum hjalla allháum. Fyr-
ir neðan hjallana var sljettlendi
dálítið, en svo tóku runnar við og
svo kjarrskógur, er smá hækkaði,
þangað , til alt varð eitt voldugt
hvanngrænt laufhaf alla leið þang-
að, er fjöll og heiðar hlánuðu í
fjarska yst við sjónbaug í suð-
austri. Sú sjón var ógleymanleg
þeim er eitt sinn sá hana.
Við stigum af baki og bjugg-
umst fyrir. Kofunum skiftum við
þannig: AÍie fjekk þann austasta,
jeg fjekk stóran kofa andspænis
en vestar, en sá í miðið var dag-
stofa okkar og borðskáli (ef við á
annað borð yröum ínnan dyra, áem
okkur virtist ekki sennilegt. Sá
fjórði var notaður sem búr og elda
skáli.
Mjer var forvitni mikil á að sjá,
liver þægindi Alie veldi sjer og
gestum sínum á ferðalagi, — flýtti
jeg mjer inn í kofann minn og
varð forviöa mjög á því, hve þar
var öllu vel skipaö. Undir öðrum
veggnum var þægilegt rúmstæði
meö ársala dregnum fvrir til varn-
ar mýbiti. Mottur voru á gólfi, en
við rúmgaflinn voru laugartæki
öll, er flytja mátti með sjer. Viö
hinn vegginn hjengu byssur mín-
ar og safnhylki á snagafjöl.
Jeg þvoði nú af mjer sletturn-
ar og rykið af ferðinni, skifti um
reiðföt og ferðaföt, — en er því
var lokið, kvaddi bjallan til dög-
urðar og við Alíe hittumst úti á
flötinni 0g urðum við samferðá
inn í borðskálann.
Að vísu furðaði mig mjög á,
hye mjög var vel um alt búið í
kofanum mínum, en nú rak mig
fyrst í rogastans. Jeg hafði varla <
trúað öðru en að við værum í ein-
hverjum þægilega nýlendukofan-
um, ef veggirnir og þakið, er alt
var fóðrað eða klætt voðum, hefði
ekki fært mjer heim sanninn um
að svo var ekki — hvítur borð-
dúkurinn, glóandi gler og silfur,
dýrmætt borðskraut og diskarnir
fögru, — alt var hið sama og þar.
Og er sami rólegi þjónninn kom
inn í sama hvíta hjúpnum til að
ganga um beina, þá hætti jeg að
furða mig á nokkru framar. Alie
sjálf var í yndislegasta skapi og
auðvitað var snætt með góðri lyst
og glaðri lund.