Vísir - 21.09.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 21.09.1914, Blaðsíða 2
Ví SIR NÝJA VERSLUNIN — Hverfisgötu 34, áður 4 D — Flestalt (utast og inst) til kven- fatnaðar og barna og margt fleira. GÓÐAR VÖRUR. ÓDÝRAR VÖRUR. K j ólasaumástof a. nýkomiö í 'j ý versl. „VON“. laukir og Lækjargötu 10 B. Viniir kmnari vill taka aö sjer kenslu barna eöa unglinga á heimili þeirra 1—2 stundir á dag, síðdegis. Kennir ensku með viöræSum. — Tilboð. merkt „Kensla“ sendist afg. Vísis. sannfæringu sjálfs sín sitja á hak- anum. G r í s k u-d ó s e n t i n n ræðir um stofnun hins nýja dósentsem- bættis i grisku viö háskólann. Höf- undur telur þaS embætti óþarft. Um það atriöi er Vísir á annari skóðun, enda þótt blaöið sje því fyllilega samþykt, að fella grísku burt úr undirbúningsskólanum, þá telur það þó nauðsynlegt, að mönn- um, sjerstaklega guðfræöingum, gefist kostur á að kynna sjer þetta heimsfræga menningarmál við há- skólann. Þingsköpin og ósköpin á a 1 þ i n g i, sem ræðir um breyt- ing á þingsköpum alþingis. Hjer er ekki staður til að fara frekar út í hver einstök atriði bók- arinnar, en þess skal að eins getið, l>ótt sumum kunni að finnast höf- undur ganga full langt í einstök- um atriðum og vera of fjölorður um önnur atriði, þá er bókin þörf hugvekja á þessum ófriðartímum, eins og áður er lýst. Málið á bókinni er ágætt og stíllinn lipur og skemtilegur, eins -og ávalt hjá höfundinum. Bókin er gefin út á kostnað Bókaverslunar Sigfúsar Eymunds- sonar og er ytri frágangur hennar góður og verðið lágt (25 aurar). jjSterling" kom í gærmorgun með fjölda fólks af Austfjörðum og erlendis frá. Þar á meðal: Matthías Þórðarson fornmenja- vörður, Vilm. Jónsson stud. med., Gunnl. Einarsson stud.. med., Jón. G. Snædál orgánleikari, Sig. Ó, Lárusson stud., Knútur Kristins- son, Guðgeir Jónsson skólastjóri, Lárus Jóhannesson sýslumanns. — , Úr Vestmannaeyjum: Þórarinn Kristjánsson verkfræðingur, Árni Sigfússon kaupmaður, Björn Odd- geirsson verslunarmaður o. fl. o. fl. „Anglo-Dane“ hjet skipið, sem kom í fyrradag með steinolíu- farminn, en ekki Douro. „Ingólfur Arnarson" botnvörp- ungur kom hingað á laugardags- kvöldið frá síldarveiðum, er hann hefur verið á víð Eyjafjörð í sum- ar; 30—40 farþegar komu með honum. Vilmundur Jónsson stud. med. kom með Sterling úr ferð kringum land. Hann kvað tíð hafa verið hagstæða fyrir norðan land með- an hann dvaldi þar. Tiðarfar kvað hann og hafa verið mjög gott á Austurlandi i sumar. Vísir flytur á morgun í prent- smiðju D. Östlunds. Eins og kunn- ugt er, hefur Sveinn Oddsson og Jón Sigmundsson keypt prent- smiðjuna og hafa þeir í hyggju að endurbæta hana með nýjum stíl og vjelum. Sveinn Oddsson hefur verið pfentsmiðjueigandi vestan hafs og hefur kynt sjer allar nýj- ustu framfarir í prentun þar vestra. Einnig vinnur Sveinbjörn bróðir hans á prentsmiðjunni. Hann hefur áður unnið í Guten- berg og ér orðlagður setjari. Enn- fremur verður Jón Jónsson, sem hefur starfað 10 ár við Östlunds- prentsmiðju, þar áfram. Það hefur brunnið við stöku sinnum þennan mánuð, að prentun á blaðinu hefur verið óskýr, og biður Vísir menn afsökunar á þvi, en eftirleiðis mun þetta ekki henda. Botnvörpungarnir „Maí“ og „Apríl“ eru hættir veiðum um tima. „Mars“ heldur þó áfram að fiska, selur hann allan smærri fisk- inn hjer í bænum, en saltar þann stærri. Hafnargerðin. Nú er langt kom- ið að fullgera Grandagarðinn. Verður þvi líklega lokið snemma i næsta mánuði. Á innanverðum Batterígarðinum er nú verið að byrja á steypuverki. Steypan verð- ur mjög sterk, 1 á móti 5. ■Oniir'fir oe ad undanförau begi - •; wIhmmsA haust lllan aljandi. HÚSBRUNI. (Símfr.) Á laugardagsnóttina brann íbúð- arhúsið á Galtalæk í Landmanna- hreppi i Rangárvallasýslu. Menn björguðust með naumindum út úr eldinum; engu var bjargað af inn- anstokksmunum, nema einni kom- móðu. Húsið var nýlegt (þriggja ára gamalt), stórt og vandað. Það var óvátrygt og tjónið því mjög tilfinnanlegt. úr Þeir sem ætla að kaupa þessa vöru hjá. mjer eru beðnir að gefa sig1 fram sem fyrst. .1- Páll K. Gislason, Kaupangi. Úr brjefi frá Akureyri 16. þ. m.: .... „Tíðin er slæm, norðan- garður og hríð til fjalla. Þó ætla flestir hreppar Eyjafjarðarsýslu að fresta fjárgöngum um viku vegna óþurka. .... Nú má ekki flytja nein skot- vopn af neinu tægi til íslands, — jeg sá brjefspjald til eins kaup- manns hjer í bænum frá versl- unarhúsi í Khöfn, sem segist hafa fundið stjórnina og sjer til mikill- ar undrunar komist að raun um, að útflutningsbann á skotfærum og skotvopnum gilti einnig fyrir ísland. „Ekki einu sinni rjúpna- hogl má flytja..... Þegar „Forsteck“ fór frá Khöfn síðast kom lögreglan þar og bann- aði að láta meiri kornmat í skip- íð; var þá búið að ferma það að nokkru. Var bann þetta vegna ein- hvers útflutningsbanns frá Khöfn til „Provincerne" (!) (hjálend- anna).“ .... Úr Rangárvallasýslu er símað: Hjer hafa menn náð öllu lausu heyi þúrru í hlöður og nú farnir að slá að nýju. „Fálkinn“ kom með enskan botnvörpung til Stykkishólms í gær og sektaði hanii um 450 kr. Smðfrjittir jrðjtyrjildinni. í Daily Graphic, einu af af hinum stærstu og vönduðustu myndablöðum Englendinga, er heillar síðu mynd af sprengingu „Skúla fógeta“ á fyrstu síðu, (Til sýnis á afgr. Vísis. í útlendum blöðum gengur sú saga, að Þýskalandskeisari hafi haldið ræðu til hersins, sem síðan blöðum hefði verið bannað að flytja. í henni höfðu verið þessi eftirminnilegu orð: „Munið að Þjóðverjar eru af guði útvalin þjóð. í mig, keisara Þjóðverja, hefur andi guðs stigið niður. Jeg er hans sverð og hans jarl hjer á jörðu. Vei þeim, sem óhlýðnast og bráður bani þeim, sem láta hugfallast eða missa trúna!“ — Þessa klausu hafa rússnesk og ensk blöð eftir þýskum föngum og líklegast er, að hún sje eitthvað lagfærð í meðferðinni. En þau bæta því við, að eitthvað muni vera farið að raskast um heila- búið hjá Vilhjálmi. miljónir króna í bein útgjöld, öll- um óbeinum kostnaði er slept, enda væri hann óútreiknanlegur. Nú ber þess að gæta, að þetta umrædda tímabil hefur verið hlutfallslega mjög friðsamt. Hvað mundu út- gjöld þjóðanna til yfirstandandi styrjaldar verða, ef hún stæði um mörg ár? Lundúnabúar hafa dagana fyrir- farandi verið að búast við loft- skipaárás á borgina. Og vegna þess að helst er búist við henni að kvöldi eða næturlagi, þá var ný- lega gefin út skipun um að nota sem minst af ljósum á götum úti, Einkum var bannað að nota ljós- auglýsingar og sterka uppljómun í búðargluggum, með því að það gæti hjálpað fjandmönnunum til að átta sig á borgarhlutunum. Skúla fðgeta slvsið. Skýrsla skipstjórans Krístjáns Kristjánssonar. Hið fræga enska hagfræðistíma- rit „Economist“ telur að frá 1899 —1913 hafi styrjaldir kostað ment- aða heiminn 15 miljarda og 840 5 Niðurl. Nánar um sprenginguna. Skúli hefur rekið stefnið í sprengiduflið, en meiri hluti sprengiefnisins hefur komið undir bakborðakinnung skipsins, þvi til stjórnborða sveigðist það, og það svo mikið, að stór beigla var mið- skips, og myndaði hún hvast horn í öldustokkinn. Við sprenginguna lyftist skipið upp að framan, og þegar það fjell niður aftur, steyptist yfir það mik- ill sjór, er gekk aftur yfir það alt og fór niður i vjelarrúm og viðar, þar með var skipið algerlega kyrt, ekkert framskrið, svo var mikill kraftur i þessari vítisvjel, að hún stöðvaði Skúla á augnabliki. Stýrimaðurinn lýsir því svo, að þegar sprengingin varð, með dimmum, allháum hvelli, hafi gos- Undan báðum kinnungum skipsins blossar, reykur og sjór, og stigið hátt í loft upp. Skúli steyptist, eins og fyr seg- ir, niður að framan eftir spreng- inguna, og fjell næstum allur í sjó aftur að stjórnpalli, en hann er um mitt skip, og aftari hluti skipsins reis svo mikið upp, að skrúfan var upp úr sjó, og var þó skipið mjög þungt, hafði um 250 tonn af kol- um og ís og auk þess ýmislegt annað, sem þungi var í Allir hafa því vafalaust búist við, þó enginn talaði um það, að Skúli steyptist niður fyrir fult og alt á augna- bliki, en það var eins og hann legði sitt til að hjálpa okkur til að bjarga lífinu; hans sterku og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.