Vísir - 22.09.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 22.09.1914, Blaðsíða 2
VISIR Eins og að undanförnu fæ eg í haust sykursaltað spaðkjöt af sauðum úr Þingeyjarsýsiu. Þeir sem ætla að kaupa þessa vöru hjá inér, eru beðnir að gefa sig frain sem fyrst. Pál! H, Gísiason, Kaupangi. brestir nágtsnnanna verða að skiij- ast og takast með vægð og ekki gerast að ófriðareíni, alveg eins og maður vill að sínir eigin brcstir séu rétt metnir, og án óþarfs vægðar- Ieysis. Þetta ait er nú hægra sagt en gert. Allir viðurkenna þá kenningu, að sú eiginlega eigingirni sé lítil- mannleg, en marga hina sömu, sem þetta viðurkenna ákveðnast, brestur þó skyn eða vilja til þess að greina eigingirnina, þegar hún er að teygja út angana hjá þeim sjálfum. í merku amerísku tímariti sá eg grein, þar senr vonast er til, að þetta stríð kenni mönnum að fitja ekki aftur upp á hinu illræmcta kappsvæpni sem leiddi af sér þetla stríð. Er merkilegt hvað jafnvel margir gáfaðir nienn eru skamsýnir á þessa hluti. Kappvæpnið er ekki aðal- var 16 ára lauk hann stúdentsprófi frá lærða skólanum í Perpignan og áður en hann var 17 ára uom hann á herforingjaskólann í París. Þess eru ekki dæmi i sögu franskra her- foringja, að svo uugur nemandi væri tekinn í skólann. Þegar ó- friönum 1870 þyrmdi yfir, tók hann þátt í honum og var þá 18 ára. Hann var þá undirforingi (sekond- lieutenant) og nokkrum árum síðar átii hann þátt í því að seaija áætl- anirnar yfir vígin við Engbien í n;ind við París. Þá er vinnunni við það var lokið, kom herforinginn Mac Mahon þangað til að athuga víggirðingarnar, og í viðurvist alls herráðs síns ávarpaði hann unga undirforingjann, þann er félagar hans kölluðu »ninn þögla«, þess- um orðum: »Jeg óska yður til hamingju herra höfuðsmaður!* Að verða höfuðsmaður 22 ára, eins og joffre varð, hefir aldrei komið fyrir Stríðspistlar. in. Venjulega er það s»;o er ríki leggja í ófrið að þau færa einhverja málamyndarástæðu fyrir því, sem ekki er sú sanua. Austurríkismenn færðu þá ástæðu á móti Serbum að Serbar hefðu átt þátt í morði erkihertogans. Þjóðverjar færðu þá ástæðu að Rússar drægju saman her sinn til ógnar sér og Englendingar að hlutleysi Belgíu hcfði verið mis- boöið. Ekkert af þessu var aðalástæðan, heldur var hún sú að þjóðirnar fundu það hver í sínu iagi að vegna herbúnaðar-kapphlaupsins undanfar- ið sem þær voru ekki farnar að rísa undir, þá hlaut nú á hverri stundu að fara að skríða til skarar. En svo var bara um það að gjöra að verða fyrri til að ráðast á fjand- manninn. Einkum var þetta bráð- nauðsynlegt fyrir Þjóðverja að vera fljótur til, því að þeir þola ekki langa styrjöld svo inniluktir sem þeir eru. Þess vegna er það alment álit meðal hlutlausra þjóöa að Þjóð- verjar eigi ekki einungis upptökin að herbúnaðar kapphlaupinu heldur og að þessu siríði. T. d. láta ame- rísk blöð og tímarit þetta í Ijósi ótvírætt. Þeir muni hafa espað Austurríki mót Serbúm, vitandi það að þá var Rússanum að mæta og þá væri nægileg ástæða fengin til þess að faia af stað. Hér skal nú ekki lagður neinn dómur á það hvort þetta er rétt, en einkennilegt er það hvað Austurríkismenn strax í byrjun sóttu af litlu kappi gegn Serbum. Lítursvo út að fjandskap- urinn hafi þegar í byrjun verið stíl- aður gegn Rússum. Allir þessir fyrirslættir og fóðran- ir á hinum eiginlegu orsökum og ástæðum til stríðsins, er að eins gjðrt fyrir þá sem ekki eru færir um að skilja stórpólitíkina, eða kan- ske ekki heldur mundu viðurkenna réttmæti hennar eins og henni ei beitt, ef þeir . kildu hana. Það er því alveg ómetanlegt fyr- ir hvern stríðsaðiia að hafa eitthvert slagorð sem allir skilja strax og hægt er að láta blöðin japla á stöðugt— að hafa eitthvað til að kenna fjand- manninum um og eitthvað áþreif- anlegt til að fegra sinn eigin mál- stað. En fyrir þá sem eiga kost á að skoða málið rólega frá hlutlausu sjónarmiði, hlýtur það að standa alveg á sama hver byrjaði, ef það stendur óhaggaö að styrjöldin hafi hvort sem var verið óhjákvæmileg — eða jafnvel eins og sakir stóðu naudsynleg. Allir eiga auðvitað að temja sér að skilja, að til styrjalda er að eins ein orsök og hún er eigingirnin. Hún er það að girnast einlægt völd- in og hnossin fyrír sig einan eða sinn þjóðfíokk einsamlan, altáann- ara kostnað. Styrjaldarorsökin er með öðrum orðum sú að geta ekki eöa vilja ekki skilja aö mannlegar þarfir og tilfinningar séu til annars- staðar en hjá sér og sínum — geta ekki og reyna ekki að skilja, að orsökin, kappvæpnið er ekki ann- að en slríðið sjálft eða byrjun þess. Það verður að leita dýpra, það verður að leita inn í sjálft hug- skot mannanna. Maðurinn þögli. Franski yfirherforinginrs Joffre. í eitt af síðustu eintökum París arblaösins «Le Matin« skrifar fyrv. franskur þitigmaður, Dr. Dujade, sfutta en ágæta lýsingu á manni þeim, er örlög Frakklands eru nú mest undir komin, manni, sem al'ir mæna nú á, yfirforingja franska hersins, Joffre. joffre er ættaður frá Perpignan í Suður-Frakklandi, og hann á ennþá með bræðrum sínum eign eina lit!a í bænum Révesaltes. Á unga aldri var hann fáskiftinn, góðlyndur og viðkvæmur í lund. Áður en hann í franska hernum, fyr né síðar. Frá Enghien var hann sendur til landamæranna að austan, og þar bygð undir hans umsjón vígin við Pontarlier. Síðar var honum falið á hendur að koma skipulagi á franska nýlenduherinn í Tonkin byggja þar víggirðingar og her mannaskála. Hann vann verk þessi með mikilli alúð og dugnaði, en æðsta ósk hans var samt sú, að fá urnráð yfir herflokki (korps), að berjast, en ekki eingöngu að byggja vígi. Þegar franski flotaforinginn Courbet kom til Tonkin með flota sinn og byrjað var að vinna og »friða« nýlenduna, þá fékk Joffre líka þessa ósk sína uppfylta. Hann stýrði sveitum sínum, (en í þeim voru bæði innfæddir ntenn og Frakkar), með ágætri hreysti og mikilli herfræðilegri þekkingu. Frá Austur-Indlandi fór hann til Madaga- skar og bygði þar vígin við Piego Suarez, en þau eru álititi að vera allra vígja best af þeirri tegund. Þegar er hann hafði lokið við þetta verk komst hann í herförina í Da- homey. Yfirmaður hans, Bonnier óbersti, féll, og fióttinn var þegar brostinn, svo að Iftt varð við ráðið. En Joffre, sem stýrði afturliðinu, tókst að safna mönnum saman aft- ur og vinna fullkominn sigur á fjandmönnunum. Fyrstur allra héit hann innreið sína í Timbuktu. Upp frá þessu hefir Joffre verið heima í föðurlandi sínu'. Þar varð hann kennari við herskólann, stóð fyrir mannvirkjum bersins, varð sveitarforingi, herfylkisforingi og hershöfðingi. Eftir uppástungu hers- RYKOMIÐ er á meðal annars: Kartöflur, Laukur, Kaffi, Sykur, Kakao, Rúgmjöl, Hvetti 3 teg., Kartöflumjöl, Baunir, Sagé, S v e s k j u r, Kryddvörur, Maccaronie, Ostar, Leverpostej, ýnisar niðursöðuvörur, Margaríne, o. fl. Yersl.B H.Bjarison. höfðingja Pau varð Joffre loks æðsti herforingi. Hann hefir oft komiö til Rúss- lands til viðtals við æösta herfor- ingjaráð þar, og þeir samningar, sem þar hafa verið gerðir, voru seinast staðfesth' við hinar miklu heræfingar í Frakklandi, sem nýaf- staðnar eru. Joffre er ennþá mjög orðfár maður, næstum þegjandaleg- ur, en herforingjar hans og her- menn hafa hann í miklum hávegum. Dr. Dujade endar þessa æfilýs- ingu með smásögu þeirri, er hér fer á eftir: Eg var staddur í Dresden árið 1911, einmitt þegar á Agadir-mál- unum stóö. Ásamt nokkrum öör- um frönskum stjórnmálamönnum var mér boðið til opinberrar veislu er borgmeistarinn í höfuðstað Sax- lands hélt. Útlitið í stjórnmálun- um, sem þá var alvarlegt, hafði gert það að verkum, að vér vorum allir orðfáir. Yfir borðum var ekki annað talað en almennar kurteisis- reglur kröfðust. Þegar kaffið og vindlarnir voru bornir fram, kom formaðurinn fyrir »hinni heilsu- fræðilegu sýningu* til mín. Hann hélt auösjáanlega, að það rnyndi verða auðveldara að fá mig heldur en aðra til aö masa og sagði um- svifalaust: »Hvaða álit hafa menn í Frakk- landi á stjórnmálahorfum nú?» Eg svaraði engu. Hann endur- tók spurninguna. Eg svaraði ekki að heldur. Hann var Frökkum fjandsamlegur, eins og mestur hlut- inn af borgarastjettinni þýsku er, og sagöi nú næstum því háðslega: »Jæja þá, eg veit reyndar, að þið Frakkar haldið, að frattskur her- maður sé á við tvo þýska, en í Frakklandi er hvorki agi né her- foringjar til, sem kunnugt er«. Eg er eins og engisprettan, að ! þegar menn koma við mig, þar sem veikt er fyrir, þá fer að færast líf í mig. »Höfum við engan aga? Ónei. Kanske hafið þér rétt fyrir yður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.