Vísir - 29.09.1914, Blaðsíða 1
1174
V I S I R
Stærsta, besta og ódýrasta
blað á íslenska tungu.
Um 500 tölublöð um árið.
Verð innanlands: Einstök
blöð 3 au. Mánuður 6C au
Árs{j.kr.t,75. Arg.kr.7.oo.
Erl. kr. 9,oo eða 21/* doll.
sm
V I S I R
kemur út kl. 8‘/2 árdegis
hvern virkan dag.—Skrif-
stofa og afgreiðsla Austur-
str.14. Opin kl. 7 árd. til 8
síðd. Sími 400.—Ritstjóri :
GunnarSigurös8on(fráSela-
læk). Til viðt venjul. kl.2-3 síðd.
Mánud. 29. sept. 1914.
|Háflóð kl. 2 árd. og kl. 2,28. síöd.
Afraæli á morgun:
Guðrún B. Thorsteinsson, húsfrú.
Kristín þorsteinsdótur, húsfrú.
Sigríður Halldórsdóttir húsfrú.
Guðjón Einarsson prentari.
Guðm. Eggerz alþm.
Guðm. Kr.Guðmundsson' kaupm.
Kristinn Jónsson trésm.
þórður L. Jónsson kaupm.
Heimakensln
get eg enga haft næsta vetur.
Biö þá, sem vilyröi hafa fengið fyr-
ir keuslunni, að afsaka þetta.
Aldan.
Fundur í kvöld kl. 81/, í Báru-
húsinu uppi.
Áríðandi aö allir félagsmenn
mæti.
Stjórnin.
G-amla Bíó
Drengskapar-
heit
þýskir liðsforingjar og
ástaræfinjýri. Sjónleikur í 3 þátt-
um. Snildarlega vel leikið.
Leyndarmáiið f
hraðlestinni
eða
máttur dáleiðslunnar.
Stórkostlegur sjónleikur í 4
þáttumleikinn af ágætis leikendum
Aðalhlutverkin:
Nessieres verksm.eig. V.Psilander
Madeleine kona hans Chr. Holch
Lcpellier lögm. C. Lauritzen.
Laroque verksm.eig. Sv.Aggerholm!
Geysllega spennandl myndlj
Góðar
kýr til sölu. Seljandinn til við-
tals í kennaraskólanum í dag kl.
3—5 og á morgun kl. 10—12.
P. Brynjólfsson,
konunglegur hirðljósmyndari.
Talsími 76.
Myndastofa opin-kl. 9—6
(sunnudaga 11—3V2).
Staerst og margreynd hin besta
á landinu. — Litur myndanna
eftir ósk.
IÐNSKÓLINN
r
REYKJAVÍK
verður settur fimtudaglnn 1. okt. kl. 8 síðdegis.
Þeir sem óska inngöngu í skólann gefi sig fram við undirritaðan
í Miðstræti 7, kl. 7—8 síðd. Að minsta kosti helmingur
skólagjaldsins (5 krónur) verður að borgast fyrir fram.
Eins og að undanförnu verður, ef nægilega margir sækja, sérstök
kensla í fríhendisteikningu (kennari Þór. B. Þórláksson), og í teikningu
fyrir húsgagnasmiði (kennari Jón Halldórsson).
Ásgeir Torfason.
Saumastofa
mín er flutt á Hverfisgötu 34 (áður 4 D) og vænti eg þess, aö viö-
skiftavinir mínir sýni mér sömu velvild og áður og komi og skifti við mig.
¥algerður Jónsdóttir
Þorsteinn Erlingsson.
Andlátsfregn þjóðskáldsins kunna barst mönnum í
gær. Fregnin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Hann hafði að vísu legið rúmfastur síðastliðna viku, en
veikin breyttist fyrir nokkrum dögum í ákafa lungna-
bólgu, og varð hún honum að bana. Vísir flytur hér á
eftir æfiágrip þorsteins, en mun minnast nánar skáld-
skapar hans síðar.
þorsteinn er fæddur í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, og
ólst þar upp hjá þorsteini bónda, og hét hann í höf-
uðið á honum. En Erlingur faðir þorsteins var Pálsson
Arnbjarnarsonar, og bjuggu þeir feðgar báðir í Fljóts-
hlíðinni. En móðir Erlings föður þorsteins var Helga
dóttir Erlings í Brautarholti, Guðmundssonar í Fljótsdal,
Nikulássonar sýslumanns í Rangárþingi. Kona Guðmund-
ar í Fljótsdal var Helga dóttir Erlings Einarssoar á Rauf-
arfelli, en kona Erlings í Brautarholti var Anna María
systir séra Páls skálda, Jónssonar faktors í Vestmanna-
eyjum, Eyjólfssonar bónda í Vestmannaeyjum, Jónssonar.
Séra Páll var níðskælda hin mesta, en allra manna orð-
hagastur og meinlegastur og maður bráðgáfaður.
þorsteinn kom í skóla 1877 og var þá orðinn kunn-
ur fyrir skáldskap sinn þar eystra, enda studdu þau
skáldin nokkuð að námi hans undir skóla, Steingrímur
Thorsteinsson og Matthias Jochumsson. Hafði Jón söðla-
smiður Jónsson í Hlíðarendakoti komið honum á fram-
færi við þau skáldin. það þótti fljótt brydda á því í
skóla, að þorsteinn væri flestum mönnum hagmæltari;
orti hann og margt í skóla, og var sumt af því prentað,
enda höfðu verið prentuð kvæði eftir ‘hann áður en hann
kom í skóla. 1883 útskrifaðist þorsteinn úr latínuskól-
anum og fór sama haust til Kaupmannahafnar. Hann las
fyrst Iögfræði við Hafnarháskóla, en Rasksmálin svo-
nefndu hindruðu að hann tæki próf. Hann hallaði sér
þá einkum að norrænni málfræði og hefir hann lesið
fornrit okkar með nákvæmni og var sérlega vel að sér
í þeim.
Á síðustu árum sínum í Kaupmannahöfn orti þor-
steinn mest og best, enda helgaði hann þá kveðskapnum
allar frístundir sínar, en hafði ofan af fyrir sér með
kenslustörfum, einkum tungumálakenslu. Siðustu árin í
Khöfn hafði hann skáldlaun úr landssjóði, 600 kr. á ári.
þorsteinn fór heim til íslands haustið 1896; var þá
ritstjóri á Seyðisfirði í 4 ár og síðan 1 ár á Bíldudal.
Síðan fluttist hann til Reykjavíkur og gekk að eiga Guð-
rúnu Jónsdóttur og áttu þau 2 börn, stúlku og dreng.
Frá 1901 hefir þorsteinn haft skáldstyrk úr lands-
sjóði, fyrstu árin 800 krónur, en síðari árin 1200 kr.
þorsteinn var meðalmaður, á hæð, beinvaxinn og
fremur grannvaxinn. Hann var fríður maður sýnum, sér-
staklega voru augun fögur og skarpleg. Hann var manna
skemtnastur í viðræðum og barst talið venjulega annað-
hvort að skáldskap eða trúmálum, þegar hann talaði við
menn til lengdar.