Vísir - 29.09.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 29.09.1914, Blaðsíða 2
VI s IR Símskeyti London 27. sept., kl. 7,5J e. h. Opinber fregn frá Parfs segir, að bandaherinn hafi unnið sig áfram vinstra megin (að vestanverðu) og á mörgum stöðum hafi verið að eins fá hundruð metrar á tnilli vfgisgrafa Frakka og Þjóðverja. Varðlið Prússa reyndi að gera ákaft áhlaup í miðju herlfnunnar, en það var árangurslaust — ; því var hrint af. Þjóðverjar unnu nokkuð á lengra til austurs í gærkvöldi, en áður en deginum lauk náði lið Frakka aftur þeirri aðstöðu, er það hafði tapað. Central News. Hervopn Þjóðverja og Frakka. 3. Vopn umsáíursliðsins og virkjanna. í þessum vopnabúnaði eru Pjóðverjar allmiklu lengra komnir en Frakkar. Ekki er það þó því að þakka, að fallbyssusmiðirnir þýsku (Krúpp og Erhardt) standi hinum frakknesku (Schneider og Creusot) framar heldur virðist það fremur stafa af því að franska stjórnin er ekki eins örlát til fall- byssusmíða og sú þýska. Hjá Þjóðverjum hefur umsát- ursherinn fyrir utan hina fyr nefndu 10,5 sentim. fallbyssu, sem skýtur 18 kgr. þungri kúlu yfir 10 kílóm., — einnig aðra fallbyssu 13 sm. að vídd, sem dregur 13 km. og svo 21 sm. háskyttu, sem skýtur 113 kgr. þungri kúlu með 19 kgr. af sprengitundri í. Draga þessar byssur um 8 km. og vega 6 ton. Má skjóta úr þeim hvar sem vera skal vegna sérstaks útbúnaðar sem á þeim er. Einnig er ekki svo erfitt að flytja þær. Að 42 sm. háskytturnar, sem getið er um í þýskum skeytum séu til í raun og veru, er vafa- mál, því að sá árangur, sem kom í ljós í Liittich, hefði líka getað unnist með 21 sm. byssum, því að kúlurnar úr þeim fara í gegn um þykt og þunt og sprengingin er geysisterk. Ómögulegt þarf það þó ekki að álftast að til séu 42 sm. byssur, því að austurrísk blöð hafa talað um tilraunir með byssur af því tagi, en opinbera staðfestingu vantar líka á þessu. Fyrir utan það, sem hjer er nefnt eiga Þjóðverjar talsvert af fall- byssum af eldri gerðum en sömu stærð og þær fyrnefndu. í Frakklandi eru einnig við umsátur notaðar hinar 15 sm, háskyttur, sem nefndar voru voru meðal vopna stórskotaliðsins og sömuleiðis aðrar 12, sm. af nýj- ustu gerð. En auk þesshafa Frakk- ar byssur af styttri og lengri gerð sem draga frá 6 til 9 km. Enn hafa þeir ýmsar eldri gerðir sem þeir nota í virkjum og svo eina 24 sm. hraðskeyta byssu, sem skýtur sprengikúlum alt að 15 km. Af háskyttum hafa þeir enn- fremur eldri gerðir sem draga heldur stutt (um 5 km.); hara þær 22 og 27 sm. hlaupvídd, en það er h'ka kunnugt að þeir hafa nú fengið sér bæði 21 og 28 sm. háskyttur, sem geta skotið 2 skotum á mínútu. Kúlurnar úr hinum síðastnefndu vega 250 kgr. og draga um 8,5 km. En af þessum byssum hafa Frakkar aðeins fáar. Af því framangreinda má sjá, að stærstu fallbyssur Frakka standa fremur að baki byssum Pjóðverja að því leyti, að þær að öllu samanlögðu flytja ekki eins langt og eru yfirleitt meira af eldi i gerðum. Getur þetta komið sér illa í umsátursstríði. En aftur á móti er fótgöngulið beggja lanc- anna mjög svo jafnburða að vopnabúnaði. (Poliiikerí). Smáfréttir frá styrjöldirmi. Þýsk blöð skora á öll útflutn- ingsfirma þar í landi að hætta ekki útflutningi, heldur reyna að ncta sem milliliði hafnir hlutlausra ríkja, t. d. Kaupmannahöfn. BerlinerTa- geblatt segir að Þýskaland hafi nú mist verslunarsamband við 28 lönd þegar tekið sé tillit til, ekki ein- ungis þeirra landa sem það á í stríði við, heldur og allra nýlenda þeirra. Innflutningur Þýskalands frá þessum löndum nam árið sem leið hvorki meira né minna en 4,8 miljörðum marka og útflutningur- inn var hér um bil annar eins. Þetta er með öðrum oröum nærri helmingur allra viðskifta Þýskalands við útlönd. Ríkisskuldir bandaþjóðanna eru sem hér segir: Frakklands 27 milj- arðar marka, Rússlands 19, Eng- lands 14, Japans 5 og Belgíu 3 eða samtals 68 miljarðar marka. Árlegar rentur af þessu eru 2,8 m. Ríkisskuldir Þýskalands eru reikn- aðar 20 miljarðar en renturafþeim 750 miljónir marka á ári. Bankarnir í Sviss hafa fyrirfar- andi verið notaðir mjög af útlend- um auðmönnum til þess að geyma kaupa allar hygnar húmæðnr í Sími 43. Póstar 5. hverja mínútu. þar fé sitt. Gerðu þeir það bæði 11 þess að koma sér undan of- þungum sköttuin heima fyrir og svo af hræðslu við hið yfirvofandi stríð. Eu nú varð Sviss eitt af fyrstu löndunum til þess að samþykkja allherjar gjaldfrest (moratorium) í ríkinu og borga nú bankarnir í Sviss ekki út nema 5% af inni- eiguum. nærlendis sjómenn, að læra sund. Tími skapast hjá .flestum til þess, að eins ef þeir vilja. Það ersann- arlega ekki mikið í sölurnar lagt, þótt varið sé nokkrum stundum á dag í einn hálfan mánuð tii að tryggja sig gegn því sorglega slysi, að drukna að eins fyrir það, að geta ekki haldið sér á floti í nokkr- ar mínútur. Þau slys hafa, því ver, alt of mörg orðiö hjá oss íslend- ingum á undanförnum tímum. Gegn þeim ættum við samhuga allir að tryggja oss. Eg vil því skora á alla sjómenn, er enn þá ekki hafa lært sund og hér eru nærler.dis, að nota það á- gæta tækifæri, er bíður þeirra nú til þess að læra það. Sjómaður. Skrifstofa Elmsklpafjelags íslands, j i Landsbankanum, uppi Opin kl. 5—7. Talsími 409. ICensian við sundlaugarn- ar og sjómennirnir. Nú er tími og tækifæri fyrir þá, er sund vilja læra, að netna það hér við sundlaugarnar, ekki síst fyrir sjómennina, er geta fengið ó- keypis kenslu, og á þessum tímum hafa margir hverjir lítið að starfa. Eg hefi mér til mikillar ánægju farið inn í sundlaugina nokkra und- anfarandi daga og tekið mér þar bað og við haft hörundsstrokur á eftir. Betri og þægilegri hressingu er ekki hægt að hugsa sér eftir ver- una á sjónum, Það er líkast því sem í mann færist nýtt líf og fjör. Svo munu og flestir játa sem reyna. Fn eg verð að láta óánægju mína í ljósi yfir því, hve eg sá þar fátt af samverkamannastétt minni (sjómönnum). Þeir voru þar að vísu nokkrir, en alt of fáir. Þegar sundlaugarnar biðu fullar af volgu vatni (20—22 st. heitu) og okkar velþekti sundkennari, Páll Erlingsson, stendur þar tilbúinn að veita hvérjum sem er tilsögn og hefir sér til aðstoðar sundkonung vorn, Erling son sinn, sem er efa- laust nú okkar fjölhæfasti sundmað- ur, nýkominn heim, eftir að hafa kynt sér nýjustu reglur við sund- kenslu í Englandi, virðist engin vandhæfi á fyrir þá, að læra sund er vilja og tíma hafa til þess, — og það bæði fljótt og vel. Sundkensluna veit eg um; hún er svo góð, sem frekast verður á kosið. Og sundlaugin vel löguð til að læra sund í henni, þótt að ýmsu mætti bæta útbúnað við hana t. d. væri nú sem fyrst nauðsynlegt að fá borð það klætt mottum, sem notað er til að itnga sér af til sunds. Eins og það er nú, getur það orðið að slysi hversu sleypt það er. Eins og nú hefir verið tekið fram, er engin vandhæfi á fyrir alla Trosfiskur fæst hjá Laugaveg 63. Sokkar á fulloiðna og böi n fijá Jóh. Ögm. Oddssyni Laugaveg 63. Bollapör og ýmisleg önnur lcirvara, ódijrust d gaugavcg 63. JÓH. ÖGM. ODDSSON. Rep- kápur ^ó’Sav o$ óðt^Yar fást í verslun JónsHelgasori|r frá Hjalla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.