Vísir - 03.10.1914, Blaðsíða 2
í m * .y iB iR
aj taY\d\.
Hrútafirði 26. sept.
Tíðin hefir verið svo slæm hér
um alllangan tíma undanfarið, að
inenn muna varla annað eins. Hey-
skapurinn því með allra lakasta
móti. Sláttur byrjaði afar-seint, —
óvíða fyr en í 14. viku sumars.
Um túnasláltinn var tíðin góð og
töðurnar komust því óhraktar mn,
víðast hvar. En síðan engjaslátt-
urinn byrjaði og þangaö til nú má
heita, að verið hafi samfeldir óþurk-
ar, og nú upp á síðkastið það, sem
er enn þá verra: snjókoma svo
mikil, að mönnum er ókleift að fást
við hey, þótt þurt sé veður á milli.
— Fyrir hálfum mánuði, eða viku
fyrir réttir, gerði hér svo mikla
snjókomu, ofan í illviðriskast, sem
þar var á undan gengið, að hana
tók eigi upp til . fulls fyr en eftir
viku. Þá komu 1—2 Iélegir þurk-
dagar og náðist þá sumstaðar inn
nokkuð af heyjum. Síðan hafa
verið hellirigm'ngar, og nú í nótt
er leið snjóaöi aö nýju, og í dag
er kafald og hvítt milli fjalls og
fjöru. Útlitið er því alt annað en
glæsiJegt. Hlöður og tóftir hálf-
tómar, en á túnum og engjum
liggja firnin öll af marghröktum
heyjum, sumum 6—7 vikna göml-
um.
Matvörulaust er á Borðeyri eða
því sem næst.
Fjártaka er byrjuð á Borðeyri,
og munu menn neyðast til að farga
miklu af fé sökum heyjaleysis. Fjár-
verö er svipað og í fyrra, einum
eyri lægra í kjöti og hálfum eyri
lægra í lifandi vikt.
Heilsufar er hér gott; þó hefir
kíghósti stungið sér niður á stöku
stað.
Súujtcttu.
Seyðisfirði í gær.
Engilbert Guömundsson sjómað-
ur frá Reykjavík datt út af strand-
teröabátnum »Columbus« í gær-
kveldi og druknaði. Skipið H hér
við bryggju. »Austric.
Árás slafanna.
Þjóðverji nokkur, er verið hefir
langvistum í Rússlandi, skrifar það,
er hér fer á eftir:
Nú eru það örlög veraldarinnar,
sem barist er um. Á eða getur
slafneska kynið erft forustuna í
menningunni, sem germanskar þjóðir
hafa hingað til haft. Það er hvorki
um roeira né minna að gera. Ó-
friðurinn nú er endurtekning bar-
áttunnar fyrír þúsundum ára, þeg-
ar hermennirnir á Marathon stóðu
fastir sem veggur gegn miljónum
hins persneska harðstjóra. Að eins
er munurinn sá, að hinn nýi tími
sýnir alt þetta margfaldað og risa-
vaxnara. Haröstjórn og Asíuyfir-
ráð, þaö þýðir Rússland. Og jafn-
vel þótt Frakkland, sem er blindað
af því að ala sífelt á hefndarhug-
myndinni gegn Þýskalandi, standi
£. ‘V. K,
Bókasafn félagsins í Thorvaldsensstræti 2, er nú opið til útlána og
afnota þessa daga vikunnar: sunnudag kl. U/a—3 og mánudag., miðvd.
og föstudag kl. 6—872-
íTaYaTí'
'lTlTr.
.'i"i“r
J. P. T. BRYDE
selur alskonar vörur með
miklum afslætti.
OTMJ
VMj’
/l“lvl\
\TaT<—
.°1"1“‘1“1V1‘
nú við hlið Asíumanna þessara, þá
breytir það í engu kjarna þess, sem
um er að gera. Sigur Rússlands
mundi vera sama sem býrjun á
því, að tengja Evrópu við Asíu,
eins og sjálft Rússland í Evrópu
er eiginlega ekki annað en skækill
á hinu mikla og víðlenda Rússlandi
í Asíu. Á hvað er nú að treysta
gegn framsókn slafakyns þessa?
Það hefir stórar tölur að sýna. Það
hefir á að skipa fólksfjölda og það
hefir landflæmi til umráða, sem er
langsamlega meira en nokkursstað-
ar í Evrópu eftir meðalmælikvarða
þar. Og jafnframt þessu hefir það
tileinkað sér öll ytri einkenni menn-
ingar vorrar með mikilli áfergju.
Slafar skjóta á oss með vorum eig-
in Kruppsbyssum, með bryndrek-
um, er vér sjálfir höfum smíðað.
Viö oss berjast herdeildir, hersveitir
og herflokkar, sem er niðurskipað
og stjórnað eftir reglum, er allar
eru lærðar af oss; vér munum þar
verða varir við handbyssur og loft-
skip, er vér höfum upphugsað og
smíðað. Alt sem er eftir síðustu
tísku, alt það nýjasta, hafa slafar
fært sér í nyt til baráttunnar, og
Frakkland hefir gefið þeim millj-
arðana, sem til þessa þurfti. En sá
sem hefir Iengi búið í Rússlandi
og hefir þannig heima hjá sér
fengiö þekkingu á slöfum, hann
sér, ef svo má að orði komast, bak
við leiktjöldin, hann verður ekki
skelfdur af hinum stóru tölum eða
nýtísku útbúnaðinum. Eiginlega
eru slafar enn þá alls ekki menn-
ingarfrömuðir, þegar átt er við sanna
Norðurálfumenningu. Satt er það
raunar, að þeir eiga nokkra menn,
sem hafa náð þessu menningarstigi
og jafnvel skarað fram úr, svo að
þeir jafnast enn þá á við mestu
andans menn heimsins. En slíkir
menn eru alt of fáir í Rússlandi.
Það ber svona mikið á þeim ein-
mitt vegna þess, að hinn mikli
fjöldi með alt hið einmanalega og
sljólega menningarleysi sitt stendur
þeim svo langtum neðar, líkt eins
og hin lága Waldaihæð getur að
eins kallast fjall, þegar miðaö er
við hið óendanlega, rússneska sléttu-
flæmi. Frh.
A ferð.
Eftir
Ouy de Maupassant.
I.
Járnbrautarvagninn var fullur alla
leið- frá Cannes*). Samræðurnar
stóðu nú sem hæst, því allir þekt-
ust. Þegar hann fór fram hjá
Tarascon**) sagði einhver: »Það
var einmitt hérna, sem morðin voru
framin*. Þá fóru menn að tala um
þennan leyndardómsfulla morðingja,
sem lögreglan gat aldrei náð í, og
sem hafði nú í tvö ár valið sér
fórnardýr meöal feröamannanna, sem
fram hjá fóru. AHir báru fram sitt
álit í málinu og allir héldu því fram,
að sitt álit væri réttast. Stúlkurnar
litu hræddar út um gluggana, hrædd-
ar um að sjá mannshöfuð koma
fram undan tjöldunum. Menn fóru
að segja hræðilegar sögur um hættu-
lega fundi, um að fólk hefði orð-
ið að vera innilokað í járnbrautar-
vagni með vitfirringum og setið
tímum saman meðal grunsamra
manna.
Allir höfðu sögu að segja um
sjálfa sig, allir höfðu lent í svaðil-
förum viö bófa og ræningja undir
mjög einkennilegum kringumstæð-
um, en komist út úr því með frá-
bærri hreysti og djörfung. Læknir
r okkur, sem á hverjum vetri hafði
dvaliö þar suður frá, langaði líka
til að segja æfintýri úr íeröalagi.
»Eg fyrir mitt leyti«, sagði hann,
»hefi aldrei orðið fyrir neinum at-
burðum, sem gæfu mér tækifæri
til þess að reyna á hugrekki mitt;
en einn af sjúklingum mínum —
kvenmaður, sem nú er dáin — veit
eg að varð fyrir þeim áhrifamesta
og sjaldgæfasta viðburði, sem eg
þekki.
Það var rússneskur kvenmaður,
greifafrú Maria Baranow, mjög kurt-
eis kona, óvenjulega fögur. Þið
v;tið hvað rússnesku konurnar eru
*) Franskur bær við Miðjarðar- >
hafið, austarlega á Frakklandi. Þar '
cvelja ferðamenn mikið á vetrum.
**) Bær við mynnið á Rhone.
fagrar, aö minsta kosti virðist okk-
ur þær vera fagrar, með smágert
nef, yndislegan munn, föst, ákveðin
augu og þennan kalda næstum því
harðlega þokka.
Það er bæði eitthvað svo tælandi
og ilt við þær, eitthvað svo göf-
uglegt og mjúklegt, viðkvæmt og
sterklegt, að það hefir stór-ginnandi
áhrif á Frakka. Þaö getur verið,
að það sé í rauninni að eins mis-
munurinn á þjóðkyninu, sem veld-
ur því, að eg sé svona margt hjá
þeim.
Læknar hennar höfðu í mörg ár
séð, að hún þjáðist af brjóstveiki,
og þeir reyndu að fá hana til þess
að fara til Suður-Frakklands sér til
heilsubótar, en hún var óbifanleg
og vildi ekki yfirgefa Pétursborg.
Síðastliðið haust sagði læknirinn,
að öll von væri úti, og Iét mann
hennar vita það, og hann lét kon-
una sína fara samstundis til
Mentone*).
Hún fékk sér viðhafnar-járnbraut-
arvagn fyrir sjálfa sig, en þjónustu-
fólkið var í öðrum vagni. Hún sat
angurvær við gluggatjöldin og sá
akrana og þorpin þjóta fram hjá;
henni fanst hún vera svo einmana
og yfirgefin í lífinu; hún átti eng-
in börn, næstum enga ættingja, en
mann sem elskaði hana ekki fram«
ar og hratt henni út á útkjálka
veraldar án þess að fara með henni,
alveg eins og þegar menn senda
veikan þjón sinn á spítalann.
Á hverjum viökomustað kom Ivan
þjónninn hennar til hennar og
spurði, hvort hún æskti ekki ein-
hvers. Það var gamall þjónn, sem
hlýddi henni í blindni og var ætíð
reiðubúinn til að framkvæma hverja
skipun, sem hún kynni að fela hon-
um á hendur.
Frh.
*) Mentone er bær á Suður-
Frakklandi, rétt fyrir austan Nissa.
IÐUN AR-TAU
fást á
Laugaveg 1.
JÓN HALLGRÍMSSON.
Bogi Brynjolfsson
yfirrjettarmálaflutningsmaður,
Hótel ísland.
Annari hæð. Herbergi Æ 26.
Venjulega heima kl. 12—1
og 5—6 síðd.
Talsfmi 250.
Massage-læknir
Guðm, Pétursson
Heima kl. 6—7 e. h. — Sími 394.