Vísir - 03.10.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 03.10.1914, Blaðsíða 4
VÍSIH Guöfinna Einarsdóttir, er f 1 u 11 á Vatnsstíg II — og saumar eins og að undanförnu all- j an kven- og barna-fatnað. Breyttir tfmar. Ekkert inálefni hefir tekið eins miklum stakkaskiftum undanfarandi 10 ár í Danmörku eins og bind- indismálið. Þegar eg var þar í sveit árin 1900 og 1901 þótti það víðast meir en lítil sérviska að vera í bind- indi. Bindindisfélögin voru fámenn og í litlu áliti. Það kvað svo ramt að því að fjöldi trúaðra manna leit svo á að þau gerðu fremur ógagn en gagn, því að þau efldu sjálfsþótta og verkaréttlæti hjá meðlimum sín- um, er margir teldu vínbindindi eitt nægilegt til að vera sannkristinn maður. »TempIarar t. d. sjást aldrei í kirkju, þeim þykir nóg að fara á stúkufundi*, sögðu menn. Sumir voru hissa á að eg skyldi vera templar.— »Kristinn maður drekkur ekki, svo að hann þarf ekki að vera í slíkum félögum*, var viö- kvæði margra. Eg varð heldur ekki var við, að nokkur dagblöð flyttu bindindisfréttir eða mintust á bindindismál, og hefði einhver þá farið að boða mönnum bannlög, hefði verið hlegið að honum um endilanga Danmörku. Það er eitthvað annað uppi nú. Heimatrúboðsfólkið, sem áður var svo andstætt bindindisfélögum, hefir nú sjálft fjölment svo í »BIáa krossinn* að hann er næst fjöl- mennasta bindindisfélag í Danmörku, þótt yngstur sé. Dönsk dagblöð voru í vor sí og æ að flytja langar greinar um bind- indisfundi og ágrip af bindindis- ræðum. Skrúðgöngur eða hergöng- ur fóru bindindismenn í mörgum dönskum borgum, og varð eg ekki var við annað en að flest blöðin hlyntu að þeim. Mikilfenglegust var skrúðgangan mikla í Kaupmanna- höfn 19. júlí s. 1. Gengu þá um 50 þúsund bindindismenn með nál. 2000 flögg og fjölda marga aug- lýsingaskrautvagna frá Ráðhústorg- inu til Söndermarken, þar sem haldnar voru fjölda margar ræður. Sá bindindisher var samankominn úr allri Danmörku, því að þá daga héldu aðalfélögin ársþing sín í Höfn. Segja menn að önnur eins skrúð- ganga hafi ekki fyr sést í Höfn, og þótti andbanningum nóg um, því að ekki var farið með það í neina laun- kofa aö takmarkið væri algerð bann- lög. Landsstjórnin er vinveitt þeirri stefnu. í fyrra haust héldu þeir fund með sér bindindismenn á þingi Dana og stjórnendur danskra bind- indisfélaga, þar voru Zahle yfirráð - herra og Rode innanríkisráðherra gestir, og héldu báðir bindindis- og bann-ræður. Zahle endaði sína ræðu á að biðja menn að árna bannlög- um árið 1930 allra heilla, en hinn óskaði að sá dagur kæmi brátt að öll afengismálefni væru horfin úr Danmörku. Stjórnin skipaöi og bann- laganefnd í sumar til að íhuga það mál frá öllum hliðum. Ríkisþingið hallast og smám saman á þá sveif. Þrátt fyrír stríðið Q hefir okkur heppnast að [fá hin viðurkendu hollensku karlmanna-, unglinga- og drengjaföt aftur. Yfir 3G0 klæðnuðum úr að Csl velja. S Komið í tíma! Austurstræti 1. Það bætti t. d. 7000 kr. í vorsem " leið við árslyrkinn, sem það hefir veitt bindindisfélögunum, svo að nú er hanu 36 þús, kr. Elsta bindind- isfélag Dana (Dansk Afholds Foren- ing =D. A. F.) fær af því 18000 kr. Félagið telur nú rúma 65 þús. meðlimi og er fullur helmingur kjós- endur. í Kaupmannahöfn eru um 22 þús. í 280 bindindisfélögum og stúkum og auk þess 5000 börn í 70 félög- um. Þessi félög halda árlega 16 til 17 þúsund fundi. Þau hafasam- eiginlega stjórnarnefnd og er Sket- trup prestur, formaðúr Bláa kross- ins, jafnframt formaður hennar. Alls eru í Danmörku um 180 þúsund manna í bindindisfélögum og þar sem Danir drukku að meðaltali ár- Iega rúma 10 lítra af áfengum drykkjum árið 1879, þegarD. A. F. var stofnað, koma nú 6 lítrar á mann. Að sjálfsögðu er þrátt fyrir alt þetta mikið verk óunnið. Stórefna- menn græða stórfé á áfengissölunni og þeir nota peninga sína á ýms- an hátt til vamar og sóknar gegn bindindis- og bannmálinu. En svo mikiö hefur þó bindindismönnum orðið ágengt aö sárfáir fást til að ráðast alment gegn bindindismálinu. Aðal orustan veröur þar sem ann- arstaðar um algerð bannlög. Svíar og Norðmenn eru þó komn- ir lengra áleiðis í bannmálinu en Danir, þeir hafa miklu fleiri laga- ákvæði til að hefta áfengissölu, og þar er vínsölubann í mörgum hér- uðum, og þar er og I. O. G. T,- Reglan*) miklu öflugri en með *) Þegar talað er um templara erlendis, er oftast nauðsynlegt að geta þess hvort átt er við alþjóða- regluna (I. O. G. T.) eða eitthvert hinna félaganna, sem kalla sig temp!- ara með einhverju viðbólarorði til aðgreiningar. Þau munu flest klofn- ingar frá I. O. G. T. í fyrstu og voru ágreiningsefnin einkum æfi- langa skuldbindingin, eða »skatt- frjálsu« drykkrnir eða siðbókin. Þessi félög sem sum eru allfjcl- menn, eru bæði á Noröurlöndum, Sviss, Suöur-Afríku og víðar. Dönum, en húti mun víðast vera einna ákveðnust í bannmálinu. Ann- ars er talið að um 300 þús. manns sé í bindindisfélögum í Noregi, en um 500 þús. manns í Svíþjóð. En af þeim vcru (1. febr. 1914) í 1. O- G. T. 85 200 manns í Noregi, — hefir fjölgað um rúm 20 000 síðustu 3 ár, — og 223 672 í Sví- þjóö, — hefir fjölgaö um 4000 síöan 1911. Mörg ný dæmi mætti nefna um afstöðu stjórnar og þing* Norð- manna. Stórþingið neitaöi að veita nokkurt fé til 100 ára þjóðarsýn- ingarinnar, óskabarns Norðmanna, ef þar yrði nokkur vínsala. And- batiningar kölluöu það fjárhagslegt glappaskot, aðsóknin yrði minni, en hvernig fór? Sýningin var bú- in að borga allan kostnað 1. júní s'öastl., þótt engin væri vínsalan. — 2 eða 3 kaffisalar á sýning- unni urðu uppvísir aö ólöglegri vínsölu. Þeir voru sektaðir, en inn- anríkisráðherra krafði að þeir yrðu auk þess reknir frá stöðu sinni, það væri skömm fyrir sýninguna að hafa þá kyrra. Hástúkuþingi l. O. G. T. veitti stórþingið 21 000 kr. og lánaði því stærsta húsnæði sitt, stórþingshöll- ina. Hákon konungur skipaði 4. ágúst algert vínsölu- og vínveit- ingabann um ríki sitt meðan á ófrið- arhættunum stæði. Hann taldi óhaf- andi að nota korn og kartöflur til víngerðar á meðan útlitið væri svo alvarlegt. Ýms fleiri dæmi mætti nefna en f hér læt eg staðar numið. S. Á. Gíslason. KENSLA Eg undirrituð tek að mér að kenna börnum innan skólaskyldualdurs. Tjarnargata 22. Anna Bjarnardóttir. (Heima kl. 3—5 síðd.). Ingibjörg Benediktsd. Þingholtsstr. 33. tekur börn og unglingsstúlkur til kenslu heima hjá sér. Menn gefi sig fram sem fyrst. Kensla þýsku latínu og grísku. Bjarni Jónsson frá Yogi. Heimakensla fæst fyrir börn innan 10 ára. Smiðjustíg 7 niðri. Frakknesku kennir Adólf Guðmundsson Vesturgötu 17. Heima frá 4—6. M e ð góðum kjörum geta stúlk- ur fengið að læra strauningu. Þing- hoitsstræti 25 uppi. Guðrún Jóns- dóttir. Hannyrðir — einkum balderingu •— kennir Sólveig Björnssdóttir, Garðshorn, (Baldursgötu 7.) Kensla Stúlka — vanur kennari — tek- ur aö sér að ket.na börnum heima hjá þeim. Uppl. hjá fræðslumálastj. Jón Zoega gefur enn þá 15 °|0 af öllu Betreki. Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar | tennur, á Laugaveg 31, uppl. Tennur dregnar út af lækni dag- lega kl. 11 — 12 með eða án deyf- ingar. Viðtalstími 10—5. Sophy Bjarnarson. Laukur 16 aur. pr. V» kgr. (1 pd). Kartöflur 7aur.-— - — Hvítkál 8------------- - Gulrætur 10— -------- — Verzlunin ,SVAN U R’ Sími 104. Laugaveg 34. Sími 104. Prentsmiðja Sveins Oddssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.