Vísir - 08.10.1914, Blaðsíða 3
VÍSIR
þú leiddir mig inn í þinn ljúflinga-sal
er ung jeg sat hjá bláliljum einmana’ í dal.
Sem draumsóley blæmjúk var blíölundin þín
og augun skæru: elskunnar árljósin mín.
Hve trygð þín var torgæt og traust var þín sál
og elskan djúp og einlæg og eldheit sem bál!
Og kæríeikans kvöldljóð þú kvaðst yfir sæng,
er breiddirðu’ yfir blundandi börnin þinn væng.
Og sæl er jeg, sæl — þó að sorgin sé ströng,
því lifað hef jeg hjá þér í ljósi og söng.
Hún ber mig sem byrinn í blíðviðri fley,
þín minning, uns jeg sofna við söng þinn — og dey.
Jeg get ekki kvatt þig svo vel sem jeg vil,
en hjartað, hjartað talar í hljóði þín til.
Jeg bíð þín, jeg bíð þín og börnin mín smá. —
Hve ástin vekur ósjálfrátt eilífðar-þrá!
í blíðmálum barnssálar bærist hún hljóð
og sefar grát sem gígjunnar gullstrengjaljóð. —
Hún býr um þig, „bláfjalla brúður" þín fríð,
við barminn sinn í blómanna bólstaðarhlíð.
Líkfylgdin hélt því næst niður að Fríkirkju og gekk lúðra-
flokkurinn „Harpa* í broddi fylkingar.
Líkið báru þessir vinir þorsteins í kirkjuna: Ben. S. þórar-
insson kaupm., Brynjólfur Björnsson tannlæknir, Gunnar Sigurðs-
son ritstjóri, Matthías þórðarson fornmenjavörður, Ólafur Björnsson
ritstjóri og Sigurður Guðmundsson magister.
f kirkjunni var fyrst sungið kvæðið „Sú rödd var svo fögur*
o. s. frv. eftir Guðm. Guðmundsson, sem birt hefir verið í ísafold.
þá flutti Bjarni Jónsson (frá Vogi) skörulega ræðu í nafni þjóðar-
innar og endaði hann ræðuna með kvæði þessu:
(ísland kveður þorstein Erlingsson látinn):
Laufaþytinn og lækjarnið
lést þú í stuðla falla.
ljósálfadans og lóuklið,
litprýði blómavalla.
þýðleikans minnist brúðurin blárra fjalla.
Heyrði stundum með hrannagný
halrót í strengjum gjalla,
þórdvnur bragnum bornar í
bergmála um hamrastalla.
Styrkleikann elskar brúðurin blárra-fjalla.
Heyrði þar niðraf hvörmum tár
höfug og úrig falla,
auminginn vonlaus sefa-sár
sáran á hjálp að kalla.
Mildinni ann hún, brúðurin blárra-fjalla.
Níðingshættinum hatursljóð
hörpuna lést þú gjalla
sem þá bálvinda áhlaups óð
ýlfra um jökulskalla.
Gremjuna þakkar brúðurinn blárra fjalla.
Frelsis vonum þú ortir óð,
áhrínsbraginn þinn snialla,
einstakling frjálsum, frjálsri þjóð:
frjálsa vildir þú alla.
Frjáls skal hún verða, brtiðurin blárra fjalla.
Hugsjón festir þú ástir á,
engum þær vannst að spjalla,
hugsjónum kveikt bar hjartans þrá
hreinleika vetrarmjalla.
Hugsjónum elst hún, brúöurin blárra fjalla.
* * !>
Torfyllt er fyrir skildi skarð,
sköpum má engi halla,
sár til ólífis síðast varð
söngvarinn góði að falla.
Kveður nú svaninn brúðurin blárra fjalla.
Haraldur Níelsson hélt þessu næst hlýja og viðkvæma ræðu.
þá söng Einar E. Hjörleifsson „þú ert móðir vor kær“. Kistuna
báru út þau skáldin: Bjarni Jónsson (frá Vogi), Einar Hjörleifsson,
Guðm. Guðmundsson, Guðm Magnússon, Jón Ólafsson og þor-
steinn Gíslason ritstjóri.
Ógrynni manns fylgdi og fór jarðarförin mjög hátíðlega fram,
< n enn þá meiri hátíðabragur hefði þó verið yfir jarðarförinni, hetði
hún verið haldin undir berum himni, því þá hefðu enn þá fleiri
getað hlýtt á, en engian vissi fyrirfram, að veðrið mundi verða gott.
Overland
iBifreið
fer í dag kl. 11 f. m.
austur að þjórsárbrú. ^
Kl. 8l/2. Fundur í
Allir karlmenn velkomir.
4« m BÆJARFRETTIR 8J
Tvö blöð af Vísi komaútídag.
f Konan Sæunn Tómasdóttir
aadaðist á Landakotsspítala í gær-
níorgun.
Gkautafélaglð heldur aðalfund
sinn á laugardaginn eins og aug-
lýst er á öðrum stað í blaðinu í
dag Sagði oss einn úr stjórninni
að .ikvörðun ætti að taka um,
h /or biðja ætti bæjarstj. um Aust-
urvöll eða Tjörnina í vetur. Eft-
ir fundinn, kvað eiga að fá sér
snúning ef félagar óska.
Jön G. Snædal, sem á öðrum
stiö í blaðinu auglýsir kenslu í að
leika á harmoníum, er nýsestur að
h<:r í bænum. Er Jón mjög áhuga-
stmur og ötull kennari og réttast
fyrir menn að finna hann að máli
sem fyrst með því að eftirspurn
eítir þessari kenslu er nú mikil.
G a m I a B í ó sýmr nú mjög
skemtilegar rnyndir frá Málmeyjar-
svningunni, sem haldin var í sum-
ar. Það bætir það upp að nokkru
leyti, sem þeir mörgu hafa farið á
mis við, er ekki hafa átt kost á
þ ’í að fara út yfir poilinn að sjá
sj <1 *.t sýninguna með eigin augpm.
Tvær skemtilegar myndir eru sýnd-
aö auki.
JTn Hj. Sígurðsson, læknir er
koíninn á fætur aftur.
Tvær myndir af þorsteini Er-
lingssyni koma í blaðinu á morgun.
Verðlagsnefnd hefir ráðherra
skipað með bráðabyrgðalögum.
Nefndin á að gefa út fastverð-
lag bæði á útlendum og innlend-
um vörum.
í nefndinni eru Björn Sigurðs-
son bankastj., Ásgeir Sigurðsson
konsúll, Knud Zimsen borgarstj.,
Páll Stefánsson umboðssali, og sr.
Guðm. Helgason form. Búnaðar-
félagsins.
Ritstj. Visis átti tal við einn
nefndarm. í gær og vissi hann
ekki einu sinni um að hann hefði
1 verið skipaður. Fróðlegt verður
að vita hvernig nefnd þessi ætlar
; að haga störfum sínum.
Slys.
það slys vildi til í gærkvöld,
að vagnhestur, sem maður var
með hjá búð Siggeirs Torfasonar,
fældist við það, að drengur var
að sprengja „hvellhettur". Hestur-
inn tók á rás niður Smiðjustíg, en
maðurinn misti stjórn á honum,
þar varð fyrir hestinum telpa er
hann velti um, og meiddi nokk-
uð á fæti, en hesturinn datt, velti
um vagninum og fótbrotnaði, og
var hann skotinn samstundis.
Lögreglan ætti að hafa strang-
ar gætur á, að börn séu ekki með
hvellhettusprengingar á götum
bæjarins.
Kaupmönnum sem selja hvell-
hettur og önnur sprengiefni ætti
ekki að leyfast að selja þau
óvitum.
Hún: Jón minn, það eru tó!f.
ár í dag síðan við giftum okkur.
Hann: Gieymdu því, það er
ekki til neins að vera að finna upp
á nýju rifildisefni.
Orgelspii
kennir Jón O. Snœdal. Þingholts-
strætí 21 (uppi). Heima kl. 2-3 og
7-8. Þeir sem óska aö fá kenslu
eru beðnir að gefa sig fram fyrir
lok þessa mánaðar.