Vísir - 09.10.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 09.10.1914, Blaðsíða 2
VÍSIR 3fci5a^ús Glsla Þorbjarnasonar við Bergstaðastræti 36 fæst keypt nú þegar, laust til íbúðar 14. niaí n. k. Bréf frá Þýskalandi. Pjóðverj’ar eru afar gramir yfir því sem vonlegt er hvað ein- hliða fréttir berast út um heim- inn frá enskum og frönskum heimildum. — Merkur borgari hér í bæ hefir fengið bréf frá Líibeck sem hann er beðinn að birta kafla úr í íslensku blaði og hefir Vísir verið beðinn að flytja þetta, og gjörir hann það með ánægju: »Fréttastofa Reuters færirfljót- ar fregnir en hlutdrægar, með þvf að hún stendur í sambandi við ensku stjórnina, sem með sir Edvard Orey í broddi fylkingar eigi að eins hefir sett allan flota sinn í hreyfingu gegn Pýskalandi heldur og allan frettaburð út um víða veröld. Alstaðar þar sem Englendingar hafa símasambönd eða geta náð síma á sitt vald þar breiða þeir út fréttir sem ein- ungis eru í vil þeim sjálfum og bandamönnum þeirra. Óförum Englendinga, Frakka og Rússa er leynt meðan hægt er. Pýsk símasambönd eru slitin og hinn risavaxni floti Englend- inga og Frakka heldur vörð um öll höf og tekur öll skip sem flytja þýskar vörur eða þýskan póst. Með því vona þeir að sér takist að lama verslun Pýskalands og rjúfa öll fréttasambönd við það. En þetta mun verða til einskis! Sannleikurinn hefir ein- lægt að Iokum unnið bug á of- beldi og ósvífinni undirferli. — Enda eru menn jafnvel í Frakk- landi og Englandi hættir að trúa á þessa sífeldu »sigra« Frakkaog Belgja, sem svo mikið var gum- að af í byrjun ófriðarins. Brátt veit öll Evrópa hvað gerst hefir hingað til. 7. ágúst var Luttich tekin. 20. ágúst rak her krónprinsins frá Bæjaralandi 8 hersveitir Frakka (400,000 manns) á flótta og tók yfir 150 fallbyssur. 22. ágúst bíður annar franskur her ósigur fyrir her þýska krón- prinsins við Longvy. 23. ágúst sigrar her hertogans frá Wúrtemberg fjandmennina hjá Neufchateau og við Maubeuge er riddaralið Englendinga sigrað. 26. ágúst Teknar vígisborgirn- ar Namur og Longvy. 26.—28. ágúst. Enski herinn hjá St. Quentin sigraður. 28.—29. ágúst. Sigraður Narew- herinn rússaeski hjá Ortelsburg og Gilgenburg. 90 þús. Rússar teknir höndum og 50 þús. dauð- ir eða særðir. Að eins 1y, her- sveit af 5 komst af austur yfir landamærin, Öll stórskotagögn þessara hersveita annað hvort gerð ónýt eða tekin. I. sepiember. Franskur her á lín- unni milli Verdun og Rheims (hálf miljón) sigraður. 26. ágúst til 2. september. Sjö daga orusta milli Austurríkismanna og Rússa á sviðinu milli Lemberg og Lublin. Austurríkismenn sigra á við Lublin ogSamosc en Rúss- ar við Lemberg. 3. sept. Hinir fyrstu þýsku flugmenn fljúga yf ir París. Franska stjórnin yfirgefur borgina og f.yst til Bordó. Vígin Mirgon, Mt.zí- eres, Condé, La Feré og Laon tekin. 5. sept. Rheims-borg tekin við- námslaust. Ógrynni herfangs af fallbyssum, skotfærum og flug- vélum. 7. sept. Vígið Maubeuge gefst upp eftir ákafa mótstöðu. 40 þús. fangar og 400 fallbyssur falla í hendur Þjóðverja. 10. og //. sept. Sigur Pjóöv. yfir Njemen-her Rússa við aust- urlandamærin. Frá þessum atburðum hafa ensku og frönsku fréttastofurnar ekkert sagt í byrjun, en látið r.ér nægja að skýra frá fransk-ensk- um sigrum og hetjuverkum. Pað var fyrst er franska stjórnin flutt ist til Bordó að þær fóru að kannast við sannleikann. — En óannindi sín um hermdarverk í Belgíu hafa þær ekki enn tekið attur. Belgiskir borgarar skutu þýska hermenn og voru skotnir aftur, Belgir læddust út á víg- vellina og drápu varnarlausa særða menn og rændu þá. Þeir fengu makleg málagjöld. Belg- iskir borgarar gáfust upp og drógu upp hvíta fána á hús sín og úr þessum sömu húsum skutu þeir þýska hermenn, þýska lækna og hjúkrunarfólk. Auðvit- að voru þessi hús brend til ösku og morðingjarnir í þeim skotnir. Belgiskar konur og stúlkur stungu aagun úr varnarlausum særðum mönnum og skáru þá á háls. Gegn þessum skepnum var beitt ströngum herréttar-refsingum. Þetta er það sem Englendingar kalla grimd. En um það mun sannleikurinn síðar breiðast út um allan heim. ágætt til söluódýrt. Afgr. Vísis vísar á. Til sölu byggingarlóðir á bestu stöðum í bænum. G-ísli Þorbjarnarson. t hjá EYV. ÁRNASYNI, Laufásveg 2. Til sölu stærri og smærri íbúðarhús við 12 helstu götur bæjarins. Grísli Þoibjarnarson. Ofriðurinn og V Islendingar. Ekki alls fyrir löngu rrátti sjá hverja greinina á fætur annari í Vísi og fleiri blöðum um það, hversu sjálfsagt væri, að íslending- ar héldi sér hlutlausum í ófriðnum, og að blöðin mætti eigi draga taum einnar þjóðar, eða hailmæla annari. Þó að greinir þessar væri birlar í nafni réttlætis og sakleysis, þá leyndi sér þó ekki, að þær voru allar bornar fram Þjóðverjum til varnar, enda hefir stungið svo í stúf, að Vísir og fleiri blöð leggja nú það eitt til málanna, að vefengja staðfestar frásagnir um framgang bandamanna og hossa hviksögum, sem Þjóðverjar dreifa út um »sigra« sína. En það er hljótt um »hlutleys- ingjana* síðan. Þeir þurfa eigi lengur að brýna landann að gæta »velsæmisins«. Þar sést alvaran og óhlutdœgnin, sem verið hefir í skrafi þeirra! Stjórnleysi og stjórnarskrá. Þótt eg geti verið greindum blaða- mönnum samdóma um það, að ís- landi ætti að vera meinlaust þó að deilur stórveldanna væri látnar hlut- lausar í blöðum vorum, þá virðist mér þó engin ástæða til þess, að banna umræður um þær, Eg er með öliu ósnortinn af hlutleysis- skrafi þessara manna, bæði af því að tilgangur þeirra er bersýnilega engi annar en sá, að fá næði til þess að halla réttu máli, og eins vegna þess, að eg sé alls ekkert at- hugavert við það, þótt frjáls þjóð leyfi sér að láta í Ijós skoðan á slíkum deilum, sem nú eru uppi, deilum um það, hvort gap^ýki eða jöfnuður eigi að ráða í Norðurálf- unni. Það væri og hreini og beint stjórnarskrárbrot, ef banna ætti um- ræður um þetta, því að í stjórnar- skránni stendur, að ekki megi banna landsmönnum að setja fram skoð- anir sínar opinberlega, um hvaða efni sem vera skal. Þeir sem hæst hafa látið um hlut- leysið, hafa sjálfir brotið það, og gert tilraun til þess að brjóta stjórn- arskrána. Þeim til afsökunar má þó geta þess, að síðara atriðið inunu þeir meira hafa gert af fálmi og fávisku, en af ásettu ráði. Um hvað er barist? Það er vel hægt að komast að raun um, um hvað barist er og gera það Ijóst í færri oröum en heilli skáldsögu, svo sem Zúrich- leirskáidið hefir þurft til þess, að eigin dómi. Sú bók er ágætt dæmi um málarekstur Þjóðverja og mál- stað, hversu þeir þurfa að hafa öll spjót úti til þess, að afsaka sjálfa sig og breiða út óhróður um mót- stöðumenn sína. Þeir standa einir uppi í jieim vopnaburði, en þessar og því líkar endalausar afsakanir eru óneitanlega eitthvað grunsam- ar, því að »sá sem afsakar sig — ásakar sig«. Sú styrjöld, sem nú stendur yfir, er háð um það, hvort »jafnvægið« 3 JSÉ :0 “O E «0 '> KO (ð u O J2 (ð 0) bfl bfl O PS E v IA V ÓRUHÚSIÐ hefir óefað. slærsta og smekklcgasta úrval í bænum af alfataefnum, yfirfrakka- og buxnaefn- um, margar teg. af biáum og svörtum efnum, hvítum og nsisl. vestisefnum. 10-20 ^ afsláttur mót peningum út í hönd. Frágangur hinn vandaðastí, Panfanir afgreiddar á 1—2 dögum. Reynið og þið munuð sannfærast um, að hvergi er betra að fá sér föt en í VÖRUHÚSINU 3 C V) >■3 J= 3 L. !0 > (A ns u U ^O M a 3 « Hin alþektu Iðunnar-tau seijast með versmiðjuverði frá 3,80—8,00 l:r. pr. meter. í YÖETJHtíSIOT.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.