Vísir - 11.10.1914, Síða 3

Vísir - 11.10.1914, Síða 3
V 1 S I R Skrifstofa Eimskipafjel&gs ísiands, J í Landsbankanum, uppi Opin kl. 5—7. Talsími 409. Ef þér viljið fá helmingi hærrl laun, og ef þér viljið koma af helmingi e « o með helmingi og á helmiugi styttri tíma þá skuluð þér undir eins, -nú þegar í mt dag-isn leita yður upplýsinga um H. H. T( Sloan-Duployan. íslensku hraðritun. (Jtanáskrift «H, H. T.« Póstnólf A 23, eða munn- legra upplýsinga hjá Helga Tómas syni Hverfisg. 46. Talsími 177.Heima 5—7 síðd. Dáinn! Hann sem blés ljósi, yl og viðkvæmni í alt með ljóð- um sínum, en kvað burtu klaka og hrjóstur. Dáinn! Hann sem hjó hvass- ast hlífar af heimsku og hleypi- dómum. Hann sem veitti kúg- un og ofbeldi ósleitilegasta atlögu. Hann sem rækiilegast fletti ofan af hræsni og yfirdrepsskap. Dáinn! Hann málsvarinn ó trauði munaðarleysingjanna og olnbogabarnsins. Hann sem aldrei mat réttlætishugtakið á vog eigin hagsmuna. Hann sem aldrei gerði sannfæringu sína að versl- unarvöru. Hver þorir nú að kasta stein- inum? „Hann var trúlaus“, hrópar heimska og hleypidómar. Að eins einn skynsemisneista. Hvað er trú annað en lífs- skoðun? Hefír sá maður enga trú, enga lífsskoðun, sem sér galla á þeirri tilveru, sem vér þekkjum? Er sá maður trúlaus, lífsskoð- analaus, sem elskar allar fegurstu og björtustu hliðar tilverunnar, ver lífi sínu í þeirra þjónustu og er borinn af þeirri von, að til- veran fegrist og fuílkomnist? Nei, heimska og hleypidómar! Hafið þið ykkar trú, en látið þá óáreitta, sem þora að horfa hærra. Saurgið ekki yængi þeirra, sem beina fluginu ofar. Hann hjó djarft, það var satt, en hver láir hetjunni, sem ofur- efli verst, stór högg. þú sem elskar frelsi, réttlæti, vor og æsku, þú sem vonar fegri tilveru — bjartari sól, hærri him- inn, þér réttir hann „örfandi hönd“ yfir djúp dauðans. Bogi Ölafsson Þingholtsslræti 2!, kennir ENSKU, og ef til vilt fSeéra. Heima kl. 5—6 síðdegis. Ensku kenni eg sem að und- anförnu, útvega einnig tilsögn í d ö n s k u og reikning. Lágt kenslu- gjald. Sig. Árnason, Hverfisg. 83, (syðstu dyr). Til viðtals kl. 6—8 e. m. IÐUNAR-TAU fást á Laugaveg 1. JÓN HALLORÍMSSON. alþektu, margar tcgundir, með ; ýmsu verði ætið fyrirliggjandi hjá Jóni Sigmundssyni, gullsmið. Laugaveg 8. Í ^ || III || | — „r. Ú.E.YAL AF Uílum. Óðinsgötu 10. Sophie Hetlrrtann. Þýska. Stúlka, sem farið hefir yfir rnegn- iö af þýskunámsbók minni, getur komist að með 2 öðrum í 2 kvöld- líma á viku. Stúlka sem lesið hefir þýsku um 2 vetur getur komist að með 2 öðrum í 1 dagtíma á víku. T Jóo Ofeigsson. Túngötu 48. Sími. 357. IO-KAFÉ Efi BEST SÍMI 349. HartYÍq Nielsen. rcpv ZJ «.oK» nein meðfædd forréttindi. AUir sem þekkja kvæðl hans vita, hvernig honum tekst upp, þegar hann fer að tala máli þeirra eða taka frammi fyrir þá, sem valdhafarnir eða mann- félagið svínbeygja og stíga á hálsinn á, sem settir eru hjá í veröldinni. Og stóru orðin hans þar eru ekki neinir skáldórar eða glam- uryrði. þau eru rammasta alvara. Hann stóð við þau, svo lengi sem hann lifði, líka í verki. Hann gaf iðulega sinn síðasta eyri og bitann frá munni sér. Hann hafði ekki meira af fátækt að segja sjálfur en svo marg- ur annar, né af því, að vera afskiftur af lífs- ins gæðum svokölluðum. það var ekki af því, að hann fann svo til með þeim, er slíku áttu að sæta, heldur blátt áfram af hjartagæsku. Hann mátti ekki aumt sjá. Honum var kvöl að vita nokkrum smæl- ingja líða illa og geta ekki hjálpað. Hann gat ekki séð barn gráta án þess að reyna að hugga það. Hann gat ekki séð nokkurt kvikindi í nauðum án þess að reyna að bjarga því. Má vera að skáldaugað glöggva hafi gert honum hægara og tamara en öðrum að setja sig í annara spor, en hann bjó líka yfir svo óvenju mikilli blíðu og viðKvæmni. það þurfti varla annað en líta í augu hans til að sjá það. Hann var auk þess svo lík- ur barni í því, að vera einlægur, lofa til- finningunum að ráða og koma til dyranna eins og hann var klæddur. Hvar sem hann kendi hlýju og einlægni stóð hjartað þegar opið upp á gátt, en það var líka harla við- kvæmt fyrir því gagnstæða. Veit eg, að það er vandfarið með viðkvæmnina. það er svo satt og spaklegt, sem Sigurður kvað, að hún er „vandakind — veik og kvik sem skarið — veldur bæði sælu og synd — svo sem með er farið“. En hver vill synja henni um samhug? Fyrir mínum sjónum stendur hún alt af í líki konu, konunnar, sem vætti fætur frelsarans tárum og þerr- aði með hári sínu og fékk af vörum hans dóminn þenna: „Hinar mörgu syndir henn- ar eru fyrirgefnar, af því að hún elskaði mikið“. það hefir verið sagt um þorstein, að hann hafi líka hatað mikið. það má kom- ast svo að orði. Ef innfjálg óbeit og gremja gegn öllu því, sem manni þykir ilt og ljótt, á að nefnast hatur, þá átti hann mikið af því, eins og alkunnugt er. En það má al- veg eins kalla það kærleika — það er önn- ur hlið mannkærleikans. Hvernig á sá, sem elskar mennina og sárkennir í brjósti um þá vegna þeirra mörgu meina, hvernig á hann að geta annað en hatað það, sem meinunum veldur? þorsteinn gerði það líka svikalaust, af öllum þeim glóandi hita, sem hjarta hans átti til. því eru orðin ekki alt af vegin á gullvog, né heldur sjónin svo skýr sem skyldi. En enginn, sem veit hvað hann vildi, telur hann fyrir það varg í vé- um. Eg hygg, að hann hafi engan mann hatað. Á síðari árum fanst mér að minsta kosti skaplyndi hans svo farið, að honum væri það ómögulegt. Mér fanst hann þá vilja hverjum manni gott, og vera fundvís á afsakanir og málsbætur, jafnvel fyrir þá, sem voru honum first skapi. þar sem í kvæð- um hans bregður fýrir mannhatri eða mann- fyrirlitningu hafa mér alt af fundist það vera hjáróma tónar. Eg heyrði hann líka sjálfan segja, og barma sér sáran yfir, að sér hefði stundum svo hrapallega mistekist að segja það sem hann vildi, að almenningur hefði fengið þveröfuga hugmynd um, hvað sér byggi í brjósti. Hann sakaði ekki almenn- inginn um það, kastaði ekki sökinni á skiln- ingsleysi hans eða sljóskygni. Sjálfum sér kendi hann um. Hann hefði átt að hafa lag á að haga svo orðum, að almenningur skildi rétt. Fyrir hann var hann að yrkja, ekki fyrir fáa útvalda. þar sem þröngt var og kalt og fátæklegt inni, fátt til fagnaðar og fegurðarauka, þangað vildi hann komast inn með kvæðin sín, kveða þar vetur úr bæ, kveða burt dimmuna, kafið og kuld- ann; hækka undir loftið, víkka að veggjum og opna gluggana. því var honum sárt að sjá árangurinn sumstaðar öfugan. Skáld al- þýðunnar vildi hann vera, af högum hennar dró hann yrkisefnin, af vörum hennar tók hann orðavalið. Hún átti hug hans og hjarta frá vöggu til grafar. Hirðskáld befði hann aldrei getað orðið — nema þá til þess að yrkja Bersöglisvísur. Einn konung hyllir hann þó með nafni í kvæðum sínum. Við hirð hans eiga líka Bersöglisvísurnar heima. Sá konungur er sannleikurinn. Mig minnir, að hann segði sjálfur svo frá, að það sem leiddi hann að fótum meistarans frá Nazaret hafi einna fyrst verið þessi orð: „Til þess er eg fæddur og til þess kom eg í heiminn, að eg beri sannleikanum vitni“. Tignustu orðin, sem töluð hafa verið í veröldinni. Lýgina og hræsnina liataði hann mest af öllu; fanst hún undirrót nálega allra meina. því gat hann aldrei á sátts höfði setið, þar sem hann þóttist koma auga á hana, eða þó ekki væri meira en eiga hennar von. Hún var orðin í augum hans — mér liggur við að segja — syndin eina. Móti henni vildi hann vinna og hjálpa með því til að greiða mann- kyninu braut til bjartari framtíðar og sælli. En haldið þið, að vonin og trúin á þá framtíð hafi verið honum nóg? Haldið þið, að hún hafi getað sætt hann við allar þján- ingarnar, sem hann horfði á veslings jarð- arbúana stynja undir? Hann reyndi að sætta sig við hana, lét svo heita um hríð, að það tækist. En það veit trúa mín, að það voru

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.