Vísir - 13.10.1914, Síða 1

Vísir - 13.10.1914, Síða 1
V I S I R kemur út kl. 8]/2 árdegis hvern virkan dag.—Skrif- stofa og afgreiðsla Austur- str.14. Opin kl. 7 árd. til 8 síðd. Sími 400.—Riístjói, : GunnarSigurBsson(fráSela- læk). Til viöt venjul. kl.2-3 siðd. 1193 V I S I R l) Stærsta, besta og ódýrasta | blað á íslenska tungu. Um 500 tölublöð um árið. Verð innanlands: Einstök blöð 3 au. MánuðuröCau Ársfj.kr.1,75. Arg.kr.7.oo. Erl. kr. 9,oo eða 2V2 doll. Þriðjud. 13. okt. 1914; ‘Jvá \n^\)eW\nwm Vísir hefir fengið »The Times Weekly«, frá 2. þ. m. og eru það- en teknar fregnir þær, sern hér fara á eftir. Manntjón Þjóðverja fyrsta mánuðinn. Rotterdam 29. september. Eg hefi nú séð 36. skrána um manntjón Þjóðverja. Nær hún til byrjunar septembermánaðar. Alls voru þá fallnar af þeim eitt hundr- að og sautján þúsundir manna. Ótalið er þar alt, sem fallið hefir í septembermánuði bæði eystra og vestra. Meir en 200 þúsundir vígra Þjóðverja fjarstaddir. Spánverskt skip kom nýlega með tvö hundruð frakkneska hermenn frá Mexiko. Um sama leyti ætluðu 160 Þjóðverjar að komast þaðan til þess að taka þátt í ófriðnum, en ensk herskip hömluðu ferð þeirra. Sagt er, að alls muni nær tvö hundruð þúsundir vígra Þjóðverja dveljast í ýmsum löndum, er ekki ná að komast heim. Láta Englend- ingST- mikið yfir sér að geta stemt stigu fyrir mönnum þessum; það sé á við stórsigur á vígvelli að svifta Þýskaland þessum liðstyrk, en kosti Breta ekki annað en árvekni og at- hugun. *Á jólum í Berlín«. Rennenkampf yfirhershöfðingi Rússa í Póllandi hélt nýlega ræðu ti! þess að telja kjark í lið sitt og undirforinga. »Verið hugrakkir«, mælti hann, »á jólum verðum vér í Berlín*. »Á jólum, svo erum vér á Hól- um«, mælti Jón Arason forðum. Það brást. — Eins kynni að fara um spásögn Rússans. Þjóðverjar í Valenciennes. Hólf önnur miljón franka í herskatt. Boulogne 25. sept. Flóttamenn frá Valenciennes komu hingaö í gær og segja þeir, að mikill fjöldi þýskra hermanna hafi tekið borgina á vald sitt. Sumir segja að þeir séu 6 þúsundir, aðrir nær 12. Allir stigir eru stemdir og enginn má fara ferða sinna án orlofs. Herinn hefir lagt skatt á borgina, sem nemur hálfri annari miljón franka. Ef féð verður ekki greitt innan sjö daga er hótað meiri afarkostum. Árás á Antwerpen. Antwerpen 30. sept. Ekki verður með vissu sagt, hvort skothríð sú, sem nú er hafin, er fyrirboði þess, að Þjóðverjar ætli að láta til skarar skríða og Ieggja undir sig borgina, en víst er um það, að skothríðin er sýnu harðari í dag en í gær. Þá var skotunum að mestu beint á tvö vígi fyrir sunnan borgina, Waelhem og Wavre. í gær var skotið úr 28 senti- metra fallbyssum (að hlaupvídd)i Skothríðin hætti stundu fyrir mið- aftan. í dag hefir hríð verið gerð að fleirum vígjum. Virðast nú stærri fallbyssur hafðar, 42 sentimetra. Er giskað á, að skotið sé úr þeim á 12 rasta færi, eða jafnvel fullra 15 rasta sumstaðar. Skeytin eru ógurleg og hafa valdið miklu tjóni í bygðinni um- hverfis vígin, en ekkert vígið hefir laskast til muna. Flokkar fótgönguliðs hafa gert tvenn hörð áhlaup í dag milli virkj- anna og höföu þeir stórskotalið með vélbyssum að baki sér. En áhlaupunum var hrundið og biðu Þjóðverjar allmikið tjón. Þrátt fyrir árásir þessar er her Belgja öruggur og borgarlýður ekki mjög óttasleginn. »Ceres« kom í fyrra dag aust- an um Iand frá útlöndum. Meðal farþega: Guðrún Jónasson kaupk. frá Vesturheimi, Kirk verkfræðing- ur, Jakob Einarsson stud., Snorri Halldórsson stud., Hjörtur Fjeld- sted kaupm., Þórður Stefánsson snikkari frá Kaupmannnhöfn, Stein- dór Gunnarsson prentari, Einar Einarsson brúarsmiður, Sigurjón Jónsson kennari o. fl. Ur Vest- mannaeyjum kaupmennirnir: Gunn- ar Ólafsson og Anton Bjarnason. Kampavín heitir ágætt kvæði eftir Sigurð Slembi, sem Vísir fiytur á morgun. Atlantis verður sýnd í síðasta sinn í kvöld. Fáar myndir hafa verið sýndar eins oft og þessi mynd. Gestir í bænum. GesturáHæli, sr. Ófeigur í Fellsmúla og Gunn- laugur á Kiðabergi. Nýja bakaríið. ---- Frh. »Auðfundið að hér er þó unn- ið«, sagði doktorinn. »Ojá, okkur finst þeir ekki teknir út með sitjandi sældinni hveiti- brauðsdagarnir svarna*, sagöi Jón og leit til Odds, um leið og hann V í S I R kemur út kl. 8]/2 árdegis hvern virkan dag.—Skrif- stofa og afgreiðsla Austur- str.14. Opin kl. 7 árd. til 8 síðd. Sími 400.—Ritstjói. : GunnarSigurBsson(fráSela- læk). Til viðt venjul. kl.2-3 siðd. hristi mesta deigið af höndunum og þurkaði framan úr sér með svuntuhorninu. »Hlauptu eftir vatni í þessar skjólur, Þorkell; deigið er að verða of þykt«, sagði Oddur, ýtti frá sér deigtroginu og settist upp á mjöl- kistuna og biés mæðilega. »Skárri er það nú andsk. vatns- gangurinn*, svaraði Þorkell og yfti öxlum. »Þú nennir aldrei að hræra deigið nema að það sé lapþunu. Hann þreif síðan tvær fjórðungs- fötur og vatnsbera og þrammaði út. »Stingtu þessu inn í ofninn, stúf- urinn«, sagði Jón um leið og hann rétti Jóhanni brauðaflota allmikinn. Jóhann tók flotann, lét hann inn í ofmnn og kallaði til Trausta, sem sat þar á kolabyng skamt frá: »Ætl- arðu að láta eldinn drepast? Þetta eldhús er ekki ætlað til þess að skrifa »rómana« í«. Trausti hrökk viö, misti handritið og blýantinn ofan í bynginn, síð- an tvíhenti hann kolarekuna og jós kolum á eldinn af mikilli grimd og harðneskju. »Nóg af svo góðu«, sagði dokt- orinn, sló út hendinni og snar- aðist út. »Að eins ein deild eftir, köku- búðin*, og hann hljóp upp stigann. Útbo Þeir sem vilja taka að sér affermingu á nál. 900 smálestum af korn- vðrum og kaffi, svo og 700 fðfum af steinolfu úr gufuskipinu Hermod, sem væntanlegur er hingað 16.—18. þ. m.p sendi tilboð sín til stjórnarráðsins í síð- asta lagi fimtudaginn 15. þ. m. Vörunum (nema steinolfunni) verður komið fyrir í hinu nýbygða steinsteypuhúsi herra Thor Jensens. Stjórnarráðið.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.