Vísir - 15.10.1914, Qupperneq 2
v i s i r<
Til Guðm. Björnssonar
á 50 ára afmæíisdaginn.
Kveðjur frá skáidunum Guðm. Guðmundssyni og
Guðm. F-ílagnússyni.
Fimtíu ára! — Kveðju kæra
konan góða, vor allra móðir,
flytur syni, er fagrar vonir
færir henni, sem manninn kennir:
Langrýn hygni, hagsýn lægni
henni’ er þörfust í vandastörfum.
Vertu lengi á landsins þingi
líf og sálin í vandamálum!
Kliðinn snjalla, — háa, hvella
hljóma láttu á þingi óma,
rökin gjalla, skotin skella,
skúma’ og lóma keyrðu’ í dróma,
spóa alla* er úti vella
innantóma í fölskum ljóma
láttu falla, og foldu svella
fagna blóma réttra dóma!
0, Q.
þú hefir enga þreytu sýnt
þrátt fyrir hríðir kaldar.
þar hefir að eins þróttinn brýnt
þrælkun hálfrar aldar.
Málmur sá, sem í þér er,
ei hefir verið deigur.
Enn hann hverja öldu sker
eins og drekafleygur.
Orðstír þinn og heiður hár
hærra fjöllum gengur
fimtíu sinnum fimtíu ár
og fimtíu sinnum lengur.
G. M.
Jörundur Brynjólfsson
og
Stgr. Arason :
Reikningsbók
handa alþýðuskólum.
Rv. 1914.
Dagbók
úr þýskum herbúðum.
25. sept.
Enskt loftskip ferst.
Rotterdam 24. sept.
2 ensk loftskip flugu yfir Kanal-
inn og komust til Ostende. Ann-
að fórst skömmu síðar; hitt hvarf
í áttina til Frakklandsstranda og vita
menn ekkert um það síðan.
400 Austurríkismenn gegn
2000 Rússum.
Wien 24. sept.
Wilhelms fréttastofa birtir bréf frá
særöum riöilsstjóra. Bréfið segir
frá atviki, sem ljóslega sýnir, hví-
líkum eldmóði hinar austurrísku
hersveitir eru gæddar. 400 Aust-
urríkismenn réðust á 2000 Rússa
með byssustingjum. Með dæma-
fárri hreysti neyddu þeir Rússa til
að gefast upp og hertóku þá síð-
an. Einn af rússnesku foringjun-
um á að hafa sagt: »Ef eg hefði
að eins haft lítinn flokk slíkra her-
manna, þá hefðuð þið ekki sigrað
okkur*.
Frá Serbíu.
Sagt er, að blöðin í Serbíu séu
nú loksins hætt að flytja sigurfréttir,
sem þau áður hafa ausið yfir land
og þjóð. Þau sjá sér eigi lengur
fært að kasta ryki í augu fólks.
Vonleysi virðist breiðast út meðal
þjóðarinnar.
Kólera í Serbíu.
Eins og áður hefir verið getið
hefir kólera verið að stinga sér
niður í Serbíu. Nú hefir hún magn-
ast svo, að fjöldi manns flýr úr
borgunum. Sagt er, að stjórnin
hafi í hyggju að flytja frá Ueskúb.
Belgiskir hermenn í þýsku
nunnuklaustri.
Belgiskir hermenn réðust inn í
þýskt nunnuklaustur og tóku 40
manns til fanga, sem átti að fiytja
yfir landamærin. Orsök ofbeldis-
verksins kvað vera sú, að nunna ein
hafði skorað á mann nokkurn, að
biðja fyrir Þýskalandskeisara en ekki
Belgíukonungi.
Eitt af þýsku blöðunum skrifar
'anga grein með fyrirsögninui »Vei
þér England*. í þeirri grein stend-
ur meðal annars: »England hlýtur
aö tapa vegna þess, að það hefir
3 hættulega galla: 1) það svíkur
vini sína, 2) það spiliir sínum eigin
áhugamálum og 3) það sýnir heim-
inum sfnar veiku hliðar.
Sagt er, að stjórnin í Rúmeníu
hafi pantað 100 miljónir skothylkja
frá Ítalíu. Frakkland og Rússiand
hafa pantað 6 milj, hestajárn frá
Pitsburg í Ameríku.
Hræðsla vlð Ioftskip í London.
í annað sinn hefir verið gefin út
skipun í London, að ekki mætti
loga á Ijóskerum vegna hættu, sem
stafað geti af þýskum loftskipum.
Jón Jónasson.
Lei ðréttingar
nokkurra mállýta.
Rvík 1914.
Þetta litla kver er orðasafn með
á að giska 7—800 algengum mál-
villum og úílenskuslettum og rétta
þýðingu á þeim. Hafði Jón heit.
Jónasson skólastjóri í Hafnarfirði
tekið það saman áður en hann dó
en ýmsir íslenskufróðir menn hafa
farið yfir það, áður en það kom út.
— Hugmyndin að þessu orðasafni er
góð, og er líklegt að það verði
til þess að kenna mörgum réttara
mál en þeir nú tala, er þeir eiga
þess kost að grípa til þessa kvers.«-
Auðvitað mætti tína til margfalt
fleiri mállýti, eins og höfundur
bendir á, en segja má, að þetta sé
góð byrjun og þörf, og er æskilegt
að sem flestir noti tækifærið og fái
sér kverið.
Þessi reikningsbók er eingöngu
sniðin eftir hinu nýja tugamáli, og
er það mikilvæg og sjálfsögð endur-
bót í stað þess að vera að láta
börn stagla í máli og vog, sem
hvergi tíðkast í heiminum lengur,
Það er slæmt til þess að vita, hvað
menn eru alment tregir til þess að
hætta við gamla danska málið, eins
og hið nýja er þó margfalt einfald-
ara og léttara. Vissasti vegurinn til
að uppræta hið gamla er auðvitað
sá að Iáta það aldrei koma fyrir
augu barnanna. Um nothæfi bók-
arinnar verður reynslan að fella úr-
skurð, en fljótt álitið virðist bókin
viðfeldin og vel úr garði gerð.
Urval af rammalistnm
hjá
EYV. ÁRNASYNI, Laufásveg 2.
Bogi Brynjölfsson
yfirrjettarmálaflutningsmaður,
er f I u tt u r
í Aðalstræti 6 (uppi).
Venjulega heima kl. 12—1
og 4—6 síðd.
Talsíml 250.
GÆRUR
keyptar hæsta verði hjá
TSovJas$tv\
Det kgl. octr.
Brandassurance Comp.
Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur
alskonar o. fl.
Skrifstofutími 12-1 og4-5. Austurstr.l
pr. J. P. T. Bryde
N. B. Nielsen.
Olgeir Friðgeirsson
Afgreiðslan á skrifstofunni í
Miðstræti 10
veröur fyrst um sinn opin frá
kl. IU/2— 3.
Margaríne
ágætt
nýkomið 1 versl.
£u§m Ölsetv.,
"KaJJv
(brent og óbrent) er best að kaupa
í versl.
BEEIÐABLIE
Lækjargötu 10 B.
Járn-
tunna
afbragðs olíu-ílát með koparkrana
sem tekur 140 lítra er til sölu.
Afgr. v. á.
OSTAR
margar teg. sérstaklega
ódýrir nýkomnir í versl.
(steamkolin) hjá
^ölutvöv
öe^ se,íast mes^.
eru
Breiðablík.