Vísir - 22.10.1914, Page 1

Vísir - 22.10.1914, Page 1
1205 V I S I R Stærsta, besta og ódýrasta blað á íslenska tungu. Um 500 tölublöð um áriö. Verð innanlands: Einstök blöð 3 au. MánuðuröCau Ársfj.kr.1,75. Arg.kr.7.oo. Erl. kr. 9,oo eða 2l/2 doll. V I S I R kemur út kl. 8]4 árdegis hvern virkan dag.—Skrif- stofa og afgreiðsla Austur- str.14. Opin kl. 7 árd. til 8 síðd. Sími 400.—Ritstjóri.- GunnarSigurðsson(fráSela- læk). Til viðt venjul. kl. 2-3 síðd. Fimtud 22. okt. 1914. Háflóð árd. kl. 7,16‘ síðd. ki. 7,40. Afmæli á morgun: H. J. Hansen bakari. ® f fft ypur fa'st í dag hjá ic. Biarnason. G A M L Ö Sorgarleikur í 4 þáttum eftir mesta rlthöfur.d Rússa. Þessi kvikmynd er sniidailega vel gerð og leikin. Þetta er mynd sem vert er að sjá! Sýningin varir rúma kiukkusiund. Betri sæti tölusett 50 au. Alm.sæti 30 au. Pantið aðgöngumiða í síma 175, opinn allan daginn til kl. 7. Eftir kl. 7 er venjulega bilætasalan opin. Sýn'i í síðsta sinn í kvöid. m BÆJARfRETTIR Verðið á Hermóðsvörunum verður ákveðið í dag og auglýs- ingar um það verða festar upp á götunum. Stjórnarráðið átti mjög ónæðissamt í gær. Sveitamenn voru allan daginn að spyrja um vörurnar og verð á þeim. Fjöldi greina verða að bíða vegna rúmleysis. Eigendur þeirra eru beðnir að afsaka þetta. Pollux tafðist eittbvað á Dýra- firöi á norðurleið, hafði keðja farið í skrúfuna, en varð náð af henni aftur, Var von á skipinu til ísafjarð- ar kl. 10 í gærkveldi. Asgeir konsúll Sigurðsson hefir sent Vísi hina opinþeru skýrslu sendiherra Breta í Vínarborg um samningsslitin milli ríkjanna og byrjun ófriðarins. Gefin saman. Laugardaginn 17. þ. m. ym. Ásta Sigurðardóttir og Helgi Guðmundss. Bergst.str. 46. »Sterling« kom í gær. Ensk blöð hefir Vísir fengið til 12. þ m. Vestmannaeyjum í gær (símfr.). „Ceres" kom hingað í morgun kl. 9. Skipið hafði verið 16 kl.st. á leiðinni og fengið verstaveður. Illveðursrigning hér í dag. þjórsárbrú í gær (símfr.). Samsæti' ætla sóknarbörn sr. Ólafs Finnssonar í Kálfholti að halda honum og frú hans á laug- ; ardaginn kemur í tilefni af 25 l ára prestsskap hans þar. Ódæma rigning og rok hefir : verið hér í dag. Akureyri í gær (símfr.). I Hér hefir verið hellirigning í dag. Sauðfé er hér slátrað með meira móti. Kaupfélag Eyfirðinga búið að slátra 15—16 þús. fjár, um 5 þús. hjá Höepfners-versl- un og sumar aörar verslanir bún- ar að slátra 1 — 2 þús. fjár. Símskeyt London 20. okt. kl. 780, e. h. Opinber fregn segir að þrír liðsforingjar og 70 liðsmenn úr liði Maritz (í Suður-Afríku) hafi verið teknir höndum. Aðrir hafa gefist upp viljandi og gengið í sambandsher Suður-Afríku. Fregn frá París segir að framgangur bandahers, sá er opinberlega hefir verið skýrt frá, haldi áfram. Belgar halda á valdi sínu svæðinu við Yser-ána og Þjóðverjar hafa sterk tök á öllum Eeiðum til Lille. Central News. Sturlungaöldin nýja. Lagaverðirnir og lagavarslan. -----Niðurl. það er óumflýjanleg afleiðing af lagamergðinni, að þeir sem laganna eiga að gæta verða hirðu- lausari um þau. þeir fá eðlilega tilhneigingu til að láta menn sleppa vel við þau lög, sem þeir finna sjálfir að eru ósanngjörn eða meiningarlaus. þetta gengur stund- um svo langt, að lagaverðirnir sjáifir kenna mönnum ráð til þess að komast undan og fara i kring- um lögin. Lagaverðirnir geta svo MEBAN DREPSÖTTIN GrEISAR Fagur og tilkomumikill ástarleikur í 5 þáttum, leikinn af ágætum leikurum, t. d. CARLO WIETH og C. LAURITZEN og dansmeynni heimsfrægu og óviðjafnanlegu Rita Sacchetto. Leikurinn fer fram á Indlandi, sumpart í herbúðum Englendinga, sumpart innan um drepsóttarhreysi innlendra manna. Sýningin stendur yfir hálfan annan klukkutíma og kosta aðgöngumiðar 0,50, 0,40 0,30. smám saman vanist á að láta samskonar reglu gilda meira og minna um öll lög, án tillits til, hvort þau eru þörf eða óþörf „Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða“, segir eitt gamalt gullvægt orðtæki. Með lögum var ísland bygt, stuttum, ljósum og einföldum lögum, en vöntun framkvæmdarvalds varð þeim lögum að fjörlesti, þá kom . Sturlungaöldin eins og þruma úr ; heiðskíru lofti yfir landið frjálsa, \ og varð vitanlega til þess að svifta j þjóðina frelsi sínu út á við, frelsi, sem hún ávalt hefir átt á bak að i sjá síðan. Nú vantar íslendinga ! ekki lengur framkvæmdarvald, en j þá vantar það, sem Sr enn þýð- j ingarmeira, að virða sín lög, að hlýða sínum lögum. Orsak- irnar til þessa hefir verið sýnt | fram á og leidd rök að. það þarf að ráða bót á þessu j það þarf að skera niður fjölda af okkar marklausu lögum, ef vér j viljum ekki íslandi „með ólögum eyða“. Vér verðum að gæta vel að því, að þjóðin íslenska verður að vera varkárari í lagasetningum K. F. U. M. FUNDUR í A. D. Harald Jensen talar. Ejölmennið! sínum, heldur en flestar aðrar þjóðir, vegna þess hve strjálbýlt landið er, og þar af leiðandi ó- hægt um alla lagavörslu, enda er hún líka óskaplega bágborin um land alt.. f fæstum kaupstöð- um landsins eru lögregluþjónar, en fáir og flestir áhrifalausir í þeim kauptúnum, sem hafa ann- ars nokkrum á að skipa. Toll- þjóna á þetta land ekki til, þrátt fyrir margbrotin og sívaxandi toll- lög. þeir háu herrar, sem rhest framleiða af tolllögum gá ekki nógu vel að því, að það séu tök á að framfylgja þeim. Hafnir eru kring um alt landið og á fæst- um þeirra er nokkurt yfir- vald, enda munu flest, þó til séu, vanta bæði tök og fastan vilja á að beita lagasverðinu. það er því ekki von á góðu með toll- : lagagæsluna, enda munu engin lög vera brotin jafn samvisku-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.