Vísir - 06.11.1914, Page 2

Vísir - 06.11.1914, Page 2
Ritsjá. Dulrúnir eftir Hermann Jónasson. Rvík 1914. Það var sú tíðin, að það þótti hættulegt að komast í tæri við fræði þá, er Hermann Jónasson helgar ritmensku sína um þessar mundir. Menn álitu, að öll slík fræði væru af rótum djöfulsins runnin. Varlega skal ætíð farið í það að neita nú blátt áfram því, sem ein- hvern tíma hefir verið rfkjandi skoðun vegna þess, að skyn al- þýðunnar er oft glögt á því, sem hún getur ekki gjört skýrt í orðum eða rökstutt með vísindalegu eða fræðilegu móti. — Enda er það óneitanlegt, að dulræn efni geta haft skaðleg áhrif og hafa það ætíð meira og minna á óreyndar sálir, sem ekki hafa því betri leiðtoga. F>au eru sem sé huganum ofvaxin og tæla menn því oft og tfðum út fyrir svið heilbrigðrar dómgreind- ar og draga athyglina frá þeim hluta veruleikans, sem hún á sam- kvæmt tilgangi lífsins að læra að þekkja og ná tökum á, það er að segja þeim hiutanum, sem er áþreif- anlegur og skynjanlegur, með vorum líkamlegu skynjunarfærö;m. — Að sökkva sér niður í dulræni of fljótt er því sania sem að hlaupa einmitt yfir þann lið í þroskaganginum, sem er bráðnauðsynlegur til þess að maður nái krafti, viðspyrnu og ski.'niugi á þeim sviðum, sem nú eru oss dulin. Nú virðist þó vera að koma sá tími, þar sem við þurfum ekki að leggja á flótta fyrir þeirri staðreynd, að til sé tilvera, sem venjulega sé dulin daglega skyninn — að vér þurfum ekki að grípa til þess óyndisúrræðis að afneita henni hreint og beint, bara til þess að vera vissir um að falla ekki máttlausir niður í hjátrúarfenið, þar sem rök- vísri hugsun er bani búinn. Því að eins eru iíkindi til, að vér megum nú herða upp hugann og horfast í augu við þennan leynd- ardóm, að vér megum vita, að hann h 1 ý t u r að fylgja eins staðföstu náttúrulögmáli, og hið áþreifanlega í kring um oss, og að það er fjarri því, að nokkuð gæii verið hræði- legt við hann, ef oss aðeins auðn- ast að ná nokkrum skilningi á hon- um. Það er í rauninni ekki annað en vanþekkingin, sem er hræðileg og hættuleg efá að fara út í slíka sálma. — Hér gildir því ekkert annað en sú gullvæga hernaðar- aðferð, að sækja á hraustlega, þar sem nokkur líkindi eru til að vinna eittbvað, en halda með lægni undan ofureflinu og láta það hlutlaust, án þess þó að loka augunum fyrir því> að það sé til. Það hefði nú ekki mörgum hald- ist uppi, það sem Hermann þó hefir komist klaklaust út af, að ræða svo einlæglega þau málefni dulrænninnar, sem hann hefur tekið til meðferðar. Hann segir sðgur af sjálfum sér og öðrum, sem eru reyndar ekki í sjálfu sér mikið merkilegri en margar þar, sem áður hafa heyrst, að öðru leyti en því, að það er svo trúverðuglega og samviskusamlega íagt frá þeim, að enginn finnur sig neinu bætiiíi, þótt hann reyni að telja sjálfu.n sér trú um, að þær séu ósannar. Það verða einlægt eftir sterk per- sónuleg áhrif af allri meðferðinni á efninu, sem maður trúir engan veg- inn til þess að hafa lýst sér í tómri Iýgi. Að vísu vill það stinga les- andann við og við, jhvað höfundur hefir öðrum fremur lent í reyfara- legum svaðilförum og lifshætturn hvað eftir annað. Það er nokkuð skáldlegt í sjálfu sér, en þó ekl i ástæða til að efast frekar um þa?», vegna þess, að alkur.nugt er,að sumir eru í raun og veru miklu meiri æfintýramenn en aðrir, og Hermann virðist ekki hafa sneitt hjá misfell- um lífsins um dagana í einu né öðru. Viðvíkjandi hinum sjálfstæðu at- hugasemdum höfundar, þá eru þær að sömu leyti mjög merkilegar, og að því leyti merkilegri, sem ástæða er til að ætla, að höf. sé ekki þau!- lesinn í þesskonar fræðum erlend um. Auðvitað eru margar skýr- ingarnar of mjög á huldu, til þess að fræðilegar mega teljast, því aö hugtökin eru of óskýr til þess ab hægt sé að sannprófa gildi þeirra. En innan um eru hrein gullkorr. sálfræðilegra athugana, sem sýna sjaldgæfa athugunargáfu. Hvað sem annars er að segja um »hugskeytin« og »orkuslreymið<> milli manna, þá sýnir öll meðferö höfundar á því efni mikla og næma athugun, sem auðséð er, að er sjálf- stæð og honum eiginleg. Annan; eru þessi fjarhrif manna á mill að öðlast almenna viðurkenningu, að þau séu til, þótt ekki hafi tek- ist að ná neinu skýringarvaldi á þeim. Svo er og með ýms fyrir- brigði, sem menn hingað til hafa reynt að bjarga sér frá með því að kalla þau hindurvitni, t. d. ratvísi og fundvísi, þar sem venjulegra skynfæra nýtur ekki við, skygni. fjarheyrnir, fjarsýni o. fl. — Er því ánægjulegra að sjá meðferð höf. á sálfræðilegum atriðum þessu við- víkjandi, sem það má heiía fremur sjaldgæft í bókmentum v irum, aö menn taki slíkt þannig til meðferðar. Virðist svo sem lærðir menn vor á meðal hati verið því mjög frá- sneicdir til skamms tíma að veita vitundarlífinu eftirtekt, en hitt er víst, að í flokki alþýðumanna eru til ekki svo fáir skynugir men ., sem hafa brotið heilann mikið um slík efni af heilbrigðri dómgreind, og er Hermai.n gott dæmi þei ra. — Bók hans er ekki samin sem vísindalegt rit, en vegna allrar með- ferðar og gáfulegrar framsetningar munu bækur hans án efa verða notaðar sem heimildarrit, ef fræði- legar rannsóknir vitundarlífsir.s og svoka'laðra dulvísinda eiga fyrir sér nokkra þróun á landi voru. Einhvern lærðan mann heyrði eg; hafa orð á því að þessi nýbyrjaði áhugi manna fyrir dulvísindum mundi koma af stað nýrri hjátrúar- öldu yfir landiö.— Vonandi verðuf það ekki snnnmæli. Væntanlega eru áhrif vaxandi upplýsingar oröin svo sterk, að menn varast að s ö k k v a sér niður í dulræn efni, eða sleppa sér máttlausum inn á það svið, þar sem heilbrigðs skyns eða dómgreindar getur ekki notið við. Ef viðurkent er, að dulin nátt- úruöfl séu alstaðar í kring um oss, þá verðum vér ekki síður fyrir það að gæta fyllilega sjálfstæðis vors og persónuleika gagnvart þeim, því að úr þeirri átt er andlegu sjálfstæði ekki mmni hættu búin en heilbrigði líkamans stafar af líkamlegum hætt- um, svo sem sóttnæmi, pestarlofti, kuida o s. frv., sem vér neytum allrar varkárni til að verja oss fyrir. H. J. Ur frönskum bréfum og blöðum. Frakkar, sem hafa orð á sér fyrir að vera íilfinningamenn, örir og á- kafir, eru — eftir blöðum þeirra að dæma — þeir, sem af öllum menningarþjóðum Evrópu eru stilt- astir og gætna«tir í skrifum sínum um stríðið. Einnig í prívatbréfum frá Frakklandi er mér skrifað, að hvergi sjáist eða heyrist neinn ofsi eða æsingar. Einn af sjóliðsfor- ingjum þeim, sein hér hafa verið, skrifar mér t. d. seint í ágúst: »Eg get ekki sagt yður annað um stríðið en það, sem þér fáið að vita úr blöðunum, en eitt verð eg þó að taka fram, og það er, að Frakkar eru ekki lengur upp- þotaþjóðinj sem svo margar sögur fara af (le peuple tapageux des légendes), Nú hafa þeir sannað það, því hér ríkir hin mesta ró og spekt, þó að jafnvel hinir mestu friðarvinir séu einbeittir í að hrinda af höndum sér óvinahernum . , . Um það leyti, sem Þjóðverjar vom komnir til Campaigne skrifar cinn cmbættismaður í París mér: »Þjóðverjar nálgast óðum París, en ef þér væruð hér, mundi yður ekki detta f hug, að neitt óvanalegt væri á ferðum, því borgarbúar eru ró- legir og ókvíðnir, enda treystum vér allir hinum ágæta hershöfðingja Galliéni, sem hér hefir tekiö við völdum< . . . Sama rósemi og stilling kemur fram í ávörpum, er borgarstjórar hafa látið festa upp í borgum þeim á Norður-Frakklandi, er Þjóðverjar hafa náð á sitt vaid. í Lillc t. d. biður borgarstjóri, þegar hann veit að borgin verður ekki varin, menn að vera rólega, þögula og þolinmóða, þá muni alt fara vel. í Soissons lét borgarstjóri safna öllum vopnum í borginni og flytja í ráðhúsið áður en Þjóðverj- ar héldu innreið síua í borgina, til þess aö þeir ekki gætu afsakað hryðjuverk sín með því, að borgar- búar hefðu borið á þá vopn, og með stakri lipurð við sigurvegar- ana bjargaði hann hinni gömlu höll þar og þeim listaverkum, sem hann ekki áður var búinn að senda til Parísar. Því þó að Frakkar séu ekki hræddir við að láta lífið, þá eru þeir hræddir við skemdir og eyðingu listaverka og bóka, og engin furða, þó að þeir líti á Þjóð- verja sem Vandala eftir framferöi þeirra í Louvain og Reims. Sú gremja, sem þessi óþörfu hryðjuverk hafa vakið á Frakklandi hefir aukist -mjög síðan vísinda- menn, skáld og listamenn Þjóð- verja Iýstu því yfir, að þeir í alla staði aðhyltust gerðir hermannanna. { þessu • merkilega skjali, sem er undirritað af skáldum eins og Sudermann og hauptmann, vísinda- mönnum eins og Röntgen, lista- mönnum eins og Siegfried Wagner og öllum fjölda af háskólakennur- um, þar á meðal fslandsvininum Heusler — alls eru undirskriftirnar 94 — þar segir meðalannars: »Ef að hernaðarnugsjónin (militarisme) ekki hefði verið, þá væri mentun okkar löngu fótum troðin. Það er til að verja hana, að hernaðarhug- sjónin er orðin ríkjandi hjá okkur. . . Þjóðin og herinn er eitt«. Þetta »Ávarp til mentaþjóðanna« fer mörgum orðum um, hvað mik- ið hafi verið logið upp á Þjóð- verja og er í rauninni ekki annað en þessi gamla tugga til að afsaka gerðir þeirra. Ávarpið hefir verið sent til allra hlutlausra landa, og bæði í Hol- landi og Svisslandi hafa merkir menn svarað því, og sýna svör þeirra, að það er víðar en á Frakk- landi að illa mælist fyrir, að vís- indamenn séu að verja eða gerast samábyrgðarmenn þeirra brota, er stjórn og her Þjóðverja hafa gert sig seka í. Það er enginn efi á því, að franska blaðið *Le Temps« hefir á réttu að standa, þegar þaö segir að öll þessi skrif um stríðið, sem Pjóð- verjar hafa látið rigna yfir löndin bæði austan hafs og vestan, hafi fremur gert þeim ógagn en hitt. »Sannfæring vor um, að vér og sambandsmenn vorir muni sigra að lokum er eins sterk, og ásetningur vor að fórna öllu til þess að ná fullkomnum sigri er eins einbeitt- ur, þó að vér tölum minna um það en Þjóðverjar*. Thora Friðriksson. Massage-læknir &uðm. Pétursson Garðas/rætl 4. Heima kl. 6—7e. h. Sími 394. eftir Hermann Jónasson, tast hjá flestum bóksölum hér á landi og í Söluturninum í Rvík. Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 12-1 og4-5. Austurstr.l N. B. Nielsen. Skrlfstofa Eimsklpafjelags islands, j i Landsbankanum, uppi Opin kl. 5—7. Talsími 409.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.