Vísir - 16.11.1914, Síða 3

Vísir - 16.11.1914, Síða 3
Gott eiga Grænlendingarí VIS I R Ekki verður annað sagt én að vér íslendingar séum mörgum öðrum betur settir, þar sem ó- friðurinn hefir ekki snert oss beinlínis, enn sem komið er. Pó förum vér alt annað |en varhluta af afleiðingum hans. Öðru máli er að gegna með Qrænlendinga, þeir hafa ekki nokkra hugmynd um það, að nokkursstaðar sé stríð f heiminum. Síðustu skip, sem þangað gengu, fóru frá K.- höfn áður en stríðið hófst, og þótti þeim Grændlandsförunum ekki tíðindalaust, er þeir komu aftur. Má segja um einangrun Dana á Qrænlendingum, að fátt er svo með öllu ilt, að ekki boði nokkuð gott. selur vevsl. A3ÖJI á kr. 2,oo pr. 5. kgr. ÍTotáð tækifærið Sími 353. NYJA VERSLUNIN — Hvdrfisgötu 34, áður 4 0 — Flestalt (utast og inst) til kven- fatnaðar og barna og margt fleira. OÓÐAR VÖRUR. ÓDÝRAR VÖRUR. KjóSasaumastofa. Bjarni Þ Johnson kennir eusfiu- Lækjargötu 6A. ÓR UTSALA! nm mr STÓR ÚTSALA! Þar sem eg hef núfengið miklar birgðir af allskonar vefnaðarvörum, — keyptar áður en stríðið mikla byrjaði — þá sel eg nú um tíma eftirtaldar vörur með feikna mikluni afslætti. Svo sem: Tilbúinn fatnað, Vetrarfrakka, Jakka, Peysur, Regn- káour (Waierproof) karla og kvenna, Vetrarkápur (fyrir konur og börn), Vetr- rarkáputau. Húfur, Háislín, Síifsi, Slaufur, Skófatnað allskonar — Ennfremur hina alkunnu og alþektu vefnaðarvöru: svo sem gardínutau svuntutau. kjólatau, léreft og m- m íl 10-40 prc. afsláttur. Sturla Jónsson. Reynið brenda og malaða affið úr versl. BREIÐ ABLIK, V efnaðarvöruYersluuin Laugaveg 24 Úrvals áinavara, tilbúinn fatnað ir og prjónles. LÁOT VERD. GÓDAR VÖRUR. ■y; a\Vó5<\x\T\at ágætu, konmar aftur til 3 HiVmsew Bogi Brynjölfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa í Aðalstiæti 6 (uppi). Venjulega heima kl. 12—l og 4—6 síðd. Talsfml 250. Steinoiíu kaupa menn helst í versl. VON Laugaveg ,55. Send heim kaupendum. Sími 353. Eldsvoðaábyrgð hvergi ódýrari en hjá »NYE DANSKE BRANDFORSIKRINGSSELSKAB.* Aðalumboðsmaður er: SIGHV. BJARNASON, bankastjóri. Höllin Karpatafj öl I u n u m Eftir Ju'es Verne. Frh Hann hafði samferðamann, félaga, ef menn vilja nefna hann svo, sem, þó hann vaeri ekki eins mikill aöng- listarvinur, virtist engu miður kyn- legur en hún. Sá maður nefndi sig Orfanik. Enginn vissi hversu gamall hann var, hvaðan hann kom eða hvar vagga hans hafði staðið. Þegar menn heyrðu hann tala — og hann talaði mikið — virtist mönnum svo, sem hann myndi vera snillingur, sem enginn skildi; Ijós hans brynni undir mælikeri, og liti hann þess- vegua frekar myrkum augum á tnennina og tilveruna yfirleitt. Menn álitu, og var það rétt, að hann mundi vera uppfindingamannstetur, sem ríki listavinurinn héldi lífinu í. Orfanik var meðalhár, magur og fremur veiklulegur; andlit hans var fölt og minti ósjálfrátt á kalkmál- verkin frægu af dauðadansinum í Lybeck, og sem sérkennilegt merki hafði hann tilbúið ausa í stað síns eigin, sem hann að líkindum hafði mist við einhverja efnafræðistilraun- ina. Auk þess hafði hann gleraugu á nefinu, eða öllu heldur glerauga og skein f pegnum það í grænleitt augað, Maðininn varð. eins og menn geta skilið, naumast talinn laglegur, og menn hræddust hann, þegar þeir mættu honum einum á gangi, því þá baðaði hann út ðllum öngum og talaði stöð- ugt upphátt, eins og við einhverja ósýnilega veru, sem að vísu gæti heyrt til hans, en ekki svarað hon- um. Báðir mennirnir, bæði kynlegi söngvinurinn og Orfanik, sem var engu síður kynlegur, voru vel þekt- ir f öllum þeim borgum, þar sem Stella hafði sungið. Það virtist svo, s<*m þeir héldu að þeir hefðu eins- konar sérréttindi, til að vekja al- menna forvitni; en þó að þessi að- dáari Stellu hefði gott lag á, aö losa sig við alla blaðamenn, þá komst hann ekki hjá því, að nafn hans og þjoðerni kæmist upp og ekki Ieið á löngu, áður en allir Neapelsbúar vissu, að hann var Rú- meníumaður og hét Rudolf von Gortz, og að hann var síðasti erf- ingi að herragarði miklum, sem i hans sveit var nefnt Karpathahöllin. Þannig var málinu farið, þegar Fran? von Telek kom til Neapel. í tvo mánuði hafði San Carlo Ieik- húsið verið fult á hverju kvöldi, og aðdáun sú, sem Stella vakti, jóks: með hverjum degi. Aldrei haföi hún sungið eins dýrlega, aldrei haff i hún leikið eins undursamlega vel eins og nú. Menn voru tryltir og £• hverju kvöldi var svo að heyra, sem 'óííitakinu ætlaði aldrei að linna. Hvaó efiir annað varð að draga upp tjaldið og Stella kom í Ijós, en leikhöllin lék á reiðiskjálfi af fagnaðarlátunum. Frnnz von Telek hafði fengið sér sæli á miðgólfi og þaðan sá hann baron v. Gortz, sem sat aftarlega í lokuöu stúkunni og virtist eins og sjúga í sig dásamlegu röddina söng- konunnar ungu. En nú barst óvænt fregn um alla Neapel, fregn, sem enginn trúði framan af, en sem þó brátt, söng- vinum öllum til skelfingar, ávann sér meira og meira fylgi. Sagt var, að Stella — listakon- an mikla — ætlaði sér að hverfa frá leiksviðinu fyrir fult og alt, í lok missirisins. Var það mögulegt, að hún, sem allir dáöust að, allir hrósuðu, hún sem stóð í blóma lífs síns og sem aldrei hafði haft dýrlegri rödd en einmitt nú, ætlaði að Hætta við listastarf sitt! Enginn skildi neitt í þessu. En fregnin var sönn. Stélla ætlaði að hætta starfi sínu, og það sem mest þótti um verl var það, að ein or- sökin til þessarar ákvörðunar — ef ekki aðalorsökin —, var veslings baron Rudolf von Gortz. Þessi einmanalegi áheyrandi í lokuðu stúkunni, sem Stella ekki gat séð, en sem hún ósjálfrátt fann að var nálægur, var nú oröinn þess valdandi að hún var í stöð- ugri æsing, sem hún ekkert réð við, Hún þurfti ekki annað en að koma inn á leiksviðið, til þess að verða gagntekin af ógurlegustusálarkvölum, sem hún þóttist viss um, að mundi gersamlega eyðileggja heilsu hennar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.