Vísir - 16.11.1914, Page 4
.... it i . o+mrnm
' -j ■
^iestut-^Wndw
\ 6Sx\Stvuw.
Þegar er þaö frjettist, aö Canada-
- enn væru teknir að búa her til
tnaipar Bretum f Norðurálfustyrj-
Öldinni miklu, þótti mega ganga að
því vísu, að á meðal liösveita þeirra
myndu veröa einhverjir landa vorra
vestan hafs. Þeir telja sér það sóma,
að þeir séu engu verri breskir
þegnar en aðrir vestur þar, og und-
arlegt mætti það heita, þar sem synir
þessa fámenna þjóðflokks hafa staðiö
vel í sporöi annara þjóöa mönnum
þar í landi í flestu eða öllu öðru,
ef þeir yrðu miklir eftirbátar allra
annara, er til ófriðar kemur. Þá væri
heim undarlega í ætt skotið, þótt
langt sé nú síöan (slendingar hafa
fengist viö herskap, svo að telj-
andi sé.
Það fór og svo sem vænta mætti,
að brátt tókust umræöur um það
og ráðagerðir með Vestur-íslend-
inguiD, hvort og þá á hvern hátt
þeir skyldu taka þátt f ófiiðnum.
Áður hefir verið frá þvf skýrt í fsl,
blöðum, að fyrverandi ritstjóri Lög-
bergs, herra Sig. Júl. Jóhannesson,
varð að láta af ritstjórn fyrir það,
að hann þótti hafa íekið of dræmt
f það mál, og bendir það til þess,
að töluverður hiti hafi verið í mönn-
um og ófriðaráhugi. Síðan var hald-
inn íWinnipeg »þjóðræknisfundur«,
er svo var nefndur, fimtudagskveldið
9. septbr. og málið rætt þar. Var
þar samþykt áskorun um fjárfram-
lög, bæöi til ófriðarins og svo til
styrktar Ifknarstarfsemi »Rauða kross-
ins«, en síöast, en ekki síst, var þar
samþykt þessi uppástunga, er H. M.
Hannesson lögmaöur bar fram :
»Þessi fundur ályktar, að vér ís-
lendingar í Winnipeg eigum nú
þegar að stofna sjálfboðaliðsflokk,
og að sá flokkur sameini sig ein-
hverri af þeim herdeildum, sem
myndast hafa hér í borg.«
Var svo kjörin 15 manna nefnd
til þessa að hafa þessi mál með
höndum og koma þeim í fram-
kvæmd.
En jafnframt þessu heyrast og þar
vestra aðrar gætnari raddir, sem vara
íslenska unglinga viö því, að láta
ginna sig athugalaust út í strfð, ef
þeim sé það eigi hjartans mál og
þeir f alvöru búnir til þess að taka
afleiðingunutn. Ein af þeim rödd-
um er kviðlingur þessi eftir St. G.
Stephansson:
Ögranir.
Þegar sérhver gauti og gjóstur
grunnhyggnina æsti í róstur,
fús til sig og sína að spara,
sjálfur ætlar hvergi að fara!
Eggjaði hæst í múga-mannsins
mannablót til föðurlandsins
viss, að bera í sínum sjóði
sæmd og auðlegð frá hans blóði,
tómum köilum kokhreystinnar
kaupa nafnbót þjóðhyllinnar;
stærstan huga þurfti þá,
að þora að sitja hjá.
Þessir eru Vestur-íslendingar þeir,
er nýkomin vestan-blöð segja komna
í strfBftð;
V {.S 1 R
,bm
'ism■jjí
1. JÓíl (AöalS' . L-XOai, oalg
eant við heideild frá Edmontcn,
Alberta,sonurMrs. SigríðarSwai-
son í Winnipeg og fyrri manns
hennar, Aðalsteins Jónseonav;
fæddur í Eyjafirði; rúmt þrítugu”,
2. Jóhunn V. Austmaun, skotkap; -
inn íslenski, með 90. herdeild-
inni í Winnipeg, sargeant, sonur
Snjólfs J. Austmanns trésmiðs at
Austurlandi; fæddur í Winnipeg,
rúmt tvítugur.
3. Kolskeggur T.Thorsteinsson,með
sömu herdeild, sonur Tómasar
Þorsteinssonar íWtnnipeg, fædi’-
ur í Skagafuði, tæpl hálfþií-
tugur.
4. Bjögvin G. Johnson, með 106.
herdeildinni, corporal, sonur
Guðm. Jónssonar kaupmanns
úr Þingryjarsýslu, fæddur í Win-
nipeg, rúmt tvítugur.
5. Jóel B. Pétursson, með 90. her-
deildinni í Wir.nipeg, fæddur á
Bakka í Austur-Fljótum í Skaga-
firði 1895.
6. Pétur E. Jónasson, með sömu
herdeild, sonur ívars Jónassonar
í Winnipeg, fæddur þar 189T
7 Magdal Hermanrisson með sömu
herdeild, sonur G. Hermanns-
sonar í Winnipeg; fæddur á
Seyðisfirði 1895.
8. G. Hávarðsson með 100. gre
nadier-herdeild, sonur Guðm.
Hávarðssonar; fæddur á Austur-
landi.
9. G. Goodmann frá Kenora, Ont.;
með sömu herdeild.
10. Guðm. P. Goodman, fór meö
»34. Fort Garry Horse«; fæddur
í Winnípeg 1895.
11. Þorsteinn G. Ólafsson, með
sömu herdeild, sonur Guðlaugs
smiðs Ólafssonar úr Húnavatns
sýslu; fæddur í Winnipeg 1895.
12. Biarni B. Víborg frá Kenora,
Ont., fór með »98. Light Infant-
ry«, sonur Guðm. gullsmiðs
Viborg, fæddur í Rvík.
13. Þórhallur Blöndahl, Benedikts-
son úr Vatnsdal í Húnavatns-
sýslu og fæddur þar; hann er
nær þrítugur og hefir verið þrjú
ár í Bandaríkjahernum á Filipps
eyjum. Fór með »The Army
Hospital Corps«.
14. Christian G. Sigurðsson, sonur
Teits Sigurðssonar í West-Sel-
kirk; fór með 16. deild Yorkton
fótgönguliðsiss; fæddur í Win-
nipeg, 23 á a.
15. Magnús Andrés Sigurðsson Breiö
fjörð; hefir lautenants-nafnbói
við sömu herdeild, er frá
Churchbridge í Þingvallabygö.
16. Benedikt Þorláksson frá Verno i
B. C., með »B. C. Horse, A.
Squadron 30rhRegiment«,sonur
Þorláks Þorlákssonar frá Fjalli i
Kolbeinsdal í Skagafirði, fæddui
i Ameríku, 21 árs.
(STENOGRAFI) —
Sloan-Duployan -
kennir Helgi Tómasson, Hverfis-
götu46. Talsími 177, heima 6 7e.m.
Bæöi kend „Koniora- & „De
i bat* Stenograji.
sjM
Jast \
Liverpool,
um svcvUv.
---- Frh.
Já, Laugardælir. Óvíða mun
hvíldarþurfa ferðamanni kærari
komustaður.
Frá því er eg kom í skóla, hef
eg oftast nær gist þar á ári hverju,
og á engu frónsku heimili notið
meiri alúðargestrisni,enda mun öll-
um, sem þar hafa gist, koma
saman um það, að vart mundi
finnast betra heimili um land alt.
Fer þar saman risna og höfðings-
skapur húsbóndans, alúð og hí-
býlaprúðmenska konunnar, sem
auk þess er ein sú allra mentað-
aðasta og gáfaðasta kona, sem eg
minnist að hafa talað við.
Ekki spilla heldur börn þeirra
hjóna viðtökunum. þau eru 9
og — ekki að gleyma því — 6
þeirra gjafvaxta dætnr.
Eg guðaði á nútíðarvísu áglugga
þann, sem ljós skein í.
„Fyrirgefðu Eggert minn,rað við
gerum ónæði, við erum hér tveir
unglingar allnauðulega staddir,
syfjaðir, þreyttir og úti í synda-
myrkri og ætlum því að beiðast
gistingar."
„Velkomið", sagði Eggert.
Hestar okkar voru nú hirtir og
við leiddir til stofu.
„Og fari það nú bölvað, svona
ætlar þá réttaveðrið að verða“,
sagði eg við Magga, sem lá
geispandi hinu megin í herberg-
inu. Eg nuddaði stýrurnar úr
augunum og glápti höggdofa á
himininn, sem leit út eins og sót-
svart rjáfur. Skýin þau arna gátu
miðlað okkur nokkrum lítrum af
vatni, það var þó huggun að eiga
að fara að ríða austur Flóann.
„Kom inn!“
Ein af heimasætunum kom inn
með morgunkaffið og t-ar þar með
ferðaáhyggjum okkar og sorgum
að sinni drekt.
„Ættum við nú ekki að fara að
komast af stað“, sagði Maggi. „Og
það er öllu óhætt, ekki er kom
ið hádegi ennþá, mönnum geng-
ur ávalt illa að komast af stað
þaðan sem þeim líður vel, sér-
staklega þegar út í óveður er að
fara“.
Skárri er það nú rigningin, en
hvað um það, þótt rigndi niður
eldi og brennisteini þá verðum
við að fara í Landréttir, það hófð-
um við svarið við alla heilaga.
Austur Flóann þeystum viö gegn
hrakviðrinu. Fjöldi fólks var að
fara í réttirnar, ekki Landréttir
heldur Reykjaréttir, það var sam-
eiginleg iðja allra, sem um veginn
fóru, að reyra að sér verjurnar og
vinda vetlingana.
Hlífar Magga reýndust ekki svo
haldgóðar sem skyldi gegn árás-
um sunnlenskrar stórrigningar.
Eg hafði lofað konunni hans há-
tíðlega að skila honum jafnóðum
úr ferðinni. Gott. Eg hafði ein-
hverntíma í sumar skilið eftir ol-
íubuxur í Kálfholti. Nú var tæki-
færið til að gera sér það til er-
indis að sækja þær, eg hafði nú
raunar oft komið að Kálfholti, án
þess að eiga brýnt erindi, og ekki
verið ver tekið fyrir þá sök. Eg
hef líka þér að segja alt af verjð
einn þeirra manna, sem aldrei
finst krókur að því að koma á
góða bæi.
Hið ágæta Liptons- mQ
Meliose-
er komið aftur í
Liverpool.
VINN A
Sendisveinar fást ávalt í
Söluturninum, opinn frá8—11 sími
444.
S t r a u n i n g fæst í Grjótag. 11.
FÆÐI
F æ ð i og húsnæði fæst í Berg-
staðastræti 27.—Valgerður Briem.
F æ ð i og húsnæði fæst í Lækj-
argötu 5. Afgr. v. á.
TA P AÐ — FU NDIB
Sil furbrjóst n ál hefir
tapast, Skilist á Laugaveg 45
gegn fundarlaunum.
3 hundar eru í óskilum hjá
lögreglunni. Svartkolóttur, gulur
lítill, og grákolóttur með ól. Verða
dreppnir ef eigendur ekki hirða
þá og fcorga áfallinn kostnað.
KENSLA
K e n s l|a fæst f skrift, reikn-
ingi, landafræði, íslandssögu,
mannkynssögu og náttúrufræði.
Afgr. v. á.
T i 1 s ö g n fæst í reikningi með
góðum kjörum, sömuleiðis tekin
ýmiskonar reikningsstörf. Skóla-
vörðustíg 35, niðri.
Prentsmiðja Sveins Oddssonar.