Vísir - 23.11.1914, Blaðsíða 3
VIJS.IR
Mig tók nú allmjög aö syfja,
eg hallaði mér fram á borðið og
dreymdi. Eg hrökk upp.
»Lifi nútíðarmenning Reykjavík-
ur! Lifi Skautafélagið!* heyrði eg
kallað bak við mig.
Það var einn míttarviður menn-
ingarinnar, sem hafði orðið; hann
kom að borðinu til mín og sýndi
mér þann heiður, að klingja við
mig.
X.
Grerlarannsóknarstofa
Gísla Guðmundssonar
l ækjargötu 14 B (uppi á lofti) er
Venjulega opin 11—3 virkadaga.
Tóbaks-og sælgætisbúðin
á Laugaveg 5
selur allskonar tóbak og sælgæti,
best og ódýrast í bænum.
TORDENSKJOLD,
interessant historisk Söroman, 440 Sider smukti ndbunden,, kun 0.75
Wachenhusen: Oreven af Artois Diamanter, 354 Sider, smukt
indb. kun 0.75. Balzac: Faer Goriot, 309 Sider, verdensberömt Bog,
smukt indb. 0.75. G.j Ebers: losva, en Fortælling fra den bibelske
Tid, 319 Sider, smukt indb, kun 0.75. Sorte Grethes Sön, dansk
Kriminalfortælling over 200 Sider kun 0.50. Aae: Den fulde Sand-
hed om den store Sædelighedssag 1906—07, Bogladepris 3.00, nu
kun 1.00. Tolstoj: Kristi Lære og Kirkens Lære, för 5.50 nu kun
1.00. Om Livets Betydning, för 3.00 nu kun 100, Martin Luthers
nyttige Anvisning til Bönnen, kun 0.50. Thomas a Kempis: En
Sjæls Samtale med sig selv, kun 0.50. Dumas: Greven af Monte
Christo 1—6, 2018 Sider, kun 2.50 för 6.25. Verdens Herre, Fort-
sættelse af Monte Christo, kun 2,00 för 6.00. Zola: Dr. Pascal,
berömt Kærlighedsroman, eleg. indb. 1.00, Som man saaer — (Stor-
borgerliv) eleg. indb. 0.75.
Bögerne ere nye og fejlfri. Sendes mod Efterkrav.
Palsbek Boghandel
45 Pilestræde 45 Köbenhavn K.
(TJLSTEEAE),
á fullorðna og unglinga.
Stórt úrval
kom nú með s.s. ,POLLUX’
Sturla Jónssou.
Vvl a5 ^Jósa & wetvtv \ tv'ÆuvJöJtvuxvat
tvejtvd W tv»stu 6 ára, vet5uf
\tvtv \ ^attvas^óUtós\tvu mátvuda^-
\tvtv W* ^
ár de^.
^ot^atstJóvVtvtv \
2A, tvóv.
K. Zimsen.
Höllin
í
Kar patafj öl 1 u n u m
Eftir
Jules Verne.
Frh.
Við vitum þegar hvernig ástatt
var í Werst þegar ungi greifinn
kom þangað, og hvernig honum
var skýrt frá þeim óskiljanlegu at-
vikum, sem höfðu gert alt þorpið
gagntekið af hræðslu og kvíða. Við
vitum ennfremur, að honum var
sagt hver ætti þessa höll, og að
það hafði þau áhrif á hann, sem
ekki gat dulist þeim sem viðstadd-
ir voru. Rotzko hefði glaður getað
snúið vesalings Koltz hreppstjóra
úr hálsliönum þegar hann nefndi
þetta nafn, sem hann umfram alt
varð að fá greifann til að gleyma.
Fyr mátti nú líka vera óhepnin,
að þeir skyldu einmitt flækjast til
Werst, sem svo að segja lá upp
að Karpathahöllinni!
Greifinn sagði ekki eitt einasta
0rð. Hann starði þögull og kyr út
í loftið. Það var auðséð á augna-
ráði hans, hve æstur hann var.
Koltz hreppstjóri, og vinir hans
skyldu auðvitað, að eitthvað dular-
fult hafði farið á milli greifans, og
baróns Rudolf v. Gortz; og þó að
þá langaði mikið til að vita nánar
um það, sáu þeir að það mundi
vera ókurteisi gagnvart greifanum
að spyrja að því.
Hver á éftir öðrum læddust þeir
burtu, og brátt var enginn eftir á
veitingastofunni.
Var nú mikið talað um þessa
kynlegu framkomu greifans um alt
þorpið, og voru menn hræddir
um að eitthvað mundi þar á eftir
fara, til óheilla fyrir þorpið.
Menn efuðust um að greifinn
mundi efna loforð sitt, og segja
yfirvöldunum í Karlsburg frá mála-
vöxtum. Ef svo færi kvaðst Koltz
hieppstjóri sjálfur ætla að snúa sér
til lögreglunnar í sömu erinda-
gerðum, og ekki hætta fyr en sú
gáta væri leyst hver byggi í höll-
inni, hvort sem það heldur væru
illir andar, eða menskir menn.
Þó þetta hughreysti suma, voru
þó aðrir sem, þegar enginn sá,
yplu öxlum aö Koltz hreppstjóra.
Hvernig í ósköpunum gat hann
haldið að lögreglan mætti sín nokk-
urs við andana. En hún um það.
Ef þá laugaöi til að etja kapp við
yfirnáttúrlegar verur, þá var þeim
það velkomið.
Franz v. Telek, sem var nú al-
einn eftir í veitingastofunni, var
niðursokkinn í þær endurminning-
ar, sem stóðu í sambandi við þetta
nafn sem hann hataði.
Eftir dálitla stund stóö hann upp,
og gekk út á liæðina. Þaðan sást
alveg yfir til Plesefjallanna og Or-
gall-hásléttunnar, þar sem rétt grilti
í Karpathahöllina í rökkrinu.
Þetta var þá bústaður sérvitrings-
ins, sem á hverju kvöldi hafði ver-
ið í San Carlo leikhúsinu, og sem
að lokum í orðsins fylstu merk-
ingu hræddi veslings Stellu til dauða.
Nú hlaut kastalinn að liggja í eyöi,
fyrst hann hafði ekki hörfað þang-
að aftur er hann flýði frá Neapel.
Enginn vissi hvað af honum varð,
og var líklegast aö hann hefði stytt
sjálfum sér aldur, eftir þennan sorg-
lega dauðdaga söngmeyjarinnar.
Hugur þessa unga manns reik-
aði frá einu í annað án þess að
dvelja við nokkuð ákveðið.
Honum datt einnig í hug æfin-
týri NicKDecks, og hefði giaður
viljað komast fyrir þann leyndar-
dóm, þó ekki væri til annars en að
hughreysta hina hræddu bændur.
Hann efaðist aldtei um að það
væru einungis einhverjir óþokkar,
sem hefðu leitað sér hælis í höll-
inni, og var alveg ákveðinn í að
gera lögreglunni í Karlsburg við-
vart, og biðja hana að taka málið
að sér fyrir alvöru.
En áður en hann gerði nokkrar
ráðstafanir, langaði hann til að heyra
alla söguna ennþá einu sinni. Hann
hugöi best að tala við skógarvörð-
inn sjálfan, og fór því um mið-
dagsleytið yfir í hús hreppstjórans.
Koltz hreppstjóra fanst sér sýnd
mikil virðing með þessari óvæntu
heimsókn, og þakkaði innvirðulega
fyrir, að hann . . . einfaldurhrepp-
stjóri . . . fengi að sjá slíkan mann
í sfnu húsi . . . aðalsmann eins og
greifann v. Telek . . . erfingjann
að Krajowa . . .1