Vísir - 06.12.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 06.12.1914, Blaðsíða 2
V ÍSIR Kvæði flutt á Austfirðingamóiinu. Heinr. Sörgel Neueberg 9/10 Hamburg 11, Þýskalandi. Allar tegundir af eldhúsáhöld- um, »emai!le«'VÖrum, fiskhnífum og fiskburstum. Fljót og áreið- anleg afgreiðsla. E n g i n verð- hækkun vegna stríðsins. Afgreitt alveg eins fljótt og á friðartím- um. Ojaldfrestur er veittur eins og vanalega. Aðeins selt til kaupmanna. Umboðsmaður fyrir fsland og Færeyjar: 6fcew^\a\xp\ Templarasundi 5, Reysjavík. Ítalía og Grikkland. Þau eru hlutlaus, enn sem kom- ið er, og hefir mörgum þótt furða. Ítalía var í gamla þríveldasam- bandinu með Þýskalandi og Aust- urríki, og hefði því eiginlega mátt búast við henni þeim megin, þegar frá upphafi ófriðarins. En það var þó sýnt, þegar áður en til stríðsins kom, að ekki mundi Þjóðverjum og bandamönnum þeirra koma iið úr þeirri átt, heldur jafnvel öllu heldur hið gagn- stæða. Það, sem þessu olli, var urgur sá, sem var milli ftalíu og Austurríkis. ítalir muna forna kúgun Austurríkismanna og það, að þeir sitja enn að löndum, sem ítalir þykjast eiga tilkall til. En einkum hafði þó samkomulagið versnað um ailan helming, sök- um afskifti Austurríkis af Balkans- málunum,yfirgangs-viðleitniþeirra þar, einkum í Albaníu. Grikkland bjuggust menn við, að mundi halda sér í skefjum, að minsta kosti, meðan Tyrkir færu ekki af stað. Nú eru þeir komnir út í ófriðinn, en Grikkir eru enn hlutlausir eins og hinar Balkans- þjóðirnar, Búlgaría og Rúmenía. Lítur svo út, sem þeim sé öllum um og ó, að hleypa sér út í ósköp- in.—En reyndar hafa nú Grikkir verið að útvega sér allstórt ríkis- Ián, og gæti það verið fyrirboði þess, að þeir sitji nú skamma stund héðan af, afskiftalausir. Því má nærri geta, að það er ekki friðsemdin einber, sem kom- ið hefir þessum ríkjum að sitja hjá. Austurríki hafði íengið því til vegar komið, að Albanía varð gerð að sérstöku furstadæmi að nafninu til, en sú fyrirætlun fór öll í mola, svo sem kunnugt er orðið, og mun hvorki Grikkjum né ítölum hafa verið það harm- saga. Rétt um það ieyti, sem ófriðurinn hófst, tóku bæði þessi ríki að skifta sér allmikið af Al- baníu, og höfðu það að yfir- varpi, — sem reyndar var satt, — að þar gengi alt á tréfótum, og væri því ekki vanþörf á því, að einhver hefði þar eftirlit með. Héldu ítalir herskipum til hafn- þótt stúlkur gráti stjórnarskrá og styrjöld geisi víða, það gefur hér ei unnið á né okkur vakið kvíða. Og því í kveld við sumbl og söng skal svífa um bernsku haga og vekja upp aftur vorin löng úr valnum horfnra daga. það er svo margt að minnast á frá morgni æsku ljósum er vorið hló við barnsins brá og bjó það skarti af rósum. Vér ættum að geta eina nátt vorn anda látið dreyma um d a 1 i n n ljúfa í austur-átt — þar átti hún mamma heima. Vér munum sumum þótti þá of þröngt um fjallsins kynni. þeir vildu fleira og fegra sjá en fanst í dalnum inni. Og fjöldi unga flaug á braut þótt fjaðrir væru smáar, þeir kvöddu brekkur, lund og laut og liljur fagurbláar. þótt langt sé síðan liðu hjá þeir ljúfu’ og fögru morgnar, þá lifnar yfir öldungs brá, er óma raddir fornar. Hver endurminning er svo hlý og ornar köldu hjarta. Hver saga forn, er saga ný um sólskinsdaga bjarta. þröstur. * 3stet\s&a ^wa5ú\\xw (STENOGRAFI) — H H.T, Sloan-Duployan- ennir Helgi Tómasson, Hverfis- göfu46. Talsími 177, heima 6-7e.m. Bæði kend „Kon.or“- & „De bata Stenografi. Massage-læknir Gruðm. Pétursson Garðastrætl 4. Heimakl. 6—7e. h. Sími 394. Kartðflur góðar og ódýrar í smá- og "V.. 5)uus kaupir ennþá velverkaðar sauðargærur fyrir kr 140 pr kíló og góða haustull fyrir kr 2,20 pr kíló er í dag cpnað í Bergstaðastræti 29. &tw\l ^ewsew arbæjarins Vallona og settu þar setulið á land, en Grikkir sendu samtímis hersveitir inn i Suður- Albaníu, eðaNorður-Epirus, eins og þeir kalla það. Þau héruð þóttust þeir eiga að fá, þegar skift var reitum Tyrkjans eftir Balkanstyrjöldina síðustu, og sveið að þurfa að sleppa þeim. Ekki ber á öðru, en að Albanir láti sér vel líka þessa íhlutun og Austurríkismenn hafa við öðru að snúast, og verða því að láta þetta afskiftalaust, og má þó nærri geta, að þeim stendur ekki á sama, svo kappsamlega héldu þeir á sínu máli í Albaníuþræt- unni áður. Nú er því ekki ann- að sýnna, en að ítalía ogGrikk- land séu vel á veg komin með það, að losa heiminn við þetta þrætuepli, með því að é t a það hreint og beint, — skifta því á milli sín. Og þau vilja hafa næði til þess að koma þessu í kring, meðan hinir eru að berj- ast. Þess vegna eru þau hlut- laus í lengstu lög. Óvíst er það nú samt, hve lengi þeim tekst að vera það, úr því að Tyrkland er komið út í ófriðinn. Um Grikkland hefir þegar verið talað hér að ofan, en ef Tyrkir skyldu geta vaðið mikið uppi á Egiptalandi og víð- ar, þá getur nýlendum ítala í Afríku þá og þegar verió hætta búin, og mætti þá fara svo, að þeir þyrftu að vinna nokkuð meira en það, að »Iiggja í hveiti meðan hinir berjast*, til þess, sem þá dreymir um, en það er að ná yfirráðum yfir öllum' Adríaflóa. Stórt úrval, af Barna- lei kföngum nýkomið í versl. BREIÐABLlK, Lækjargötu 10. stórsölu hjá • • Jóh.Ogm. Oddssyni Laugaveg 63. "\Xv\jat aj rammatxstum hjá Eyv. Arnasyni, Laufásveg 2 Anton Jurgens margaríne- verksmiðjur Oss, Hollanói. Stærsta margaríneverksmiðja í cvrOpu. Afgreiðir eins og vana- lega fljótt via Leith eða Kaup- mannahöfn og gjaldfrestur veiit- ur eins og undanfarið. Merki verksmiðjunnar eru H E D C og verða írá næstu áramófum og framvegis stimpluð með fullu nafni verksmiðjunnar til þess að hægt verði að þekkja þau frá eftirlíkingum Aðeins selt ti kaupmanna. Umboðsmaður fyiir ísland og Færeyjar: Templarasundi 5, Reykjavík. S»uwtupöx\w alþektu, margar tegundir, meö ýmsu verði, ætíð fyrirliggjandi, hjá JÓNI SIGMUNDNaSYNI gullsmið Laugaveg 8. Best kaup á allskonar apu hjá H»\msew. "Oa\ws\)e\\aw. Vegna þess, að vatn er sífelt látið renna úr vatnskrönunum f húsum inni, er vatnseyðslan í bænum svo mikil, að allir þeir hlutar bæjarins, sem hátt Hggja, eru vatnslaui r. Rvix kttjváíenittv V' aXvaraívv tttn, a? táta ekkv venna nv krönttnntn á5 óYövjn, en ej kæU ev dv8, á& jvjósv v \»atnsa5ttm evnlwevs kúss.W á5 toka vatnsstoyykana fvnsj a8 kvöl&v, otj tsema tvnsaÆavnav. Vanræksla í þessu efni getur valdið ábyrgð. Þeir, sem kynnu að verða varir við, að vatn renni að óþörfu úr vatns- æðum, gjöri borgarstjóra aðvart. Bor^arstjórinn í Peykjavík 5. des. 1914. K. Zimserio AorættKakao n kr. 1.10 pr. V2 fæst * Sinekkbætisbúðiuni á Hvetfisgötu 34. Lfkkistur líkkistuskraut og líkkiæði mest úrval hjá EYV. ÁRNASYNI Laufásveg2 Skrifstofa Elmskipafjelags íslands, j í Landsbankanum, uppi Opin kl. 5—7. Talsími 409. Grerlarannsóknarstofa Gísla Guðmundssonar Lækjargötu 14 B (uppi á lofti) er Venjulega opin 11—3 virkadaga. Fallegi bvíti púkinn. Eftir Guy Boothby. Frh. Alie fór fram í til vélstjórans og sagði eitthvað við hann á Malaja- tungu. Stðan sneri hún við aftur, skaut um leið einhverju að einum háseta, greip síðan sljórnvölinn og stýrði út á rúmsjó. Litla snekkjan óð nú áfram í meira en heila klukku- stund, og þeytti löðrinu frá sér á báðar hliöar, og skilaði henni af- bragösvel. Alt í einu hóaði stafnbúmn, er vera skyldi á varðbergi og rétt á eftir sáum við grænt ljós fram und an okkur. Það var hulið og af- hjúpað aftur þri var í röð. Eg vissi, ®ð þetta var merkið frá skemtiskip- 'hu, og áður en fjórðungur stund- a>" var liðinn, vorum við komin að skipshliðinni, höfðum fest bátinn °g vorum komin heilu og höldnu skipsfjöl. Bátshöfninni var svo launað sómasamlega og hún send aftur til Singapore. Þegar við komum upp á þilfar- ið, hlýtur Ebbington að hafa lesið nafn skipsins á björgunardufli og orðið þess var, hvar hann var nú niður kominn. Eitt augnablik stóð hann grafkyrr, eins og hann væri negldur niður, svo skjögraði hann eití fet áfram, greip eftir kaðli, en misti hans og féll í ómegin á þil- farið. Um leið og eg nam staöar til þess að vita, hvað að faonum gengi, kendi eg skrúfuhristinginn. Nú var þá erindum okkar lokið. Við höfðum stiúið bakinu við Sin- gapore og vorum komin á leið til eyjarinnaa aftur, einu sinni enn. X. Engan skyldi furða á því, þótt eg ætti ekki rólega nótt, þá er eg var háttaður, ofan á yrringar þær, er eg haföi lent í um daginn. Eg bylti mér og velti í fletinu, klukku- stund eftir klukkustund, og þegar bjarmaði af degi og eg fann, að enn voru engin tiltök, að eg gæti sofnað, þá klæddi eg mig og gekk upp á þiljtir. Þetta var svo ljóm- andi morgunstund, sem nokkur get- ur framast á kosið. Fölvum, blá- grænum lit brá á háloftið og dró yfir snjóhvíta Maríubreiðu með miklu fari. Byrinn þaut í voðun- um og mér var nóg að finna hreyf- ingar skipsins og renna augunum út yfir borðstokkinn, til þess að komast að raun um það, að sjór var talsverður. Eg fór aftur á og bauð yfirmanninum, sem á verði var, góðan daginn. Það var þessi sami þöguli náungi, sem eg hefi lýst áður í sögu minni. Eg rendi augunum á áttavitann, bæði af for- vitni og af vana, Vér héldum í norður — norð-austur, nákvæm- lega, en þar eð eg vissi ekki nema þetta kynni að vera einhver brella, þá varð eg ekki mikils vísari fyrir þetta. Eg hallaöi mér því upp að siglutrénu og horfði upp í seglin, er þöndust út eins og stórir belgir yfir höfði mér og sökti mér niður í hugsanir mínar. Alt þetta hresti mig og truflaði rnig þó að nokkru Ieyti utn leið, hvítan á seglunum, sem þöndust út og báru við hetð- an, bláan himininn, farið á skýj- unum, sólarljóminn og hinn kviki, úfni sjór og skvetturnar, sem gaf á skipið. Það lá auðsjáanlega vel á skútunni. Aðra stundina stefndi hún bugspjótinu beint á sólina, en hina stundina hafði hún til að stinga undir sig hnyflinurn, svo að sæ:oksgusurnar buldu eins og hagl á framstafnifium. Ekki sást til eins einasta skips, en auðséð var að bú- ist var við því á hverju augna- bliki, því að varðmaður var settur á framsiglunni og yfirmaðurinn, sem á verði var, hafði stöðugar gætur á sjóndeildarhringnum í suð- austri. Eg hafði ekkert séð til Alie, frá því er eg kvaddi hana kvöldið áð- ur, og ekki hafði eg heldur feng- ið boð um að koma til hennar, þangað til nokkru eftir morgun- verð. Þá kom Walworth inn í klef- ann til mín. »Náðug jungfrúin sendi mig«, sagði hann, »til þess aðsegjayður að henni þætti vænt um, að þér kæmuð aftur á, ef þér mættuð vera að því snöggvast«.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.