Vísir - 07.01.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 07.01.1915, Blaðsíða 4
V | S K *n A P T P P A f®st rjómi, skyr smér og kálfakjöt í JJ h. VJ 11 Jj U íl TEMPLARASUNDI 3. Baðstofuhjal. nftir fón úr Flóanum. Fer fram í sveitabaðstofn á vökunni. Frh. (Þær fara að hátta). Tobba: Ansi ertu í faliegu millipilsi Lauga gamla og svd 'íka ári vænt. Taktu á Bogga, og findu hvað þykt það er. Já, það er alveg svellþykt, og bekk- urinn svo ansi smekklegur. Hver hefír ofið þetta? Lauga: Hann Rúnki hefir of- ið það, hann er allra frægasti vefari. Tobba: Eg trúi því. Hann er svo sem nógu myndarlegur í verkum sínum, hann Rúnki. Laugœ: Já, og allra besti dreng- ur, það hefi eg til hans að segja. Eg hef að nafninu til þjónað honum. Hann gaf mér í haust þegar hann kom að sunnan þrjár álnir af blikrauðu flúneli og eitt tvinnakefli. Tobba: Er það satt, að hann sé að draga sig eftir henni Ounnu á Völlum. Lauga: Nei, það get eg full- vissað þig um að er ekki, það er engum kunnugra en mér. Mér finst það vera miklu betur ákcm- ið með ykkur, Tobba mín. Tobba: Eg ímynda mér, að hann kærði sig ekki mikið um mig. Lauga: Ekki veit eg það nú. Skeð gæti að eg gæti beint huga hans til þín, ef þér væri þægð í þvf. Tobba: Heldurðu að það vœri hægt, Lauga mín? Lauga: Við skulum sjá til. Tobba: (Prífur upp úr kistli sínum jólasokka og rósabarða Trésmiðafélagið heldur fund föstudaginn 8. þ. m. í Iðnó uppi kl. 8 síðdegis. Fjölmennið félagsmenní Stjórnin. og réttir Laugu, þær kyssast í 'nljóði). Þessari sæng kom eg mér upp í vor. Lauga: Hún er ekki svo ó- myndarleg, en hvað hún er hlý og notaleg. Hann- Rúnki kom sér upp ágætri usdirsæng í haust, svo á hann líka efni í kodda. Tobba: Á hann ekki dálítið til hann Rúnki ? Lauga: Hann á margar kind- ur og hryssu fleyg'vakra. Hann er ansi samhaldssamur og grúsk- inn, þó er hann enginn grútur. Margrét: Æ, nú eru allir komn ir upp í og ekki búið að slökkva Ijó^ið. Viltu ekki skreppa ofan Tobba mín og slökkva á lamp anum. Tobba: Æ, og eg er komin úr öllu. Ætli eg verði ekki að gera það. (Fer ofan og slekkur). Lauga: Hvernig er þetta. Eruð þið hætt að lesa á kveldin eða hefir það gleymst í þetta sinn? Margrét: Hugvekjurnar voru komnar í blöð, og þeim^var kom ið í bindi. Lauga: Þið hefðuð líklega getað fengið léðar hugvekjur á meðan.' Eg sef svo miklu betur, ef eg heyri blessaðan lesturinn áður en eg sofna. Ekki var það að hafa fyrir því að lesa á Bóli, þvilíkt guðleysi. Margrét: Margt er nú guð- leysið meira en það, þó ekki sé alt at legið í hugvekju lestri, og ekki eru þeir allir hreinastir sem hæst kalla herra, herra. En eg held að okkur sé nær að fara að sofa, en að fara út í þessa sálma. Oóða nótt. Líkkistur IBckistuskraut og líkklasði mest lirvuJ hjá EYV. ÁRNASYNI Laufásveg 2. Massagtt-Issknir (juðm. Pétursson Garða«tr»S 4. Haimkl. 0—7*. h. Slni 394. Eg undirritaður tek að mérað hreinsa ösku og sorp frá hús- um hér í bæ fyrir lægri borg- un en nú gerist. Eg byrja 7. þ. m. austast í bænum og kem í hvert hús. Guðm. Jónsson, keyrslumaður. Bergstaðastræti 33, Gerlarannsóknarstofa Gitla Guðmundssonar Liekjargðtu 14 B (uppi á loftl) ei Venjulaga opirt 11 — 3 virkadoga 3*4* FÆÐI | F æ ð i fæst á Laugaveg 17. GsT” ý-^Cv VINNA Sendisveinar fást ávalt i Söluturninum. Opinn kl. 3—11. Sími 444. S t ú 1 k a óskast í vist til gas- stöðvarstjórans. U n g 1 i n g s p i 11 u r gelur fengið atvinnu fyrir lengri tíma. Afgr. vísar á. S t ú 1 k a óskast í vist nú þegar. Afgr. v. á. NYJA VER8LUNIN — Hvarfitgötu 34, álur 4 D — (y»t og in«t) til kv«H- fatnaðar og baana og margt flaita. GÓDAR VÖRUR. ÓDYR VÖRUR. Kjólaaau -* atofa. TAPAÐ —FU N DiD Silfurbúin svipa hefirtap- ast austarlega í Hafnarstræti. Skilist í Ölgeröina Egill Skallagrímsson. Í HUSNÆ°' || Af sérstökum ástæðum eru 2 stór herbergi í Austurstræti strax til leigu. Afgr. v. á. Prentsmiöja Sveins Oddssonar. Höllin í Karpatafjöllunum, Eftir Jules Verne. Frh. Nú reið honum á að finna dyrn- ar sem baróninn og Orfanik höfðu horfið út um. Hann gekk skáhalt yfir kapellugólfið, og fór inn í kór- inn. Þar var niðamyrkur; og greif- inn rak sig hvað eftir annað á hina brotnu legsteina, og múrsteina, sem höfðu dottið niður frá þakinu. Allra aftast í kórnum, á bak við altarisklæðin, fann Franz hrörlega hurð, sem undir eins opnaðist og hann ýtti á hana. Þær lágu inn í sal nokkurn, sem baróainn og Orfanik hlutu að hafa farið um. Þegar Franz kom þangað inn, var kolsvarta myrkur þar. Eftir að hafa farið miklar krókaleiðir, sem hvorki lágu upp, né til hliðanna, vissi hann, að hann var ennþá í sömu hscð og neðanjarðargöngin. Hann flýtti sér nú áfram, og komst loksins aö múrvígi, vinstra megin viö hailarmúrinn. Þar lagði daufa glætu inn um rifur á múrn- um. Hinu megin stóðu opnar dyr. Það fyrsta, sem greifinn geröi, var að anda að sér hressandi næt- urloftinu inn um eina af þessum rifum. En rétt í því hann ætlaði að fara burtu, kom hann auga á þrjá menn, sem gengu yfir Orgall-hásléttuna við furuskógargarðinn. Honum missýndist ekk;. Þetta voru í raun og veru nokkrir af Iögreglumönnunum, sem Roizko sótti til Karlsburg. Það var auðséð að þeir voru í efa um, hvort þeir ættu heldur að koma hallarbúum óvörum þá þegar um nóttina, eða bíða komu dagsins. Franz varð að taka á öllu því er hann átti til, að kalla ekki á Rotzko, sem áreiðanlega mundi hafa heyrt til hans, og þekt rödd hans. En viðbúið var, að það mundi heyrast alla leið upp r'í va*'ðturn- inn, og þá gafst barón Rudólf næg- ur tími til að sprengja upp höll- ina, og flýja siðan gegnum jarð- göngin. Franz þagði því, og hvarf þegar frá rifunni. Hann fór síðan yfir múrvígið, út úr dyrunum, og áfram eftir salnum. Er liann hafði gengið firrm hundr- uð skref, kom hann að stiga, sem lá inn í þykkan múrvegg. Nú hlaut hann að vera í varð- turninum, í miðri höllinni. Hann gekk hægt upp stigann, «em var mjög ótraustur, en kom brátt að stærri stiga, og voru dyr frá lionurn út á svalirnar, sem lágu umhverfis höllina. Franz læddist nú fram með svöl- unum, og gætti þess vandlega að vera í skugganum frá grindnnum. Nú voru fleiri menn komnir fram úr greniskóginum; en ekkert benti á, aö þ?ir hefðu í hyggju að náigast höllina Ákveðinn í, aö leita að barón v. Gortz. hélt Franz ótráuður áfram, og kom að lokum að öðrum dyr- um. sem voru við endann á hring- stiga, sem lá upp í varðturninn. Hann hélt nú áfram upp, eins hægt og varlega og honum varauðið. Alstaðar var dauöaþögn. Herbergin á fyrsta lolti voru auð. Franz flýtti sér því upp stiga þann, sem lá lengra upp. Eftir dálitla stund, fann hann með fætinum, að ekki voru fleiri þrep. Nú blöstu við honum dyrnar, að efsta herberginu, eöa salnum í varðturninum. Út um skráargatið, sem lykillinn stóð í að utanverðu, lagði daufa birtu. Franz hlustaði, en varð ekki neins var inni í herberginu, Hann gægöist inn um skráar- gatið, en sá ekkert annað en hluta af stóru björtu herbergi. Hægt óg varlega opnaði hann nú hurðina, og kom inn í stóran sal, sem náöi þvert yfir varðturn- inn. Alt þar inni var hiö skraut- legasta, og bar vott um ótvíræðan listasmekk. Þar var mikið af dýr- indis gömlum húsgögnum, og ný- tísku skrautmunum. Gólfið var þak- iö þykku teppi, svo Franz gat ó- hræddur læöst inn í hægra hluta salsins, þar sem skugginn var mestur. :

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.