Vísir - 11.01.1915, Page 4

Vísir - 11.01.1915, Page 4
Margt má nú segja, en niikil ósköp, það er betra að þegja; ......margt tná nú segja, ef nennirðu þá nálgastu þann stað — nóg um það. Og ef þú vinur vita vilt hvert vonin stefnir nú hjá Völlu: — þá er hámarkið að verða kölluð frú, hún vonar að þann titil fái’ ’ún eftir lítið bil, því undur litlir verðleikar þar duga oftast til. Þá verður hún Valla varli að leika sér að tralla; þá má hún ei tralla, já, varla dansa »Vinerkryds-< né >Ræl« —. Verið sæl. C. Sjöundármálin. ---- Frh. Föstudugsmorguninn l.apríl 1802 varð allmikill rimma milli þeirra Jóns og Steinunnar, og kvaðst Jón mundi ganga beint af heimil- inu með 3 börnin, ef hún héldi uppteknum hætti, en hún kvaðst ekki mundi gráta hann lengi, þótf hann færi fyrr í dag en á morgun. Bar Bjarna þar að; tók hann máli Steinunnar og kvað hann djarfan að finna að háltsemi hennar, sem hann hafði aldrei verið verður að eiga fyrir konu. Jón stökk burt í bræði sinni og fór til húsa og lét út fé sitt. Bjarni var þá og kom- inn til sinna húsa og lét út kindur sínar. Ráku þeir nú báðir féð til sjávar. Skömmu fyrir miðjan dag kom Bjarni heim aftur. Sagði hann Steinunni og konu sinni, að Jón hefði farið inn til Skorarhlíðar, að vita, hvo.'t þeir myndu vegna harðfennis getað náð þaðan heyi, sem báðir áttu. Kvaðst hann kafa léð honum staf sinn, er var sterkari en Jóns. Þetta þótti trúlegt, en Bjarni kallaði Steinunni á eintal, og vissi enginn, hvað þau töluðu. Bjarni snæddi síðan mat sinn, og settist að því loknu að sjóbrókar- saumi. En er leið á daginn, lét Steinunn, sem sig vaeri farið að lengja eftir manni sínum, og beiddi Guðrúnu að fá Bjarna til þess að Ieita hans. Bjarni var fús til þess, og beiddi Jón sinn mann að annast skepnur og Iagði af stað með staf Jóns bónda í hendi. Um háttatíma kom Bjarni heim aftur og sagði þá konu sinni einslega, að hann væri sannfærður um, að Jón herði hrapað til bana í Skorarhlíðum í sjó niður, og kvaðst hafa séð á svellbólstri líkt og far eftir óhreina dræsu fyrir ofan hamrabrúnirnar. Þessi saga var alltrúleg, því Skorin og hlíð - arnar vestur af henni eru með hamrabeltum og grasgeirum brött- um í milli, a!t neðan frá sjó og upp á fjallsbrún, og þegar harð- fenni leggur í rákirnar, er ekki ó- járnuðum mönnum fært að ganga þar. Þegar Guðrún heyrði sögu þessa setti að henni grát, og fór hún til Steinunnar og sagði henni, hvernig komið væri. Steinunn lét sem sér yrði hverft við, og varð nokkuð fálátari en vandi var til nokkra daga eftir. En brátt tók hún aftur gleði sína og hélt fram uppteknum hætti. Um veturinn Mjólk fæst daglega í konditoríinu (gamla bak- aríinu) á Frakkastíg 12. ÞÓRH.ÁRNASON. skömmu eftir nýárið höfðu þeir Jón | og Bjarni, hvor í sínu lagi, slegið ’ rúm við konur sínar, borið báðir fyrir lúa og þrengsli, og að þeir fengi ekki næga hvíld á nóttunni. En sitt gekk þó hvorum til. Jóni það, að kona hans veitíi honum svo þungar búsifjar, að hann hélst ekki við í rúminu, en Bjarna þótlí j hægra að læðast úr rúmi sínu til ■ Steinunnar, ef hann svæfi einn. Eng in leit var gerð eftir Jóni, og ekki rak heldur líkið, og þótti það kyn- legt. Um vorið fundu drengir tveir á Sjöundá, Jón sonur Bjarna 8 ára og Sveinn sonur Steinunnar 9 ára, buxur þær, er Jón heit. hafði veiið j í, sjóreknar og báru heim. Tók Steinunn buxurnar og eyðilagði þær, enda bönnuðu þau Bjarni og Steinunn drengjunuui að segja nokkrum frá þeim fundi. Báru það fyrir, að fólk yrði hrætt um, að þær væru af dauðum manni, en það væri ekki svo, því að Jón hefði einu sinni mist þessar buxur fyrir borð í sjóróðri. Mjög voru þau saman um daga Bjarni og Stein- unn, og eftir að vinnuhjúin voru brotf flutt um páskana í aðra sveit, sváfu þau saman á nóttunni. Guð- rún kona Bjarna þorði þar ekkert um að tala, léti hún heyra nokkra óánægju á sér, hótuðu þau að drepa hana, ef hún léti nokkurn mann verða áskynja um athæfi þeirra. Ekki fékk hún heldur að fara neitt út af heimilinu, og kæmi gestur að Sjöundá, höfuðsátu þau Bjarni og Steinunn svo Guðrúnu, að hún þorði aldrei að segja neitt; þeir sem þektu hana best gátu að ein's ráðið í, að hún myndi eitthvað eiga bágt. Á þriðjudagskvöldið annað í sumri, þegar Steinunn var í búri sínu að skamta graut, kom Guðrún innan frá baðstofu. Steinunn lauk upp búrhurðinni og kaliaði lil hemi- ar, og býður henni vatnsgraut í Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, háagöga, v*. ;tr alskonar o. 8. Slu-ifatofufÍBJÍ 12-1 «g4-&. Áust«Mtr N B. Nilsen. Ford-bifreiðar 6-manna bifreið 3600 krónur. 5-manna bifreið 2500 krónur. 2-manna bifreið 2300 krónur. Ennfremur hefir Ford-félagið vöruflutnings bifrsiðar. Verð 2350 og 2600 krónur. Einnig útvega eg stærri og dýr- ari bifreiðar frá stórum og viður- kendum verksmiðjum í Ameríku. Sveinn Oddsson. JÖBB Sf ásamt litlu búi 5J óskast til leigu frá 14. maí n. k. Uppl. á afgr. Vísis. Kjótflot FÆST í cu^vxsn) exfes m. JlorBttrsUa >i. i Saumavélar FRÁ ausu, en Guðrún varð því fegin, því að hún var óvön að fá spón eða bita auk venjulegs matar, því hún var höfð í svelti. Át hún úr ausunni og bað guð að launa fyrir sig. En rétt á eftir varð hún fárveik, og lá með uppköstnm alla nóttina. Beiddi hún um vatn, en erginn gengdi henni. Þóttist hún þá vita, að ólyfjan hafði veriö í ausunni, en þorði ekki að láta á neinu bera. Henni skánaði aftur um morgun- inn, en brjóstverkur sem hún áður hafði átt vanda til ágerðist eftir þetta. Þó komst hún á fætur aftur, og hrestist smátt og smátt eftir því sem veðúr hlýnaði með vorinu. Um vorið rétt eftir fardaga, send- ir Steinunn eftir konu þar í sveit- inni með beim erindum, að Guð- rún á Sjöundá er dáin, og biður Steinunn konuna að hjá'pa sér til að kistuleggja hana, því Bjarni bær- ist svo illa af eftir konumissinn, að hann treysti sér ekki til þess. Lögðu þær Steinunn líkið til, og sögðu þau Bjarni og hún að Guð- rún hefði orðið bráðkvödd þar á túninu, og þótti það all sennilegt, þar sem menn vissu, að hún hafði verið heilsutæp. Var hún jarðsung- in að Bæ, næsta sunnudag á eftir. Nú bjuggu þau Bjarni og Stein- unn saraan um sumarið, og bar ekki á öðru, en mjög vel félli á með þeim. Steinunn var orðin þunguð af völdum Bjarna, og þegar á leið sumarið, kom þeim saman um að skilja þangað til hún yrði léttari, því þau hLgðu bæöi, að það gæti borið svo brátt að, að Jón heitinn yröi talinn faðir að barninu. Að enduðum slætti flutti þvi Steinunn inn að Hrfsnesi. Börnunum hafði verið komiö fyrir hjá ýmsum víðs- vegár um Rauðasand og Patreks- fjörð. Bjarni var eftir á Sjö^ndá og bjó þar einn með bústýru, er hann hafði fengið sér eftir brott- för Steinunnar. Frh. af öllum geröum tekur undirritað- ur til aðgerðar. Óvanalega fljót af- greiðsla og vel af hendi leyst. Grettisgötu 22 D. Erlingur FilippusMom. frá J, Schannong. Umboð fyrir ísland : Gunnhild Thorstelnson, Reykjavík. NÝJA VBR8LUNIN — Hvarfltgltu Í4, álur 41 — Waltelt (yvt og iwf) ftl kvoi- faaiaðar og bama og wargt !«■». GÓDAR VÖRUR. ÓDYRAR VÖRUR. KJÓlnsau t. atofa. KAUPSKAPUR E I d r i 1 ö u n n (Sig. Gunnars- son), gefin út á Akureyri um 1860, óskast gegn hárriborgun. Afgr vísar á kaupandann. FÆÐI F æ ð i fæst á Laugaveg 17. HUSNÆÐI H m m Stofa fæst til leigu fyrir dana- leika eða aðra skemtanir. Afgr.v.á, Stofa með húsgögnum til leigu á BergstaÖastræti 6 BniÖri nú þegar. ÁBergstaðastræti 20 eru saumuð alskonar föt. Sendisveinar fást ávalt \ Söluturninum. Opinn kl. 8—11. Sími 444. TAPAÐ — FUjNDilÐ S v ö r t silkisvunta tapaðist í Nýja Bíó 3. þ. m. Skilist í Þingholtsstr. 18, niörí.. Prentsmiðja Sveins Oddssonar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.