Vísir - 05.02.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 05.02.1915, Blaðsíða 1
V I S I R Stærsta, besta og ódýrasta blað á íslenska tungu. Um 500 tölublöð um árið. Verð innanlands: Einstök blöð 3 au. Mánuður 60 au. Ársfj.kr. 1.75. Árg.kr.7,00. Erl. kr. 9 00 eða 2'/, doll. Föstudaginn 5. febrúar 1915. v i s l R kemur út kl. 12 á hádegi hvern dag. Skrifstofa og afgreiðsla cr i Austurstræti 14. Opin kl. 7 árd. tíl kl 8 síðd, Sími 400. Ritstjóri. Gunnar Signrðsson (fráSelalæk). TiIviðt.2-3. m------;-------------------- ,Satv\Us’ s\t\ot\ $\m\ "M Gamla Bíó ■■■■■BUBBaEoam Stríðsmyndir frá Pól- landi og Antwerpen. Haröýðgi lífsins. Tengdamóðir Robjnets. MtiamentvaJéUaat. Munið eflir innanfélags hluta- veltu tðunnar í kveld í Bárubúð. 7 \ o l m e tv tv \ í\ SAMIN ENSK VERSLUNAR- BRÉF, AFRITAÐIR SAMNINO- AR O. FL. — FÆST HVORT HELDUR VILL SKRIFAÐ EÐA VÉLRITAÐ. LEIFUR SIGURÐSSON. LAUGAVEG 1. Lot'ts kipahernaður. u- v_j i í upphafi þessa voðalega ófriðar, sem nú geysar í heiminum, bjugg- ust menn við, að aðalorustuvöllur- inn yrði í loftinu. Hinar hraðfara framfarir seinni ára í öllu því, sem lýtur að útbúnaði loftskipá og flug- véla, gerði það sennitegt, að svo yrði. Það vakti því talsverða undr- un, að lítið sem ekkert sögulegt skeði að því er lofthernaðinn snerti í upphafi ófriðarins. Englendingar hæddust að þeirri fullyröingu Þjóö- verja, að þeir gætu skotið niður borgir á Englandi af hinum ægi- legu Zeppelins-drekum sínum. Nú á seinni tímum hafa þó Þjóð- verjar fært sönnur á, að þeir geta gert Englendingum talsverðan óleik með loftskipunum. Þeir h:fa sem sé fariö tvær loftherferðir til Eng- lands og gert í bæði skiftin mik nn usla. í fyrra skiftið (19, jan.) fóru Þeir á morgum loftskipum til Eng- ^ands og köstuðu sprengikúlum nið- Ur á sjö borgir á austu strönd nni, órápu þar nokkra menn og fjöldi manna særðist. Hinn 22. jan. lögðu Þeir aftur af stað á miklum loft- flota og héldu til Dunkirk, en þá v°ru Englendingar viðbúnir og ‘ögðu til orustu við þá á flugvél- Um, skutu niöur éitt loftfarið, en stöktu hinum á flótta. Síðan hefir ekki heyrst, að þeir hafi hætt sér til Engiands í loftinu. Fremur hlýtur það að vera ægi legt, að vita af óvina-Inftskipi yfir höfði sér, heyra hvininn af sprengi- kúlunum í loftinu og hvellina, þeg- ar þær springa, og er ekki að undra, þótt Englendingum standi stuggur af þessum heimsóknum Þjóðverja. Enskur blaðamaður fór á fund manns, sem heitir John Goate; hann hafði mist son sinn, Percy, 14 ára gamlan, þegar Þjóðverjar heimsóttu England í fyrra sinnið, og særst sjálfur. Blaðamaðurirm j bað Goate að segja sér frá atburð- inum. Eg skal reyna að gera það eins vel og eg get«, sagði Goate, »en yður að segja, þá finst nrér | enn þá, sem þetta geti ekki verið veruleiki; mér finst þetta alt saman vera eins og ljótur draumur og eg er hræddur við að hugsa til þess. Eg ímynda mér, að klukkan hafi verið um þrjá stundarfjórðunga yfir tíú. Eg og konan mín vorum hátt- uð, þegar við heyrðum fyrsta há- vaðann. Við héldum, aðf hljóðið væri frá bifreið, sem færi eftir göt- unni íyrir utan, en svo tókum við eftir þvi, að svo var ekki, því að bæði heyrðum við að hljóðið fjar- lægðist ekkert og svo heyrðum við, að það var uppi yfir höfði okkar. Konan mín er mjög taugaveikluð og varð strax mjög hrædd, — eink- um um börnin, því að hún heldur að börnin okkar séu eiskulegustu börnin í heiminum, og eg er ekki viss um, að hún hafi svo rang- fyrir sér í því. Það eru Þjóðverj- ar, sagði eg við konuna mína. Hún stökk á augabragöi upp úr rúminu og hrópaði : »Guö minn góður ! Böinin, börnin!« Svo stökk hún út úr herberginu, óð af hræðslu. Eg man ekki vel hvað skeði næstu mínúturnar. Eg sá leiftur, húsið lék á reiðiskjálfi og ruggaði eins og skip í stórsjó; mér fanst likast því, sem eg væri staddur í lyftivél. Svo hrundi húsið eins og spilahöll, og hver einasta ögn, sem inni í því var, fór í smámola, og eg fann að eg va- kviksettur í rústunum. Ofan á mér lágu ógrynni af múr- steinum, og sót og múrsteinsryk fylti á mér öll vit. Eg gat ekki hrært legg eða lið, og ef eg reyndi að gera það, þá fanst mér sem allir múrsteinarnir myndu hrynja ofan á mig. Eg gat ekki gert mér grein fyrir, hvernig á því stæði, að eg væri ekki meðvitundarlaus, og datt í hug, að eg væri ef til vill dauð ur. — ég sannfærðist samt brátt um, að svo var ekki, því að eg fann, hvernig volgt blóðið rann niður í augun á mér og blandaðist saman við rykiö, sem þar var fyrii. Eg reyndi að kalla, en gat það ckki, af því að svo mikið lá ofan á brjóstinu á mér. í nokkrar sek- úndur var dauðaþögn, þá heyrði eg alt í einu konuna mína kalla : »Jack, Jack ! Bjargaðu mér, Jack ! Guð minn góður ! Bjargaðu börn- unum ! Hjálp !« Og satt að segja grét eg eins og barn yfir að vita 1 ana í hættu og börnin Iíka, en geta ekkert hjálpað. Eg grét af því að eg gat heyrt til þeirra, en þau ekki til mín. Loksins heyrði eg hjálparmennina koma, þ. e. a. s. eg heyrði þá ganga eftir múrsteina- hrúgunni, sem ofan á mér lá, og heyrði þá segja: »Þau hljóta að vera dauð«. Svo heyrði eg að þeir fóru að róta til í hrúgunni og loks- ins komust þeir ofan að höfðinu á mér. Einn maðurinn stóð á brjóstinu á mér og hrópaði: »Guð minn góður«, þegar hann sá mig, en eg sagði honum_ að hugsa ekki um. mig, en leita heldur að kon- unni og börnunum, og svo leið yfir mig, Þegar eg raknaði við, stóðu margir menn í kringum mig og ruddu frá mér grjótinu; eg spurði þá strax eftir konunni minni og börnunum, og þeir sögðu mér, að konan mín og Ethel mín litla væru báðar heilar á húfi, en um Percy minn gátu þeir ekki, en eg skildi undir eins hvers kyns var, að hann var dáinn. Eg fann, að eg hafði enga ástæðu til að kvarta, fyrst guð hafði verið svo góður að lofa mér að fá aftur konuna og Iitlu stúlkuna mfna. Samt sem áður finst mér þetta vera heldur hart. AUir fjórir bræður mínir eru í hernum og Percy var eini dreng- urinn minn — elsku drengurinn nsinn«, Augu vesalings föðurins fyltust tárum, sáraumbúðirnar á höfðinu á honuni vöknuðu, en höfnðið hneig aitur á bak niður á koddann. Leikfélag líeykjavíkui' Syndir annara verða leiknar sunnudagskveld 7. febrúar. kl. 8. Aðgöngumiða má panta í ísafold í dag og á morgun. Þá verður að sækja fyrir kl. 3, daginn sem leikið er. Afmæli á morgun. Þórarinn Jónsson alþm. Halldór Daníelsson yfirdómari Guðrún Jónsdóttir frú Magnús Benjamínsson úrsm. Arngrímur Jónsson ökum. Einar Þórðarson skósm. Veðrið í dag: Vm. loftv. 736 sa. gola h. 3,0 Rv. * • (i 737* lógh * “ 1,3 íf. «< 737 logn “ -1,5 Ak. «( 738 ssa. a.v. “ 3,0 Gr. « 7 QÍrt: kúl “ —3,0 Sf. ií 743 logn “ 5,1 Þh. «« 749ssv.kaldi“ 6,0 Jarðarför Jóhönnu Magnúsdótt- u r frá Reykholti, sem lést 2. þ. m„ fer fram á morgun kl. 12l/2 frá i Kennaraskólanum. Botnía fór frá Leith í gær. i ! Stat, fisktökuskip Duusverslunar, mun fara til Ayr á Skotlandi í nótt eða fyrramálið. i I Ceres var um kyrt á ísafiröi í gær, fór | þaðan í morgun. General Gordon Englendingar eru stórreiðir yfir því, að Þjóðverjar skuli ráðast á a óvíggirtar borgir, sem enga hern- aðarþýðingu hafa, en Þjóðverjar stgja, að Englendingar geri það sama, þegar þeir geti. — »Ýmsir eiga högg í annars garði«. Afmæli i dag. Valgerður Jónsdóttir frá Hreiðri. Kristine, fiskflutningaskip Edinbörgar, fór í nótt til Liverpool. heitir írskur botnvörpungur, sem um langan aldur hefir stundað fisk« veiðar hér viö land og á er ís- lensk skipshöfn, utan tveir menn. Hefir skipið legið hér á höfninni undanfarna daga og beðið leyfis til heimfarar. í gær fekk skipstjóri þaö svar, að úr því íslendingar væri á skipinu, þá yrði því eigi leyft að sigla til breskrar hafnar. Hlýtur því skipið að halda hér kyrru fyrir að svo stöddu. Syndir annara, eftir Einar Hjörleifsson, verða Ieikn- ar í fyrsta sinn á sunnudagskveldið kemur (sjá auglýsing hér í blaðinu).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.