Vísir - 12.02.1915, Side 2

Vísir - 12.02.1915, Side 2
V I 51 R ..i ini.ruv . Húsfreyjuþusur. E f t i r Douglas Jerold. II. [Caudle og konan hans höfðu gengið sanian á götu, þá mættu pau konu, sem var yngri og öllu fríðari en frú Caudle, hún heilsaði hr. Caudle.] »Eg ætti víst helst að loka mig inni alt mitt líf, fyrst eg má ekki koma svo út á götu, að eg verði ekki fyrir einhverri móðgun. Ha! Ó, þú þarft ekki að segja mér, að láta þig í friði! Hvað þú getur verið óforskammaður. Það er heldur þokkalegt, að eg skuli aldrei geta gengið meö þér. — það er þó ekki svo oft sem það kemur fyrir, — svo að tilfinningar mínar séu ekki meiddar af allskonar tólki. Þvílíkar drósir! Um hvað er eg að rífast? Ó, þú veist það vel — já, vissulega veistu það, hr. Caudle. Það er víst falleg drós, að hneigja sig svona fyrir manni, sem er á gangi með konunni sinni. Ó, þú þarft ekki að segja mér, að það sé fröken Snotra, — hvaö varðar mig um fröken Snotru ? Ó-ó-ó .... Svo þú hefir hitthana einu sinni eða tvisvar heima hjá bróður hennar? Já, eg þori að fullyrða að þú hefir hitt hana — það er ekki mikill vafi a því. Mér hefir lengi fundist það hús vera einkennilega aðlaðandi fyr ir þig, — nú veit eg! Það er ekki til neins fyrir þig, hr. Caudle, að fara aö tala hátt og baða út öllum öngum, eins og þú værir saklaus, sem nýfætt barn — þú blekkir mig nú ekki lengur með þess konar. Nei, sú var tíðin að eg var asni og trúði öllu, en — guði sé lof — eg er liætt því. Það er lagleg drós! Þú heldur að eg hafi ekki séð að hún brosti þegar hún kinkaði til þín kollinum! Já, eg veit hvað hún hefir álitið að eg væri, náttúrlega aumingja giey sem alt mætti bjóða. Eg get svo sem getið því nærri. Nei, — þú þarft ekki að segja það, hr. Caudle. Eg sé ekki alt af meira en allir aðrir, — en eg hvorki get né vil lokað augunum, þó það væri óneitanlega þægilegt fyrir þig að eg gerði það. Eg niá svei mér hafa augun hjá mér. Eg er viss um, að ef kona vill láta vissan mann veita sér eftirtekt og virða sig, þá er ekki best að vera gift honum. Eg hefi alt af haldið að svo væri, en nú sveik það mig. Nei, eg skammast mín ekki fyrir að tala svona, — vissulega ekki. Góðog elskuleg stúlka! Já, eg er ekki í vafa um að þér finnist hún vera elskuleg. Þú sást víst ekki hattinn, sem hún var með? Ó-já, besta stelpa! Og þú hélst að eg sæi ekki málið á andlitinu á henni. Þú sástþaðekki? Það getur meir en verið. En eg sá það. Mjög elskuleg, það er eg viss um! Hvað segirðu? Kom eg henni til að roðna með því, hvernig eg lét? Mér hefði þótt gaman að sjá hana roðna. Það hefði víst verið heldur erfitt fyrir roðann að komast í gegnum alt pað mál, sem var á kinnunum á henni. hr. Caudle. Nei, eg sé ekki alt það versta, hr. Caudle — alveg öfugt. Nei, þú mátt gjarna hóta mér því, að stökkva á fætur, ef þér líst svo. — Nú s k a 1 eg tala. Eg veit vei hvað litur er og eg segi það v a r mál. Eg man það, hr. Caudle að e g hafði einu sinni fallegt hörund, þú hefir náltúrlega gleyrnt því fyrir löngu síðan, mig minnir, að eg hefði fallegan hör- undslit áður en breytni þín eyði- lagði hann. Áður en eg þekti þig var eg kölluð »Liljan og Rósin«; — að hverju ertu að hlægja! Eg sé ekkert hlægilegt. En það er ; sem eg segi, allir eiga að vera konunni þinni freniri. Og eg get ekki gengið með þér úti, án þess að allar stelpur kinki til þín kolli! Hvað átt þú við með »allar stelpur«, þegar það er einungis fröken Snotra? Það er ó- mögulegt við þig að tala. Hvernig á eg að vita hverjar heilsa þér, þegar eg er ekki með þér? Auðvitað allar. Og ef þær líta ekki á þig, þá glápir þú á þær. Ó, eg er viss um að þú gerir það! Þú gerir það jafnvel þegar eg er með þér, hvað þá heldur þegar eg er hvergi nærri. Ó vertu ekki að þessu Caudle — vertu ekki að ncita þessu. Það er nú komið svo illa fyrir þér, að þú veist ekkert hve- nær þú gerir það eða gerir það ekki. En eg veit það. Fröken Snotra! Hvað segir þú? Þ ú v i 11 e k k i s i t j a u n d i r því, að eg tali illa um þá merku stúlku á bak. Auðvitað tekurðu málstað hennar! Reyndar er ekki víst, að hún sé svo mikið í sökinni. Hvernig á hún að vita að þú sért kvæntur. Aldrei sést þú utan gátta með kon- unni þinni — aldrei nokkurn tíma. Það sem þú ferð, ferðu einsamall, Auðvitað heldur fólk að þú sért piparsveinn. Hvað segir þú? Veit e g v e I aö þú ert það ekki? Það er nú sama, — en hvað held- urðu að fólk haldi, þegar eg sést aldrei með þér. Aðrar konur fara út með mönnunum sínum, en það er eins og eg oft hefi sagt, eg er ekki eins og aðrar konur. Hvernig veit eg að þú e r t a ð f I i s s a . Og vertu ekki að þessu, eg finn hvernig koddinn hreyfist. Nei, þú tekur mig aldrei út með þér — það veistu. Nei, það er ekki mér að kenna. Hvernig getur þú sagt það? Ó, svo kemur þú altaf með afsakanir. Þú hefir nóg af þeim. Þú segist vera orðinn þreyttur á að biðja mig að koma út, af því eg beri altaf eitlhvað í vænginn, Auðvitað get eg ekki farið út, þegar eg lít út eins og fuglahræða. Og þegar þú biður nig um það, þá veistu vel að hatturinn minn er' ekki í lagi — eða kjóllinn minn er eaki heima, eða að eg get ekki yfirgefið börnin, eða eitthvað ann- að heldur mér heima. Þú veist þetta vel áður en þú biður mig að koma með þér. Svona ertu. Og þegar eg fer út með þér, þá er eg viss með að líða fyrir það. Já; þú þarft ekki að éta eftir mér. Eg líð fyrir þaö! En þú heldur að eg hafi engar tilfinningar, þú heldur að enginn hafi neinar tilfinningar nema þú sjálfur. Já; eg gleymdi: Fröken Snotra líklega — jú, hún hefir þó líklega tilfinn- ingar. Það er eins og eg oft hefi sagt, þaö er ekki nema eðhlegt, að fólk áliti að eg sé dæmalaus asni. Eg er líka alveg viss um, að eg er alment álifin að vera óttalegur þorsk- haus, sem enginn vill líta við. En eg vissi það vel, að þú hlaust að hafa einhverja ástæðu til að sitja kvöld eftir kvöld til klukkan ellefu heima hjá bróður fröken Snotru — hú hefir ekki hugsaö mikið um það, þótt eg sitji heima og bíði eftir þér —. Eg veit að þú værir þar ekki á kvöldin, ef þú hefðir ekki einhverja ástæðu1 Nú veit eg hvað dregur þ:g þangað. Já, mér er alveg sama, þó þú bölv- ir, hr. Candle. Ef eg væri ekki kvenmaður, þá ætti eg að réttu lagi að blóta. En þetta er líkt ykkur karlmönnunum. Þið kallið ykkur herra sköpunarverksins. Ekki ósnotrir herrar! Og svo gerið þið konurnar ykkar að þrælum. En nú heimta eg skilnaö hr. Candle; og svo skal eg láta allan heiminn vita hvernig þú hefir farið með mig. Má eg segja hvað s e m e g v i 1 ? Nei! hr. Candl , þú getur nú ekki farið þannig með kvenfólkið! Því að mér dettur ekki í hug að taka nokkra ábyrgð á því sem eg segi. Svo það var fröken Snotra! Já, einmitt! nú sé eg alt san.an. Nú rennur upp ljós fyrir mér. Nú veit eg hvers vegna þú baðst mig að bjóða henni og mágkonu henn- ar og bróður, að drekka te hjá okkur. Og eg asninn, að hafa ætlað mér að gera þetta. En nú hafa augu mín opnast, eins og eg hefi áöur sagt! Svo að þú ætlað ir aö koma með hana undir mitt eigið þak — ó, það er ekki til neins fyrir þig að láta svoua — þú ætlaðir að koma með hana inn í húsiö þar sem....................... »Nú«, segir hr. Candle, »gat eg ekki þolaö þetta lengur. Eg stökk upp úr rúminu og svaf hjá börn- unum«. (T. H. þýddi). SAMIN ENSK VERSLUNAR- BRÉF, AFRITAÐIR SAMNINO' AR O. FL. - FÆST HVORT HELDUR VILL SKRIFAÐ EÐA VÉLRITAÐ. LEIFUR SIGURÐSSON. LAUOAVEO 1. Det kgl octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr. N. B. Nielsen. Úr bréfi frá Sandgerði. 8. febrúar 1915. „Héðan ganga nú til fiskjar 25 vélbátar. 10 af þeim eru „kútters bygðir“, hinir „tvístöfnungar*, margir þeirra eru góð skip og traustbygð. Er það víst vegleg- asti vélbátafloti hér við land frá einni verstöð. Aftur eru húsa- kynni hér helst til lítil. Aflaföng hafa verið ágæt, þegar gefið hefir Margir af bátunum þegar búnir að afla 4—7 þúsund af góðum flski“. Úr bréfi úr Borgarfirði. — — Talsvert hefir orðið vart við lungnaveiki í sauðfé á Hvann- eyri, eru dauðar um 20 sauð- kindur og talið líklegt að fleiri muni veikjast. Veikin lýsir sér á þann hátt, að féð fær deyfð og verður nær bráðkvatt þegar ber á deyfðinni. þegar kindin er skorln, kemur í ljós, að lungun eru full af ormum, sem jafnvel ^ru svo stórir, að þeir eru búnir að éta sig gegnum lungun út í vöðvana á bógnum, eftir að kind- in er dauð. Sumir þessara orma eru alt að alin á lengd. — í fyrra vetur kom veiki þessi fram í fé hjá Einari bónda Hjálmssyni í Munaðarnesi í Stafholtstungum og drap hún þar all-margar kindur, Ekki hefir veikinnar orðið vart á fleiri bæjum, svo að menn viti, Breskt skip sekkur. (Eftir enskum blöðum). Frá Havre er símað þann 31. janúar: f morgun um dagmálaskeiðið, þegar eimskipið Tokomaru var statt 8 mílur undan Cap de la havre, norðvestur af Havre, kom upp ógurleg sprenging í skip- inu, og veit enginn enn þá, um orsökina til hennar. Botnvörpungur einn frá Bou- logne var þar nærstaddur, og kom þegar til hjálpar. Barg hann allri skipshöfninni — 57 manns — og flutti hana til Havre, seinna um daginn. Hálfri annari stundu eftir sprenginguna, sökk Toko- maru með öllum farmi, sem var 97,000 sauðarföli, aðrar vörur sem voru 15C0 sterlings punda virði og mikið af klæðnaði, sem nauðstöddum Belgum hafði ver- ið sendur frá Nýja Sjálandi. Tokomaru var 6,238 smálestir og bygt árið 1893. frá J, Schannong. Umboö fyrir fsland : Gunhild Thorstefnsson, Reykjavík. Lesið auglýsingaruar í Vísi og verslið við þá sem í honum auglýsa. Þar fáið þið bestu kaupin.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.