Vísir - 07.03.1915, Page 2

Vísir - 07.03.1915, Page 2
VISIR Suður í Kaukasusfjöllum berjast Rússar og Tyrkir. J>ar er landslag víða fagurt, en ógreitt yfirferðar, *svo að varla verður miklu liði eða góðum vopnum við komið. Eigast þar mest við smá- sveitir og skjóta hverjar á aðrar úr felum þar í fjallaskjólunum. — Á myndinni hér að ofan sést ein slík njósnarsveit tyrknesk, sem er á verði í klettunum. m ÍBÍJÐ 3—4 herbergi með eldhúsi og geymslu óskast frá 14. maí. Upplýsingar gefur M. Jörgfin Hansen hjá Zimsen m m m M Hljómleíkar Theodórs Árnasonar fiðluleikara verða endurteknir í Gamla Bíó —' í dag kí. 4 síðd. — Aðgöngumiðar verða seldir þar ettir kl 2 og kosta 1 krónu. Tyrkir i launsát. Smávegis ftá ófriðinum. j Annálsvert skot. Þýskur hermaður nokkur stóð einu sinni sem oftar í skotgryfju og var að miða á Frakka, sem hann sá bregða fyrir í skotgryfjum óvin- anna. Færiö var svo sem 70 stik- ur og varla nokkur leið, að hann misti marksins. Á næsta augna- bliki á skotið að ríða af. í því kemur skot aö handan og maður- inn hrasar við aftur á bak. Hann rankar þó brátt við sér aftur, og sér þá, að brotin er byssa hans um lásinn og skothyikið, og hafði nún | slegið hann og brotin blóðgað hann j illilega í framan. Hann skoðar nú j byssuna og finnur aftast í hlaupinu skotin tvö, klest saman, en að fram- an sást varla neitt á byssuhlaupinn. Hér var ekki um að villast, af til- viljun höfðu mennirnir miðað svo hái nákvæmlega hvor á annars byssu- hlaup, að kúla Frakkans, sem varð fljótari til aö hleypa af, hafði runnið inn eftir endilöngu byssu- hlaupi hins, kveykt þar í af árekstr- inum og sprengt byssuna. Þetta gat nú auðvitað ekki orðið, ef skotið hefði geigað eina hársbreidd frá stefnunni, en svo er eWki nóg með það. Kúlan hefði aldrei kom- ist inn í gegnum hlaupið, ef ekki hefði einmitt staðið svo á, að franska byssuhlaupið var svo út búið, að það sneri kúlunni um möndul henn- ar til vinstri handar, en þýska byssuhlaupið sinni til hægri. Þannig hitti kúlan fyrir sér sömu snúnings- skilyrðin á leiöinni aftur eftir þýsku byssunni, sem hún hafði áður haft. — Þykir þetta skot eins dæmi í hernaðarsögunni. Einkennileg atvinna. í bæ einum í Idaho í Ameríku á heima Þjóðverji nokkur, tröll að vexíi og heljarmenni að burðum. Hehr auðug kona nokkur (sjáltsagt Þýsk) keypt hann til þess, að fara út á stræti og gatnamót, hvenær sem fregnir berast um þýska sigur- vinninga, og lýsa þeim þá með háu hrópi fyrir götulýðnum. Nú eru þarna margir Englendingar, sem þo/a þetta illa. Verða þá iílog og síðan stefnufarir, og það stundum oft á dag. En kerla borgar allar sektir fyrir manninn, og byrjar hann jafnharðan á nýjan leik, er hann hefir verið keyptur út. — Þyska blaðið, sem segir þessa sögu, bætir því við, að vonandi lemji þessi þýski risi sleitulaust á Bretunum þar vestra. Farfuglar teptir. Allir vita það, hve reglubundnar eru ferðir farfuglanna eftir lands- lagi og árstíðum. Nú hafa menn tekið eftir því merkis-fyrirbrigði, að þeir fylgja ails ekki áætlun þar sem barist er. Þeir sitja heldur kyrrir þar, sem þeir eru aldrei van- ir að vera um þann tíma árs, en að hætta sér inn í ósköpin. Hindenburg æfla Þjóðverjar alveg að kæfa, svo mikið láta þeir með hann, sem von er. Meðal annars yrkja tónskáldin svo mörg lög um hann, að hann hefir haft við orð að fara að láta þau safnast fyrir og láta svo syngja fyrir sér mörg í einu! ' Viðskifti við Rússa. Svo sem áður hefir verið drepið á hér í blaðinu, hugsa Rússar sér nú að steinhætta öiium viðskifturn við Þjóðverja framvegis, og þarf i ekki lítið til þess, að fylla það skarð, því að mest af aðfluttum vöruin hafa þeir þaðan fengið. Oegnum borgina Riga við Eystrasalt ganga t. d. 17,5% af aðfluttum vörum til alls Rússaveldis, og þriðjungurinn af því öllu saman var frá þessum löndum árið 1913. Nú vilja Rúss- ar meða! annars auka mjög viðskifti sín við Svíþjóð og Noreg. Fengu kaupmenn í Riga norska menn til þess, að haida þar fyrirlestur urn líkur þær, er væru til innflutninga T1 frá Noregi eftir ófriðinn. Varð það út úr þessu, að 25 meiri háttar kaupsýslumenn tóku sér ferð á hendur til Noregs til þess að rann- saka máliö. Létu þeir vel yfir því, þegar þangað var komiö, hvernig þeim litist á horfurnar, og þóttust margt geta fengið hjá Norömönn- um, sem þeir þurfi á að halda. ör umræðum bæjarstj. 4. mars. jBygging á Eiði. Um hana hafði verið rætt áður í bæjarstjórninni, en málinu þá ver- ið vísað aftur til fasteignanefndar. Magnús Helgason skýrði frá geröum nefndarinnar, hafði hún leitað sér upplýsinga um það, hvað kosta myndi að láta byggja nýtt íveruhús úr steini á jörðinní o. fi. Þegar bærinn keypti jörðina, var íbúðarhúsið metið á 500 kr. og jarðeignin öll keypt fyrir 3800 kr. Þeir samningar hefðu verið geröir við seljanda, að byggja honum jörð- ina upp á lifstíð, gegn 150 kr. af- gjaldi á ári. Síðar hafi eignin Skaft- holt verið lögð undir jörðina, og keypt fyrir 300 kr. og við það hati ársieigan stígið upp í 187 kr. Nú væri i ábúandinn, fyr eigandi Eiðis, orftinn hrumur og blindur, en þá hafi honum iagst það til, að Baldvin Sigurðsson, sá er nújthéldi jörðina, hati gengið inn í leigu- samninga hans og undirgengist að annast gamla manninn. En þar eð það hefði komið í|ljós,_að húsin væru nú orðin óhæf híbýli fyrir nienn að vetrarlagi, vegna kulda og annara annmarka, þá hafi Baidvin ætlað sér að byggja nýtt íbúðar- hús, með þeim skilmálum, að bær- inn keypti það, ef hann yrði að flytja af jörðinni; en þá kom í ljós, að hann gæti eigi fengið lán út á þá húseign, sem hann ætti ekki lóð undir. Þess vegna hafi hann nú snúið sér til bæjarstjórnar með mál- ið. í því lægi tvent fyrir, annaðhvort að bærinn tæki aö sér húsbygg- inguna, eða jörðin legðist í eyði. Fasteignanefndin væri sammála um, að leggja heldur í þann kostnað, að byggia nýtt íbúðarhús þar, þótt hún telji það víst, aö leigja mætti eignina húslausa, en dæmin hefðu sýnt, að jaröeignir, er þannig væru leigðar út, væru á fáum árum nær eyðilagðar af órækt. Nefndin hefði því fengið úttekt- armenn Seltjarnarneshrepps, til að segja sér, hve mikið álag þeir myndu meta á hús jarðarinnar, ef þeir væru beðnir að taka hana út. Svar þeirra væri: að álag á íbúðarnúsið myndu þeir meta 1600 kr., og á fjósið 250 kr. (heyhlaða ekki talin), alls 1850 kr. Núverandi íbúðarhús mátu þeir 400 kr. virði. Þetta álag kvaðst ræðum. álíta bæinn skyldan að leggja frafn, ef byggja ætti jörðina. Baldvin hefði og talið sig fúsan til, að byggja upp húsið, ef hann fengi þetta fé. En við það væri þaö aö athuga, að bærinn hefði þá eigi hönd í bagga, með húsbyggingunni, og svo gæti farið, að með því eignaðist B. ■

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.