Vísir - 09.03.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 09.03.1915, Blaðsíða 2
V I S I R Úr þýskum blööum. Nauðung? Pegar Pjóðverjar voru lengst komnir inn í Frakkland í haust, segja þýsk blöð eftir fregnum írá Spáni að Frakkar hafi verið að því komnir, að semja frið við þá fyrir sitt leyti. Áttu þeir þá að hafa heitið á sendiherra eins af hlutlausu ríkjunum, Spánar, til þess að ganga milli, en hon- um varð ekki annað fyrr fyrir^í fátinu, en að trúa sendiherra Breta þar í París fyrir leyndar- málinu. Var það þá auðvitað samstundis komið leiðina sína til Englands, og Kitchener af stað til Parísar, og hafði hann átt að hóta því, að láta ensk | herskip, skjóta þegar á vestur- j strönd Frakklands, ef Frakkar 1 dirfðust að semja frið einir sér. ; Þetta átti að hafa hrifið, og þann- ig að vera til komnir samningar bandamanna um það, að fylgj- ast alllr að, til enda stríðsins. -- Sendiherrann spánski segja Þjóðverjar að þegar hafi verið rekinn frá stöðu sinni fyrir klaufa- skapinn. Hafi það vakið tals- ! verða eftirtekt, er hann lét af starfinu, en orsökin ekki vitnast fyr en seint og síðar meir. — Blaðið »Schlesisch Zeitung« hef- ir þau orð um þetta, að síðan sé Frakkland ánauðugur þræll Englands. Önnur saga. Sú saga gekk og um meðal þýskra blaða fyrir nokkru, að herinn, sem Bretar voru að safna heima fyrir, ætti alls ekki að fara til Frakklands, eins og látið hefði verið í veðri vaka, heldur ætti að flytja hann til Hollands og koma svo aftan að Pjóðverjum í Belgíu. Auðvitað hefði þetta verið hið hroðalegasta brot á hlutleysi Hollands, enda sögðu Pjóðverj- ar að Hollendihgar hefðu aukið vígbúnað sinn þessa vegna. þótt þagað hafi verið um orsökina. Bretar hafi hætt við þeíta vegna kafnökkva-árásanna, annars hefðu þeir þegar rofið hlutleysi Hollands. »Bresk hræsni«. Þenna ræðukafla hafa þýsk blöð eftir presti nokkrum ensk- um, Canon Inge að nafni í Páls- kirkjunni í Lundúnum: »Vér Eng’endingar höfum ald- rei blótaðþennastríðs-Mólokkeis- arans. Vér höfum eigi aukið vígbúnað vorn meir en svo, sem vér þurftum til þess, að sjá oss borgið. Má vera að vér hljótum þau laun fyrir, að eins fari fyrir þessari Pálskirkju og dómkirkj- unni í Reims og eins fyrir há- skólaborg vorri, Oxford, og Lou- vain o. s. frv«. Út af þessu benda blöðin á það, að ef menn lesi hluthafa- skrá félags þess, sem á Vickers- Maxim vopnasmiðjurnar ensku, þá muni þeir finna nafn prests þessa, auk þess sem hann sé og riðinn við aðra stóra, enska Engum seg - Engum seg firá sorgum næmum. Sálarinnar eykur kvöl, séu menn aö deila og dæma um, daga þá, er skópu böl. Ef að þú við sorgir sættist, sárin gróa, harmur deyr, svo að fullu bölið bættist, benjar snerti enginn meir. M. G. vopnasmiðju, Armstrong Wit- worth & Co.. ásamt mörgum fleiri stéttarbræðrum sínum, erki- djáknum, biskupum og forsprökk- um kristilegs félags ungra manna. En best af öllu sé þó það, að Vickers-félagið eigi mikið í sprengismiðjumAusturríkismanna í Triest, og hefir því kierkur þessi og kunpánar hans grætt á morðvélum þeim, sem nú eru notaðar til þess, að sökkva bresk- um skipum. Churchill skammaður. »NeueHamburgerZeitung« seg- ir eftir fregnum frá Amsterdam að í neðri málstofu breska þings- ins hafi verið ráðist á Churchill ráðherra af mikiili grimd, fyrir fákænsku hans eða skeytingar- leysi í stjórn flotamálanna, þótt ensku blöðin þegi um það. Gerðu það einkum þingmenn frá hafnarborginni Portsmouth, Ber- esford lávarður og Falle útgerð- armaður. Hömuðust þeir eink- um að honum út af herskipa- i tjóni Breta; sögðu eftir fróðurn mönnum, að það væri hreinasti óþarfi, að láta kafbáta granda stórum vígskipum, ef þau færu með fullri ferð og hefðu varn- arskip sín með sér. Petta hafi [ verið vanrækt, þegar »Formid- ! able« var sökt, og þyrfti að halda j herréttarrannsókn í því mál:, og | reyndar hvenær sem skip færist. Hlakka þýsk b:öð yfir því, að ráðherrann megi renna þessum aðfinslum niður. Að varpa steinum er svo undur hægt, og æði margir temja sér það helst, þegar þeir bu- ast við eða vita, að margir kasta í sama stað, en enginn kastar aftur. Þær eru víðar en hérna hjá Skóla- vörðunni slíkar steinahrúgur. Það hefir oftar verið kastað steinum að látnu fólki en Steinunni frá Sjö- undá. Eg ímynda mér, að jafnvel þótt dauðir menn kunni að vita í mann- heim, þá sé þeim flestum sama um slíka steina — alveg eins og um skjallið, — en óþægilegir hljóta þeir að vera eftirlifandi ástvinum þeirra. En fáir munu svo gerðir, að þeim sé sama um að vera grýttir lifandi, og má þó margur verða fyrir því. Það byrja snemma mannamein ; og þau gætu stundum, fatæku börn- in, bæði hér í bæ og víðar, sagt frá því, hvað steinkastið er tilfinn- anregt, þegar börn efuaða fólksins eru að benda á bæturnar á flíkum þeirra og segja: »Nei, sko garmana, sem þessi er í! Sá er ræfill! Sú er ljót!« o. s. frv. Fátækri móður verður skapþungt, er barnið hennar kemur inn grát- andi tír leiknum eða skólanum og tjáir henni slík ummæli. Satt er það, að börnum er sjaldn- ast fullljóst, hvað siík keskni er ijót og ánrifarík ; en vel mættu aðstand- endur stríðinna barna taka fastar í taumana, en oft er gert, þegarkeskn- in miðar að því, að þyngja þá byrð- ina, er áður var full erfið, og að varpa steinum að þeim, sem áður var særður eða limleslur. Þau finna til sultar síns, fátæku börnin, þótt enginn hlægi að þeim fyrir, og þau sjá alloft full vel »garmana« sína, þótt enginn bendi á þá með háðglotti. — — Það eru fleiri grýttir en börnin. — Eg man mann, sem kom hér til bæjaríns rétt eftir aldamótin og reyndi að ^erast brautryðjandi nýs ; starfs, sem ýmsum þótti viðsjárvert. í Það var vitanlega varað við starfi hans leynt og Ijóst, og er ekkert um það að fást. Hvert nýtt starf j hlýtur að verða fyrir aðfinningum, og er veigalítið, ef það þolir það ekki. — En nitt var lítilmannlegra, að jafnframt var logið á manninn sjálfan ýmsum lýtum, sem honum þóttu svo niiklar^fjarstæöur, að hann hirti ekki að bera af sér, og hafði ekki skap til að kasta steinunum aftur, en því meinlausari sem hann var, því ákafar rigndi steinunum. En eftir fáein ár rak hann sig á það hvað eftir annað, að þorri ó- kunnugra trúði allflestum lygasög- unum, og kæmi bann í fjarlægt hér- að, var fólkið þar hissa á, að hann skyldi vera »nokkurn veginn eins og aðrir menn*. Þá fgr hann að svara fyrir sig, og þá hættu lítilmennin að varpa steinum að honum, nema þegar þau gátu alveg verið í skuggan- um. — — — — Dæmin eru mörg. Mér kemur í hug annar maður, sem farið hefir margoft um landið til að vinna að málefni, sem ágrein- ingur er um. Eg ímynda mér, aö saklaust sé að nefna nafnið; hann hefir nýlega verið nefndur á prenti til að kasta í hann steini um leið. Maðurinn er Sigurður Eiríksson regluboði I. O. G. T., og steinninn, sem eg sérstaklega hafði í huga, var i brag Sveinbjarnar Björnsson- ar, sem þeir Hjalti og Pétur eru að deila um. Það er svo sem ekki í fyrsta sinn, sem reynt er að grýta þann mann, þegar mönnum gremst, hvað málefnið, sem hann vann að, tók miklum framförum. Um að gera að reyna að tor- byggja manninn og Ijúga því á hann, að hann drykki sjálfur, þótt hann varaði aðra við drykkjuskap. Hónum hefir líklega sjálfum fund- ist, eins og mörgum kunnugum, þetta vera svo mikil fjarstæða, að óþarfi væri að andmæla því opin- berlega og taka dálítið í lurginn á einhverjum sögumanninum. — En þá fjölgaði steinunum um helming, — nóg var litilmenskan aðhagnýta sér meinleysið, — og vjtanlega urðu margir til að trúa ; enda urðu sögu- mennirnir alt af öruggari, þeir »sáu það sjálfir«, »vissu það upp á sína tíu fingur« og bjuggu stundum til smellnar »históríur« til að færa sannanir að máli sínu. Fyrir skömmu bar það t. d við hér í bæ, að 2 eða 3 ungir menn ruddust druknir inn á skemtun, sem stúka hér í bæ hélt til ágóða fyrir fátækan sjúkling. Bæjarfógeta mun hafa verið tilkynt þetta, en piltarnir höfðu fengið áfengið með »ærlegu móti«, og svo var það mál úti. En steinkastendur reyndu undir eins að nota tækifærið til að búa til lygasögur, og ein þeirra kom til Akraness fyrir fám dögum og hljóðaði svo, að 12 templarar hefðu verið ölvaðir á stúkuskemtun í Reykjavík, og Sigurður Eiríksson þó allra druknastur, bæjarfógeti hefði orðið að skerast í leik og sektað stúkuna fyrir fyllirí meðlima henn- ar(!!!). — Vitanlegg tók sögumað- ur ekki tillit til þess, að S. E. var alls ekki við þessa skemtun né meö- limur stúkunnar. — Og þegar sag- an kemst vestur eða norður býst eg við, að allir »þessir 12« verði nafngreindir, og þá nefndir tómir þjóðkunnir templarar, og líklega bætt við, að lögreglan hafi orðið að setja þá alla »í Sleininn« fyrir drykkjulæti. •— Hæpið er raunar, að því verði trúað víða, né sagan [ höfð í hámælum, meöan mennirnir i geta svarað fyrir sig, en þegar þeir eru dauðir, mætti ef til vill yrkja um það eða drepa á það urn leið og varað er við »bindindisofstæki«. Það er svo auðvelt að varpa stein- um að þeim, sem ekki svara fyrir i sig. En ekki er það óhugsandi, að »steinarnir« verði allir geymdir og i eigendur verði að bera þ- sjálfir j að lokum — þyngstu sporin. Úrsus. Ký m n i. Hann (í kirkjunni): Og nú hefi eg gleymt sálmabókinni. Hún: Hvað gerir það. Segðu mér heldur, hvort hatturinn minn hallast ekkí. Gefið til Samverjans, það j styrkir þá sem bágt eiga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.