Vísir - 06.04.1915, Side 3

Vísir - 06.04.1915, Side 3
VISIR U 3 *0 > ed to 'O O KAUPANG, því þar eru góðar vörur, en þó mjög ódýrar, t. d.: Kartöflur ágætar, pokinn 50 kgr.7 kr., ís!. smjör V, kgr. 90. aura, stumpasirz þetta marg eftirspurða, ódýrara en annarsstaðar. Ilð Séu stór kaup gerð, er gefinn mikill afsláttur. QTQ 0: r-*- c • / C/3 ÍO 4*. /Etíð birgðir 'fyrirliggjandi. )ofc*afc£ afe ftafcfcifciÉ*.afcJtefefejfc fcafc&atefcatefcif * W | Félagspi entsmiðj an f * Lítið í gluggana í Nýhöfn og þið munuð líta inn og kaupa. € íeysir fljótt og vei af hendi alls konar prentun, f. d.: Bréfhausa. Nafnspjöld. Reikningseyðublöð. Götuauglýsingar o. fl. o. fl. Margbreyít etur m w I X X ■m Afgreiðsla Visis er flutt á Hótel Island (neðstu hæð) Inngangur frá Vallarstræti. Boseombe- leyndardómurinn. Eftir >4. Conan Doyle. Frh. »Já, dyravörðurinn færöi mér það. Þér skrifið, að þér viljið tala við mig hér, til þess að koma í veg fyrir hneyksli.« »Eg hélt að það myndi vekja umtal, ef .eg færi til Hall.« »Og hvers vegna viljið þér tala við mig? Hann leit á vin minn með örvæntingarsvip, eins og spurn- ingunni væri þegar svarað. »Já», sagði Holmes, um leið og hann svaraði augnaráðinu, en ekki orðunum. »Það er rélt. Eg veit alt um Mc. Carthy.* Öldungurinn huldi andlitið í höndunum. »Guð hjálpi mér!« kall- aði hann. En eg segi yður það satt, að eg hefði ekki viljað láta gera unga manninum neitt. Eg legg þar við drengskap minn, að eg hefði sagt frá öllu saman, ef hann heföi verið dæmdur.« »Mér þykir vænt um það«,sagði Holmes alvarLgur. »Eg hefði gengist við öllu undir eins, hefði eg ekki hugsað neitt um dóttur mína; þaö hefði riðið henni að fullu. Hún afber ekki að heyra, að eg hefði verið settur í varð- hald.« »Nei, það er ófært, að til þess komi.« »Við hvað|eigið þér?« »Eg er ekki opinber uppgötvari. Mér hefir skilist, að dóttir yðar ósk- aði eftir návist minni hér, og henn- ar vega vinn eg, en auðvitað verð- ur aö frelsa Mc. Carthy yngra.« »Eg er þegar kominn á grafar- bakkann«, mælti Turner gamli. »Eg hefi þjáðst af sykurveiki í mörg ár, og læknirinn segir það mikið efa- mál, að eg hjari mánaðartíma ennþá. Þó vil eg heldur deyja heima hjá mér en í gálganum,« Holmes stóð upp og settist við borðið með penna í hendinni og margar pappírsarkir fyrir framan sig. »Viljið þér nú segja okkur alt af létfa; eg skal skrifa framburð yðar, og þegar þér hafið lokið máli yðar, þá undirskrifið þér og Watson skrif ar undir sem vitni. Ef í harðbakk- ann slær, gel eg sýnt játningu yðar, til þess að frelsa unga manninn; en eg Iofa yður að sýna hana því að eins, að í nauðirnar reki.« »Eg þakka yður fyrir, það er ágætt«, sagði öldungurinn; »það er hvort sem er mikið efamál, að eg lifi þangað til réttarhaldið fer fram, svo að mér má hér um bil á sama standa. Eg vildi gjarnan hlífa Atice við þessari skömm. Nú skal eg segja yður alt af létta. Sagan á sér djúpar rætur, en hún er fljót- sögð.« »Þér þekkið ekki Mc. Carthy þennan; en eg segi yður satf, að hann var ósvikið djöfulmenni. Guð forði yður frá að lenda í klónum á slíkum óþokka. Hafin hefir haft mig á valdi sfnu síðustu 20 árin, og hann hefir gerspilt áefi minni. Eg skal segja yður, hvernig á því stóð, að eg komst í klærnar á hon- um.« »Það var um miðja öldina í gull- námunum. Þá var eg ungur, geð- ríkur og léttúðugur og iét mér ekk- ert fyrir brjósti brenna. Eg lenti í vondum félagsskap, varð drykkju- maður, óheppinn með gullgröftinn og lagðist síöan út á eyðimerkur og gerðist blátt áfram stigamaður í almennum skilningi. Við vorum 6 í hóp og liföum villimanslega, óháðir og ánægðir. Einstaka sinn- um réðumst við á stöðvarnar og ræntum þær; en oftast réðumst við á hlaðna gullvagnana, sem gengu frá námunum. Svarti Jack frá Bal- larat var eg nefndur, og fólkinu í nýlendunuin er ennþá í fersku minni flokkurinn, sem kaliaður var Ballarat- ræningjarnir. Einu sinni fór gulllest frá Ballarat til Melbourne. Við sátum fyrir henni og réðumst á hana. Með henni voru 6 menn vopnaðir, og við vor- um líka 6, svo að atgangan var ekki neitt árennileg. En við vorum svo hepnir, að í fyrstu skothríð okkar féllu 4 menn úr liöi þeirra. Samt sem áður féllu þrír úr okkar liði, áður en viö gátum sigrast á óvinunum. Eg setti skammbyssu mína upp að enninu á vagnstjór- anum, sem var einmitt Mc. Carthy þessi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.