Vísir - 07.04.1915, Síða 2

Vísir - 07.04.1915, Síða 2
V 1 S 1 B VISIR kemur fyrst um sinn út kl. 12 á hádegi, Afgreiðsla blaðsins á Hótel j ísland er opin frá kl. 8—8 á hverj- Ium degi. Ritstjórinn er þar venjulega til viðtals frá kl. 1—3. Sími 400. — P. O. Box 367. ____________ Bretar heima fyrir. Röggsemi stjórnarinnar. Það var mesta áhyggjuefni Breta, er til ófriðarins dró, að þeir myndu ekki fá nóga menn í herinn, án þess að lögleiða landvarnar skyldu. Nú er dregið úr þeim áhyggjum að miklu leyti. Að vísu hafa Þjóð- verjar sagt, aö liðsöfnunin gengi illa, og haft um það mörg hæði- leg orð, en það er ofsagt. Lið- söfnunin hefir gengið svo, að Bret- ar eru ánægðir yfir þvf. En þá hafa tekið við önnur i áhyggjuefni, sem ekki voru betri. ; Þótt Bretar séu mikil iðnaðarþjóð, ætluðu þeir að lenda í standandi vandræðum með það, að sjá fyrir hergögnum, fyrst og fremst handa sínum her, sem altaf fór dagvax- andi, og svo til þess að hjálpa bandamönnum sínum um, sem voru enn þá ver staddir. Alt hugsan- legt var gert til þess, að örva fram- leiösluna, en ekkert ætlaöi að duga. Verst af öllu var þó það, að stöð- ugt bryddi á venjulegri óánægju og óiagi meðal vinnulýðs og verk- smiðjueigenda. Þjóðverjum og Þjóðverjavinum hefir að vonum orð- ið matur úr því, að svívirða Breta fyrir það, að þeir skuli geta verið að gera verkföll, þegar ríkinu liggi lífið á að unnið sé. Slíkt gæti ekki hugsast á Þýslcalandi. En þetta á sér alt eðlilegar orsakir. Bresk alþýða ersvo ólíku fjærstríð- inu sjálfu, þarna úti á eyjunurn, en hinar ófriðarþjóðirnar, og þegar lífsnauðsynjar hækka í verði, þá getur hún elcki. heldur en sig að drepa, slept sínum vanalega verk- falla-þvergirðingi gegn vinnuveit- endunum. Sá Breti, sem gerir verk- fall af því, að hann fær 15 shill. en ekki 16 í laun á dag, gerir það ekki af þvf, að hann sé minni föð- urlandsvinur, en Þjóðverjinn, sem ekki þekkir annan vilja, en stjórn- arinnar. Nei, hann hefir það til, að ganga í herinn syngjandi rétt á eftir og láta skjóta sig, fyrir einn shilling á dag. Bretinn er nú svona gerður. En þegar 10 þús. manna, sem unnu að hergagnagerð í Clyde, lögðu niður vinnu í hálfan mánuð, þá þótti stjórninni nóg kotnið, svo að hún tók sér þá svo að segja óskorað vald yfir öllum hergagna- smiöjum í landinu, lét segja upp öllum áður gerðum verkasamning- um við einstaka menn og félög og rak verksmiðjurnar til að vinna og bæði verkamenn og vinnuveitendur til að hlíta gerðardómi um hæð verkalauna. Að vísu vita menn ekki hvernig hún ætlar að veita dómum þeim gildi að lögum, ef annarhvor málsaðilja skyldi neita að hlýða þeim, en hún treystir því, að almenningsálitið muni leggjast svo þungt á móti slíku athæfi, að til þess komi ekki. Það er og sagt, að þetta tiltæki stjórnarinnar mælist vel fyrir. Menn séu orðnir leiðir á kvörtunum frá vinnuveitendum, sem ekki þykist geta borgað, og hafa þó meiia að gera, en verk- smiðjurnar komist yfir, og vinnu- lýð, sem heimti hærri laun og hafi þó tíma til þess og ráð á því, að hanga hálfa vikuna í kvikmynda- húsum og gildaskálum, þegar til sé aukavinna hvenær sem þeir vilja við henni líta. Almenningsálitið er að snúast í þá átt, að þeir láti 'verst, sem minst hafa um að kvarto, og því sé rétt að grípa til örþrifa- ráða til þess, að hafa hemil á þess- um óeirðarseggjum, svona í miðj- um stríðs-voðanum. Skjaldmeyjar, Breskar atkvæðakonur lenda í Le Havre. Einn blaðamaður hlutlausrar þjóð- ar hefir lýst því, er þær stigu á franska grund, bresku ssuffragett- urnar«, sem ætla að ganga í ófrið- inn. Honum farast meðal annars svo orð um þetta, sem hér segir: »Nýja skjaldtnærin enska hefir óviðráðanleg áhrif á menn, þegar af því, hve hræðilega alvarleg hún er á svip. Föt hennar eru úr sama efni og liðsmannanna. Svo er að sjá, sem flestir einkennisbúningar hafi verið sniönir eftir sama mál- inu, er hefir sýnilega átt við all- þrekvaxinn kvenmann. En nú voru að minsta kosti 400 af þessum 508 herkvendum skrælþurrar meykerl- inga-hræöur, sem vel heföu komist innan í hálfu minna fat. Fyrirmynd- in hlýtur og að hafa verið hávax- in og hreyfileg, og verða búning- arnir því »viðvöxt«. Hatturinn er lag- lega beygður og gengur oft niður yfir eyrun, en smellnan er þó klauf- in í frakkanum. Gegnum hana get- ur að líta leggi, sem koma manni í þá trú, að fólkið sé farið að svelta í Englandi. Skórnir eru svo víðir og breiðir, að konurnar geta ekki dottið og svo eru þeir járnaðir með hreinustu reginnöglum. Svo kemur nú sverðið og byssan, eða hvaða handvopn það nú er. Ef menn spyrja mig um aldur skjaldmeyj- anna, þá kemst eg í vandræði, kven- hælinn maður. Má vera að æsku- lýðurinn sé enn eftir heima og æfi sig undir verk sinnar köllunar á vígvelliniim. Það sem við fengum að sjá í Le Havre er hér um bil alt saman fyrir löngu komið á ör- væntingarárin. Skal þaö tekiö fram til þess að friða þýsku kvenþjóð- ina, að engin alvarleg hætta er á því, að þýskir hermenn láti glepj- ast, þótt þeir kæmust í nánari kynni við þessa nýju féndur. Aðeins eina tek eg undan, þá fallegustu af þeim öllum. Hún heit- ir Ellinor. Hún er þegar búin að skilja við einn mann og missaann- an, og áöur hún færi yfir til Frakk- Iands, hafði hún krafist skilnaðar við þriðja manninn sinn, af þvíað hann vill ekki verða við áskorun Kitcheners um að ganga í herinn, en er svo harðsvíraðt^ að láta heldur veslings konuna sína eiga það á hættu, að henni blæði út á vígvöllunum í Flandri. Ellinor er aöeins 27 ára að aldri og hatar Tækifæri til að kaupa góð húsgögn mjög ódýrt! Borðstofuhúsgögn. — Stórt »Buffet«, »Anretter«-skápur, stórt borð, einnig útbúið sem knattborð (öll knattborðsáhöld fylgja), skrautleg standklukka með príma verki, 8 stólar með ekta leðri, alt eik, skrautlega útskorið. Verð kr. 1200, — selt nú fyrir aðeins kr. 825. — Þessi húsgögn eru sem ný, hafa aðeins verið notuð í 4 mánuði. Setustofuhúsgögn »Empire Mahogni« með inngreiptum gulum viði. — 1 skápur, setustofu borð, 3 hægindastólar, 3 setustofu- stólar, 1 stór spegiil með hyllu, 1 súla með vasa, 1 mjög fallegt saumaborð, alt sem nýtt. Verð kr. 800, — selt nú aðeins fyrir kr. 450. Dagstofuhúsgögn úr mahogni, aðeins V2 árs gömul. — Mahogniborð með lausum hlerum, 3 stólar með grænu leðri, skraut- legur, þægilegur bókaskápur, 1 kantslípaður spegill, ílangur, 1 mahognihlíf með silki, dívan með þykkri plyssábreiðu, hvít gluggatjöld fyrir 4 glugga. Verð kr. 550, — selt nú að eins fyrir 325. 1 eikar setustofuborð »Rococo«, 2 setustofustólar með gulu silki, 1 eikarborð með inngreiptu skákborði, alt í óaðfinnanlegu ásigkomulagi. Verð kr. 220, — selt nú fyrir að eins kr. 125. »Herre« herbergishúsgögn úr eik. 1 fallegt stórt borð. 1 hægindastóll með egta leðri, 4 hægindastólar með skinni, 1 eik- arstúll með skinni, 3 smá eikarborð, Verð kr. 400, — selt nú fyrir að eins kr. 250. — Eitt 3 metra langt massivt mahogniborð, að eins kr. 110. —• 10 mahognihægindastólar með grænu leðri, seljast fyrir að eins kr. 25 — hver. 1 mahogni vinnuborð verður selt fyrir að eins kr. 40. — 1 mahogniborð með lausum hlerum, að eins kr. 10. — 1 mahogni saumaborð kr. 15. — 1 gólfábreiða kr. 40, önnur kr. 75. — 1 Ijósakróna úr ktistalgleri kr. 45. — 1 málmljósakróna 3 örmuð kr. 30. — 1 eikarstóll með handleggjastoðum með grænu leðri kr. 12. — 4 eikarstólar með.grænu leðri að eins kr. 8. — hver. 0Mj& Alt er næstum því nýtt og í góðu ástandi. Húsgögnin verða til sýnis fimtudaginn 8. apríl frá kl. 11—2, og verði nokk- uð óselt, þá aftur á föstudaginn á sama tíma. Húsgögnin verður að taka fyrir lagardaginn 10. apríl og borgun verður fram að fara um leið og þau eru tekin. A. OBENHAUPT, Templarasundi 5.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.