Vísir - 18.04.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 18.04.1915, Blaðsíða 3
V I S l K SamUs* tí&JJenga. síkoti o^ feampsmtu S\m\ \9fc. »gerð« í verslunar- eða viðskifta- málutn ? Að dómi þeirra manna, sem mega teljast hafa gott vit á þessum sökum, niundi s'.ík ráðstöfun hafa mikla þýðingu og verða stéttinni hin þarfasta. Er oss það kunnugt, að ýmsir hyggnir kaupsýslumenn hér hafa oft orðir ásáttir um að útkljá deilumál sín við viðskifta- menn sína, þjóna sína eða starfs- félaga, með því að útnefna kunn- uga menn í »gerð« og hefir það reynst mæta vel. Þykir oss líklegt að fastákveðin »gerð«, sem ætíö væri til taks og hægt væri að skjóta máli sínu til, mundi reynast engu miður. Er það trú vor, að þetta fyrirkomulag mundi bæði spara verslunarmanna- stéttinni fé, og verða henni til mik- ils gagns og sóma í framtíðinni. Vilja kaupmenn bæjarins ekki taka mál þetta til alvarlegrar athug- unar? Kartöflur bestar og ódýrastar í Kaupangi. Pokinn 50 kgr. á kr. 6,75. Maöur vanur skrifstofustörfum, góður í tungumálum, óskar etfir atvinnu nú þegar. — IVleðmœli ef óskað er. mevfit „y. sew&lst *^3\s\s Skófatnaður. Allar skófatnaðarbirgðir mínar verða nú seldar ti| mánaðamóta með verksmiðjuverði. Hvergi jafn ódýrt! Notið tækifærið! Sturia Jönsson. Gardlnutau hvergi jafn fjöl- breyttar byrgðir né ódýrari. ^önsson. £esvð *>3\s\\ Det kgl, octr Brandassurance Com p. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr N. B. Nielsen. Prátt fyrir verðhækkun á efnt, selur EYV. ÁRNASON *lang ódýrastar, vandaðastar og fegurstar L í k k i s t u r Lítið á birgðir mínar og sjáið /nismuninn áður en þér fest kaup annarsstaðar. Sími 44. Sí mskeyti. Svolátandi símskeyti barst stjórn H. /f. Eimskipafélags íslands í fyrra- kvöld (16. apríl): — »EimskipaféIag fslands, Reykjavík. Velkominn Gullfoss til íslands, heill og blessun fylgi þessu fyrir- tæki, sem er fyrsta spor siglinga okkar íslendinga. SauðárKrók 16. apríl, 1915. Kristján Gíslason. Baldvin Jónsson. Tómas Gíslason. Jón S. Pálmason. Jónas Kristjánsson. Kr. P. Briem. I. FrankMichelsen. PéturSighvatsson. Jón Þ. Björnsson. E. Kristjánsson- J. Guðmundsson. Ólafur Briem. Árni Daníelsson. M. Guömundsson. Sig. A. Björnsson. Kristján Blöndal. Sigurgeir Daníelsson. Pálmi Péturss. Steindór Jónsson. Ólafur Jónsson. Bened. Jóhanness. Magnús Guðms.« Hf. .Nýja Iðunn’ kaupir ull og alls konar tuskur fyrir hæsta verð. OSTAR hvergi betra en í N YHÖFN. Mylludraúgurinn. Eftir Thomas Krag. (Lausleg þýðing.) Frh. Þá stóð kerla á fætur, gekk að reykháfnum, og hún sló með stafn- um sínum á múrinn svo buldi í. »Eg mana þig, sem ert þarna uppi«, kallaði hún, »eg mana þig, þarna uppi . . . komdu niður og sýndu þig.« Þá var sem grá þoka drægist satnan við reykháfinn, eins og ullar- kend, óljós mynd. Þá kallaði Metta Indíáni, sýnu hærra en fyrr, og hás röddin skar eins og ryðgaður bnífur. »Eg mana þig! Eg mana þig! Komdu lengra niður, svo við sjáum hver þú ert.« Þá þéttist þokan . . . hún tók á sig lögun eins og mannsmynd, það ^tátti jafnvel greina andlitið, ósælt, afskræmt andlit. »Hæ, hæ«, kallaði höfuðsmaður. *hvað er að tarna? hefði eg sopið ^ffalt romm við það, sem eg hefi drukkið í kvöld, þá hefði mér verið nær að halda, að eg hefði stærri vímuna . . . Það er nú best þú haidir áfram, Metta, látum okkur nú sjá hann eins og hann leggur sig.« Þá lamdi Metta utan reykháfinn, eins og óð væri og hrópaði í þriðja sinn: »Komdu niður! Eg mana þig, komdu niður og sýndu okkur hvað þú ert og slíkan sem þú ert!« Það var sem þessi daufa mynd þéttist og lifnaði — og sjá — þarna stóð eitthvað í mannsmynd. And- litssvipurinn var raunalegur og bann benti á reykháfinn, eins og hann vildi gefa eitthvað í skyn, eins og hann væri að sakast um eitthvað. Jói Sebastian malari lá kylliflatur á gólfinu, stundi þungan og bar sig aumlega. Þá kom alt í einu stóreflis vind- stroka inn í mylluna, eldurinn í hlóðunum sloknaði, giórði aðeins í daufar giæður. En við Ijósglætuna sem af þeim lagði, sá höfuðsmað- ur að maðurinn viö reykháfinn var horfinn — gersamlega horfinn. — Og hann sá, að Metta Indíáni var líka horfin. Það var sennilega hún, sem hafði opnað hurðina svo vind- strokuna lagði inn. Höfuðsmaður leit út og svipaðist eftir henni. Stóð heima, þarna brá fyrir skugga og þarna rðlti hún aftur út á dimma móana — eins og leyndardóms- fullur skuggi, er hefði samneyti við það, er ekkert ijóssins barn skilur. Webb höfuðsmaður dvaldi hjá Jóa Sebastian matara fram til morg- uns, þá var Jói Sebastian andaður. Skelfingin reið honum að fullu, stöðvaði hjartað. Rétt undir dauðann, þegar hann var að berjast viö öndina, játaði hann fyrir höfuðsmanni, að hann væri stórsekur syndari. Því eitiu sinni fyrir langa löngu hefði hann myrt mann. Það var Lommedeu farandsali. Það var nákvæmlega slíka nótt sem þessa. Niöamyrkur og illviðri úti, og farandsalinn leitaði hælis í myllunni. Jói Sebastian, sem lá andvaka út af fjárkröggum sín- um, hafði þá séð, án þess Lom- medeu grunaði það, að hann fór með ósköpin öll af peningum, — þeir voru í þúsundatali — hann tók þá út úr úlpufóðrinu, og taldi þá. Hann gá, að hann potaði þeim aftur í sama slað, undir leynibönd, vasa og iokur. — Stundu síöar, þegar farandsalinn var steinsofnaö- ur — flaug malaranum í hug að myrða hann og stela fé hans — og þessi hugsun lagðist yfir hann eins og víma og lamaði sál hans og sinni. Og undir morguninn, um það ieytið, er þeir sofa hvað fast- ast, er þreyttir eru, myrti hann Lommedeu, kyrkti hann á hrylli- legan hátt, múraði síðan líkið inn í steinvegginn bak við reykháfinn, nákvæmlega þar sem afturgangan benti til með skuggafingri sínum. Er malarinn haföi lokið þessari játningu, féll hann í dá, og dó að lítilli stundu liðinni. Rannsókn var hafin í máli þessu. Webb höfuðsmaður bar fyrir rétti það, sem fyrir hann bar nóttina góðu í myllunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.