Vísir - 23.04.1915, Qupperneq 2
V i S í R
VISI R
kemur fyrst um sinn út kl. 12 á
hádegi,
j Afgreiðsla blaðsins á Hótel
I Island er ocin frá kl. 8—8 á hverj-
! um degi.
Inngangur frá Vallarstræti.
'k nstofa á sama stað, inng. frá
Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
kl. 12-2.
Sími 400,— P. O. Box 367.
i
Kafbátarnir.
(Yfirlit).
II.
Bátarnir stækka.
Eitt af því, sem mesta eftirtekt
vekur, er það, hve fullkomnir nýj-
ustu bátarnir eru að öllum útbún-
aði. Þeir skríða 18 hnúta á ki,-
stund ofansjávar, en 10 í kafi.
Jafnrými þeirra (í kafi) eru 875
smál. af vatni, og lengdin er 214
fet. Byssur hafa þeir, að því er
sagt er, með 3—4 þuml. víðu
hlaupi, og geta innbyrt þær alveg
til þess að þær dragi ekki úr skriði.
Og birgt geta þeir sig að elds-
neyti til 4.000 sjómílna, ef spart
er á haldiö. — í raun og veru
segja Bretar að þeir séu sama sem
tundurspillar (destroyers), nema hvað
þeir haíi það fram yfir þá, að þeir
geta kafað.
Hoboken-bátarnir fluttir, án
þess að skerða hlutleysi
Hol’ands.
Eitt var það, sem mikla athygli
hafði vakið, hvernig Þjóðverjar ætl-
uðu sér að koma kafnökkvum þeim
til sjávar, er þeir höfðu í smíðum
við Hoboken, nálægt Antwerpen.
Sumir, sem fróðir þóttust, voru á
því, að þeir kæmu þeiin ekki öðru-
vís, en vatnaleið gegnum Holland,
en þá væri hlutleysi þess misboðið,
og varð skelkur mikill út af þessu.
Aðrir sögðu, að Þjóðverjar hefðu
ráðið fram úr stærri verkfræðilegum
vandamálum í ófriði þessum, en
þetta væri. Nú er úr þessu skorið,
því að nú hafa Þjóðverjar flutt þá
af þessum bátum, er fullgerðir voru
um síðustu mánaðamót og bresku
flugmennirnir höfðu ekki spilt, eftir
belgískum skipaskurðum út til Zee-
bruegge. Vel má vera, að þeir hafi
orðið að stækka skurðina til þess
að koma þessu í verk.
Daglegt líf á kafnökvum.
Einn af foringjunum á þeim lýsir
því svo, að það reyni ákaflega á
taugarnar. í köfunum er dauða-
þögn um borð. Rafmagnsvélarnar
ganga hljóðlaust, og svo hljóð-
glögt er í vatninu, að þegar skip
fara yfir bátinn eða nærri honum,
þá heyrist skrúfuhljóðið oft einkar
vel.
Sögulegt herbúöasvæði.
i
Þessi mynd sýnir það vel, að það er alheimsstyrjöld, sem nú geisar. Landamærin hverfa og
fjarlægðirnar verða að engu, svo víða er barist. Oft hafa staðið herbúðir við hina fornfrægu
pýramíða á Egyptalandi, bæði fornþjóðanna og s4'o Norðurálfuþjóða á síðari tímum, t. d. Napóleons.
— En nú hafa Indverjar og Arabar slegið þar tjöldum, til þess að veita hinum hvítu drottnum jarð-
arinnar vígsgengi á Heljarslóð.
Stýrt er auðvifað eingöngu eftir
kortum og leiðarsteini. Þegar loftið
hitnar, verður það vont og hættu-
legt að anda því að sér, er það
blandast oliugufum frá vélunum.
Viðvaninga vill oft syfja ákaflega,
og þarf á öllum viljastyrk að halda,
tii þess að halda sér vakandi. Þess
eru dæmi, að sumir hafi ekkert éíið
fyrstu þrjá dagana. Þeir máttu ekki
vera að því fyrir svefni
Ekki er það satt, að menn
verði ekki sjóveikir á kafbáunum.
Þegar vont er veður, eða óvina-
skip í nánd, er verið lengi í icafi,
og er þá öllum, sem ekki þurfa
beint að gegna nauðsynlegum síörf-
um, skipaó að liggja grafkyrrum,
því að allar hreyfingar gera það
að verkum, að lungun eyða meiru
súrefni, og súrefnið verður að
spara þarna, eins og vatn á eyði-
mörkum.
Matinn verður að éta kaldan, því
að eldur myndi eyða súrefninu,
og rafafl vélanna er of dýrt til
þess, að við það megi sjóða.
Ruggið í kafinu er þægilegt
eins og barni sé vaggað. Áður
en báturinn kemur úr kafinu, er
hlustað vel, hvort ekki heyrist til
skipa. — Þegar spurt var um það,
hvað menn væru hræddastir við á
kafbátunum, þá varsvarið: Vatnið
og ekkert annað. Altaf hættan á
því, að vatnið leiti einhversstaðar
inn.
Sumarvísur.
í laufi þýtur léttur blær. —
í Ijósi baðast fold og sær
og brosa blóm á engi.
En fuglar syngja blíðan brag
í björtum geimnum nótt og dag, —
þeir syngja satt og lengi.
í laufi þýtur léttur b’ær. —
Og lindin suðar hrein og tær,
og börn sér leika’ á bala.
Þau syngja og sinn unaðsbrag,
sem ómar saman, nótt og dag,
við bergmál djúpra dala.
í laufi þýtur léttur blær. —
Nú liggja brotin fjær og nær
ÖII vetrarvirkin háu.
Því syngjum glaðir sigurbrag,
já, syngjum bæði nótt og dag
um blessuð blómin smáu.
/■/•
Er alstaðar toist?
Blaðið xMatin* í París segir frá
því, að maður nokkur hafi verið
tekinn þar fastur, grunaður um að
hafa kVeykt í línuskipinu »La Tou-
raine« þ. 7. mars síðastl., er skipið
var úti á regin hafi.
Skipið var á leið frá Ameríku til
Havre. Þegar þangað var komið,
skipaði Charlier aðmíráll nefnd sér-
fróðra manna, til að rannsaka og
komast fyrir upptök eldsins.
TIL MINNIS:
Baöhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. lil 11.
Borgarst skrif jt. í brunastöð opín v. d
11-3 og 5-7
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk. L',ufásv. kl. 12-3 og 5-7v.d.
íslandsbanki opinn 10-2'/2 og 5l/2-7
K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 872 siðd.
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1.
Landsbankinn 11 -21/, og 5’ Banka-
stjórn 12-2
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3
Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og4-7
Náttúrugripasafnið opið P/j-21/* s'®ú.
Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1
Samábyrgðin 10-12 og 4-6
Stjómarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d.
Vífilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1
Pjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu, að eldurinn hefði orsakast af
sprengiefni. Eftir frásögn farþega,
höfðu hurðir fyrir nokkrum klefum
farþega hrokkið af hjörunum um
leið og eldurinn braust út. En far-
rými þessi voru í nágrenni við lest-
arrúm það, er geymdi farangur far-
þega á fyrsta farrými. Nokkrir far-
þegar kváðust og hafa hneyxlast á
framkomu einssamferðamannasinna,
er talið barst að Þjóðverjum og
hótunum þeirra að sökkva skipum
Hafði hann þá sagt, að slíkar hót-
anir gætu bráðlega náð til skipa,er
væru stödd utan hernaðarsvæðanna.
Væru Þjóðverjar vel þess megnug-
ir, að gera það sem þeim sýndist,
Gæti vel svo farið, að farþegar á
þessu skipi þyrftu að halda á skipS'
læknunum áður en það væri kom-