Vísir - 27.04.1915, Page 2

Vísir - 27.04.1915, Page 2
VISIR kemur fyrst um sinn út kl. 12 á liádegi, Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er ocin frá kl 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng frá Aöaistr. — Ritstjórinn til viðtals frá Ki. 12-2. Sími 400.— P. O. Box 367. sa|ia8 Guðjón Sigurðsson úrsmiður. Han:i var fæddur árið 1864 á Eystri-Garðsauka f Rangárvallasýslu, sonur Sigurðar Jónssonar, þá bónda þar, og konu hans, Kaírínar ísleifs- dóttur smiðs. — Þau hjón voru íremur fátæk, og átti Guðjón sál. því slíka æsku, sem gerist um börn alþýðufólks í sveit. Snemma bar á dugnaði hans og góðum gáfum, og var hann sjómaður á unga aldri V 1 og þá þegar talinn gott formanns- efni, enda var faðir hans orðlagð- ur lánsformaður. Árið 1890 fór Guðjón til Kaup- mannahafnar og tók að læra úr- smíði, og þegar tveim árum seinna Guðjón Sigurðsson. fékk hann sveinsbréf. Sama ár fór hann út til •íslands aftur og tók að stunda iðn sína á Eyrarbakka. En þar var eigi nóg starfssvið fyrir dugijpð hans, og flutíist hann svo hingað til Reykjavíkur 1895 og stundaði hér upp frá þvi úrsmíðar og rak jafnframt verslun með úr og SiR aðra gripi í mjög stórum stíl, eftir því sem hér gerist. Árið 1903 lét hann fara að reisa stórhýsi það, Ingólfshvol, er hér bírtist mynd af og nú skemdist f brunatium. Var þaö að öllu af vandaðri gerð, en áður hafði sést hér á landi, með tvöföldum stein- steypuveggjum, lofthol *á málli og járnnet í. Það er 31 Ya al. á lengd, 17 álnir á breidd og kostaði ca. ‘ 80 þús. kr. I Guðjón heitinn var framúrskar- | andi duglegur og framtakssamur 1 maður, bæði í iðn sinni og ööru, slcemtinn maður og kurteis, raun- góður og sérlega tryggur vinum sínum. Til þess er tekið, hve vel hann hafi reynst fátæku skyldfólki sínu. Er að slíkum manni hinn mesti mannskaði. Kunnugir segja, að það muni hafa átt nokkurn þátt í hinu svip- lega fráfalli hans, að honum hafi eigi verið grunlaust um, að einhver væri inni í lífsháska. Þótti það líkt i honum, að hirða þá eigi utn líf i sitt, því að svipað hafði honum far- ist áður, enda maðurinn hinn hvat- asti til áræðis. \ Ingólfshvoll, á horninu á Hafnarstræti og Pósthússtræti. Aðstaða Grikkja. »Neue Hamburger Zeitung« frá 13. mars síðastl. kveðst hafa íengið úr svissneskum blöðum, — en þau hafa fróðleik sinn frá París, — af hvaða ástæðum það hafi orðið, að Venizelos varð að fara frá völdum á Grikklandi. »Frakkneski herinn, sem dreginn hafi verið saman í Norður-Afríku og reiðubúinn sé til að stíga á skipsfjöl, hafi eigi eingöngu verið ætlaður gegn Tyrkjum og að lenda á Gallipóliskaga; heldur hafi aðal- markmiðið . verið, að brjótast með her þenna inn í Ungverjaland. Það hafði átt að setja á land 200,000 manna í Salóniki til að styrkja Serbaher, svo þeir yrðu þess megn- ugir, að hefja sigurför inn í Suður- Ungarn. Um leið hafi mjög verið lagt að Rúmenum, að hefjast nú handa og verða Frökkum samferða. Skyldu þeir vaða inn yfir Sieben- búrgen og lykja þannig alt Aust- , urríki og Ungverjaiand járnharðri j herspennu. Myndt þá úti uni vörn Ungverja í Karpatafjöilum, gætu þá ' Rússar snúið sér af alefli að landa- mærum Schlesíu; — en þetta hafði alt strandað á Grikkjakonungi. Enda þótt hann væri hlyntur þáttöku í hernaðinum gegn Tyrkjum, lagðist hann eindregið móti því, að hjálpa til að þrengja að Austurríkismönn- um og Þjóðverjum, með því að leyfa bandamönnum óhindraða yfir- ferð um grískar lendur. Sé litið á málið frá þessari hlið, er Dardan- ella-árásin að eins aukatriði til að villa um fyrir fjandmönnunum«. Þjóðverjar segja, að ef þessu megi trúa, sýni þetta ljóst hversu hrófatildurslegar allar hernaðaráætlan- ir bandaþjóðanna séu. Bendi^það og á að Kitchener sé eigi með öllu einvaldur í hernaðarmálum, heldur hafi hermálaráðuneytiscollegar hans þéttings-mikil áhrif, — en sem því miður jafnan leiði að hverju axa- skaftinu öðru verra; en það eru þeir Loyd-George óg Churhchill sem hér er átt við. TIL M I N N IS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11. Borgarst.skrif.it. í brunastöð opín v. d 11-6 og 5-7 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d. íslamdsbanki opinn iO-21^ og 57s-7 K. F. U. M. Alm. samk.sunnd.8Va siíá. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími ki. 11-1. Landsbankinn H-2^, og 5’V-óVa. Banka- sf]órn 12-2 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 oig 4-7 Náttúrugripasafnið opið í'1,-21/, síðd. Pósthúsið opiö v. d. 9-7, srinnd. 9-1 Samábyrgðin 10-12 og 4-6 Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Heimsóknartllini 1&-1 Þjóðmenjasafnið opiö sd. þd. fmd. 12-2 Samhrygðar- skeyti frá konungi, barst ráðherra í gær út af brunanum. Pað hljóðar svoj: »Eg bið yður votta djúpa sam- úð mína út af hinu alvarlega slysi, er hent hefir Reykjavíkur- bæ«. Chr. R. Ráðherra sendi þakkarskeyti um hæl, Gamalt bréf. Til er gömul bænarskrá til Blúc- hers hershöfðingja frá alþýðumanni í Schlesíu fyrir 100 árum síðan. Má af henni skilja, að menn hafa stundum í þá daga verið hálf-óá- nægðir með hermannapóstinn, eins og oft vill bera við enn þann dag í dag. Bréfið fanst fyrir 40 árum og var þá í eigu veitingamanns eins í Garz; en föðurbróðir hans hafði verið aðstoöarforingi (adjutaft) hjá Blúcher. Bréfið hljóðar svo : »Allra ósigranlegasti herstjórnaril Generall, herra generall vorwartsog exellence. Elskulegasti herra Blúcher! Fyrirgefið þér exellence, elskuleg- asti herra Blúcher, generall vor- wárts, að eg, umkomulaus ræfillinn, dirfist að skrifa yður, en eg get ekki gert að því, það er vegna anga stráksins míns. Eg biö yður í öllum guðanna bænum, elskuleg- asti herra Blúcher, exellence, gen- eral vorwai ts, hvaða dómadags and- skotans hirðuleysi er þetta í her- mannapóststjórninni; eg er tvisvar búinn að senda stráknum mínum, í lífvarðar veiðimannasveitinni, hann þekkir yðar exellence ágætlega vei tvisvar búinn að senda honum nokkra aura við og við, en hann hefir ekk- ert fengið. Eg bið yðar exellence auðmjúkiegast, takið nú ofan í lurginn á helvitis mönnuhum, en á gamla prússneska vísu, þér skiljið vei hvað eg á við, það mun duga; því þaö er auma helvítið, þegar maður sendir barninu síhu eitthvað, sem er að berjast fyrir fósturjörð- ina og svo kemur það aldrei fram. Eg vona, að yðar exellence látj

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.