Vísir - 02.05.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 02.05.1915, Blaðsíða 2
V 1 S 1 H -jzir-:=i= Miiii == Hafnarfjarðar og Reykjavíkur heldur ágætur lystivagn (fyrrum eign Siggeirs Toifasonar) uppi daglegum, reglubundnum ferði m. Vagninn leggur af stað kl. 11 f.h. frá Laugavegi 13, en kl. 2 e. m. frá veitingahúsi Theodóru Sveinsdóttur í Hafnarfirði. Far má panta á fyrnefndum stöðum og kostar 1 kr. fyrir manninn. VISIR kemur fyrst um sinn út kl. 12 á hádegi, Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er orin frá kl 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá_ Vallarstræti. •Skrifstofa á sama stað, inng frá rtOalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá Kl. 12- 2. Sími 400.— P, O. Box 367. Bédier-hneykslið. Flesta mun enn reka minni til þess, að skömmu eftir að voðastyrjöld sú hóf t, sem nú geysar, voru flest blöð hér á Norðuilöndum, sérstak lega hér í Danmörku, svo að segja daglega að segja Iesendum sínum frá hinum og öðrum stórviðbjóðs- 'legunr hryðjuverkum, sem þýskir hermenn hefðu átt að fremja i her- numdum fylkjum á frönskum og belgiskum borgurum. Dagblaða- lesendur almenthafa vitanlega hvoiki tima eða tæki til að rannsaka sann- leiksgildi slíkra fregna, og hljóta því að líta á þær með augum blaðs- ins, sem þeir lesa, og trúa þeim eða hafna eftir því, hverjum flokki hugur þeirra fylgir, þóit oft séu ekki betri rök til slíks fylgis, en til- finningin ein. En vorkennandi var þó öllum að trúa þessum sögum fyrii eina sök, þá — að þær voru sagðar staðfestar með vitnum fyrir frönskum og belgískum dómstólu.n, þar sem búasí hefði málti við, að satt væri sagt. Hinu haía ef til vili færri veitt eftirtekt, að Þjóð- vcrjar eínungis báru af sér þessar kærur, en tluttu ekki sams konar ákærur á hendur féndum sínum, sem þó þá sátu í skikum af landi þeirra, bæði ^ð austan og vestan, svo að eins hefði mátt vænta þess, að þeir heföu undan einu og öðru að kvarta, því að ekki ætti að mega gera ráð fyrir því, að þýskir hermenn v^eri verri og glæpgjarnari, en hermenn bandamanna. Eins er það ekki ó- eftirtektarvert, að seinustu mánuðina hafa óvinir þjóðverja ekki haft frá neinum »hryðjuverkum« þeirra að segja, °g væri manni ekki láandi, þótt manni dytti í hug, að það stafaði af því, að bandamönnum hefði ekki þótt árangurinn af áburð- inum fyrri vera örvandi fyrir þá. En nú hefir heimsfrægur fransk- ur vísindamaður, prófessor Joseph Bédier kennari við Svarlaskóla (Sor- bonne) í Paris í rómönskutn mál- um, orðið til þess, að reka full- komið rothögg á það traust, sem hefði átt að mega bera til franskra manna til að segja satt, um þessi efni. Orð þessa manns, áttu sam- kvæmt stöðu hans, að vera jafngóð, ef ekki betri, enn orð ótíndravtna fyrir frönskum dómstólum; en þeg- ar eins lítið er að marka stóru spá- mennina, eins og þenna, hvernig ei þá uni hina smærri? Á þýskum hermönnum, sem fangaðir voru af frakkneska hernum, hafa oft fundist dagbækur, sem þeir hafa ritað, með- an þeir hafa tekið þátt í stríðinu. I heil mikið af þessum dagbókum var próf. Bédier fengið til þessaðhann , gæfi út útdrælti úr þeim í ftötisk- um þýðingum. Bók þessi kom út skömmu eftir nýárið og fylgdí, sem betur fór, nákvæm eftirmynd af 14 dagbókum þeim, sem liann hafði notað, því hefði svo ekki verið, er ekkert líkara, enn að kverið hefði staðið sem óhrekjanleg sönnun fyrir fantaskap og hryðj iverkum, sem Þjóðverjar hafa aldrei framið og eru alsaklaustr af. Þegar bókm barst hingað til Hafnar, veitti þekt ur danskur rithöfundur, próf. Karl Larsen því þegar eftirtekt, að býð ingarnar voru eitthvað gallaðar. Hanu rannsakaði þær síðan betur, og í grein, sem hann ritaði í dag- blaðið »Poiitiken«, sýndi hann frant á, í hverju þeim væri ábóta vant, og benti á hvað það væ-i einkennilegt, að gallarnir eru einmitl Þjóðveri- um í óhag. Það getur ekki verið rúm hér til þess að tína upp öll þau dæmi, er próf. La>sen kemur með; eitt af þeim er þó viðeigandi að nefna; Hermaður nokkur, þýskur, hafði séð félaga sinn taka stúlkubarn með valdi, og getur þess í dagbók sinni; : þýðingu Bédiers veiður ekki séð manninum finnist neitt um þetta, en sé þýðingin borin saman við eítirmyiidina af frumritinu, sést að þar er eftir frásögnina um glæpinn- bætt við þessari setningu: »Er hægt að gjöra sér slíkt í hugariund? En hans (þ. e. glæpamanusins) bíð- ur hegning, sem hann á skilið«, en þessari viðbót, sem skiftir rniklu, sleppir Bédier. Einhver kann að segja. »Nú þelta er einmitt eitt hryðjuverkið frá!« Þar til mætti svara, að postularnir voru ekki nema 12, og einn af þeim var j Júdas, en hermennirnir skifta milj- ónum og hlýtur þar að vera mis- jafn sauður í mörgu fé, því ekki geta allir verið barúnar. En svotia er alt á eina bókina lært hjá próf. Bédier, og þó dettur engum í hug að ætla honum að gera það vís- vilandi eða af fúlmensku, slíkt er engum Frakka ætlandi, heldur verður að kenna það vanþekkingu hans á þýsku máli og ósjálfráðri og skilj- 1 anlegri hlutdrægni hans í vil sinni eigin þjóð, sem þc hvorugt getur afsakað hann. Sjálfur kýs hann að kenna þetta vanþekkingu í bréfi sem birt er í »Po!itiken« og skýt- ur þar skuldinni á tvær þýskar j konur, giftar frönskum mönnum, sem hafi yfirfarið þýðingarnar, en skratti hlýtur sú játning að hafa verið honum, — málfræðiskennara, — óþægileg. Eg hefi ritað þessar línur af því, að rnér fra upphaíi þóttu svívirð- ingar þær, sem á Þjóðverja voru bornar, svo ólíkar'þjóðarlund þeirra, e,: gat hins vegar ekki alveg nietið eiðíesta franska réttarvitnisburði að engu, og svo mun ýrn«unr hafa farið. Þegar þetta Bédier-hneyksli kom til, sá eg, að ástæðulaust var móti betri þekkingu á þjóðarlund Þjóðverja, að taka óliróðursögur um þá of hátíðlega, jafnvel þóttjágætis- menn úr óvinahópi staöfestu, og vildi gera mitt til að hneykslið yrði kunnugt, og kæmi öðruin að sörnu notum og það kom mér. Kaupmannahöfn 7. apríl 1915. Guðbr. Jónsson. AT.HS.: Fg hygg að höf. fari nokkuð svipað og ýmsum öðrum erlendis, að hann ætli að vér íslendingar séum miklu ósannfróðari um ófrið- inn, en vér erum. Blöð vor hafa flest tekið reyfarasögununr með varhygð, og varað alþýðu við því, að trda á hryðjuverkin, f stað þess að æsa taugar þeirra með tröllasög- unuin um þau, svo sem siður er | skrílblaða víða um heim. Ekki er það alls kostar rétt hjá höf., aö Þjóðverjar hafi ekki flutt neinar hryðjuverkasögur af féndum sínum, en minna hefir verið um þær í þeirri átt. Eigi vitum vér hekiur hvort rétt er að leggja svo mikið upp úr þessu »BéJiers- hneyksli«, sem höf. virðist gera. Frakkinn er að eins að sýna að hryðjuverkið hafi átt sér stað, en Þjóðverjinn vill láta þess getið, að það sé undantekning. Báðir hafa nokkuð til síns máis. R i t s t j. Skrifstofur fást tíl leigu á Hólel ísland, nú þegar. — Finnið* Theodor Johnson, sími 367, eða P. Þ. J. Gunn- arsson, sími 389. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8. ld.kv. til 11. Borgarst skrifst. í trunastöð oþín v. d 11-3 og 5-7 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3og5-7v.d ' íslandsbanki opinn 10-272 og 572‘7 K, F. U. M. Ahn. samk. sunnd. 872 siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 11 -2*/2 og Banka- stjórn 12-2 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið 172'272 siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 10-12 og 4-6 Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 ,Die Brandröhre’. Þýskur herfangi hefir sagt Bret- um frá því, að þegar hann hafi verið við heræfingar, hafi sér verið kent, að fara með nýjar vígvélar, sem þeir nefna »Die Brandrhöre«, er séu ætlaðar tíl að verjast árásum óvinanna með kœfandi gastegundutn. Segir hann þær hafa vetið á þann veg, að í endann á langri stöng sé fest hér um bil álnarlöng koparpípa og um 2ja þumlunga víð. Neðst í pípu þessari eru höfð eldfim efni, en hið efra fylt blöndu, sem búin er til úr feiti, olíuteg- undum ýmiskonar og brenni- steinssýru. Er stöng þessi síð- an fest í vígskörð eða í brjóst- varnargarða, og kveykt í með kveykitundri. Liggur til þess umbúnaðar festi all-löng frá píp- unni neðanverðri, til manna þeirra er þessa eiga að gæta. Blaðahrun. Ófriður sá hinn mikli, sem nú geysar í Norðurálfunni, hefir haft ill áhrif á margan atvinnurekstur víða um lönd. Að Belgíu einni undantekinni, hefir Þýskaland orðið einna harðast úti í þeim efnum. Blaða- og bóka-útgef- endur hafa orðið að hætta hver á fætur öðrum, eða farið á höf- uðið. Enda þótt verðið á mörg- um þeim blöðum og tímaritum sem enn koma út, hafi hækkað að mun, bera þau sig fæst fjár- hagslega. Höfum vér það eftir norsku blaði, að um 1000 þýsk blaðafyrirtæki hafi orðið að hœtta af þessum ástœðum. Ullar- prjónatuskur keyptar hæsta verði mót pening- ingum eða vörum í Vöruhúsinu. Det kgL octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr. N. B. Nielsen. hreina og heiia kaupir verslunin TON, Laugaveg1 55.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.