Vísir - 06.05.1915, Page 2
V 1 Si R
VISIR
keinur fyrst um sinn út kl. 12 á
hádegi,
Afgreiðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi,
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrifslofa á sama stað, inng. frá
Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
kl. 12—2.
Sími 400.— P. O. Box 367.
Breyttar skoðanir.
Rangar hugmyndir, segir merkt
blað þýskt, að almenningur á Þýska-
landi hafi um Rússa og her þeirra.
Það sé langí til úrslitanna enn á
austurlandamærunum. Blaðinu far-
ast orð á þessa le'ð :
Oft virðist svo, sem almenning-
ur, er heima situr hér á Þýskalandi,
geri sér rangar hugmyndir lím hinn
volduga mótstöðuniann vorn í austr-
inu — rússneska herinn. Það er
svo algengt að lesa í óopinberum
skýrslum og frásögnum um við-
buröi austur þar, — að rússneskir
hermenn leggi það í vana sinn, að
gefast upp, án þess að hafa barist
áður. Leiðir það til þess, að leik-
menn, sem ekkert þekkja til, draga
þá ályktun, að rússneski herinn sé
siðferðislega lélegur og lítt í hann
varið. Styrkist þessi skoðun á því,
að í opinberum skýrslum og til-
kynningum herstjórnarinnar, er hvað
eftir annað getið um að fjöldi her-
manna hafi verið tekinn höndum,
en skýrslur þessar eru alt of stutt-
orðar, geta aldrei um hvers vegna
rússnesku hersveitirnar hafa orðið
aö gefast upp, eða að nokkur or-
usta hafi átt sér stað. Miðar þetta
alt til þess, að gera lítið úr mót
stöðumönnunum og kasla óvirðing
á þá, er það með öllu ástæðulaust
og alls eigi í vora þágu. Því oss
ríður á að sjá og skilja hið rétta.
Þessar ímynduðu og ósönnu hug-
myndir um bráðum hálf eða al-
sigraða mótstöðumenn, gefa mönn-
um rangar vonir um skjótan enda
ófriðarins í austri — og rýrir einn-
ig vora eigin sigra, sem sannarlega
eru ávextir ítrustu áreynslu hinna
hæfustu herstjórnara og framúrskar-
andi dugnaðar hermanna vorra, sigra
sem unnir eru yfir voldugum, hraust-
um og þrautseigum fjandmönnum.
Einstök tilfelli hafa auðvitað átt
sér stað, þar sem rússneskar her-
deúdir hafa gefist upp án verulegs
viðnáms, oftast af þeim orsökum,
að foringjarnir voru fallnir eða
týndir, en það háir rússneska hern-
um, að foringjarnir eru eigi eins
vei undir það búnir, að leysa hver
annan af hólmi, eins og hjá oss,
er hver tekur við af öðrum ef hinn
þrýtur, alt niöur að lægstu undir-
foringjum.
Þá er hinn mikli fjöldi rússneskra
hermanna, sem vér höfum hand-
tekiö, eitt sem alþýða skilur ekki
til fulls. Það verður að taka tillit
til hinnar ógurlegu stærðar rúss-
neska hersins. Ósigrar, sem kost-
að hafa 1/2 eða alt að 8/4 miljóu
hermanna, ríða alls eigi að lullu
þeim her, sem er 7—8 miljónir
samtals.
Á. Gudmundsson,
heildsölu & umboðsverslun.
vekur hérmeð athygii heiðraðra kaupmanna á að verslunin hefir nú
hér liggjandi ýmsar vörur svo|sem:
Haframjöl.
Rúgmjöl.
Margarine
Rúsínur.
Sveskjur
Fikjur
Skrifstofa (fyrst uni sinn) í Pósthússtræti 11, uppi.
(Skrifstofur P. I. Thorsteinsson i Likv.) Talsími 146.
Skrifstofa
versl, EDINBORGAR
er flutt í Veitusund 1
(uppi á Eofti).
Hús Gunnars Þorbjarnarsonar kavpm,
Þar eð við í eldsvoðanum 25. þ. m. mistum allar bækur okk-
ar og skjöl, vildum við hérmeð mælast til þess við alla viðskiftavini
okkar, að þeir sendi okkur sem alira fyrst, afrit af viðskiftunum
frá árinu 1914 og það sem af er þessu ári.
Við væntum þess fastlega að allir okkar viðskiftavinir verði
við þessum tilmælum okkar og leyfum við okkur jafnframt að til-
kynna að verslun okkar heldur áfram eins og að undanförnu.
Skrifstofur okkar verða fyrst um sinn í Tjarnargölu 5 B.
Talsímar nr. 45 og 335. Símnefni: Activ.
Reykjavík, 27 apríl 1915. Vírðingarfylst.
Naíhan & Oísen.
VpöIIÍI skiftingar á þvottahúsinu á Skólavörðustíg 12,
V eru allir viðskiftavinir beðnir að vitja um þvott
er hefir verið þar um lengri eða skemri tíma. — Einnig eru allir
ámintir um að borga reikninga ekki síðar en á laugard. 8. þ. m.
Virðingarfylst.
S. Ólafsson. J. Helgadóttir.
Það er og auðvitað, að ýmislegt
misjafnt getur og hefir þegar komið
fyrir í jafn mannmörgum her og
Rússaher, þar sem öilum þjóðern-
um ægir saman, þar sem meiri hlut-
inn í heilum hersveilum eru t. d.
Pólverjar, Gyðingar og þar fram
eftir götunum.
En hvaö sem öðru líður, verður
Rússum ekki neitað um það; að
þeir verjast með fádæma þrautseigju.
Eftir hvern ósigurinn öðrum verri,
rísa þeir ávalt upp aftur og hefja
næstum í blindni, ef svo má að orði
komast, framsókn á ný. Þrátt fyrir
alla hina dásamlegu sigra Hinden-
burgs og hið góða útlit fyrirfram-
göngu vora í framtíðinni, er langt
til þess enn, að Rússar séu á kné
komnir. Það væri því sorgleg
villa, að gera alt of mikið úr ým-
iskonar misgripum og glappaskot- j
um, sem liafa hent rússnesku her-
stjórnina, eða mæla þau á mæli-
kvarða okkar ágæla herstjórnar-
fyrirkomulags og draga af því sið-
an þá ályktun, að Rússland sé orð-
ið þreytl, frá hernaðarlegu sjónar-
miði séð, og herinn að fara í mola.
Rússland er stórt land og vítt;
það þolir miklu meiri skakkaföll, en
hvert annað Iand í heimi, án þess
að lamast í nokkru. Vér skulum
því eigi blekkja sjálfa oss í því, —
að mikill hluti erfiðisins í þessum
ófriði bíður enn óunninn eftir oss
þar austur frá. En þótt vér vitum
þetla, munuui vér eigi glúpna fyrir
fjandmönnum vorum og þorumvel
að ræða um þessi efni.
T I L M I N N I S:
Baðhúsiö opið v. d. 8-8. ld.kv. til 11.
Borgarst.skrifst. í Irunastöð opin v. d
11-3 og 5-7
Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
íslandsbanki opinn 10-2V2 og 5*/a-7
K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8*/a siðd,
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1.
Landsbankinn 11 -21/, og 5VJ-6*/,. Banka-
stjórn 12-2
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3
Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og 4-7
Náttúrugripasafnið opið 1 'li-Z'U síðú.
Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1
Samábyrgðin 10-12 og 4-6
Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d.
Vífilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
V o r.
Nú lifnar aftur það líf er svaf —
það Ijóssmóðir snerti með töfra-staf
og foldina leysir úr læðing.
Og vorið kemur með sætum söng,
og sólgeislar dansa um bjarka göng.
Nú alt er í endurfæðing.
Og loítið er þrungið af ást og yl,
hvert einasta lif, sem finnur til,
er framtíðardraunia að dreyma.
í lundinum eiga sér ásta-mót
um aftaninn bjartan, sveinn og snót,
)á, ástin á als'anar heinia!
læknir.
Gigt og hjartasjúkdómar.
Fysiotherapi.
Fyrst um sinn til viðials kl. 11 — 1
í Lækjargötu 4, uppi.
Ullar-
prjónatuskur
keyptar hæsta verði mót pening-
ingum eða vörum í
Vöruhúsinu.
Guðm. Pétursson
massagelæknir Qarðastræti 4.
Sími 394. Heima 6—8 síðdegis.
Sím: 394.
Oigtarlækning — Sjúkrale.kfimi —
Böð (hydrotheraphi) — Rafmagn.
Hf.,Nýja Iðunn’
kaupir ull og alls konar
tuskur fyrir hæsta
verð.
Kartöflur
ágætar, danskar
matar- og útsáðskartöflur
á kr. 7 pr. 50 kgr.
hjá
Petersen írá Viðey
Hafnarstræti 22.