Vísir - 13.05.1915, Side 1
Utgefandi:
HLUTAFELAG.
Bitstj. ANDRES BiÖRNSSON
SÍMI 400.
Skrifstofa og
afgreiösla í
Hótel Island.
SÍMI 400.
5. á r g .
Fimtudagínn 13. Maí 1SI5.
GAMLA BIO
Nýjar lifandi myndir
frá orrustusvæðinu! f
Lehmann
(Gamanmynd).
Hinn alþekti gamli skopleikari.
Eftir
hveiíibrauðsdagana I \
(Gaman mynd).
Sýningar á uppstigningardag
kl. 6, 7, 8, og 9.
Aífs konar
niðursoðnar vörur
stórt og mikið úrval hjá
Frá 14. maí að morgni verður bögglapóstur afgreidaur í kjall-
aranum í pósthúsinu nýja og er gengið inn úr Austurstræti. Það
verður opið hvern virkan dag frá kl. 11 árdegis tii kl. 3 síðdegis
og frá kl. 5 til 7 síðdegis.
Frá sama tíma verður opinn aðgangur að póstboxum í nýja
pósthúsinu, frá kl. 9 árd. til kl. 9 síðd., og er gengið úr Pósthús-
stræti. — Boxleigjendur sæki lykla fyrir næstu helgi.
Reyjavík, 12. maí 1915.
Sigurður Bríem.
Jarðræktarfóiag Ryíkur.
Aðalfundur
verður haldinn föstud. 14. maí kl. 6 síðd í Iðnaðarmatinahúsinu.
Rvik 12. maí 1915.
Jes Zimsen.
Stjcrnin.
Hjóíhesíar
Þeir sem vilja eignasí hjól-
liesta frá bestu hjólhestaverk-
smiðju í Danmörku, geta fengið
þá með innkaupsverði með því
að snúa sér með pöntunina til
Ingibjargar Brands
Vonarstræti 12. Heima frá 12—1.
Bæjarvsnnan og
göturnar.
Viðtal við borgarstjóra.
Borgarstjóri varð dálítið skrítinn
í framan á döguiium, er vér tjáð-
um honum að vér værum að skrifa
hólgrein um hann og bæjarstjórn-
ina. — »Það er víst alveg nýtt«,
sagði hann, og könnuðumst vér
fyllilega við það, en einu sinni
verður alt fyrst. Tókum vér svo
aö spyrja borgarstjóra spjörunum
úr um grjótmulnings-vinnuna fyrir
innan bæinn. «Hverjir vinna nú að
þessu?* spyrjurn vér fyrst.
»lnnansveitar þurfalingar og aðr-
ir, sem eiga í basli og ekki þola
að vera vmnulausir. Menn utan
bæjarfélagsins fá þar eklci vinnu,
og kaupiö er lægra, en annars
staðar gerist, til þess að keppa ekki
við aðra vinnuveitendur. Þetta er
aðeins lianda þeim, sem ekki hafa
aðra atvinnu.«
»Vér höíum heyrt að þið eigið
mikla togsíreiui við þaö, að halda
fátækraútgjöldunum í skefjum.*
»Já, það er satt. Verst eru veik-
indin, spítalareikningarnir,. — og
svo meðlag með óskilgetnum börn-
um. Eg er að hugsa um að skrifa
um það eitt út af fyrir sig. — Nú
hefir líka verið illur vetur að sumu
leyti, eins og menn vita, dýrtíð
o. s. frv., en ef alt fer skaplega
héðan af, þá er eg að vona að
fátækraúigjöldin þarfi þó ekk. að
fara fram úr áætlun.« .
»God er uú það. En það var ;
um grjótmulninginn. Er ekki hægt
að framkvæma hanu að vetrinum?« !
»í hausl sem ieið var þetta ekki
komið í kring, og því var ekki
hægt að byrja fyrr en frost fór úr
jörðu. En nú er hugmyndin að losa
svo mikið grjót, að hægt sé að
halda áfram að mylja næsta vetur.«
»Hvaða götur á nú að taka fyrir
og iaga í sumar?«
»Aðalstiæti. Það verður breikk-
að, sniðið af bæjarfógetagarðmum.
Og svo Suðurgata. Hana á líka að
breikka, Teitshús (nr. 13) á bær-
inn sjálfur, og þaö verður rifið, eti
Brunnhús standa í veginum fyrir
oskur, og eg veit ekki hvernig um
þau semst.«
»Og hvað búist þið við að kom-
ast?
»Suður að Kirkjugarði, helat suð-
ur að aðalhliðinu.«
»Þess væri mikil þörf. Og hvern- •
ig á nú viðgerðin að vera?«
»Eins og á þeim kafla Austur-
sti ælis, em þegar liefir verið gert
við. Eins og þér munið var fyrst
hyrjað á Ausiurstræti 1912. Sú
riðgerð var dýr og reyndist ekki
vel. Svo var gerð þessi tilraun á
Aðalstræti, og hún er miklu ódýr-
ari og hefir þó reynst betur.«
»Er þá ekki traustlega búið um
Austurstræti með öllu því grjóti,
sem þar var dyngt ofan í?«
»Það er einmitt það, að engin
tök cru á því, að þjappa svo miklu
og stórgerðu grjóti nógu vel sam- 7
an. Þess vegna heíir gatan sígið, j
eins og sjá má af brunnpípunum,
sem upp úr henni standa.«
»Hver ætli kostnaðarmunurinn
sé?«
»Eg veit það ekki nákvæmlega,
og ef til vill verður það aldrei
reiknað út, en hann er mikill.«
Vér þökkum borgarstjóra upp-
lýsingarnar og óskum að vér get-
um sem fyrst ritað lofgrein um
bæjarstjórnina aftur.
BÆJARFRETTIR
Afmæli á morgun:
Frú Þóra Sigurðardóitir.
Bjarni Matthíasson hringjari.
Jón Árnason kaupmaður.
Jónatan Þorsteinsson kaupmaður.
Afmæiiskori
fást hjá Helga Árnasyni, Safna-
húsinu.
Stórt þrímastrað
seglskip kom í gærkveldi til h/f
»Kveldúlfs« hlaðið koium. Er það
mjög sjaldgæft, að seglskip komi
með slíkan farm hingað.
153. ibl.
HYJA B3Q
Gullkáífurinn
Sjónieikur í 3 þáttum.
Gerist í Ástraííu og á Englandi.
Aðalhlutverkin leika:
Frú Ellen Aggerholm.
F/ú Dinesen Olav Fönss.
Myndin er framúrskarandi
góð og ágætlega ieikin.
Sýningar i dag kl. 6—10.
•©•§SSSS®SSSg@SS£@
1 Fjalla-
ÍEyvindur
verður leikinn í Iðnó sunnud.-
kveld, 16. þ. m. kl. 8 síðd.
Leikendur flestir sömu
og áður.
I Aðgöngumiða má panta í
$ bókaversl. ísafoldar.
••©$SSS@@SSS*@SSS £
JARÐARFÖR mannsins
míns sáluga, Sigurðar Vaage, fer
fram frá heimili okkar Grundarstíg
4 laugardaginn 15. maí og hetst
kl. 11 V«-
Hendrikka Vaage.
Margt aðkomumanna
er í bænum þessa daganu. Þessa
höfum vér hitt að máli: Einar
Jónsson alþm. frá Geldingalæk,
Skúli Thorarensen frá Kirkjubæ,
Árni Tótnasson frá Reyðarvatni, sein
ætiar að reisa bú í vor að Stóra-
Hrauni. Síra Gísli Skúlason bregð-
ur búi og flylst á Eyrarbakka.
Vín í land.
Kl. 5 í morgun fór Þorvaldur
Björnsson lögregluþjónn ásamt 2
næturvörðum niöur að landssjóðs-
skúrnum við »Völund«, og tóku
3 stór koffort, sem komu frá borði
úr »ísafold« (»Columbus«), og fóru
með þau upp í »Steininn« og báðu
Sigurð geyma, þar til rannsókn yrði
hafin. Hefir þeini víst þótt gutla
helst til mikið á koffortunum.
»Ingólfur«
fór í morgun til Borgarness með
fjölda farþega, 2—300.
Skólahátið
mentaskólans var haldin í gær.
Farin skemtiferð suður í Kópavog.