Vísir - 30.05.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 30.05.1915, Blaðsíða 4
v tSlR Framh. bæjarfrétta frá 1. síðu. Lúðrafélagið Harpa leikur á Austurvelli í dag kl. 61/* síðdegis. Fermlng skipsins Gullfoss vestra, fór fram undir umsjá ræðismannsins Breska, og voru svo innsigluð lestaopin. Þegar hingað kom, skoðaði breski ræðismaðurinn hér innsiglin og gef- ur svo vottorð um að þau hafi heil verið. Nýr vélbátur kom hingað frá Bergen í gær- kvöld. Eigendur eru nokkrir ís- firöingar. Hersagan staðfest, í gær kom norskt skip til Hafn- aifjarðar, sem hitti enskt herskip skamt frá Færeyjum. F o r i n g j a r skipsins sögðu að ftalía væri komin í ófriðinn. Norska skipið heitir Thyra og er komið hingað til fisk-kaupa. Svo er mál með vexti, að stórt, pýskt seglskip hefir legið í Hafnarfirði síðan í fyrra, hlaðið 900 smál. salt- fisks. Það var feröbúiö um það leyti, sem ófriðurinn hófst, en sett- ist þá að. Fiskurinn hefir verið v.rðveittur vel í skipinu, svo að hr.nn er með öllu óskemdur. Auð- maðurinn John D. Rochefeller hefir lá ið kaupa þenna þýska fisk, og á hann að fara til Belgíu, handa bág- stöddu fóiki þar. Eitthvað meira mun skip þetta taka hér af fiski, en aö því búnu fer það til Belgíu. Þ >ð mun þó eiga að korna við í Danmörku á suðurleið. Evað vikublööin segja. ísafo/d 29 mai. - Efni: At- hugasemd við athtigasemd (ettir S'/ein Björnsson). — Gullfossi fagnað í New York. — Eldgos í Hekluhrauni? — Ófriður milli Ítalíu og Austurríkis. — Frá furðuströndum (eftir Har. Níelss.) — Ný bók (Kynbætur sauðfjár eftir Jón H. Þorbergsson). — Björgun. — Nýbreytni í umboðs- stjórninni (eftir O. Forberg). — Fréttir. 5^addu almetuiuvc^ Fyrirspurn. Háttvirti ritstjóri! Viljið þér ljá eftirfylgjandi línum rúm í heiðruðu blaði yðar? Getur nokkur gert mér þann greiða, að segja mér hvenær háskóla- piitar fá styrkinn? Virðingarfylst Rvk. 29/5 ’15. Rukkari. Svar: Eftir því, sem vér best vitum, fengu þeir hann rétt fyrir Hvíta- sunnuna, og ef vér þekkjum rétt, þá mun nú vera lítiö eftir af hon- um hjá flestum. — Fyrirspurnin kemur nokkuð seint. Ritsij. Ö s k. Frh. Og væri það nú einhver, sem eg þekti, þá myndi eg altaf geta fengið að vita það seinna, þegar eg væri í betra skapi.-------- Ræðunni var nú lokið. Fáein vers voru sungin á eftir af örfáum röddum. — — Svo var kistan borin út á vagn- inn. Þrír af þeim, sem það gerðu, voru kunningjar mínir, hina þijá þekti eg ekki, en sá það á þeirn, að þeir voru verkamenn. Allir fóru út úr kirkjunni á und- an mér. Eg vildi ekki vera að troða mér neitt fram og gekk því aft- astur. Nú lá leiðin suður í garð- inn, — — Ósköp fanst mér þetta alt sam- an undarlegt, og kynlegt i alla staði. Kunningjar m í n i r voru að fylgja einhverjum til grafar og e g líka, eiginlega óafvitandi, og í byrj- un þvert á móti vilja mínum. Og kunningjar m í n i r báru kistuna. Þetta var undarlegt og setti mig í hálf-vont skap. Znnþá svipaðist eg um, meðal mannfjóldans. Altaf var hann að minka. Nú' var fólkið orð- ið langtum færra en inni í kirkj- unni. Alt fanst mér bera vott um, að sú, sern borin var til grafar, væri einhver fátæk, umkomulaus stúlka. Engin stórmenni voru þarna við stödd. Og almennir verkamenn, — ieigðir menn likiega, hjalpuðu til að bera kistuna út og inn. Örfáir sveigar voru á kistunni. Eg fékk nú einhverja skömm á sjaltum mér, þegar eg rölti þarna eftir Vonarstræli, á ettir mér alveg óviðkomandi líki. Hvers konar rlækingur var þetta anuars á mér? Það var engu likara en að eg væri ekki með öllum mjalla. Það var eg þó, hamingj- unni sé lof. Og nú fór eg að hugsa um, að komast hjá því, að þetta fólk, sem var í líkfylgdinni, og þekti mig, sæi mig. Samt fanst mér eg endilega verða að fylgja alla leið suður í garð. Þegar eg var þangað kominn, veik eg mér afsíðis, til þess að enginu skyldi taka eftir mér. Þar stóð eg, klökk- ur í huga, á meðan kistann var molduð. Þegar alt var um garð gengið, gekk eg suður garðinn og út um aörar dyr en hitt fólkið, og hélt suður á Mela, og vestur fyrir bæ, og svo mætti eg^iér. Þetta er nú sagan, ’sem eg ætl- aði að segja þér.* »Ó jæja, hún er nú hálf undar- leg, og nærri því lygileg. Reyndar get eg svo sem mæta vel trúað þessu um þig, og v e i t þú segir þetta satt. Þú ert altaf svo undar- lega þunglyndur og reikuli í ráði eftir vín, — eins og reyndar fleiri. — — En seg þú mér. Hvað ætl- arðu nú að gera suður í kirkju- garð aftur? Ertu ekki búinn að fá nóg af þessu öllu saman?« »Já, það er nú það undarlegasta viö þetta alt saman, að nú er í mér svoddan ástríða eftir, að vita h v e r það var, sem verið var að jarða, eg má til með að fá að vita þ a ð.« »HeIdurðu að það standi skrifað í kirkjugarðinum?« 'Já, það er 'einfnitt það, sem eg held. Nafnið gæti vel staðið á ein- hverjum borðanum, sem festur var á kransana suma. Og meira að segja, þegar kistan fór fram hjá mér út úr kirkjunni, þá sá eg, að eitthvað var letraö á einn borðann.« »Jæja, Bjarni minn. Við erunt nú líka komnir alla leið. Svo að okkur munar ekkert um, að ganga inn og gá að þessu. Þú manst náttúrlega hvar leiðið er.« »Já.« Við gengum inn í garðinn, og Bjarni benti mér á leiðiö. Við gengum þangað. Þar lágu nokkrir sveigar, fremur fátæklegir. Um einn sveiginn var bundinn bleikur borði, og á hann letraðar nokkrar vísur og nafnið: »Ósk Bjarnadótt- i r.« Vísuruar voru frá móður stúlkunnar, Elínu Sveinsdóttur. F æ ð i og húsnæði fæst í Mið bænum. Afgr. v. á. 5TAPAÐ — FUNDIÐ { __________________________9 T a p a s t hefir í miðbænum gullhringur með rauðum steini og í hann grafið: Frá mömmu. Fund- arlaun. Afgr. vísar á eiganda. Gleraugu í stálumgerð hafa tapast, Finnandi er vinsaml. beðinn að skila þeim á Laugav. 49 A (uppi). S a n d a 1 i hefir tapast. Skilist á afgr. Eyrnalokkur með grænum steini fundinn. Vitj. á afgr. Skrifborð til sölu, með tækifærisverði. Til sýnis á afgr. Vísis. Barnakerratil sölu á Spítala- stíg 8, uppi. 2 kvensöðla brúkaða, en í góðu standi, vil eg kaupa. Gísli Björnsson, Grettisgötu 8. Húsið nr. 14B í Pósthússtr. er til sölu, hvort heldur hálft, 18x14 áln., eða alt, 36 x 14 áln. Skilmál- arnir óheyrt góðir. Jón Sveinsson. Barnavagn, nýlegur eða nýr, óskast til kaups, helst amerískur. Peningaborgun út í hönd. Afgr. v. á. Barnakerra óskast til leigu stiax, Uppl. á Grettisg. 32 B. Sendisveinar fást ávalt í Söluturmnum. Opinn frá 8—11. Sími 444. Telpa 14 ára gömul, óskast til að vera með barn frá 1. júní. Jessen Vesturgötu 14. B. 2—3 drengir, duglegir og áreiðanlegir, geta fengið atvinnu i 3—4 mánuði. Semja ber viö vörslumannn bæjarins, hittist á Vita- stíg 13. Talsími 521. T v æ r kaupakonur óskast á gott sveitaheimili í Skagafirði. Uppl. í Þingholtsstræti 25 uppi 11—1 árd S t ú 1 k a óskast í vist nú þegar, Laugaveg 32 uppi. Telpa 14—15 ára óskast til húsverka í sumar. Uppl. Bjargar- stíg 15 uppi. Góður mótoristi, vanur sjó- maður og dugleg stúlka geta fengið atvinnu á Austfjörðum. Uppl. að Hverfisgötu 89, uppi. • Vandaður unglingur getur fengið atvinnu við verslun. Ritstj. vísar á. 2 duglegar og vanar kaupa- konur óskast á Norðurland. Uppl. á Laugaveg 27 B. Kaupakonu vantar á gott heimili. Uppl. hjá Guðríði Eiríks- dóttur Laugaveg 33. S t ú 1 k a óskast í kaupavinnu á gott heimili. Uppl. á Laugav. 24. Telpa 10—12 ára óskast til aö gæta barns. Uppl. á Norður- pól. Unglingur 14—15 ára ósk- ast til snúninga frá 1. júlí. Afgr. v. á. S t á 1 p u ð telpa til snúuinga. Afgr. v. á. Stúlka. Hraust og áreiðanleg stúlka ósk- ast frá 1. júlí á fáment heimili hér í bænum. Uppl. gefur frú Stein- unn Bjarnason Aðalstræti 7. H USNÆÐI Þ u r t og bjart kjaliarapláss fæst leigt, hentugt fyrir vörugeymslu. Afgr. v. á. 2—3 herbergja íbúð mjög góö og ódýr neðarlega í Austurbænum fæst af vissum ástæðum til 1. okt. Afgr. v. á, S t ó r stofa meö forstofuinngangi við eina af helstu götu bæjarins, er til leigu 1. júní. Semjið við Hólm- fríði Árnadóttur Hverfisgötu 50. 2 herb. með húsgöguum til leigu, frá 1. júlí til sept., á besta stað í bænum. Afgr. v. á. |j^ Vátryggingar. Vátryggið tafalaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Brit- hish Dominion General Insur- ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.