Vísir - 16.06.1915, Side 1

Vísir - 16.06.1915, Side 1
5. á r g . Miðvikudaginn 16. jú í SS15. GAMLA BIO Presturinn. »Karakter«-sjónl. í 5 þáttum eftir P. Lykke-Seest. Aðalhlutverkin leika Carlo og Clara Wieth og frægasti leikari Noregs, Egil Eide. Aðgm. kosta 50, 35 og 15aura. 10 duglega sjómenn ræð eg á gufuskip, sem gengur ti! síldveiða frá Akureyri. w G-óð kjör í öoði. -» Finnið mig fyrir 21. þ. m. Laugavegi 33. — Ne;ma kh 8 e. m. Knattspyrrmmót f lslands ,Fram‘ vinnur Knattspyrnubikar íslands. Úrslitaleikurinn átti fram að fara fimtudaginn 10. júní, en var trest- að sökum óhagslaeðs veðurs. Sunnu- daginn 13. júní rann upp sá tengi þráði dagur, að hægt var að hefja úrslitaleikinn n.illi Knattspyrnufél. R.ykjavíkur og x.Frant«. Kl. 4 var leikurinn auglýstur og kl. 37 hófst hljóðfærasláttur á Austurvelli. Safn- aðist þar saman ijölmenni mikið, sem gekk í fylking suður á íþrótta- völl, eftir lagi, sem Hörpumenn léku. Kl. 4 hófst leikurinn. Höfðu keppendurnir nú raðað sér upp á sína vissu staði, Frammenn með vindinum, en Reykjavíkurmenn gegn honum. Áhorfendurnir stóðu flestir í stífustu lcappræðum um hver myndi vinna, og var farið í látlaus- an mannjöfnuö, þar til allir áhorf- endurnir kiptust við á hæl og tá og snérust fram að vellinum við það, að dómarinn gefur merki um það, að leikurinn skuli byrja. Leik- urinn berst nú fram og aftur nm svæðið, þar til Frammenn ná knett- iuum og leika honum svo snildar- lega á milli sín, að hann hafnaði sig í neti Reykjavíkurmanna. Var þá 21/* niínúta af leiknum. Áhorf- endurnir ætluðu alveg að ganga af göflunum af fögnuði. Var nú mönn- um fljótlega skipað niður aftur. Dómarinn l lístrar og knötturinn þýtur af stað. Hendist hann nú aftur á bak og áfram, þó altaf á vallarhelmingi Reykjavíkurmanna og fyr en varir er hann kominn í mark. Reykjavíkur, þá var 4l/2 mínúta lið in af leiktímanum. Fagnaðarlæti á- horfendanna voiu svo afskapleg, að alt ætlaði niður að ganga og undir tók í öllu, Leikurinn hefst aftur. Gekk nú iengi svo, að hvorugur mátti betur. Léku Rrykjavíkurmenn af móði miklum, en það kom fyrir ekki, því að Frammenn og vindur inn voru ágætlega samtaka í að halda knettinum stöðugt á vallar- helming Reykjavíkurmanna og á- rangurinn af þessum samtökum varð sá, að knötturinn lenti í þriðja sinn í marki Reykjavíkur. Fagnaðariæti áhorfendanna voru svo, að engu tali tóku, og hornamennirnir urðu svo 'nissa að þeir steingleymdu, í miðju lagi að blása í hornin. Nú kornst loftvog Reykjavíkurmanna á rokstorrn, en Frammenn eru óvanir slíku afspyrnuroki og lenti því knött- urinn næstum þá þegar í ntarki Frams. Það skal eg fullyiða, að fallbyssurnar hans Hindenburgs hafa ekki hærra en köilin og lætin sem nú gusu upp úr áhorfendunum, aö undanskildu lófatakinu. Án tafar hefst leikurinn aftur. Frammenn hendast með knöttinn fram og aftur um völlinn og alt nið sama gera Reykjavíkurmenn, þá vildi það til, að Pétur Magnússon varð að ganga úr lelk, vegna meiðslís á hægra fæti. Skömmu síðar féll Gunnar Halldórsson uiður sem hálfdauður væri og mátti varla anda, hafði hann fengið óviljandi högg ein- hvers staðar framan á sig. Var hann þegar borinn út af vellinuni og hugðu Reykjavíkurmenn honum lít- ið líf, en Frammenn og Guðm. P. hugðu honum langt líf og marga knuttspyrnukappleiki gegn Reykja- víkurfél. ennþá. Voru nú Frammenn ekki nema 9 talsins með Clausen back, en 15 mínútur eftir af leikn- um, fyrra helmingnum, en eins og eg hefi áður sagt, þá eru Frani- menn seigari eftir því sem meira kreppir að þeim, enda létu þeir þetta ekki á sig fá, heldur hentu kneltinum á inilli sín af list ínikilli, og fyrr en varði sparkaði Gunnar Thorst. knettinum rétt fyrir framan Lúlla og B-n-o til Óla Magn. og var Óli þá ekki lengi að senda honum í mar': Reykjavíkurrnanna, nokkrum millimetrum frá fingur- gómum marksrnanusins (sem E. O P. kallar »þann ónýta«), og nokkr- um centimetrum fyrir innan mark- stöngina og heilum kílómeter fyrir neðan þverslána. Máttu áhorfend- urnir þá varla haldast við jörðiua j fyrir fögnuði. Hófst nú leikurinn að , nýj<r af kappi mik'u frá báðum hlið- um, Gekk svo þar til dómatinn \ blístraði og leikurinn var hálfnað- ur. Hafði þá »Fram« 4 vinninga, en Knattspyrnufél. Reykjavíkur 1. Frh. m BÆdARFRETTlR m Afmæli á morgun. Guðm. Lýðsson Fjalli Halla Árnadóttir húsfrú Sig. Kr. Guðlaugss. trésm. M. E. Frederiksen slátrari Sesselja Guðmundsd, húsfrú Sigr. Bjarnason húsfrú Óskar Halldórss. garðyrkjum. Ásm. Gestsson kennari Pétur Pálsson skrautritari Magnús Vigfúss. dyravörður Guðm. Sæmundss. innhm. Jón Sigurðsson forseti Afmæliskort fást hjá Helga Árnasyni, Safna- húsinu. Veðrið í dag. Vm. loftv. 773 a.kul U 8,9 Rv. a 774 logn u 8,0 íf. u 776 logn ti 4,0 Ak. u 776 iogn il 7,5 r-r. ti 739 logn u 7,5 5f. u 774 logn a 6,5 Þh, u 771 na.gola « 9,5 17. júní er á morgun. Vel fer á því, að eitthvað sé gert til þess, að lialda uppá afmæli Jóns Sigurðs- sonar, enda verður |3að gert nú, þótt það sé »hinu opinbera* að þakkarlausu. Pað er stjórn í- þróttavallarins, sem býður mönn- um uppá margháttaða skemtun þar suður frá, ræðuhöld (Sig. Nordal magister), knattspyrnu (Fram og Rvlkurfél.), loftför og lúðrabiástur (K. F. U. M), dans og hringakstur o.s.frv. — Skemt- unin hefst ld. 5. Bátstapi. Vélbátsins »Báran«, er saknað 186. tbl. WYtlA B'O —n——»—»c«p«nr«afu i ■ ■■ jjmi ■ utrtaatca—gwtmwm■■ n -n. Hvíta þrælaverslunin. Ákaflega áhrifamikill sjón- leikur í 100 atriðum, leikinn af Nordisk Films Co. Aðalhutverkið, siúlkuna sem selja á mansali, leikur hin al- þekta Ieikkona, frú Clara Wieth. Þótt margar myndir, með þessu nafni, hafi verið sýndar hér, er þessi þó alveg ný og tekur flestum hinum fram. Priðjudaginn 15, þ. m. andaðist að heimili sínu, Vestur- götu 37, Guðm. Guðmundsson útgerðarmaður, efíir s>tutta legu Banainein hans var heilablóðfall. Jarðarförin ákveðin siðar. Aðstandendur hins látna. U-M-F-R- Fundur í kveld kl. 6 Bárunni. Gunnar E. Benediktsson flytur erindi. Margt fleira til meðferðar. S t j ó r n i n. af Norðfirði, síðan 11. þ. m. — Hann var eign Ingvars Palsson- ar oddvita. Bátsverjar voru 4, Bjatni Gíslason, form., Magnús Gísli, sonur hans, Eggert Bjarna- son og Guðm. Guðmundsson, allir héðan úr Rvík og þrír at þeim fjölskyldumenn. Skipakomur. ísafold kom hingað loks í nótt, eftir alla sína hrakninga. — Ing- ólfur kom í gærkvöld og fer upp í Borgarnes í dag. Með honum ætla meðal annara, allmargir skóla- piltar, sem fara þaðan gangandi norður. — Tvö botnvörpuskip liggja föst inni á Siglufirði. Leiðrétting. Misprentast hafði í Vísi í gær í bæjarfréttum: Steindór „Guð- mundsson", að vera „Gunnlaug- son“. Ennfremur var mistalin stigatala hans í prófinu 104 st. í stað 1042/s.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.