Vísir - 29.06.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 29.06.1915, Blaðsíða 1
Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel Island. SIMI 400. Utgefaadi: HLUTAFELAG. Ritstj. ANDRES BJÖRNSSON SÍMI 400. 5. árgi þ r i ðjudaginn 29. jú::í ISlS. 199. ibl. GAMLA BIO Andlitið á glugganum. — GYLDENDALS-FILM — Áhrifamikill sjóni. í 3 þáttum. Aðalhlutv. leika: Holger Reenberg og Poui Reumert! Skáldin o g f j á r I ö g i n . Það er eitt nýmæli í fjárlagafrv. stjórnarinnar, að þar er áætlaður 14 þús. króna styrkur hvort árið »til skálda og lislamanna«, allra í einu, og svo á síjórnin að ráða því, hvað hún lætur hvorn fá. Áð- ur hefir verið ritað um þessar sfyrkveitin ar hér í blaðinn, og pykir oss þvi tilhlýðilegt, að láta Iesendur sjá ástæður stjórnarinnar til þessa nýmælis. Hún segir svo í athugasemdum sínum við frum- varpið : „SíÖasta Alþingi geröi þá breyt- ingu á þessum liðum, að hún færði upphæðina til skáldanna í einn lið fyrir hvert þeirra, og setti upphæðina á fyrra ár fjár- hagstímabilsins. Að vísu mætti skilja þessa aðferð þingsins á þá leið, að það ætlaðist til, að styrk- veitingarnar fjellu alveg niður framvegis, eins og líka stundum hefur heyrst á þingi, að rjett væri að gera. En það mun óhætt að fullyrða, að það hafi ekki verið tilgangurinn. í nefndaráliti N. d. um þetta atriði (Alþííð, 1913, A. þskj. 348, bls. 785), er það tekið fram, að það væri eðlilegast, að stjórnin hefði eitthvert fje til um- ráða handa skáldum og listamönn- um, svo að þingið væri laust við slíkar fjárveitingar, og óviðfeldnar umræður um einstaka menn. Undir þessa skoðun nefndarinnar taka ýmsir þingmenn við umræð- urnar, sjá t. a. m. Alþtíð. 1913 C., bls. 1374—75; 1383, 1387 og víðar. Stjórnin verður þvi að lita svo á, að það hafi verið vilji síðasta fjárlagaþings, að fela stjórn- inni útbýtingu fjárins. Stjórnin, íyrir sitt leyti, er á sama máii, en álítur, að hún eigi að hafa óbundnar hendur í þessu efni, og eigi sjálf að bera ábyrgð á úhlutuninni fyrir þinginu. Hjer á landi er engin stoínun eða fjelög, sem að sjálfsögðu ætti að hafa nokkurn forrjett til að vera ráðgefandi við slíka úthlutun, og það mætti búast við sundurlyndi og óánægju, ef slík samvinna ætti að eiga sjer stað milli stjórnar- innar annarsvegar, og einhverrar stofnunar, t. a. m. háskólans, hins vegar. Aftur á móti telur stjórn- in sjálfgefið, að ef Alþingi á ein- hvern hátt ljeti í ljósi ósk sína um, að vissum manni yrði veittur styrkur af þessum lið, þá beri að taka þá ósk til greina. Upp- hæð styrksins má varla vera minni en 14,000 kr. árlega." Hætt er við því, að mönnum lítist misjafnt á þessa uppástungu. Munu sumir segja að hún miði til þess, að gera öll skáld að hirð- skáldum hjá ráðherra. Og um á- drátt þann, er gefinn er síðast í athugaseaidinni um að fara að vilja þingsins um einstaka menn, er það að segja, að þá þekkjum vér illa Alþingi, ef ekki verður nokkuð auðugt af þingsályktunar- tiliögum, um skáldastyrk, ef þetta ákvæði fr.varpsins næði fram að ganga. Afmæii á morgun. •Kristín Einarsd. liúsfrú. Björg Eiríksd. húsr., Sauðárkr. Ó!öf Magnúsd. húsfr. Peter Peteisen, Bíóstjóri. Sigurjön Sigurðsson trésm. Sólveig Jóhannsd. húsfr. Gunnar Benediktss. stud. jur. Þórður Pálsson læknir. Magnús Andrésson, pr. Gilsbakka. Afmæiiskort fást húsinu. hjá lielga Áinasyni, Safna- Veðrið í dag. Vm. ioftv. 763 logn “ 8,5 Rv. tl 763 v. andv. “ 10,3 íf. (C 764 iogn “ 6,7 Ak. « 763 nnv. kul “ 6,6 Gr. /i 726 logn “ 13,0 ' Sf. (( 763 logn “ 7,6 Þh. tl 759 a. kaldi “ 8,5 Vitavarðarstaðan á Reykjanesi er veitt Vigfúsi Sigurðssyni Grænlandsfara. Skipafregnir G u 11 f o s s fór vestur í gær. Meðal farþega var Guðmundur Kamban rithöf. — Goðafoss kom á Djúpavog í gær. — Ingólfur kom frá Borgarnesi í gær. Meðal farþ.: alþm. Bjarni Jónsson og Sveinn Björnsson, þórður Edilonsson læknir, Félagarnir Ó. Johnson og Kaaber, Böðvar þorvaldss. kaup- maður og fl. Bréf hefir oss borist, svohljóðandi: „Herra ritstjóri! Viljið þér gjöra svo vel, að skila þakklæti mínu til þess manns, sem varaði mig við hattinum með gráa svita- skinninu, sem tapaðist á Skjald- breið um kvöldið. En reyndar var viðvörunin óþörf, því að eg er gætinn maður og lét þegar sótthreinsa hattinn, er eg kom heim með hann, en hausinn á sjálfum mér þvoði eg upp úr „karbólsápu“. En söm var hans gerð, sem varaði mig við. Yðar með virðingu, Misgripamaður. Bif reiðafélagið hefir nú látið gera við eina af bifreiðum sínum, svo hún er nú betri en nokkru sinni fyr. Hún er grámáluð og allásjálég, með raf- magnsijósi og rafmagnslúðri, og getur tekið 5 menn. Ritstj. Vísis hefir ekið í henni stultan spöl og getur borið um það, að hún fer vel með mann. Strand. Breskur botnvörpungur strand- aði í fyrrakveld suður hjá Garð-, skaga. — „Geir“ er að reyna að ná honum út í dag. Meiðsl. Drengur kveykti á eldspýtu rétt hjá benzínhylki við Bifreið- arstöðina í gær. Kviknaði í og varð sprenging og sviðnaði and- lit drengsins töluvert mikið. Var þegar farið með hann til læknis. Sagt var að augun væru óskemd til allrar hamingju. 12 laxa veiddi *einn maður á stöng í Elliðaánum á sunnudaginn var. Þmginálafinida ályktanir úr Dölum. I. sFundurinn skorar á alþingi að halda fast við ályktun síðasta þings um uppburð íslenskra mála í ríkis- NYtJA B90 Leyndarmál. Sjónleikur eftir Otto Rung. leikinn af Nordisk Films Co. Aðalhlutv. leika : ■ Olaf Fönss og frú L*ly Beck U-M-F Iðunn og U-M-F-R Samfundur annað kveld kl. 9 í Bárubúð. — Margt til meðferðar! Fjölmennið! (Að samfundi afloknum verður sérstakur fundur í U. M. F. Ið- unn. — Áríðandi að fjölmenna!) isráði Dana (fyrirvarann); lýsir yfir aðdáun sinni og ánægju yfir fram- komu fyrverandi ráðherra í þessu máli; átelur harðiega allar tilraun- ir til að víkja frá skilyrðurn þings- ins, og iýsir vantrausti sinu á hverj- um þeim ráðherra, sem gerir til- raun til að fá stjórnarskrána sam- þykta án þess að uppfylt sé skil- yrði alþingis*. Samþykt í Saurbæ, á Skarðsströnd og Fellsströnd. Þá var eigi frétt um staðfesting stjórnarskrárinnar. II. »Fundurinn skorar á alþingi að halda fast við ályktun síðasta auka- þings, um uppburð íslenskra máia ríkisráði Dana (lyrirvarann), lýsir ánægju sinni yfir framkomu fyrv. ráðnerra í því máli, og skorar á næsta þing að mótmæla þeim grundvelli, er stjórnarskráin hefir verið staðfest á, fullnægi hann eigi skilyrði alþingis«. Samþ. í Hvammssveit, Laxárdal, Haukadal, Miðdölum og Hörðudal. Þá var frétt staðfestingin. alveg sjálfsagt að kaupa í Liverpool. gjjggr Þar fá menn alt sem þá vantar og þar eru vörurnar góð- ar og ódýrar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.