Vísir - 07.07.1915, Qupperneq 2
V I S 1 R
VISIR
kemur fyrst um sinn út kl. 12 á
hádegi,
Afgreiðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi.
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrifstofa á sama stað, inng frá
Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
kl. 5-6.
Sími 400.— P. O. Box 367.
Dýrtfð á Bretlandi.
í enska þinginu varð mönnum
tiirætt um það fyrir skömmu, hve
mikil dýrtíð væri þar í landi. Sagði
þá einn af þingmönnunum, aö sterl-
ingspundið (20 sh.) væri nú ekki
nema 14 shillinga virði. Deildu
margir þingmenn á stjórnina fyrir
framkvæmdaleysi hennar í að sjá
um, að skaplegt verð væri á nauð-
synjavörum þar í landi. Einn þing-
maður gat þess, að mjölkaupmenn
nokkrir, sem hann tilgreindi með
nafni, hefðu grætt 367 þús. sterl-
ingspund síðan ófriðurinn hófst.
Annað firtna ónafngreint hefði haft
31 þús. punda ágóða af einum
hveitifarmi frá Argentínu.
Verslunarmálaráðherrann varð fyr-
ir svörum af hendi stjórnarinnar.
Hann kvað hana hafa heimtað af
kolanámueigendum, að verð á kol-
um yrði fært niður, með því að þeir
hefðu nú óhæfilega mikínn gróða
af námunum og mundi hann itm-
an skamms geta skýrt mönnum frá,
hve mikið kol yrðu færð niður.
Þá mintist hann á hveitið, og
sagði að það væri slæmt, að hveiti
hefði stigið í verði, en verra hefði
þó verið, ef aðflutningar hefðu tepst,
en sem betur færi væri engin hætta
á því, og kvaðst hann geta fullviss-
að menn um, að nóg hveiti væri
til í landinu. Þá mintist hann á
kjötið. Sagðist hann ekki geta
gefið neitt loforð um, að hægt væri
að auka kjötbirgðir að mun þar í
landi. Hann kvað mest alt aðflutt
kjöt fara til Frakklands handa her-
liðinu. Stjórnin hefði komist að
raun um, að bresku hermennirnir
væru miklu gráðugri í kjöt, en borg-
atarnir heima fyrir. Þegar Frakk-
ar hefðu séð, hve hraustiega Bret-
ar börðust, sem menn telja meðfram
að þakka kjötátinu, þá fóru þeir
einnig að gefa sínum niönnum
meira kjöt en áður, og eftirspurnin
því vaxið að sama skapi. Skoraði
hann að lokum á þjóðina heima
fyrir, að spara við sig kjöt.
jGermanismus’.
Þeirri stefnu, samvinnu og nán-
ari kynnum meðal germanskra
þjóða, er nú mjög á loft haidið
af Þjóðverjum. Hefir M. phii. Carl
Ktichler sent oss plögg nokkur
um þau félög, er helst beitast
fyrir þessu. Er þar einkum að
nefna hið þýsk-norræna Richards
Wagners-félag fyrir germanskar
listir og vísindi. Á það bæði
að ryðja þýskri menningu braut
evxvs á%ut
oo^a oovuU
Sundmaga kaupir
bæria verði en aliir aðrir
YEESL. YON
Laugavegi 55.
vzxh
á hvítrl og mislitri
vevsl.
"NDou,
£au§&\) Bb.
á Norðurlöndum, og eins að
auka þekkingu Þjóðverja á hin-
um nyrðri trændþjóðum þeirra,
og vinna þannig að efnalegri og
andlegri sameiningu germönsku
þjóðanna. Sum af félögunum hafa
það á stefnuskrá sinni, að berj-
ast fyrir frelsi allra germanskra
tungumála í Þýskalandi, t. d.
dönskunnar í Slésvík o. s. frv.
Það eru þessi félög, sém mest
starfa að flugritagerð og útbýt-
ingu þeirra meðal hlutlausu þjóð-
anna, rita t. d.: «Eyðing heims-
veldisins breska og keisaraveldi-
sins rússneska, framkvæmd af
þríveldasambandinu og Múha-
medsmönnum« eða þá »Svarta
skráin yfir svívirðingaverk fjand-
manna vorra« o. fl. o. fl.
Smávegis írá ófriðnum.
Sá næsti.
Við Aisne varð Englendingur
einn naumt fyrir. Þjóðverjar komu
að honum óvörum og hann haföi
ekkert vopn, annað en hálfan tígul-
stein, en á hann var ráðist með byssu-
sting. Hann henti tígulsleininum af
auga og hitti Þýskarann í höfuðið
og féll sá við. Englendiogurinn
greip byssu óvinar síns og bjóst nú
hinn rólegasti til varnar og kallaði:
«Sá næsti, sem vill láta raka sig«!
Kærleiksverk.
Frá því er sagt, aö Englending-
ur einn hafi orðið fyrir því við
T I L M I N N I S:
Baðhúsið opið v d. 8-8, ld.kv. lil 11.
Borgarst.skrifji. í Lrunastöð opiii v. d
11-3
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
Islandsbanki opinn 10-4.
K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/,, síðd.
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1.
Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við-
tals 10-12
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3
Landssínnnn opinn v. d. daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og 4-7
Náttúrugripasafnið opið 1 ‘/r^1/? síðd.
Póslhúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1
Samábyrgðm 12-2 og 4-b.
Stjórnarráðsskritstofurnar opn. 10-4 v. d
Vífilsstaðahæiið. Hcimsóknart'mi 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
Aisne, er hann nalði legið óvígur
í valnum í marga klukkutíma, aö
Þjóðverji nokkur hafi komið að
honum og bundið sár hans í ákafri
skothríð. — Þegar verkinu var lokið,
ætlaði Þjóðverjinu að halda aftur
til sinna mamnna, en varð þá fyrir
kúlu og datt niður dauður.
»Hermenn« á vígvellinum.
Sjónarvottur segir svo frá:
Við höfðum Iegið í skotgryfjun-
um um liríð og skotið alt hvað af
tók Hægra megin við mig Iágu
tveir Sáluhjálpar-hermenn hlið við
hlið. — Eg kannaðist víð þá af
því að eg hafði verið á samkomu
hjá þeiin skömmu áður. — Þarna
lágum við í grenjandi kúlnahríð og
enginn var róglegri en þessir sálu-
hjálparhermenn. Eftir nokkurrar
stundar bardaga, fengum við skip-
un um að halda undan, en rétt í
því, að við vorum að yfirgefa skot-
gryfjurnar, særðist annar »hermað-
urin« og féll. — Félagi hans sakn-
aði hans ekki fyrr en við vorum
komnír nokkur hundruð faðma frá
vettvan i. »Hvar er—?« hrópaði
hann. »Eg verð að snúa aftur og
sækja hann« sagði hann, og flýtti
sér sem mest hann mátti til skot-
grafanna aftur, gegn kúlum og
sprerigikúium. — Eg varð hrifinn
af hugrekki hans og bauðst til að
fara með honum, en hann svaraði
mér á þessa leið: »Nei, drotlinn
mun varðveita mig, og eg er ein-
fær um þetta«, eg lagðist því nið-
ur og beið hans. — Fyrst skreið
hann nokkrar álnir, og hljóp svo
í skjól, skreið svo og hljóp á
víxl og ioks, þegar hann fann fé-
laga sinn, tók hann liann í fang
sér og hljóp sem fætur toguðu til
að koma honum á óhultan stað.
Kúlunum rigndi tiiður alt í kring-
um hann. Hann komst í skjól við
tré nokkur, hljóp svo áfram og
komst attur í skjól. Loks, þegar
eg sá að ltann átti aðeins eftir
nokkurn spöl á bersvæði, gat eg
ekki stilt mig lengur og hljóp á
móti honum tii þess að hjálpa
honum, og varð fyrir kúlu. — En
hermaðurinn lét sér ekki bílt við
verða, greip mig með annari hend-
inni og bar oklcur báða. — Þegar
dimt var orðið, lagði hann okkur
báöa niður og batt um sár okkar
með léreftsræmum, sem hann reif
af skirtunni sinni.
Eg gleymi aldrei þeirri skelfing-
arnótt.