Vísir - 08.07.1915, Blaðsíða 3
V 1 KS I
5)veW% s^voti o^ kampa\j\tie $\m\ \9fc.
til og frá Þýskalandi yrði stöðvaður.
Ef breskt herskíp hitti skip með
bómullarfarm á leið til hlutlausrar
hafnar, var hægt að stöðva það, ef
ætla mátti að bómullin yrðí að
lokum send til Þýskalands, en sönn-
unarskyldan hvildi á Bretum í
þessu efni.
í aprílmánuði var bannaður flutn-
ingur á bómull frá Bretlandseyjum
til meginlands Evrópu, og mánuði
síðar lýsti Lloyd George yfir því í
þinginu, að stjórnin mundi neyta
allra ráða til þess að varna því, að
bómull yrði flutt til Þýskalands, en
10. júní játar nú verslunarmálaráðu-
neytið, að talsvert af bómull muni
enn komast til Þýskalands frá hlut-
lausum Iöndum. Blaðið skorar því
fastlega á stjórnina að setja bómull
á bannvöruhstann.
Þegar Þjóðverjar réðust inn í
Galizíu, var sagt, að þeir hefðu eytt
1 milj. sprengikúlna á fáeinum cög-
um, í þær hafa farið 1750 smál.
af bómull. í eitt skot úr 15 þuml.
fallbyssunum á nýja herskipinu
»Queen Etizabet« fara 400 pund
(ensk) af bómull, eða heill balli.
5 herbergja íbúð á ágœt-
um stað í bænum, fœst
ieigð 1. okt. Afgr. v. á.
í mjólkursölunni
í Bröttugötu 3
fæst nú góð mjólk og góður
rjómi allan daginn. Þeir, sem
kynnu að vilja gerast fastir
kaupendur nú, fá mjólkina í haust,
þegar mjólkureklan verður í bæn-
um. Sími 517.
Nokkrar stúlkur vantar
hIf Eggert Olafsson,
á Eyjafjörð.
AG-ÆT KJÖR.
§\xSm. SwBmundsson.
— Hittist í húsum G. Zoega 10—12 og 4—7 —
Hátt kaup
getur stúlka, sem er vön fiskverkun, fengið nú þegar á
Norðfirði. — Upplýsingar gefur
Leifur Þorleifsson, bókhaldari við Slippfélagið.
Verkafólk til Sigiufjarðar
sem hefir ráðið sig hjá m é r, er beðið að mæta til viðtals í
Good-Templarahúsinu (forstofunni), kvenfólk föstudags-
kveld, karlmenn laugardagskveld n. k. kl. 8—10.
Sigurður Porsteinsson.
Húseign
á góðum stað í Hafnaríirði fæst til kaups.
'■ 11 Aðgengilegir borgunarskilmálar! -
Semjið við Sigurð Kristjánsson,
sýsluskrifara.
Talsími 24 og 14.
Eldeyjarför
Eins og að undanförnu verður
reynt að ná súlu unga úr Eld-
eyjum í ágúst og septemberi
haust.— Hver ungi er 3—5 kíló
og er ágætur matur og verður
seldur svo ódýrt sem hægt er.
Þeir sem vilja kaupa ungann
ættu að panta hann í júlí, helst
næstu daga, hjá undirrituðum.
Th. Kiarval.
Hótel ísland nr. 28.
Ágætar
Appelsínur
nýkomnar til
3. & to.
selwr s\w
Urval af skjala- og bréfa-
möppum
fæst í
Bókabúðinni
á Laugavegi 22.
Prentsm. Gunnars Sigurðssonar.
*)C&\x$\S öl ]xí ^$\W $\wv\
t
Urskurður hjartans
Eftir
Charles Garvice.
Frh.
Herbergin voru með öllu því
íburðar óhófi, sem auðmagnið getur
veitt. Skrautið og óhófið hafði í
fyrstu gert hana ruglaða og utan
við sig. Hún hafði komið þangað
af fátæku heimili í Camden Town.
En það er ekkert, sem maður venst
eins fljótt og óhófið, og Veronika
var áður svo vön við það, að
skrautið í kringum hana var hætt
að hafa nokkur áhrif á hana, enda
þótt hún hefði ekki alveg gleyint
liðnum tíma. Þegar hún nú virti
fyrir sér hina mörgu viðhafnarmuni,
sem voru vitni um auð hennar og
stöðu, fanst henni ósjálfrátt, að þeir
heyrðu henni til, ekki aðeins um
stutta stund, heldur fyrir fult og
alt. Wayneford, sem hún hafði séð
og henni virst vera heil sveitahöll,
og ógrynni fjár áttí að verða eign
hennar með einu skilyrði, og það
mjög einföldu. Hún átti að giftast
tignum manni. Gott og vel, því
ekki það? Hún vár allra kvenna
lausust við smávegis hégómaskap,
en hún var þó viss um, að hún
gæti uppfyit þetta skilyrði.
í hóp þeim, sem safnaðist utan
um Lord Lynborough sem mið-
depil, og allir viðurkendu að hann
var það, voru margir menn af að-
alsættum — og sumir þeirra voru
af frægum aðaisættum. Og flestir
af þeim höfðu látið í Ijós aðdáun
sína á Miss Veroniku Denby, frænku
jarlsins af Lynborough. Virtist þetta
sannarlega auðvelt skilyrði. Hún
þurfti ekki annað, svo að serja, en
að kjósa einhvern úr hópnum.
Við þessa hugsun hnykluðust
hinar beinu augnabrúnir hennar,
Denbybrýnnar, og hún setti upp
dálítinn óánægjusvip. Margir halda,
að ungar stúlkur séu altaf að hugsa
um giftingu. Veronika hugsaði mjög
lítið um þau efni. Enginn af hin-
um mörgu, sern orðið höfðu á vegi
hennar síðan hún kom til Lynne
Court, hafði haft minstu áhrif á
hana. Þeir sögðu hana kaldlynda,
og ef til vill hefir hún verið það.
Flestar stúlkur eru það, þangað til
þeim hefir hlýnað um hjartaræturn-
ar við að sjá þann mann, sem þær
hafa verið að bíða eftir frá byrjun
vega sinna. Þá bráðnar snjórinn og
blómskreyttar grundir koma í Ijós,
brosandi í geislaskini h o n u m til
yndis og ánægju. í raun og veru
þyrfti hún heldur ekki að giftast.
Það yrði gaman að vera húsfreyja
á Wayneford, að vera auðug, að
vera nokkurs konar meydrottning,
Elisabet samtíðar sinnar.
Hún hló glaðlega og rétti út
armana. Nú þurfti hún ekki framar
að óttast framtíðina — og hversu
mikið hafði hún ekki óttast hana —'
nú var hún óhult gagnvart dutl-
ungum hamingjunnar. Húsfreyja á
Wayneford,
Þjónustustúlka hennar barði aö
dyrum og kom inn. »Reiðskjótinn
yðar bíður, Miss. Á eg að senda
hann buriu?«
»Nei, nei, Goodwin«, svaraði
Veronika. »Lánaðu mér nú hraða
hönd svo eg komist sem fyrst í
reiðfötin mín. Mig langar til að ríða
dálítinn sprett.«
Eftir fáar mínútur var hún kom-
in út og á bak, hélt með liölegu
en föstu taki við fótfráu hryssuna
sína. Þegar hún reið upp eftir trjá-
göngunum, heyrði hún hjólaskrölt.
Þegar hún leit við, sá hún, að stóra
skrautvagninum var ekið heim á
hlaðið. Lynborough lávarður ætlaði
að aka út, eins og hann var vanur
að gera hvern dag.
Þegar hún var komin miðja vega
niður eftir trjágöngunum, beygði
hún við og út á grasflöt í garð-
inum. Hestasveinninn hennar hleypti
á eftir henni. En alt í einu heyrði
hún að hann nam staðar. Sá hún,
að hann fór af baki og athugaði
skeifu undir hestinum sínum.
»Hvað er að, Brown?« kallaði
hún til hans.
i Mist skeifu, Miss«, sagöi hann.
Hún staðnæmdist, en hikandi.