Vísir - 12.07.1915, Síða 2

Vísir - 12.07.1915, Síða 2
V IblK VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 5-6. Sími 400.— P. O. Box 367. Erindreki ,Fiskifélagsins’ erlendis, hr. Matth. Þórðarson hefir nú gefiö út skýrslu um störf sín fré byrjun þessa árs, og er hún allfróöleg á ýmsan hátt. Þetta ermdrekastarf er að nokkru leyti komið í stað viðskifta- ráðunautsins, og veitti al- þingi til þess 4000 kr. á ári yfir- standandi fjárhagstímabil, gegn því að jöfn upphæð komi annarstaðar frá. Fyrra árið (1914) var ekki hægt að veita þetta starf, en í byrj- un þessa árs voru komnar inn um 1000 kr. »annarsstaðar frá«, þ. e, frá einstökum mönnum og deild- um Fiskifélagsins. Var þá hægt að borga út jafnmikiö úr landssjóði og tók Matth. við starfinu. Hafði hann þá dvalið 6 mánuði í Liverpool í Engiandi og hélt hann áfram veru sinni þar, þangað til hann kom hingaö til lands um miðjan síð- asta mánuð. Skýrslunni er skift í 5 kafla. í 1. kaflanum eru bréf erind- rekans til Fiskifélagsins og þar á meðal þrjár langar skýrslur um markað og verslunarhorfur erlend- is; Lætur hann sér ekki nægja með að tilfæra verð og markaðshorfur íslenskra sjávarafurða, heldur er þar einnig ýmiskonar fróðleikur um markað á útlendum vörum, pen- ingaverð og flutningsgjöld m. fl. — í þessum kafla er og meðal ann- ars skýrsla um ísrek í Atlanshafi til leiðbeiningar og athugunar fyrir Eimskipafélagið, er það hafði afráð- ið að senda »GuIIfoss«: til Ameríku. — Þá er þarna líka skrá yfir er- Iend verslunarhús, er óska eftir bein- um viðskiftum við ísl. kaupmenn. 1 2. k a f 1 a n u m eru bréfa- skifti hr. Matth. við erlend stjórn- arvöld, ensk og spönsk. — Hefir hann snúið sér til ensku stjórnar- innar með ýmsar umsóknir: — Um að veita undanþágu fyrir ísland á útflutningsbanni á ýmsum enskum vörum, steinolíu og ýmsum mat vörum. — Um að leyfa íslending- um að halda áfram að vinna á enskum botnvörpungum (samkv. áskorun frá ísl. í Engl.). — Um að enska stjórnin kaupi ísl. saltfisk til notkunar í herflotanum. — Um leyfi til að mega flytja nýjan fisk til Englands. — Um upplýsingar viðvíkjandi möguleikanum á að flytja lifandi fé til Englands. — Til spönsku stjórnarinnar er umsókn um að færa niður eða afnema toll á ísl. fiski, samkv. heimildarlögum nýsömdum, og erindi til danska sendiherrans á Spáni um að styðja það mál. — Yfirleitt fékk erind- rekinn mjög góð svör við þessum erindum sínum, eftir því sem ástæð- ur leyfðu. í 3. k a f I a er bréf til norsku Ameríkulínunnar um það, að skora á stjórn hennar, að láta skip k o m a h é r v i ð í ferðum sínum til og frá Ameríku. Svarar stjórnin því vel og lætur líklega um að koma hér við í tveimur ferðum til og frá á sumri, ef líkindi séu fyrir nokkr- um fiutningi. í 4. kaflanum eru bréfavið- skifti við C. J. Wheeler, enskan sér- fróðan mann, viðvíkjandi skólaskip- um og hjálparskipum og útbúnaði þeirra. Eru þar ýmsar góðar bend- ingar um það, hvernig megi sam eina það, að útbúa skólaskip fyrir ísland, sem um leið gæti haft á hendi landhelgisgæslu og komið að gagni í viðlögum sem björgunarskip. Fylgir þar með teikning af tveim- ur skipum sem geta fengist keypt til þeirra afnota. í 5. k a f I a n u m eru sýnis- horn af bréfum viðvíkjandi sölu á ísl. fiski og síld, eru þau bréf frá kaupmönnum í Ameríku, Spáni og víðar. Þar eru ýmsar góðar bend- ingar um það, hvernig varan, eink- um síldin, eigi aö vera úr garði gerð svo að hún geti selst vel. Ber öll skýrslan það með sér, að erindrekinn hefir starfað með mikl- um áhuga og afkastað miklu þenn- an hálfs árstíma og er n'klegt að þingið felli ekki niður fjárveitingu til þessa starfa. X. ‘Jtcá AXUötvdum. Enska sijórnin tekur lán. Áætlað 900 milj, sterl. punda. Þegar Englendingar hafa tekið ríkislán, hafa þeir jafnan goldið lága vexti af þeim, — 2V2 til 3V2%- Nú hefir stjórnin auglýst, að hún ætli að taka lán, og lofar að greiða af því 4V2%- Ekkert er ákveðið um það, hvað lánið verði stórt, heidur fer það eftir því, hve mikið fé verður boðiö fram. En fjármála- menn á Englandi telja, að það muni ekki nema minna en 900 milj. sterl. pd. Þegar stjórnin hefir leitað eftir láni áður, hefir hún snúið sér til banka og auðmanna, en í þetta sinn snýr hún sér til allrar þjóó- arinnar. Nú geta allir skrifað sig fyrir láninu og lagt fram hvað litlar upphæðir sem vera skal. Enn frem- ur er því hagað svo, að menn geti lagt fram féð í smáafborgunum. Þeir sem eiga eldri ríkisskulda- bréf, geta breytt þeim í ný, ef að þeir taka helmingi hærri hlut í nýja láninu. Lánskjör þessi mælast ákaflega vel fyrir á Englandi og er sagt, að fyrstu vikuna, eftir að lánið var boðið út, hafi menn skrifað sig fyrir 150 milj. sterl. pd. í smáupphæð- um. • Þeir sem eiga fé í póstsparisjóð- um, taka það þaðan, til þess að jj geta orðið þátttakendur í láninu. Mesti sægur hefir keypt 5 sh. hlut. Kiichener lávarður hefir nýlega verið sæmdur Sokka- bandsorðunni. Það er hið mesta sæmdarmerki sem Englandskonung- ur getur veitt. Veikindi Grikkjakonungs. Þýskur læknir segir frá: Þýskur blaðamaður hefir áti tal við Dr. Kraus, þýskan lækni, sem hefir stundað Constantín Grikkjakonung í veikindum hans. Dr. Kraus er nýiega kominn heim frá Aþenu- borg. Hann segir að það sé hauga- lýgi að Konungi hafi verið veitt banatilræði, heldur var gerður á honum holskurður, við innvortis- veikindum. Læknirinn kvað nú konungi mundu batna smátt og smátt, þótt eigi væri hann úr allri hættu. Um hugarþel Grikkja um þessar mundir, fór Dr. Kraus svofeldum orðum: Á Þýskalandi eiga menn bágt með að skilja hugarþel Grikkja. Þeir elska allir Frakkland, sem er ógn skiljanlegt. Þegar Grikkir fóru vestu hrakfarirnar í ófriðnum við Tyrki 1897, þá reyndist Frakkland peim best allra landa. Grikkir bera einnig mikla virðingu fyrir Eng- landi. svo sem eðlilegt er, því að Enghnd gæti gert Grikkjum mikið tjón. Vemzelos nýtur lýðhylli eink- um fyrir pá sök, að hann er mikill vinur Breta og Frakka. Aftur á móti hata Grikkir ítali, og það hef- ir styrkt okkar málstað þar syðra að ítalir fóru í ófriðinn. Löng ferð. Kafbátur fer 9 þús. kílóm. Blaðamaður frá Bandaríkjunum hefir átt tal við Otto Hersing, skip stjóra á þýska kafbátnum U. 51, sem nú er í Konstantiopel. Kvað Hersíng það satt vera, að hann hefði farið frá Wilhelmshafen til Hellusunds sjóveg, sem er 9 þús. kílóm. Ieið. Hann Iagði af stað heiman að frá sér 25. apríl í vor, og var réttan mánuð á leiðinni, kom 25. maí til Hellusunds. Þann dag sökti hann Triumph, og Maje- stic tveim dögum síðar. Hersing kvað etiska flotann hafa leitað hafnar hjá eynni Teredos eftir það. Þýskal. keisar' hefir sæmt Hersing Pour le merite orðunni. Ritf regn. —« » — „Lagahreinsun* heitir ritgjörð eftir L. H. Bjarnason, prófesscr, nýútkomin, 14. bls. að stærð. — Gerir prófessorinn þar að utn- talsefni rugling þann, sem á lög- gjöf vorri sé, og ósamræmi og ósanngirni í löggjöfinni, t. d. um rétt óskilgetinna barna, sem þótt þinglýst séu erfa-ekki föður nema til helmings á móts við skilget- in börn. Aftur á móti erfir ó- skilgetinn faðir barnið sem skil- getið væri. T I L MINNIS; Baðhúsið opið '■ d. 8-8, ld.kv. (il 11 Borgarst skrif jt. í hrunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd, Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssímínn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin ! 2-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vífilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 En aðallega beinist ræða pró- fessorsins gegn þeirri óhæfu, að hér skuli vera í gildi og látin gilda lög, sem ekki eru til á ís- lensku og hafa jafnvel aldrei ver- ið birt hér á landi. Þetta virðast vera orð í tíma töluð. Úr dönskum blöðum. í dönskum blöðum, sem Vísi hafa borist er íslands getið að nokkru í sambandi við staðfestingu stjórn- arskrárinnar. — En lítið er á skrif- um þeim að græða. »Silkeborg Dagb!að« telur það vafalaust, að Einar Arnórsson muni hafa fallið frá kröfu fyrirrennara síns um það, að það yrði viður- kent af Dönum, að mál vor þyrfti ekki að bera upp í ríkisráði. Kn. Berlin skrifar í Köbenhavn þ. 18. f. m., og bollaleggur mikið vm það, hvers vegna umræðurnar í ríkisráði hafi ekki strax verið birt- ar — jafnvel áður en stjórnarskrá- in var staðfest. Telur hann senni- legt, að birtingunni hafi verið frest- að til bess, að forða Einari Arn- órssyni frá árásum hér heima, með- an hann væri fjarverandi. — Eða þá til þess, að ekki kæmi of snemma fram altof ákveðin ummæli í þá átt í Danmörku, að þótt breyting hafi orðið á einhverju »formeIlu« atriði, þá gæti Danir auðvitað aldrei gengið inn á þá kröfu alþingis, að skoða uppburð íslenskra mála í rík- isráðinu danska sem eingöngu ís- lenskt mál. Bilreiflafél Rvíknr, Vonarstrœti, ! hefir fastar ferðir til Hafnarfjarð- I ar kl. 10, kl. 2, kl. 6 og kl. 8. ! W&UT Fleiri ferðir farnar ef nægilegt fólk er. Á sunnudögum fer bifreiðin kl. 10,12,2,4,6,8.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.