Vísir - 04.08.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 04.08.1915, Blaðsíða 2
V 1 S 1 R VISIR A f g r e i ö s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng, frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 5-6. Sími 400.— P. O. Box 367. Þjóðjarðasalan. efndarálit Guðm. Hann- essonar og Sig. Sig- urðssonar. Frh. 1. Hagnýting Iandsins og ræktun. Fylgismenn þjóðjarðasölu og sjálfsábttðar halda því fram, að ekk- ert gefi jafnríka hvöt til framfara í búskap og endurbóta á jörðum og sjálfseignin. Þeir segja, að hún ein gefi bóndanum vissu fyrir, að hann og börn hans njóti allra endurbót- anna, að hún gefi honum þá sjálf- stæðistilfinningu, sem sé honum ómetanlegar stýrkur í lífsstarfi hans og framfaraviðleitni, að sjálfseignin auki trygð manna við jarðirnar og hefti óþarfan og skaðlegan búferla- flutning. Alt þetta miði beint að því, að efla hagnýting og ræktun landsins. Ef erfðaábúðinni fylgir leyfi til þess að selja og veðsetja jörðina, nær það engri átf, að hvötin sé minn; en á sjálfseign, því að í raun og veru er þá að ræða um sjáfs- eign með árgjaldi. Þetta sést og glögglega á erfðafestulöndum hér í Reykjavík. En jafnvel þó erfða- ábúðinni fylgdi ekki slíkur réttur, þá er það ekki mjög Iíklegt að bændur hlífíst við að gera jarðabætur af þeirri ástæðu, að útarfar þeirra ráði ekki yfir jörðinni, er allur beini ættleggurinn er aldauða, eða hirðir ekki um að nota ábúðarrétt sinn. Þvert á móti er það augljóst, að erföaábúð, en ekki sjálfseign, tryggir ættina betur en nokkurt annað fyrir- komulag, og það svo vel, að sumir telja það ísjárverðan galla, því þá hlyti að myndsst einskonar sveita- aðall, sem hjeldi jörðunum, svo aðrir gætu ekkert jarðnæði fengið. Það má telja víst, að erfðaábúð tryggi betur en sjálfsábúð ræktar- semi og trygð við jörðina, því alla- jafna hjeldist jörðin um langan aldur í ættinni. Þegar hún gengi að lokum úr ættinni, fengju erfingjar sanngjarna borgun fyrir þærendur- bætur, sem framkvæmdar heföu verið og nytsamar þættu. En því má heldur ekki gleyma, aö sjálfsábúð fylgja margir ókostir. Hún gefur að vísu dugnaðarmann- inum ríka hvöt til framfara og endurbóta, en jafnframt gefur hún slóðanum óiakmarkaða heimild til að níða jörðina. Nú eru því miður slóðarnir ekki færri en dugnaðar- mennirnir, og kemur þetta berlega í ljós, ef athugaður er búskapur yfir lengri tíma á einhverri jörð. Góðir og illir ábúendur skiftast á og einn rífur niður, það sem annar byggir. Um það geta ekki verið skiftar skoðanir, að þetta er landinu til niðurdreps og sú krafa algerlega réttmæt, að þeir, sem níða jarðitnar, missi ábúðarréttin. Með algeröri sjálfseign er tæpast auðið að upp- fylla þessa kröfu, en tiltölulega auð- velt með erfðaábúð. Þá er það alkunnugt og ómót- mælanlegt, að kaup á jörð festir fé ábúandans, að veltuféð og efni til allra búskaparframfara verða að þvf skapi rýrari. Að þessu leyti er sjálfsábúð miklu lukari en leiguábúð með góðum skilmálum, að rninsta kosti fyrir félitla, en svo eru flestir frumbýlingar. Þá er það ekki þýðingarlaust fyrir ræktun og notkun landsins, að einstaklinga eign á jörðum tryggir alls ekki að jarðir séu eða haldist í sjálfsúbúð. Landssjóður á fæstar Ieiguliðajarðirnar. Hver jörð, sem Jandssjóður selur, getur gengið úr sjálfsábúð óðara en kaupin eru gerð. Aftur eru flestir sammála um, að ábúðarkjör leiguliða á bændajörðum séu venjulega ótrytrg- ari og verri en á þjóðareignum, og að sama skapi má vænta að rækt- un landsins hraki. Hvað ræklun landsins snertir, leggjum vér mikla áherslu á, eins og fyr er tekið fram, að hvötin til endurbóta er jöfn við sjálfsábúð, og erðfaábúð, að sjálfsábúðin gefur ótakmarkaða heimild til að níða, en erfaábúð getur fyrirbygt það með öllu. En húu getur meira: Hún geíur lagt ábúanda þær skyldur á herðar, að bœta, trygt að jörðin taki sjfeldum framförum að vissu takmarki. Ef eftirlit með jörð- unum er í nokkru lagi, þá er ekki lítið úr þessu gerandi. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist okkur að svo megi haga erfðaábúð, að hún hafi alla kosti, sem sjálfsábúð getur haft hvað ræktun landsins snertir og góðan búskap, en jafnframt haft mikla yfirburði, að hún ein geti hindraö niðurníðslu og jafnvel trygt sífelda framför, að svo mikln leyti sem mögulegt er. Frh. JSest a? au^sa v ^Jvsv. Viðureignin á Gallipoliskaga í vor. Hvers vegna landgangan fórst fyrir i mars. Churchill fyrv. flotamálaráð- herra var legið mjög á hálsi fyr- það, að hann hefði ætlað að láta flotann brjótast inn Hellu- sund í vetur, án þess, að njóta aðstoðar landhersins. Nú er það komið í ljós, að landherinn hafði einnig átt að taka þátt í árás- inni Eins og menn muna, var að því komið að Grikkir gengju f ófriðinn um það leyti, en úr því varð þó eigi vegna mótspyrnu Grikkjakonungs. Mun her Grikkja hafa verið ætlað að ganga á Gallipoliskaga, því að annars- staðar gátu þeir eigi sótt Tyrki því að Búlgaría liggur nú milii Tyrklands og Grikklands. Bretar höfðu einnig ætlað að setja þar lið á land í miðjum marsmánuði. Um miðjan síðastl. mánuð var birt í enskum blöðum skýrsla frá Sir Ian Hamilton, yfirhers- höiðingja breska liðsins á Galli- póliskaga. Skýrslan er skrifuð 20. maí í vor, og er að eins um við- ureignina til 4. maí. Blöðunum þykir merkilegt að skýrsla þessi skuli ekki hafa verið birt fyrri, en það er þó ekki að undra, þvi að ýmislegt í henni mundi hafa getað komið óvinunum að haldi ef birt hefði verið fyrri, og ef hún er lesin ofan í kjölin, sést að hernaðarráðstafanir Englend- inða þar eystra hafa eigi verið í svo góðu lagi sem skyldi. Sir Ian Hamilton segist hafa komið til eyjarinnar Tenedos 17. mars. Átti hann þá fund með flotaforingjum franska og enska flotans og yfirhershöfðingja franska liðsins, og komst hann þá að raun um, hverjum erfið- leikum var bundið, að setja lið á land á Gallipoliskaga. Næsta dag horfði hann á, er flotinn gerði árás inn sundið og banda- menn mistu sum af herskipum sínum. Símaði hann þá til her- málaráðherrans á Englandi, að hann teldi sér ekki fært, að lenda á skaganum nema alt liðið væri komið þangað. Hafði hann þá áður farið njósnarför með fram skaganum frá Bulair til Helles- höfða. Sá hann þá, að óvíða var hægt að lenda, en öflug virki og her til varnar víðast hvar. Segir hann að aldrei muni ; nokkur her hafa átt eins mikla örðugleika fyrir höndum og lið hans átti við að stríða, við að komast í land á skagann. Nokk- T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, id.kv. til 11 Borgarst.skrifjt. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8Va siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið 1 L/i-2ilíl síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vífilsstaðahæíið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 ur hluti hersins var kominn til eyjarinnar á flutningaskipum, en liðinu og hergögnum öllum hafði verið svo illa fyrirkomið, að þurft hefði að raða því öllu nið- ur á ný í skipin. Til þess voru eigi tæki við eyna og neyddist Hamilton því til að senda öll flutningaskipin og liðið aftur til Egyptalands,og þangað hélt hann sjálfur með herforingjaráð sitt 24. mars. Á Egyptalandi dvaldi hann í háifan mánuð og hélt þaðan til eyjarinnar Lemnos 7. apríl. Var þá enn margt ógert áður en á- rásin á skagann yrði hafin, en hún byrjaði eins og kunnugt er 25. apríl. — Lenti þá herinn á 5 stöðum á skaganum sama dag- inn, en Frakkar gengu á land austan við sundið, til þess að villa Tyrkjum sjónir hvar aðal- árásin yrði gjörð. Tókst þeim að ná fótfestu á landi á 4 stöð- um og haldast þar við, en á einum stað höfðu Tyrkir svo öflugan her til varnar, að Bretar urðu að stíga á skip aftur. Bret- ar börðust af mikilli hreysti, og þó að hermenn bœði banda- manna og Þjóðverja hafi víða sýnt mikla hugprýði og hreysti í þessum ófriði, þá er óvíst hvort nokkur her hefir barist jafn hraust- Iega og Bretar, þegar þeir lentu á Gallipoliskaga. Eins og áður er sagt, nær skýrsla Hamiltons að eins yfir 10 daga, en þá 10 daga féllu af Bretum 177 liðsforingjar og 1999 liðsmenn, 412 foringjar og 7807 hermenn særðust, en 13 foringj- ar og 3580 hermenn voru horfn- ir (handteknir ?). ÓI. Þorsteinsson, eyrnalæknir, er ekki heima 4.-12. ágúst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.