Vísir - 09.08.1915, Blaðsíða 2
V 1 S l R
VISI R
Afgreiösla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi.
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrifstofa á sama stað, inng frá
Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
ki. 5-6.
Sími 400.— P. O. Box 367.
Bannlögin og
togararnlr.
í frumvarpi því um viðauka og
breyfingu á aðflutningsbannslög-
unum, er sr. Bj. t>orláksson tlyt-
ur nú á alþingi, er svo fyrir mælt,
að ekkert íslenskt fiskiskip megi
flytja nokkurt áfengi til landsins.
Slíkra skýrra og ákveðinna fyr-
irmœla í bannlögunum er brýn
þörf. Óhæfa hin mesta, ó-
viðeigandi og skaðvænt, að skip
sem eru skrásett — eiga heimil-
isfang — í bannlandi megi hafa
áfengi til neyslu. Skipin eru ís-
lensk, — fljótandi hluti af land-
inu sem þau eiga heima í, að
alþjóðalögum.
Sá orðrómur hefir legið á um
suma íslensku togarana, að þeir
hafi flutt áfengi á laun til lands-
ins, til æðri og lægri stéttar,
kunningja og vina skipstjóra og
skipverja. Og orð hefir farið af
drykkjuskap á togurunum ís-
lensku. Síðan stríðið hófst hefir
þessa lítið gætí, en hvernig fer,
er stríðinu lýkur? Hætt við að
þá sæki í sama horfið.
Erlend útgerðarfélög hafa seinni
árin stranglega bannað vínnautn
á togurum sínum og vátrygg-
ingarfélögin lagt mikla áherslu
á þetta atriði, svo að sum
hafa gert slíkt bann að skilyrði
fyrir vátryggingu togaranna.
Hvað segja nú vátryggingarfé-
lögin erlend og innlend, þegar
þau fá að vita, að íslenskir tog-
arar og fiskiskip, eru fljótandi
knæpur, sem búast má við að
þau verði, ef ekki er tekið fyrir
þennan ósóma? Mundu þau ekki
fara að líta í kringum sig og
verða treg til vátrygginga gegn
venjulegu gjaldi?
Og hvorki er það trúlegt, að
íslenskir útgerðamenn vijji að
það orð leiki á um skip sín, að
þau séu tollsvikamiðlar, né skip-
skipum og mönnum sé telft í
hættu með áfengisnautn. Og
fæstir þeirra munu hafa trú á
því, að aflabrögðin verði meiri,
þolgæðin og verklægnin vaxi við
stjórn og störf á skipunum fyr-
ir áfengisnautnina.
Skiljanlegt er það sem mælt
er, að ýmsum andbanningum
utan þings sé illa við, að ákvæði
þetta komist inn í bannlögin.
En ólíklegt er og óskiijanlegt, að
þingmenn verði því andvígir, —
þeir munu manna síst hafa vilja
til eða búast við að »geta náð
sér í dropa* á þennan hátt —
með tollsvikum og bannlaga-
brotum.
Gamall formaður.
Breska þingið
tekur sér hvííd.
Asquith iýsir gerðum
stjérnarinnar.
Asquilh stjórnarforseti flutti ræðu
í þinginu 28. f. m. og lýsti gerð-
um stjórnarinnar og horfunum nú,
eftir að ófriður hefði staðið nær
eitt ár.
Hann kvað mörg og mikilvæg
lög hafa verið samþykt síðan nýja
stjórnin tók við völdum eftir hvíta-
sunnuna í vor. Nefndi liann þar
til herlánslögin, sem væru einstök
í sinni röð bæði í sögu Bretlands
og annara landa. Hefðu þau borið
góðan árangur, svo sem kunnugt
væri, og sýnt öllum þjóðum, og þó
einkum bandamönnum, að Breíar
ætluðu að neyta allrar orku til að
Ieiða ófriðinn til farsællegra lykta.
Ennfremur hefðu hergagnalögin
verið samþykt og nýtt ráðherraem-
bætti stofnað í þeim málum. Mundi
Lloyd George skýra frá, hvað hon~
um hefði orðið ágengt. Þá þætti
sér og skrásetningarlögin mikiu máli
skifta, því að nú gæti stjórnin séð,
hvaða starfskröftum hún hefði á að
skipa.
Hann kvaðst auk þess hafa búist
við, að geta nefnt ein lög enn, lög-
in um eftirlaun hermanna, en því
miður hefði efri málsstofan frestað
að ræða lögin þangað til þing kæmi
saman næst.
Hann kvað þingið nú hafa átt
setu í 9 mánuði og á þeim tíma
hefði þingfundum ekki verið frest-
að nema samtals 15 vikur og gæti
það ekki kallast langt frí. Og þar
sem stjórnin hefði nú ekki fleiri
frumvörp að leggja fyrir þingið í
bráð, hefði ráðuneytið orðið ásátt
um, að þingið mætti taka sér nokk-
urra vikna hvíld. Að vísu lægi nú
fyrir að setja ný skattalög, en það
mundi veitast léttara, ef ráðherrarnir
fengju meiri tíma til að undirbúa
þau.
Satt væri það, aö þingið hefði
fleiri störfum að gegna, en að setja
lög. Á Bretlandi væru tvær leiðir
til að gagnrýna gerðir stjórnarinnar,
f blöðunum og með fyrirspurnum
á þingi.
Hann galt blöðunum þakkir fyrir
stillingu þeirra og hógværð síðan
ófriðurinn hófst. Að vísu væru ein
eða tvær hryggilegar og alræmdar
undantekningar frá þessari reglu.
(Mun Asquith eiga hér við blöð
Northcliffe Iávarðar, Daily Mail og
Times).
Margar fyrirspurnir hefðu verið
bornar fram í þinginu, einkum til
þeirra, sern stjórnuðu her- ogflota-
málum. Sumar þessar fyrirspurnir
hefðu verið þannig vaxnar, að ekki
væri hægt að svara þeim án þess
að óvinunum gæti orðið gagn að
svarinu.
Horfurnar.
Síðan mintist Asquith hvernig
horfurnar væru.
Gat þess fyrst að Rússar sýndu
dæmafáa hreysti og þol í því að
stöðva innrás Þjóðverja í Rússland.
Mundi vörn þeirra lengi að ágæt-
um höfð.
Nýju bandamenniniir, ítalir, sæktu
nú stöðugt á. Og breski herinn
berðist við hlið Frakka á vestur-
vígstöðvunum. Væru herirnir sam-
hentir og öruggir um að vinna
sigur að lokum.
Um herferðina til Gallipoliskag-
ans kvaðst Asqutith viija aftur taka
það fram, að stjórnin væri enn
sannfærð um að hún bæri þann
árangur sem vænst hefði verið eftir.
»í næstu viku«, mælti hann, »er
ár liðið frá því að ófriðurinn hófst.
Floti vor er nú miklu öflugri en
hann var í ófriðarbyrjun. Honum
var það að þakka að skip vor
gátu siglt um öll höf og að kaf-
bátahernaðurinn hefir ekki getað
unnið breskri verslun verulegt tjón.
Matvæli og óunninn varningur
eru nú flutt til þessa lands í jafn-
ríkum mæli og á friðartímum og
með litlu meiri áhættu.
Flotinn hefir að vísu enn ekki
fengið að reyna sig við flota Þjóð-
verja, en fyrir árvekni og góða
stjórn þeirra setn honum stýra,
getum við nú hlegið að því að
Þjóðverjar setji hér lið á land hjá
OiS.«
Um herinn kvaðst hann vilja
geta þess, að upp á síðkastið hefðu
fleiri sjálfboðaliðar boðist til her-
þjónustu en um langt skeiö und-
anfarið, svo að menn mættu vera
fullkomlega ánægðir í því efni.
Hergagnaráðherrann hefði nú
komið nýju skipulagi á skotfæra-
gerð og hergagnasmíði svo að iið-
ið mundi hvorugt skorta.
Bretar og bandamenrt
þeirra.
Asquith kvað það ekki eingöngu
hafa verið hlutskifti Breta, að sjá
um, að frjálsar siglingar gætu verið
flm höfin og að senda vel vopn-
aðan her tii vígvallarins. Þeir hefðu
einnig orðið að veita bandamönn-
um sínum styrk og að miklu leyti
leggja fram fé til al!s hernaðarins.
Þetta gætu þeir ekki gert nema
með því, að hafa skipufag á iðnaði
landsins. Það væri mikils um vert,
að landið héldi gullforða sínum og
jyki hann. Stjórnin hefði gefið skip-
un um, að greiða þeim, sem vinna
fyrir stjórnina, kaup sitt í seðlum
eftir því sem unt væri, og allir
menn gætu gert landinu hinn mesta
greiöa með því, að nota seðla í
stað gulls. Með því móti væri hægt
að auka gullforðann og geyma
hann íil þess að kaupa þá hluti,
sem vér þurfum að flylja inn í
landið.
Að lokum bar hann saman, hvern-
ig Bretar stæðu nú og hvernig þeir
hefðu staðið fyrir ári um þetta leyti.
Kvað hann engan mann geta sagt
með sanni, að þeir hefðu ekki gert
skyldu áfna umliðið ár, og engan
mann geta gefið í skyn, að banda-
menn þeirra mettu ekki að verðleik-
um hlutdeild Breta í því, að leiða
ófriðinn til farsællegra lykta.
Áður en fundi var slitið urðu
nokkrar umræður um það, hvenær
það skyldi koma saman næst. Vildu
fáeinir þingmenn, að samkomudag-
ur þess yrði ákveðinn í miðjum
Tli. MINNIS:
Baðhúsið opið d. 8-8, ld.kv. til 11
Borgarst.skrif.si. í brunastöð opín v. d
11-3
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
Islandsbanki opinn 10-4.
K. F. U. M. Alni. samk.siinnd.8V2 siðd,
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1.
Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við-
tals 10-12
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3
Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og 4-7
Náttúrugripasafnið opið 1 ‘/a-^Va siðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1
Samábyrgðin 12-2 og 4-6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d
Vifilsstaðahæíið. Hcimsóknartúni 12-1
Þjóðmenjasaínið opið sd. þd. fmd. 12-2
ágústmánuði, eða í lok ágústmán-
aðar, en tillaga stjórnarinnar um að
það skyldi koma saman 14. sept.
var samþykt þvf nær í einu hljóði.
Bandaríkin
og
Þýskaland-Austurríki.
í bréfinu til Bandaríkjastjórnarinn-
ar, sem birt hefir verið í Vísi, þyk-
ist Burian utanríkisráðherra Austur-
ríkis .ekki efast um einlægan vilja
Bandaríkjanna á því, að uppfylla
skyldur hlutlauss rikis. En ekki er
það að sjá á þýskum blöðum, að
þau séu sérlega trúuð á það. í yfir-
litsgrein yfir ófriðinn í »Hamburger
Fremdenblatt* er t. d. ö. kaflinn um
Ameríku, en 7. kaflinn um : hlut-
laus ríki. — Þeir telja sem sé
Ameríku alls ekki með hlutlausu
ríkjunum, heldur setja hana á bekk
meö ófriðarþjóðunum. — í þessari
grein fer blaðið þessum orðum um
bréf Burians til Bandaríkjanna :
Austurríska stjórnin hefir sent
Bandaríkjastjórn bréf, sem síílað er
á móti hergagnaútflutningnum. Frá
upphafi hefir Austurríki ekki haft
sterka hvöt til þess að mótmæla út-
flutningi, vegna þess að lengi vel
voru það aðallega Engl. og Frakkl.,
sem flutt var til. En nú eru Ítalía
og Rússlaud einnig farin að njóta
góös af honum í ríkum mæli.
Vafalaust liggur líka á bak við
þetta bréf Austurríkis sá tilgangur,
að sýna Bandaríkjunum fram á það,
að það sé ekki að eins Þýskahnd,
sem telji sér tilfinnanlega misboðið
með þessu framferði Bandaríkjanna,
að birgja andstæðingana upp að
skotfærum og þannig gera þeim
mögulegt aö draga ófriðinn álang-
inn, og að einnig í þessu efni
standi bæði Austurríkí og Þýska-
land einhuga saman, — Ef Banda-
ríkjunum hefir ekki verið þetta full-
ljóst áður, þá teluir bréf Austurrík-
is af allan vafa á því. í París eru
menn steinhissa og í London eru
menn alveg forviða á bréfum Þýska-
j lands og Austurríkis, einkum þó á
I því, hve litlar líkur séu til þess, að
til skarar skríði milli Þýskalands og
! Bandaríkjanna. Jafnvel sé nú minna
talað um stjórnmálasambandsslit á
milli þeirra en fyrir sex vikum 1